Morgunblaðið - 01.08.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.1945, Blaðsíða 8
MORGUNBLA Ð.I Ð Miðvikudagur 1. ágaist 1945. 8< Minningarorð: Sigríður Þorláksdóttir, Álfsnesi AÐ kveldi þ; 23 júlí andaðist Sigríður Þorláksdóttir, fyrrum húsfreyja í Álfsnesi á Kjalar- neshreppi á heimili dóttur sinn ar;bg tengdasonar að Fagranesi, sem er ný.býli í Álfsneslandi. Sigríður í Álfsnesi, eins og hún var almennt kölluð, var fædd 12. okt. 1871 og dóttir hjónanna í Varmadal, Þorláks Jónssonar og Geirlaugar Guð- mundsdóttur, er bjuggu þar, og voru kunn að dugnaði og fyrir- hyggju. Árið 1895 þ. 27. okt.. giftist Sigríður Kristjáni Þorkelssyni, Kristjánssonar frá Skógarkoti og byrjuðu búskap í Álfsnesi vorið 1900. Fyrstu árin voru þau hjón leiguliðar, en fljótlega keyptu þau jörðina Álfsnes og enn síð- ar Víðines. í Álfsnesi gjörðu þau miklar umbætur á húsum og ræktuðu og girtu landið og sömuleiðis síðar einnig í Víði- nesi. Varð fljótt mannmargt heim ili í Álfsnesi, og börnunum fjölgaði með árunum og als áttu þau 15 börn, og lifa þau öll nema 1 barn: Öll eru börnin nú uppkomin, mjög mannvænleg, og hafa stofnað sjálfstæð heim- ili. Er fjölskyldan með öllum barnabörnum stór. Starf Sigríðár sem húsmóður í Álfsnesi, var oft erfitt, því það var fjölþætt. Þgð geta þeir skil ið, sem hafa lifað og hrærst í stórum barnahóp, þegar hús- móðirin í annríki hins daglega iífs, með öllUm skini og skúrum þarf að metta alla sem að borði hennar koma, og hafandi oft litlu af að taka, ásamt gestum og gangandi sem að garði ber, þá reynir á hagsýni húsmóður- innar, dugnað og stillingu. Kristján, hreppstjóri í Álfs- nesi, maður Sigríðar var mik- ill athafnamaður, sem áður er getið, og auk þess viðriðinn fjölda opinberra starfa um langt skeið fyrir sveit sína og hjerað, og kom þá oft í hlut Sigríðar að ráða fram úr mál- um bóndans við útistörfin, sem hún gerði ágætlega. Árið 1934, 10. jan. misti Sig- ríður mann sinn eftir 38 ára sambúð, og voru þau hjónin þá flutt fyrir nokkru til Reykjavík ur. Var sá missir mikið áfall fyr ir Sigríði, sem hún bar þó sem hetja. Sigríður í Álfsnesi var mjög merk kona og trúuð. Hún vildi öllum gott géra og bætá úr öllu sem aflaga fór, sem hennar mátt ur stóð til. Fór engin bónleið- ur til búðar, sem á fund henn- ar fór. Að eiga samræður við Sigríði, var hressandi, því innra hjá henni var manngæska og trú á lífið og almætti guðs. Dýravinur var Sigríður með afbrigðum. — Land sitt elskaði hún og var mjög þjóðrækin. Hún hafði bundist sveit sinni og lífinu þar, sterkumhryggðar böndum af fölskvalausri ást og trú á mátt moldarinnar. Sigríður heitin óskaði þess að mega flytjast hjeðan af jarðlíf- inu síðustu ferðina til æðri heima á sólríkum sumardegi. Hún var ljóssins barn, barn sumarsins. Hún fjekk ósk sína uppfyllta. Einn bjartan og sól- ríkan dag, andaðist Sigríður. Aður um daginn var hún vel hress og á fótum, og um kvöld- ið las hún eins og áður, en alt í einu þyngdi henni og leið út af. Síðasta sem hún heyrðist segja: „Mjer er þungt, er jeg að deyja“. Blessuð sje minning hennar. Ó. B. 85 ára: Sesselja Sveinbjarnardétlir frá Kumbaravogi 85 ára er í dag Sesselja Svein bjarnardóttur frá Kumbaravogi við Stokkseyri, nú til heimilis Barónsstíg 27. Hún er fædd á Þórarinsstöðum í Hrunamanna- hreppi. