Morgunblaðið - 20.06.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1945, Blaðsíða 12
12 [flauðaslys » gærkweldi UM kl. 21.45 í gærkveldi vildi til það hörmulega slys við mót Skothússvegs og Fríkirkjuvegs, að 15 ára drengur, Felix Svavar Guðmannsson, Einholti 7, varð fyrir bifreið og beið bana af. Nánari tildrög slyssins voru þessi: Vörubifreiðin R.-1300 var á leið austur Skothússveg, •en fólksbifreiðin R.-1719 kom sunnan Sóleyjargötu. Á gatna- mótunum ekur fólksbifreiðin á vörubifreiðina hægra megin aftan til, svo að vörubífreiðin hendist upp á gangstjettina á horni Skothússvegs og Fríkirkju vegs og lendir á steinvegg, sem umlýkur þarna óbyggða lóð. — Drengurinn varð fyrir bifreið- inni, og mun hann hafa andast þegar, að minnsta kosti var hxinn ekki með lífsmarki, er komið var með hann í Land- spítalann skömmu síðar. I fylgd með Felíx Svavari var annar piltur, en hann var dá- lítið á undan og slapp ómeidd- ur. Svo mikið kast var á vörubif réiðinni, að htm hentist af stein yeggnum um 14 metra upp eft- ir Skothúsveginum. — Báðar bifreiðirnar skemmdust rnjög, einkum þó fólksbifreiðin, en bílstjóra og annað fólk. sem í bifreiðunum var, sakaði ekki. atggttttbfafóft Látnar rífa götuvígi ¦¦.-. ........ .-.,¦ M.vndin hjer að ofsin sýnir þýsksr koimr, sem ern ao rífa niður götuvísi. sem reis thafa verið í borg einni. þar sem áður var barist. Gera hær þetta að skipun rússneska bersins. • p sveggja ara drengur deyr af wöldum bflsSyss í FVRRADAG vildi það sorglega slys til á Larónsstígu urn, að tveggja ára drengur, (kmnar Sigiirðssoii, hragga 61 A, í Skólavörðuholti, varð fyr ir amerískri herbifrcið. Gunn- ai' litji andaðist í Landspítal- anum ]>á um kvöldið, \\m kl. 10. Þcssi soiglegí atburður gerð *íst uiti kl. 1,20 e..h. á móts við' húsið nr. 59. Vitni í málinu hefir skýrt svo frá, ,að hanu tmf'i fyrst veitt því eftirtekt, að hann heyrði að bifreið' var skyndilega henilað. Rá hann þá hvar lítið barn stóð á nær miðri götu og að harnið var alveg við bílinn, fyrir hon um miðjum og í nær sama mund s.jer hann það falla í götuna. Fór það á milli hjóla bílsins, en imdir honum kiit- veltist það og fór á railli aft- urhjóla. Þegar bílstjórinn hafði stöðvað bílinn, lá bnrnið nm það bil einn meter fyrir aftan bílimi. -^- Vitni þetta tclui- og að bifrcið'mni hafi verið ekio eftir nær miori götu, ])ó hcldur mcir ;i vinstri: helmiag hennar. Gurmar var þegar fluttur í T landsiiítaiann, meoViUrndar- 1&TLS. Komst hann aidtuii til sjálfs síns opr ljcst þar um kl, Í0 um kvöldið. Gunrinr vai' fæddur 25. scpt. l!)4-2. sonur hjónamia Sigurð- ar Stcindórssonar verkamatins o^' Margrjetar Sigurðard' Um 180 kennarar sitja þing S.I.B. Norskir kennarar senda kveðjur FJÓRÐA uppeldismálaþing Sambands ísl. barnakennara var sett í Kennaraskólanum í Rvík mánudaginn 18. júní kl. 4 síðd. Ingimar Jóhannesson, forseti sambandsins, setti þingið með ræðu. Minntist hann lýðveldis- stofnunarinnar og ljet í ljós þá ósk, að störf þessa almenna upp eldismálaþings, sem haldið er síðan lýðyeldi var stofnað á ís- landi, yrðu giftudrjúg fyrir kennarastjettina og alla þjóðina. Starfsmenn þingsins voru kosnir: 1. forseti, Sveinn Halldórs- son, kennari í Gerðaskóla. 