Morgunblaðið - 01.08.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.1945, Blaðsíða 6
6 MOROUNBLADIÐ Miðvikudagur 1. ágiist 1945. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Ruglið um dýrtíðina EKKERT EINTAK af aðalblaði stjórnarandstæðinga, „Tímanum'* kemur út síðustu mánuðina, svo ekki sje þar einhver ruglgrein um dýrtíðina. Flest af þessu er skrifað í þeim dúr, að öll dýrtíðin sje að kenna Sjálf- stæðisflokknum og einkum formanni hans, Ólafi Thors forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn á náttúrlega að vera hreinn og saklaus og engum öðrum en hans mönn- um til þess trúandi að ráða niðurlögum dýrtíðarinnar. Eins og gefur að skilja er alt þetta fals og þvættingur, eins og flest annað sem Tíminn flytur. Raunar er leiðin- legt að endurtaka þann sannleika, sem svo oft er búið að segja áður hjer í blaðinu, að dýrtíðin er ekki fyrst og fremst sök flokka og innlendra fjármálamanna. Hún er bein afleiðing af stríðinu og þeirri einstæðu aðstöðu, sem okkar þjóðfjelag lenti í við komu erlendra hersveita og með öllum þeim framkvæmdum, sem þær Ijetu gera. Að svo miklu leyti sem dýrtíðin er hins vegar orðin það sem hún er fyrir áhrif innlendra manna, þá er vitað að Framsóknarmenn eru þar í stærstu sökinni. Byrjun á kapphlaupinu milli kaupgjalds og verðlags hófst vegna þess, að sambandið sem ákveðið var með gengislögunum frá 1939 var slitið 1940, í stað þess að koma á föstu og eðlilegu samræmi eins og reynt var og gert með lög- unum um sex manna nefndina 1943. Þessi villa var fyrst og fremst sök Framsóknarmanna. Hitt er svo víst að nálega alt bras þeirra með frum- varpa flutningi og lagasetningu 1941 og 1942 varð ekki til að stöðva eða lækka dýrtíðina, heldur þvert á móti til að auka hana. Þannig fer líka altaf þegar hið opinbera vald er að fálma með ráðstafanir í vandasömum þjóð- málum án þess að gera sjer ljóst hvað er framkvæman- legt. Alt þvílíkt er til ills en ekki góðs. Þegar Tímamenn eru að þvætta um sakir á hendur Ólafi Thors og öðrum Sjálfstæðismönnum út af afnámi gerðardómslaganna 1942, þá er það sem flest annað úr þeirri átt hin herfilegasta villa. — Lögin reyndust ekki framkvæmanleg undir því þjóðskipulagi, sem við höfum við að búa. Að viðurkenna þann sannleika í verki var heiðarlegt og rjettmætt. Það var Sjálfstæðismönnum til sóma en ekki vansæmdar. Hitt var, er og verður til van- sæmdar og ber vott um fádæma hræsni, að haga sjer að hætti Tímamanna einmitt í þessu máli. Vilja halda lögum sem sýnilega var ekki hægt að framkvæma, eggja almenn- ing til að brjóta gegn þeim þegar þeir sjálfir voru ekki lengur í stjórn; og flytja svo árum saman svívirðilegar árásir og rógburð um þá menn, sem komu heiðarlega fram í málinu. Rjettasta lýsingin um þetta mál, sem sjest hefir frá hálfu Framsóknarmanna var í dreifibrjefi, sem Jónas Jónsson alþm. sendi út vorið 1943. Þar segir: „að gerðar- dómslögin og lögfestingin hafi verið bygð á vanþekkingu um vilja þjóðarinnar og getuleysi stjó(rnarvaldanna“. Þetta var hið rjetta. Vilji þjóðarinnar hefir aldrei ver- ið með lögfestingu á afurðaverði eða kaupgjaldi í neinni mynd. Enda er það víst, að hækkunin hefir skapað miljóna gróða fyrir bændur og verkamenn. Hvort þeir peningar tapast síðar eða ekki, fer eftir því m. a. hvernig landinu og fjármálum þess verður stjórnað næstu árin. Það er þó víst að tjónið hefði orðið mest, ef Tímamönnum hefði tekist að stofna til þess innlenda ófriðar, sem til hefir staðið, ef þeir fengju að ráða. Þeir þreytast aldrei á að auglýsa það fyrir þjóðinni, að þeirra aðal markmið s.l. haust hafi verið að lækka kaup- gjald. Það sje það, sem hafi vantað til þess að þeir gætu verið með í stjórnarsamvinnu. En það vita allir, að sú framkvæmd hefði þýtt langvinnari vinnustöðvanir og framleiðslustöðvanir en áður hafa þekst hjer á landi. Það er eina ráðið gegn dýrtíðinni, sem Tímamenn hafa boðið upp á síðasta árið. Það er þeirra úrræði. Hve margra mil- jóna tjóni auk alls annars slíkt hefði