Morgunblaðið - 01.08.1945, Blaðsíða 12
12
MiðvikudagTör 1. ágxist 1945
lækka
Var slutt í smíSum
Á fundi Bankaráös Lands-
bankans og fulltrúaráðs Útvegs
banka íslands h, f.v er haldinn
var í gær, var ákveðið að lækka
útlánsvexti á \rerðhrjefum og
og víxlum o. fL, frá og með deg
rnum í dag að telja.
Yfirleitt nemur lækkunin
%%, en mest verður lækkun-
in á framleiðsluvíxhim, 1 V2
eða úr 5V2%'í 4%.
Vextir af útlánum í Lands-
banka íslands og Útvegsbanka
ísiands h.f., reiknast frá og
rneð 1. ágúst 1945, eirts og hjer
segir:
1) Fasteignaveðslán:
Vextir fjórir og hálfur af
hundraði sje veðið ekki yfir
50 prósent af fasteignamats-
verði.
2) Sjálfskuldarábyrgðarián:
Vextir fimm af hundraðí. —
Framlengingargjald hálfur
af hundraði.
3) Handveðslán:
Vextir fjórir og hálfur af
hundraði, ef veðið fyrir veð-
settum skuldabrjefum er
ekki yfir fimmtíu prósent
af fasteignamatsverði. Ann-
ars fimm af hundraði.
4) I.án sýslu- og bæjarfjelaga:
Vextir fimm af hundraði. —
Ekkert framlengingargjald.
5) Reiknings- og viðskiftalán:
Vextir fimm af hundraði.
Viðskiftagjald einn af hundr
aði af lánshæð eða hæstu
skuld.
6) Hlaupareikningsyfirdráttur:
Vextir sex af hundraði mán
aðarlega eftir á.
7) Framleiðsluvíxlar:
Vextir fjórir af hundraði.
Ekkert framlengingargjald
fyrstu sex mánuðina. Trygg
ing fyrsti veðrjettur í eftir-
töldum framleiðsluvörum,
allt að % gangverðs eins og
metið er af framkvæmdar-
stjórninni á hverjum tíma:
Fiskur (þó ekki meðan veðið
er í væntanlegum afla). Síld-
armjöl og síldarolía. Saltsíld.
Fiskbein og fiskimjöl. Þorska-
lýsi. Beitusíld. Kjöt. Gærur.
UIi. — Ennfremur kola og salt-
birgðir framleiðslufyrirtækja.
6) Aðrir víxlar:
Vextir fimm af hundraði.
Framlengingargj ald hálfur
af hundraði p.a. eftir fyrstu
þrjá mánuðina.
(Frjettatilkynning frá Lands-
banka íslands og Úívegsbanka
íslands h.f.).
Þelta cr ein af þeim miirgii fliÞbrúm, sem bandametm hafa g°rt yfir RínarfIjótift. Brúin, sem
sjcst lijer á myndinni, var gerð á m jög skömmum tíma af ameriskum verkfræðingasveitum
og kom í slaðinn fyrir brú þá við Remagen. sem bandatnenn nádu fyrst. og hrundi siðan.
Ryskingar, brennur og
innbrot o Roufarhöfn
Ellefu braggar brendir lil grunna
I FYRRIMOTT dró heldur
til tiðinda á Raufarhöfn. Þar
urðu róstur milli drukkinna
manna, kveikt í fjölda her- þetta eru
mannaskála og önnur skemd- stengur. -
nokkrar loftskeyta-
- Höfðu tvær þeirra
arverk unnin á mannvirkjum.
Þá var brotist inn í vjelahús
og stolið þar ýmsum vjelahlut-
um. — Eru atburðir þessir sagð
ir hafa slegið miklum óhug á
þorpsbúa. Talið er víst að
drukknir menn hafi verið vald
ir að þessu.
Rannsókn málsins mun hefj-
ast í dag.
Þegar fór að líða fram á
kvöld, í fyrrakvöld, tók mjög
að bera á drykkjuskap þar í
þorpinu. Nokkru síðar kom svo
til ryskinga milli drukkinna
manna. — Um klukkan 2 um
nóttina, var vart við að eldur
var kominn upp í þragga-hverfi
í grend við þorpið. Brunnu í
hverfi þessu 11 braggar til
kaldra kola. Talið er að kveikt
hafi verið í bröggum þessum,
er setuliðsmenn voru búnir að
yfirgefa.
Þá um nóttina kom hrepp-
stjórinn í braggahverfið, en
varð ekki var við nokkurn
mann.
I grend við bragga-hverfi
verið felldar um koll.
Þá var brotist inn í vjelahús
sem setuliðið hafði byggt. Þar
inni var disselvjel, sem nú er
í eigu vitamálastjórnar. — Inn
brotsþjófarnir stálu úr vjelinni
og hlutum sem voru henni til-
heyrandi.
Ekki var kunnugt um að slys
hefðu orðið alvarleg í róstum
þessum og áflogum.
Júlíus Hafsteen, sýslumaður
var x þingferð er hann spurði
þessi tíðindi. Brá hann skjótt
við og mun hafa komið til Rauf
arhafnar í nótt, með varðskip-
inu Óðinn. — Munu rjettarhöld
hefjast strax í dag.
Þess skal getið ,að á Raufar-
höfn er enginn lögregla. Hafa
tíðindi þessi slegið miklum ó-
hug á þorpsbúa. — Þar er ekki
heldur vínútsala, en þetta
kvöld lá þar í höfn danskt flutn
ingaskip, Norco, ásamt 30 sild-
veiðiskipum.
