Morgunblaðið - 01.08.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.08.1945, Blaðsíða 5
Jliðvikudagur 1. ágúst 1945. MORGUNBLAÐIÐ Skúli Skúlasoss. ÞAÐ ER ERFITT AÐ FERÐAST NÚNA MEÐFRAM sænsku járn- brautinni var hvergi vopnaðan mann að sjá. Þar var alt eins og á friðartímum og fólkið í óðaönn við heyskapinn; sumstað ar var hey orðið þurt á hesjun- um eða jafnvel komið í galta — þeir voru þjettir, því að í Suð- ur-Svíþjóð hafði verið óvenju- lega gott grasár. Svíþjóð er ríkt land og moldin skilar miklum jarðargróða, sem komið hefir að góðum notum undanfarin ár, er Svíar hafa orðið að fæða tugi þúsunda flóttamanna í sínu eig in landi, tekið bágstödd börn Finna og Norðmanna í fóstur til sín og sjeð fyrir matgjöfum handa þeim bágstöddustu í Nor- egi og Finnlandi. T. d. er enn útbýtt á vegum Rauða krossins sænska um 40.000 máltíðum á dag í Osló einni. En þetta mál skal jeg upplýsa betur síðar, því að það er engin ferðasaga, heldur saga göfugs mannkær- leika. Norðan við ána, sem skilur Svíþjóð frá Noregi fyrir sunnan Kornsjö, kemur maður í annan heim. Við brúarsporðinn standa tveir kornungir menn, vopn- aðir. Þet’ta eru fyrstu kynnin af ,,Hjemmestyrkene“ — H. S. — norsku, sem alstaðar verða á vegi' manns í Noregi. Þeir verða allir eitt bros þegar mað- ur býður þeim sígarettu og enn þakklátari þegar þeim er sagt að halda pakkanum. Það er svangur tóbaksmaður, sem ekki kýs sígarettuna fremur en mat arbita, jafnvel þó að hann sje í svelti í fangabúðum. Nú hækkar landið, akrarnir verða strjálli og strjálli, en berg ið og skógurinn æ rúmfrekara. Norðmaður .einn í klefanum fer að áætla hve mikið á eftir áætl- un við sjeum, og kemst að þeirri niðurstöðu, að við komum til Osló klukkan eitt í nótt, í stað klukkan 11. Það fór nærri sanni •— við komum 5 mínútum fyrir eitt, enda rakti lestin hverja smástöð á leiðinni. Þessi Norð- maður, sem er verkfræðingur og hefir einkaleyfaskrifstofu, segir okkur margt frá Þjóðverj- um og liggur ekki vel orð til þeirra, enda hefir hann verið 7 mánuði í fangvítinu á Grini og þar mölvuðu þýsku gæslu'- mennirnir úr honum sex fram- tennur. . Loks er komiS í næturstað — til Osló. Konan mín hefir beðið tvo tíma á stöðinni eftir mjer. Hún kom fyrir sólarhring, en ekki tókst henni að útvega gisti hús fyr en á morgun. En jeg á að fá að líggja það sem eftir er nætur á dívan hjá kunn- ingjafólki hennar hálftíma gang frá járnbrautarstöðinni. Engin bifreið, og sporvagnarn- ir hættir að ganga. Svo er haldið upp Karl Jo- hansgate. Fólkið er ekki sofn- að. Það var sigurhát^ð til heið- urs sameinuðu þjóðunum í Osló í dag, og dansinn. dunar enn i Stúdentalundinum fyrir fram- an þjóðleikhúsið. Að morgni var sunnudagur og ekkert hægt að' gera sjér til gamans, nem'a áð skoða borg- ina og fólkið. Manni verður Ferðarolla frá Kaupmannahöfn tii Hallin Síðari grein igdals gengið upp að Möllergaten 19 — lögreglustöðinni. Þar situr Quisling nú í kjallaranum og hótar að kæra til konungs yfir meðferðinni á sjer. Og þar eru fleiri feigir menn, þó að dauða- dómur þeirra sje ekki enn kveð inn upp. Næst er ferðinni heitið að Victoria Terrasse, fyrrum stjórn arráðsbyggingum Noregs, síðar höfuðsetri Gestapo. Hornbygg- ingin er jöfnuð við jörou eftir enska loftárás, og víða brotríir gluggar í þeim húsum, sem eft- ir standa. Og loks skrepp jeg út að Grini, til að sjá þennan illræmda stað, sem nú heitir Ila fengsel. Það er nú fullskip- að þýskum illræðismönnum og norskum föðurlandssvikurum. Norðmenn eru hættir að tala um nasista, nú heita norskir N. S.