2. forseti, Friðrik Hjartar, skóla- stjóri á Akranesi. 3. forseti, Helga Þorgilsdóttir, kennari í Miðbæjarskólanum, Rvík. — Ritarar þingsins voru kjörnir: l.^ritari, Andrjes Kristjánsson, 2. ritari, Stefán Júlíusson, 3. ritari Bjarni Bjarnason, 4. rit- ari, Oddný Sigurjónsdóttir. Dagskrá þingsins fjallar ein vörðungu um tillögur og frum- vörp milliþinginefndarinnar í skólamálum. Fyrst á dagskrá var frumvarp nefndarinnar um fræðslu barna og frumvarp til laga um skóla- kerfi og fræsluskyldu, og flutti Helgi Elíasson ýtarlegt fram- söguerindi um frumvörpin. Á öðrum fundi þingsins, sem hófst kl. 8.30 sama dag, voru tillögur nefndarinnar um kenn- aramenntun til umræðu og flutti Armann Halldórsson skóla stjóri framsöguernidi um þær. Á þriðja fundi þingsins, sem hófst kl. 2 í dag, var frumvarp um gagnfræðamenntun á dag- skrá, og hafði Ingimar Jónsson, skólastjóri þar framsögu. Allmiklar umræður urðu um öll þessi mál og var þeim síðan vísað til nefnda. Þinginu barst svohlióðandi skeyti frá kennarasambandi Noregs: „Kennarasamband Noregs sendir starfsbræðrum á íslandi innilegar kveðjur á frelsisdegi. — Erik Eide". I kvöld og á morgun verða framhaldsumræður um skóla- málin og nefndarálit, / ísiendingar í Oslo minnast 17. júní Frá norska blaða- fulltrúanum. I'SLENDINGAR í Oslomint ust þjóðhátíðardagsins með samkomu í ,,Frogiierseteren". llarald Gricg i'orstjóri og Henry Bache' aðalritari voru fulltrúar norræna , fjelagsins. „Nordcn". Frú Gcrd Gricg færði kveðjur frá íslandi, og Arngrímur Kristjánsson skóla stjóri, sem er nýkominn til Oslo frá London, flutti kvcðj ur frá Islendingiun í Brct- iandi. Berdal forstjóri, scm er vcl þcktur á Islandi (hann var t. d. einn af norsku, gestunum á Alþingishátíðinni 1930), ljot svo um mælt, að tsland væri auðugasta land í Evró])U. Landið ætti bestu fiskimið hcims'ms, óendanlega óbeisl- aða orku í fossuni sínum, víð- lenda óyrkta akra Og hvcri, scm haft gætui mikla þýðingu fyrir þjóðina. En fsland er ckki ein'urrgJs Ruðugl að góssi og peningum, sagoi hann,,það á einnig andleg auðtefi, seiu etTí meira cu nokkuri'ai' aiin- arar þ.jóðar. íslendiugai' eigft þá aiulans orku, scm þarf tii að nvta híu ótii'tnaiuli auðaefi. Prestastefna islands heist í dag Aðalmál: „Starfshættir kirkjunnar á komandi tíð". í DAG hefst Prestastefna íslands með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13. Magnús Jónsson prófessor prjedikar, en sr. Friðrik Rafnar vígslubiskup og sr. Friðrik Hallgrímsson dómprófastur þjóna fyrir altari. Kl. 16 verður prestastefnan sett í kapellu Háskólans, en kl. 16.30 ávarpar biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, fundar- menn og skýrir þeim frá störf- um kirkjunnar á liðnu synodus- ári. Kl. 18 leggur biskup fram skýrslur um messur og úthlut- un styrkja til fyrv. sóknar- presta og prestsekkna, en kl. 18.30 fer fram kosning nefnda. Kl. 20 flytur sr. Jakob Jóns- son opinbert erindi í Dómkirkj- unni, og nefnir hann það ,,Eðli frjálslyndis". Ekki er vitað, hve margir prestar muni sækja presta- stefnuna, en þeir munu ekki allir komnir til