Morgunblaðið - 01.08.1945, Blaðsíða 1
liúl síld út af
Austfjörðum
Seyðisfirði, þriðjudag.
Frá frjettaritara vorum.
Siðan á sunnudag hafa borist
hingað á land 9000 mál síldar.
Var sild þessi veidd út af Seyð-
isfirði. — Er mikil síld sögð út
af Austfjörðum. — Síldin er
sæmilega vel feit, 19% fitu-
magn.
Þá símaði frjettaritari vor á
Siglufirði, að þangað hafi ekki
borist síld síðustu dægur. Ekki
hafa heldur neinar síldarfrjett-
ir borist, nema þá að austan.
Veður var að lægja þar og
skipin sem óðast að fara út á
miðin.
WEYGAND RÆÐST HARKA-
LEGA Á REYNAUD
Rennervill Rússa
eina í Vínarborg
London í gær.
KARL RENNER, hinn 75 ára
gamli forseti austurrísku bráða
birgðastjófnarinnar lýsti því
yfir í dag, að skifting Vínar-
borgar í hernámssvæði væri
ómöguleg. — Hann sagði, að
skiftingin í svæði væri mikil
liindrun i vegi þess, að hægt
væri að refsa nasistum. ,,Það
virðist“, sagði hann, „vera ó-
iíkar aðferðir við það að koma
fram við grunaða nasista á
svæðum Rússa, Breta, Amer-
íkumanna og Frakka“.
Renner lýsti síðan framgangi
þeim, sem samsteypustjórn hans
en í henni eru sósíalistar, kom-
múnistar og þjóðflokkurinn,
hefði haft undir vernd Rússa,
og kvað stjórri þessa hafa notið
stuðnings allra Vínarbúa og alt
farið rólega fram.
— Reuter.
19 farþegar komu
með Brúarfossi frá
Brellandi
MEÐ BRÚARFOSSI, er kom
frá Bretlandi í gær, voru þessir
19 farþegar: Þorsteinn Hannes-
son söngvari, Hallgrímur Dal-
berg, Jón Jóhannesson, fjöl-
skylda Sigursteins Magnússon-
ar ræðismanns í Edinborg, frú
Ingibjörg Magnússon, tvær dæt
ur þeirra og sonur, ungfrú
Sveina Erasmusdóttir. Bretarn-
ir I. A. Watson, frú hans og
tvær dætur, James Bremmer,
Mr. Onyett. Mr. T. E. Dennis
og Norðmennirnir J. F. Jessen,
J. V. Lassen, R. Petersen og R.
Holth.
Nasisiar sýna Rúss-
um mólspyrnu
í Berlín
London í gærkvöldi.
CHORAKOV, einn af hers-
höfðingjum Rússa í Berlín, hef-
ir sagt blaðamönnum frá því,
að nasistar hafi veitt Rússum
Verjandi Petains
byrjar vitnaleiðslur
að
hreinsa
París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morg-
unblaðsins frá Reuter.
I DAG byrjaði verjandi Petains marskálks vitnaleiðsl-
ur, og mun hann leiða 40 vitni alls. Fyrsta vitnið var
ýmsa mótspyrnu í Berlín, eftir Weygand hershöfðmgi, sem var yfirstjórnandi alls herafla
fall borgarinnar. Hafi þeir með bandamanna í Frakklandi sumarið 1940. í vitnisburði sín-
al annars reynt að koma í veg 1 um rjeðist Weygand harkalega að Reynaud, fyrrverandi
fyrir það, að fólk ynni að því forsætisráðherra Frakka fyrir margt, sem hann hafði sagt,
í.vðja burtu iústum. og er ^ann j-,ar vRni í málinu, einkum þó fyrir umsögn hans
. stíæti bo'Saiinnar. —. um þarfjeySU a Uppgjöf franska hersins sumarið 1940.
Einmg reyndu þeir að hræða i r - rroJ
Weygand sagði, að her
Frakka hefði barist meðan
þess var nokkur kostur, og
alls ekki getað varist leng-
ur en hann gerði. Hann kvað
alls enga íyrirskipun um
uppgjöf hafa komið frá Pe-
tain marskálki, enda hefði
henni heldur ekki verið
hlýtt. Weygand kvað svo á,
að uppgjöf hefði fyrst borið
á góma í sjálfu herráðinu
þann 25. maí 1940.
ýmsa sjerfraéðiriga írá því, að
vinná með Rússum. Chorakov
sagði að snarplega hefði verið
tekið í taumana, og hefðu nas-
istar sig ekki mikið í frammi
nú, enda þótt dálítið bæri á
skemmdarverkum enn.
—Reuter.
Forseli kjörinn
London í gærkveldi:
I DAG kemur hið nýkjörna
breska þing saman, til þess að
kjósa sjer forseta. Ekki verð-
ur annað gert á þingfundi þess-
um. — Churchill mun ekki
verða þar viðstaddur, hann er
nú á sveitasetri sínu í Kent,
og mun verða þar um nokkurn
tíma. Ekki er almennt talið,
að Churchill muni hætta að
gefa sig að stjórnmálum.
Weygand, hershöfðingi.
Stalin sat fund í gær
eftir nokkurn lasleika
Póstur frá Rúmeníu
LONDON: Útvarpið í Búka-
rest sagði frá því fyrir nokkru,
að nú mætti aftur senda póst
frá Rúmeníu til Bretlands og
Bandaríkjanna.
London í gærkveldi.