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Jónsson, Svein- björnssonar frá Tungufelli og kona hans Guðrún Ögmunds- dóttir, foreldrar hennar fluttu að Kluptum í sömu sveit, og þar ólust upp þau mörgu systkini, er voru öll tápmikil og dugleg, þeirra á meðal hinn merki bú- höldur á Bíldsfelli í Grafningi. Ung giftist hún Stefáni Ólafs syni frá Svínadal í Skaftafells sýslu, miklum dugnaðarmanni, bjuggu þau lengst í 'Kumbara- vogi við Stokkseyri, en fluttu til Reykjavíkur 1923. Mann sinn misti hún 1936, og hefir síðan dvalið hjer í Reykjavík. Þau áttu 3 börn, sem öll eru búsett í Reykjavík. Þau hjónin byrjuðu búskap eignalaus, en með ráðdeild og dugnaði urðu þau vel'efnuð. — Heimili þeirra var myndarheim ili og umgengni og snyrti- menska í hvívetna. Hún hefir enn góða heilsu, og sæmilega sjón og hugsun, og altaf starf- andi. Sú kynslóð er ólst upp frá 1860—90, varð að vinna þrot- laust til lífsbjargar ,og undi þó glöð við sitt, og henni er enn skilyrði til lífsánægju, að vera ekki starfslaus. Þ. J. Fyrir 25 árum, Framhald af 6. síðu. og eyddi hveitibrauðsdögunum í sumarbústað hans á Kyrrahafs- strönd, Kaliforníu. En þetta líkaði herra Móore ekki, og fer hann nú aftur á stúfana. Og málafærslumaður- inn höfðar nýtt mál á hendur frú Mary Smith Pickford-Owen- Fairbanks og ákærir hana fyrir að hafa kvikmyndað alla söguna. Það hafi verið gert alt of mikið úr drykkjuskap mannsins o. s. frv. og hann heimtar, að hjóna- bandi hennar og Fairbanks sje slitið, svo að Mary megi aftur njóta yndis af samlífinu við Moore! En rjettvísin í Ameríku ríður ekki við einteyming! Vífilsstaðahæli arfleitt að fimm þúsund krénum Kaupmannahöfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. DINE PETERSEN heild- sali, sem hafði um skeið mikil viðskipti við Jsland og muii h.jer mörgum kuímur, ijest í nóvember í fýrra. í dag var erfðaskrá *hans birt. Ánafnaði hann Vífils- staðahæli fimm þvisund krón- ur. Ennfremur er samkvæmt erfðaskránni stofnaður sjóður með rúmlega 200.000 krónum, og skal vöxtunum varið til styrktar ekkjum verslunar- manna og heildsala, einkum þeirra, sem viðskipti hafa átt við ísl-and. Páll Jónsson. Hæstu útsvör í Stykkishéfmi Frá frjettaritara vor- um í Stykkishólmi: NIÐURJÖFNÚN útsvara er lokið í Stykkishólmi. Alls var jafnað niður 230.000 kr. Hæstu útsvör: Kaupfjelag Stykkishólms 43.800.00. Sig- urður Ágústsson 2400.00. Jón Eyjólfsson kpm. 5000.00. Hjört- ur Guðmundsson kaupm. 4000.