bæjarins. — Prestastefnan stendur yfir í þrjá daga. Aðalmál prestastefnunnar verður að þessu sinni „Starfs- hættir kirkjunnar á komandi tíð". Umræður um það mál hefj ast í fyrramálið, en framsögu- menn verða biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, sr. Frið- rik Hallgrímsson dómprófast- ur og sr. Sigurjón Guðjónsson, Saurbæ. Miðvikudagnr 20. júní 1945. Sambandsþingi ungra Sjálfstæðis- manna var slitið í gærkveldi SAMBANDSÞINGI ungra Sjálfstæðismanna lauk í gær- kveldi hjer í Reykjavík. Þingið var sett 13. þ. m., en næstu daga sátu þingfulltrúar Landsfund Sjálfstæðisflokksins á Þingvöllum. Fundir þingsins hjeldu áfram hjer í Reykjavík eftir helgina og var lokið í gær- kveldi. í upphafi þingsins var kosinra forseti þess Lundvig Hjálmtýs- son, formaður Heimdallar, fje- lags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þá gaf formaður . sambandsins, Jóhann Hafstein,, skýrslu um störf og verkefni . sambandsins frá því síðasta Sambandsþing var haldið 1943. Síðan hafa verið rædd á þim?- inu margvísleg mál, almenn. stjórnmál og skipulagsmál og; starfsemi sambandsins. Álykt- ana þingsins verður síðar getið. í lok þingfunda í gærkveldx fór fram stjórnarkosning og hlutu þessir kosningu. Aðalstjórn. Jóhann Hafstein, endurkos- inn formaður sambandsins. —• Meðstjórnendur: Magnús Jóns- son, Mel, Skagafirði, Páll Daní- elsson, Hafnarfirði, Jónas Rafrn ar, Kristnesi, Eyjafirði, Björg- vin Sigurðsson, Reykjavík og Sigurður Bjamason, alþm., iiá Vigur. Varastjórn. Siggeir Björnsson, Holti, Sí5u í Vestur-Skaft., Einar Thoroddl sen, skipstjóri frá Vatnsdal, Vestur-Barð., Torfi Jónsson, Torfalæk, A.-Hún., Skúli Árna- son, Reykjavík, og Árni Ágústs son, Hafnarfirði. Að þinginu loknu sátu fujl- trúar borðhald saman í Odd- fellowhúsinu og var mikill á- hugi ríkjandi meðal fulltrúa að vinna ötullega að eflingu sambandsins og málefnum Sjálf stæðis f lokksins. Gagnfræðaskóla Reykvíkinga verður slitið í dag í Baðstofu Iðn aðarmanna kl. 2 síðd. Útifundur verður haldinn í porti Miðbæjarbarnaskólans í kvöld, að tilhlutan Stórstúku íslands. Lúðrasveit Reykjavíkur undir stjórn Alberts Klahn, mun leíka þar, en ræðumenn eru Frið rik prófastur Friðriksson í Húsa- vík, Jakob Möller alþm. og Frið- rik Hjar-tar skólastjóri. Er nú orð ið all-langt siðan að Reykvíking ar hafa komið saman á fund í barnaskólaportihu. Reykjavíkurmótið: Valur vann Frani 1-0 ÞRIÐJI leikur Reyk,javík*iii mótsins fór fram í gær. Allsnarpur vindur var áj suðaustan og háði það leik < raönnum töluvert. Valur kiiu>í að leika á norður markið. l'k; 20 mín. voru af leik, tókst^ Guðbrani (Badda) að skornv mark eftir vel uppbygðan leiki framlínunnar. — Ýmis önnuil tækifæri buðust hjii báðumj liðuiii, envouekki notuð scunj skyldi. Leiknum lauk ]>ví meði sigri \Tals 1:0. Um leikinn er það að scg.i;i, að hann var nokkuð jafti ófj sæmilega leikinn. Vörnin hj;íí báðtnn liðunum er lík að styik Icik. I'Vamiína Vals var ;'«i inóti mun betri en Iijú Fran* og íjeði þaðúrslitum. — Veð-< ur var orðið slæmt, utxlir leikslok og varla keppandi. Dómari var Sigurjón .lóns. ,son. H. Ó,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.