valdið, er ekki hægt að segja. En eins og á stóo var það versta óráoið. ÚR DAGLEGA LÍFINU ÞolinmæSi. ÞAÐ ER furðuleg þolinmæði, sem húsmæður þessa bæjar hafa sýnt í mjólkurmálunum. Reykja vík er sennilega einasta höfuð- borgin í heimi, þar sem gamla aðferðin við mjólkursölu er enn- þá notuð, en það er, að húsmæð ur verða að sækja mjólkina í ílát um í mjólkurbúðirnar, í_ stað þess, að mjólkin sje seld á flösk um, sem fyllt hefir verið á í mjólkurstöðinni og þar sem hægt er að tryggja fullkomnasta hrein læti. Það var stórt spor aftur á bak, þegar hætt var að selja mjólk á flöskum og hætt að senda mjólk ina í hús. Því var kennt um, að ekki væri hægt að fá tappa í flöskurnar og þó margir efuðust um, að rjett væri með farið, þá var þessu tekið með furðanlegri ró. En nú getur ekki verið lengur um það að ræða, að ekki sje hægt að fá flöskur og tappa. Ennfrem ur hlítur að vera hægt að fá þær vjelar, sem með þarf til þess, að nýja mjólkurstöðin geti tekið til starfa. • Áhyggjur ferðamanna. ÞEGAR menn leggja upp í sumarfríið sitt eru þeir venjulega í góðu skapi. Þeir hugsa sjer, að skemmta sjer og hvíla sig í frí- inu. En oft vill það fara þannig, að ferðamennirnir verða fyrir óvæntum áhyggjum. Þannig var það með kunningja minn, sem fór i fríinu sínu norður í Hrúta- fjörð og gisti að Reykjaskóla. Hans áhyggjur hófust þegar honum og fleira fólki, sem ætlaði ■að Reykjaskóla var fleygt út úr áætlunarbílnum við afleggjarann sem liggur niður að skólahúsinu. Það er talsvert langur gangur frá vegamótunum og ekkert farar tæki við hendina, hvorki fyrir farangur nje fólk. Þetta segir sögumaður minn, að fólk sje sjerstaklega óánægt með. Telur ekki nema sanngirnis kröfu, að þeir, sem kaupa far- miðá að Reykjaskóla, en það stendur greinilega á seðlinum, að þangað sje ferðinni heitið, sjeu fluttir alla leið á áfangastað. — Þetta sje ekki það mikill krókur, að frágangssök sje, að aka fólk- inu heim á hlað. Þess megi og geta, að bílstjórarnir telji það ekki eftir sjer að aka heim að skólanum, en þeir hafi um það ströng fyrirmæli frá póststjórn- inni, áð þangað megi þeir ekki koma. Var mikil og almenn éánægja með þessar aðfarir nyrðra þar. Bænaskrár og hótanabrjef í upp- siglingu, að þvi mjer skildist. En viðurværi alt á gistihúsinu róm- aði sami maður mjög. • Ekki láandi. MÖNNUM er sannarlega ekki láandi, þó þeir ætlist til, að þeim sje ekið á þann stað, sem þeir kaupa farmiða til. En það kemur hjer fram sama gamla kæruleys- ið, sem einkennir svo mjög alla þjónustu við almenning. Það er alveg undir dutlungum þess sem stjórnar komið, hvort tillit er tekið til þeirra, sem borga brús- ann og á því fæst engin leiðrjett ing, nema að öllu sje komið í upp nám með rifrildi og hávaða. • Brjef um Tjarnargöt- una. P. Þ. skrifar mjer brjef um mál, sem jeg ræddi hjer á dögun um í dálkunum, en það er Tjarn argatan. Brjefritari ber fram sömu rök og jeg, en góð vísa er sjaldan of oft kveðin og gef jeg honum því orðið: „FALLEGASTA gatan er nú ljótasta gatan. Altaf, þegar jeg geng um Tjarnargötuna, og það er oft, dettur mjer í hug ofan- skráð setning. Ef við stöndum við glugga í einhverju húsi við þessa götu og horfum austuryfir Tjörnina, dá- umst við að útsýninu og tökum ekki eftir því, sem nær er, en þegar við svo komum út á göt- una er öll fegurð rokin í veður og vind, því gatan öll er ein fora leðja í rigningum og á bökkum Tjarnarinnar eru haugar þaktir illgresi. • Fjölfarin gata. MJER finnst að þessi gata hefði átt að malbikast fyrr eh margar aðrar götur sem nú þegar eru malbikaðar, og þó sjerstaklega hefði átt að hlaða upp Tjarnar- bakkánn. Þessi gata má teljast til miðbæj' arins og er afar fjölfarin. ■— Um hana liggur leiðin suður að Há- skóla og þangað má búast við að iiggi leið margra erlendra gesta, sem hingað munu koma sem ferðamenn nú að stríðslokum. — Þá liggur um þessa götu leiðin að bústað utanríkisráðherra, og þó farið sje í bíl með erlenda gesti þangað að jafnaði, þá getur ekki hjá því farið að þeir verði varir niðurlægingar þessarar götu og hljóta að undrast smekk leysi borgarbúa. • • Fleiri hólma. „ÞAÐ ÞARF tafarlaust að gera vesturbakka Tjarnarinnar eins vel úr garði og austurbakkann, og yfirhöfuð að gera Tjörnina -— þessa miklu bæjarprýði — svo vel úr garði, sem mögulegt er og jafnvel setja í hana fleiri hólma en nú eru, en um leið þarf að gera götunum, sem að henni liggja, þau skil, að ekki þurfi að fara í gúmmístígvjel, ef mann langar til að hressa sig með gönguferð kringum hana“. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI Hjónaskilnaðarmál leikkpnu fyrir 25 árum i MARÝ PICKFORD var fræg- asta-leikkona heimsins fyrir um það bil 25 árum síðan. í Morgun- blaðinu 9. júlí 1920 er skýrt frá brösum, sem Pickford stóð í við mann sinn fyrverandi: Fyrir dómstólunum í Banda- ríkjunum hafa nú um þessar mundir staðið málaferli, sem mikla athkygli hafa vakið og mikið hefir verið rætt um og ritað víðsvegar um heim. Auð- vitað er það fyrst og fremst af almennri forvitni og til þess að hafa eitthvað til þess að tala um — ekki síst, þegar hægt er að fá út úr því ofurlitla „skandala" sögú — og allra helst, þegar sag- an er um manneskjur, sem hjer um bil hver maðúr þekkir að nafninu til. Það væri ekki nema vítaverð- ur samúðarskortur með raunum vesalings fólksins að þegja um slíktk En sagan er um ástir og hjóna- bönd hinnar heimsfrægu kvik- myndaleikkonu Mary Pickford — sem einnig allir bíógestir Reykjavikur þekkja. Það er auðvitað ekki ætlunin að fara að rekja alt það, sem út- lend b!öð hafa getað spunnið saman- bæði af sannleik og lygi um þetta mál — eða alt það krydd, sem bætt hefir verið í það til þess að æsa forvitni fóíks- ins. En sannleikurinn virðist í fá- um orðum vera þessi: 17. janúar 1911 voru gefin sam an í hjónaband Mary Pickford, sem þó var 17 ára, og Owen E. Moore. Hann var starfsmaður við kvikmyndatökur og hún und- ir eins þá orðin allfræg leik- kona. Þau fóru brúðkaupsferð til Cuba og ætluðu að dveljast þar í 3 mánuði. En undir eins daginn eftir að þau komu til Havana, fjekk unga frúin for- smekk af yndi og alsælu hjóna- bandsins. Maðurinn fór sem sje út að ganga til að „fá sjer frískt loft“ um kvöldið. En kvöldið varð nokkuð langt — eða svo fanst konunni — því að það stóð hjá honum fram undir morgun dag- inn eftir. En þá kom hann heim og var þá sæmilega sætkendur. Konan þóttist ekki búast við neitt glæsilegu áframhaldi hjónabands ins eftir upphafinu að dæma og ámálgaði það við manninn með gætni og stillingu, eins og sæmir þeirri konu, sem samkvæmt post- ulans orðum á að vera manni sín um undirgefin. En nú líða hveitibrauðdagarn- ir á Cuba •— og maðurinn skemti sjer vel, því að þar er ekkert bann. En hins er ekki getið, hvernig konan skemti sjér. ’sV Nú setjast hjónin að í New York, og vita menn ekki til, a? ást Moores á konu sinni hafi auk ist neitt að ráði, en hitt þótti koma fram við rjettarhöldin, að ást hans á Bakkusi hafi ekki minkað. Nú var hann stundum að heiman vikum saman, og að lokum stakk hann alveg af. Á meðan vinnur konan ein fyr ir heimilinu og skrifar mannin- um altaf öðru hvoru brjef — inni leg brjef — en hann svarar þeim ekki. Nú vijl svo til, að hún þarf að fara til Kaliforníu til að leika — og nokkru seinna hagar tilvilj- unin því svo, að hann rekst þang að. Hann er að vísu svo ein- staklega lítillátur að búa í húsi konu sipnar, meðan hann stendur þar við og á hennar kostnað — en stingur svo af, þegar honum gott þykir og skilur bana eftir, og þá skýringu með, að henni einni sje allur sinn drykkjuskap- ur að kenna, og að hann sjái ekki eins mikið eftir neinu sínu axar- skafti eins og því að hafa kvænst. 1t Þannig líða átta eða níu ár. Að þeim liðnum ákveður Mary Pick- ford loks, að ráði vina sinna, að losa sig úr þessu, og sækir um skilnað — og fær hann. En nokkru seinna giftist hún aftur — já — því ekki það — og þá hinum heimsfræga kvik- myndaleikara Douglás Fairbanks Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.