- 00. Ólafur Ólafsson, læknir 4000.00. Amery kveðst sak- iaus London í gærkveldi: JOHN AMERY, sonur Amery fyrrverandi Indlandsmálaráð- herra, er nú til yfirheyrslu fyr- ir lögreglurjetti í London. Hóf- ust yfirheyrslurnar í gær. Amery var handtekinn af bandamönnum á Norður-Italíu Er honum gefið að sök að hafa flutt nasistiskan áróður í útvarp og þannig gerst sekur um land- ráð. Amery kveðst hinsvegar al- saklaus. Hafi hann aldrei gert neitt, sem færi í bága við hags muni breska heimsveldisins. — Reuter. - Skúli Skúlason Framh. af bls. 5. hafði verið rúma viku á leíð- inni, yfir 2900 kílómetra. Varn ingurinn á bifreiðunum var 285 smálestir og um þriggja miljón Svissafranka virði. Frá Sviss er von á öðru eins síðar, og auk þess stórgjöfúm í pening- um, til háskólans í Osló og ann ara norskra menningarstofn- ana. Öllu þessu fje hefir norsk- svissneska fjelagið í Bern safn- að hjá einstaklingum og stofn- unum — ríki eða bæir hafa ekki lagt einn eyri til samskotanna- enn. „Þetta lagast ekki fyrr en Þjóðverjarnir eru farnir“, segja Norðmenn. Þeir fæða enn nær 400.000 Þjóðverja, sem flestir eru í fangabúðum og gera ekki neitt, aðrir eru látnir reita arfa í kálgörðunum, enn aðrir ganga lausir hjer og hvar um landið, en þó að vísu vonlausir líka — og gera ekki neitt. Aftur er það samgönguleysið, sem þessu veldur. Burtflutningur rússn- esku fanganna úr Noregi hefir verið látinn ganga fyrir, þeir eru nær allir farnir á burt nema þeir, sem sjúkir eru. Svíar hafa sjeð um þá flutninga, og hafa þeir gengið fljótt og vel. Norðmenn verða að horfa fram á skort og kreppu fyrst um sinn. En þeim líður vel. Versta fárginu er ljett af þeim: hernáminu. Og þjóðin er róleg, þrátt fyrir alt það, sem nú er að gerast: handtökur N. S.- manna og hinna algeru föður- landssvikara. Þetta er sóðaleg hreingerning, en hún verður að fara fram. Um 40.000 Norð- menn verða að standa fyrir máli sínu og þola dóm áður, en árið er liðið. Hallingdal, 7. júlí. Var boðið til Portugal LISSABON: Nýlega bauð portúgalska stjórnin Amaliu, fyrrum drottningu í Portúgal, sem nú dvélst í Frakklandi, 1 heimsókn til Portúgal. Ferðað- ist hún víða um þetta land, þar sem hún eitt sinn var drottn- ing. Nú er hún nýfarin til Frakk lands aftur. Effir Robert Siorm i akd you kmow ouf record !N APPReHENDING TMAT TYPE OF SCU/WÍ DON'T LET U& DOWN. TME PES0URCE6 OF THE CEDAR 'r'ALLO, ^ MUHT TH£ £KYHAM< ' 0U6MT TO PUT /J,E DOWKI, NEAR TMERE ! - -r' tA.<c- oi;< fva* *m* \/ cu.cf •* \ j1 *DJ T\L rtf I LYJ?;T>' , ;•■*.< o-c mA ,lj! FCP TiiE'EE 'On ] CL.Výt , 7G y | 1) X-9 og fjelagar hans tveir eru á leiðinni til hann væri dauður, dysjuðu þeir hann í holum trjá- upplýsingar, ef hann nær sjer. Cedar Falls til þess að rannsaka barnsránið og bol. — Skeet: — Sætir strákar! X-9: ■— Skeet, ef þjer er sama, þá ætla jeg að banatilræðið við John Marsh. X-9': — Skeet, þetta er eitt það svívirðilegasta mál, sem við höfum fengist við. Þeir voru næstum Jpyí þúnir að kyrkja Marsh, og þegar þeir hjeldu að 2) X-9: ’— Það gekk kraftaverki næst, að Marsh ddi ekki láta lífið. Tveir strákar fundu hann. Ha.nn liggur nú í sjúkrahúsinu í Cedar Falls. Skeet: — Hann ætti að geta gefið okkur einhverjar lesa dálítið, svo að jeg komist í skap til þess að vinna.—X-9 tekur sjer í hönd hina nýj.u glæpa- mannasögu Wildu Dorré, „Gullni sporðdrekinn emí á kreiki". ^ \ \ 'i > > ý :-ft i j t -'i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.