Laval handlekinn í Austurrík:
London í gærkvöldi:
FLUGVJEL LAVALS, sem lagði upp frá Spáni í morgun, lenti
í Austurríki í dag, og var Laval handtekinn þegar er flugvjelin
lentí. Það var nærri Linz, sem flugvjelin lenti. Bandaríkjaher-
menn hertóku Laval, og nokkru síðar fór hann af stað til her-
námssvæðis Frakka. Mun hann brátt verða fluttur til Parísar.
Spánska stjórnin hefir tilkynt
að hún hafi skipað Laval að
fara þangað, sem hann lagði
upp í flugferðina til Spánar. —
Þorsleinn Hannes-
son, söngyari
Enn til landsins
ÞORSTEINN KANNESSON
söngvari er kominn til landsins.
Var hann meðal farþega með
e.s. Brúarfossi frá Englandi.
Tíðindamaður blaðsins hitti
Þorstein sem snöggvast í gær.
Sagðist söngvarinn ætla að
hafa hjer stutta viðdvöl, aðeins
í nokkrar vikur. — Að lokum
gat hann þess, að hann myndi
halda hjer söngskemtanir, en
ekki gat hann sagt um hve-
nær.
Eldur í Timbnrverk-
smiðunni Völundi
í GÆR kom upp eldur í
spónageymslu Timburverk-
smiðjunnar Völundur. Slökkvi-
liðsmönnum tókst að koma í
veg fyrir, að skemdir yrðu
miklar á húsi og vjelum.
Brunakallið kom klukkan
17.47 og var þegar brugðið við.
Er komið var á staðinn, var
eldur á nokkrum stöðum í
spónageymslu, sem er í kjall-
ara verksmiðjuhússins og nokk-
urn reyk lagði um allt húsið.
Nokkrum erfiðleikum var
bundið að komast að þeim
stöðum, sem eldur var uppi. —
Urðu slökkviliðsmenn að brjóta
göt i gólf í vjelasal verksmiðj-
unnar, sem er yfir spónageymsl
unni. Með þessu tókst að kom-
ast fyrir eldinn. Var búið að
ráða niðurlögum hans eftir um
það bil hálftíma.
Svo rösklega var gengið að
slökkvistarfinu, að hvergi
komst eldur upp í vjelasalinn.
Urðu því skemdir þar ekki telj-
andi.
Laval flaug í sömu flugvjelinni
sem hann notaði i flug sitt til
Spánar. Með honum var kona
hans.
Talið er að Laval verði færð-
ur til Parisar áður en mála-
ferlunum gegn Petain verður
lokið. —Reuter.
Kjarlan Jóhannsson
selur'met í 300
m. niaupi
KJARTAN JÓHANNSSON,
ÍR, setti nýtt íslandsmet í 300
m. hlaupi á innanfjelagsmóti
fjelagsins í gærkveldi.
Nýja metið er 36.9 sek., en
gamla metið, sem hann átti
sjálfur — og setti í fyrra — var
37.1 sek. — Afrek Kjartans er
enn betra, ef tekið er tillit til
þess, að veður var frekar óhag-
stætt.
Hafís út af
Vestfjörðum
ísafirði í gær.
Frá frjettaritara vorum.
Selveiðiskipið Árvakur fr®
Álasundi kom hingað síðast-*
liðið sunnudagskvöld. — Segir’
skipstjófi miklar rekísbrei‘>up
30—40 sjómílur út af Deild0
Stigahlíð. — Skipið hefir voriS
að veiðum nær tvo mánuði og;
aflað um 700 seli. Segir skip-
stjóri mikinn sel, en rekísim$
hindrar að komist verði í fast-
an ís. j
3
320 menn tekn-
ir úr umferð í
júlímánuði
UM MIÐNÆTTI í nótt hafði
blaðið tal við lögreglustö )ins
og spurðist fyrir um hversuE
margir hefðu verið teknir ' úc
umferð vegna ölæðis eöa
óspekta á götum úti í júlírr án-
uði. Reyndust þeir þá versí
orðnir 320.
Blaðið hefir það frá árei in-
legum heimildum, að fiðaiíí
lögregla byrjaði að starfa hjei*
á götum bæjarins, hafi aidvéj
verið jafnmargir teknir úr um-
ferð í einum mánuði.
Þess skal að lokum getið, afS
lögreglan varð oft að „tvíj
hlaða“ klefana, sömu nóitína9
en klefamir eru 10.
Sex Islendingar )
koma flugleiðis
frá Sfokkhólmi
MEÐ „Snowball“ flugvjclinnl
amerísku frá Svíþjóð, komu
þessir farþegar til Keflavíkur %
fyrrinótt:
Forsetafrú Georgia Björns-
son. Óli Vilhjálmsson, íram-
kvæmdastjóri í Kaupmannah.
Ewald Berndsen kaupmaður,
Halldór B. Frederiksen, Hlíu;
Jensen-Brand, Reinhardt Lár-
usson. Ennfremur Níels H igara;
verkfræðingur og tveir rúss-
neskir stjórnarerindrekar, Ser-
gei Fontichev og Valimar Eg-
orov.
Frá Ameríku kom flugleiðisj
í fyrradag Ólafur Benediktssor<
frá Akureyri. Hann var áðui?,
starfsmaður hjá Kristjáni KrisG
jánssyni á Akureyri, er Iiefirr
dvalið við nám í New Jersey]
undanfarið.
12 ráðherrar segja
af sjer
London í gærkvöldi.
FREGNIR frá Chungking
herma, að 12 af ráðherrunurra,
í kínversku stjóminni hafi sagf:
af sjer. Talið er að tíu af þeirrj
verði fengnir til þess að gcgnaí
embættum sínum áfram, en 2)
nýjir menn munu verða teknic
í stjórnina. Annar þeirra kem-
ur í stað núverandi landbún-
aðarráðherra. Ekki er greini-
lega vitað ehn um ástæðurnac
til afsagnar ráðherra þessara.