Stalin marskálkur, sem hefir
verið lasinn undanfarna daga,
og ekki getað setið fundina í
Potsdam, kom aftur á fund með
Truman og Attlee í dag, og er
orðinn jafngóður. Talið er, að
mikill árangur hafi náðst á
fundinum í dag, og jafnvel
segja sumir frjettaritarar, að
viðræðunum sje nú það langt
komið, að samkomulag muni
verða undirritað mjög bráð-
lega.
Meðan Stalin var lasinn,
mætti Molotov fj^rir hann á
nokkrum fundum, og sat enn-
fremur fundi með hinum utan-
ríkisráðherrunum. Truman
mun fara snöggva ferð til Eng-
lands er ráðstefnunni er lokið,
og hitta þar konungshjónin
bresku.
Fregriritarar álíta, að morgun
fundir utanríkisráðherranna
eigi mikinn þátt í því, hve vel
' umræður hafa gengið í Pots-
dam að undanförnu, en þeir
hafa leyst af höndum mikið
starf.
Talið er, að mjög mikið verði
um að vera, er samkomulagið
verður undirritað að ráðstefn-
unni lokinni, — þessari lengstu
ráðstefnu, sem leiðtogar Banda
ríkjanna, Bretlands og Rúss-
lands hafa setið. — Reuter.
Útvarpsstöð reist
LONDON: Bæði Bretar og
Bandaríkjamenn hafa lánað
Sýrlendingum mikið fje og lát-
ið þeim í tje efni til þess að
reisa mikla útvarpsstöð í Dam-
askus. Einnig til þess að bæta
símakerfi landsins.
Gerði það, sem hægt var.
Hershöfðinginn sagði, að
allar sögur um það, að
franski herinn hefði ekki
gert það, sem hann hefði
getað, væri uppspuni eiiin
og óhróður. Vörnin hefði að
eins verið orðin gjörsamlega
tilgangslaus, er Frakkar gáf
ust upp. Búist er við mjög
merkilegum framburðum
margra vitna verjanda Pet-
ains, og er framhalds rjett-
arhaldanna beðið með mik-
illi eftirvæntingu.
Laval ber vitni.
Fregnir, sem bárust seint
í kvöld herma, að líklegt sje
að Laval verði leiddur sem
vitni í máli Petains. Eins og
kunnugt er, var Laval aðal-
aðstoðarmaður Petains um
langt skeið.
Úrslit í breskum.
háskóia k j ördæm u m
London í gærkvelði.
ÚRSLIT eru nú fengin í þing
kosningunum í fjórum háskóla-
kjördæmum í Englandi.
I Lundúnaháskólanum var
kjörinn utanflokkamaður, í
Cambridgeháskólanum, íhalds-
maður og utanflokkamaður, í
Oxfordháskóla tveir utanflokka
menn (endurkjörnir) og í
Walesháskóla frjálslyndur.
— Reuter.
Drengur slasast
í GÆR um kl. 12 á hádegi,
vildi það slys til hjer rjett inn
an við bæinn, að lítill drengur,
þriggja ára, Birgir Einarsson
Scheving, Hrísateig 17, varð fyr
ir amerískri herbifreið og
meiddist mikið á höfði. — Þetta
gerðist á gatnamótum Hrísa-
teigs og Sundlaugarvegar. —
Ekki tókst blaðinu að fregna
með hverjum hætti slysið varð,
enda ekki hafin lögreglurann-
sókn í gær.
Drengurinn var þegar fluttur
í sjúkrahús. Voru meiðsLi hans
rannsökuð, er reyndust vera
skrámur og mar á höfði, einnig
hafði vinstra eyra hans rifnað
frá að aftan. •— Er blaðið átti
tal við sjúkrahúsið, leið drengn
um ekki vel.
Leynivopn gegn
sjáifsmorðsflug-
mönnum
London í gærkvöldi.
BANDAMENN eru nú að búa
sig undir að beita leynivopni
gegn sjálfsmorðsflugvjelum
Japana, og hafa þegar 60 kana-
disk herskip verið útbúin með
tæki þessp, sem nefnt er „dis-
integrator“ eða „sprengir“. —>
Ekki er nákæmlega vitað um
gerð þess eða verkanir, en nafn
ið virðist benda til að flugvjel-
arnar springi í loft upp at á-
hrifum þess. Það var ástralsk-
ur maður, er fann vopn þetta
upp, en mest af því hefir ver-
ið framleitt í Kanada. Er hjer
talið um mjög skætt vopn að
ræða, en sem kunnugt er, hafa
sjálfsmorðsflugmenn Japana að
undanförnu unnið bandamönn-
um allmikið tjón á herskipum.
— Reuter.
(hurchill afþakkar
heiðursmerki
London í gær.
TALIÐ er að Churchill muni
afþakka sokkabandsorðuna, en
það er æðsta heiðursmerki
Breta, 6 alda gamalt. Heiðurs-
merki þessu fylgir nafnbótin
Sir, en ýmsir telja, að Churc-
hill vilji halda áfram að bera
titilinn Mister, eins og hann
hefir gert hingað til. — Talið
er, að Churchill muni verða
foringi stjórnarandstæðinga í
hinu nýkjörna breska þingi. —
Heiðursmerkið, sem Churchill
hafnaði, hefir verið veitt ör-
fáum mönnum, sem ekki hafa
verið af aðalsætt.
. — Reuter.
Hrapaði á þorp
MADRAS: Tilkynt hefir verið,
að 33 Indverjar hafi farist, en
yfir 30 særst, þegar bresk hern
aðarflugvjel hrapaði nýlega á
þorp eitt í Indlandi, nærri borg-
'inni Bangalore.