-menn „landsvikere“ og þeim er verr við það nafn en nas- istanafnið. Möllergaten 19, Victoria Terr asse og Grini hafa undanfarin ár verið illræmdustu staðanöfn in í Noregi. Aðeins eitt sam- heiti nær yfir þau. Golgata! Því að þar hafa saklausir menn verið pyntaðir og hrjáðir og teknir af lífi. En Osló sjálf er annars furðu lík því sem hún var. Hjer hefir ekkert verið bygt af íbúðarhús- um á stríðsárunum, svo að hús- næðisvandræðin eru orðin til- finnanleg, því að talið var að borgin þyrfti um 2500 nýjar íbúðir á ári til þess að fullnægja eftirspurninni. Þar er því mikið verkefni fyrir höndum, þó að það sje hlutfallslega enn meira í bæjunum, sem brendir voru til ösku í byrjun stríðsins, svo sem Bodö og Kristianssund N, Molde o. fl. En það er, þó undarlegt megi virðast, eitt fyi'irtæki, sem jafn an hefir verið unnið að. Það er Vigelandsminnismerkið á Tört- berg, í Frognergarðinum, þetta glæsilega safn líkneskja eftir mesta listamann Noregs — heill skógur af myndum í bronsi. Þetta mikla listaverkasafn, sem Oslóborg hefir kostað að öllu leyti, er nú lapgt komið og hefir ekki orðið fyrir neinum miska á stríðsárunum. Víkinga- skipin og þjóðmenjasafnið á Bygdö fyrir utan borgina, er óskemt, en Þjóðverjar stálu ýmsum munum þaðan, eins og úr söfnunum inni í borginni. En kóngsgarðurinn á Bygdö og heimili krónprinshjónanna á Skógum hafa orðið illa úti. Þar hafa forustumenn Þjóðverja rænt og ruplað, ekki síst mál- verkum og öðrum listaverkum, svo og öllu borðsilfri, sem ekki hafðitekis A ’ ma undan. — í g rr 1 daga gengu fjórtán hraðlesUr á viku frá Osló til Bergen, nfl. daglest og næturlest alla daga. Nú ganga aðeins þrjár iestir á viku þessa leið, en bráðum kvað daglest eiga að fara að ganga alla virka daga. En vörulestir ganga einn- ig á nokkrum hluta leiðarinnar. Jeg þurfti helst að vera nokk- urn hluta mánudagsins í Osló og ætlaði þvi að reyna að kom- ast hálfa leiðina heim til mín í Hallingdal um kvöldið með vörulest, og gista á Hönefoss um nóttina og korriast svo á leiðar- enda morguninn eftir, því að ella hefði jeg orðið að bíða til miðvikudags. En nú korrt babb í bátinn. Leiðin frá Osló til Nesbyen í Hallingdal er 194 km., en í Noregi verður maður að fá lög- regluleyfi til að ferðast lengra en 75 km. Án lögregluleyfisins fæst farmiðinn ekki keyptur. Jeg af stað út á járnbrautar- torg strax á mánudagsmorgun- inn, því að þar var leyfaskrif- stofan. Þar var þreföld biðröð, á að giska rúmlega helmingi lengri en mest er við bíóin í Reykjavík á sunnudagsmorgn- um. Og það kostar miklu lengri tíma að fá leyfið og svara ýms- um meira og minna fáránlegum spurningum, en að kaupa sjer bíómiða. Fjórir tímar voru það minsta, sem hægt hefði verið að sleppa með í bíó. Mjer var sagt að það væri algengt að fólk yrði að bíða 7—8 tíma til þess að fá leyfi til að ferðast þriggja tíma leið. — Það er járn brautirnar, sem hafa fengið þessu framgengt, til þess að firra vandræðum á stöðvunum. Þó að sagt sje, að Þjóðverjar hafi ekki flutt norska járn- brautarvagna úr landi, þá eru þeir svo úr sjer gengnir eftir illa notkun og ekkert viðhald, að járnbrautirnar geta ekki flutt nema rúmlega tíunda hluta þeirra, sem vilja ferðast. Og þeir eru margir. Flest fólk hefir setið heima í fiihm ár, svo að það er ekki nema eðlilegt að það langi til að ljetta sjer upp og heimsækja vini og- kunn ingja nú, þegar vopnin hafa verið lögð niður og ofsóknar- möru Gestapo er Ijett af þjóð- inni. Jeg fór ekki inn í biðröðina. Jeg átti að hitta Einar Skavlan ritstjóra eftir skamma stund og fór þangað, vonlaus um að komast úr borginni fyrr en miðvikudag — eftir tvo daga. Sagði jeg honum mínar farir ekki sljettar. „Okkur þykir þetta nú ekki mikið“, sagði hann og brosti. „Við höfúm fimm ára æfingu í því, og finst það orðið sjálfsagt. Jú, við höf- um beðið, bæði eftir því og öðru sem meira var um vert“. En svo hjálpaði hann mjer. Hririgdi til kimningja síns, Gilford for- stjóra í Berg Hansens Rgjse- bureau, og klukkan 4,30 kom leyfið. Lestin fór klukkutíma síðar, o§ jeg komst með. Við höfðum beðið um gist- ingu á Hönefoss símleiðis áður en við fórum frá Osló. Þegar á gistihúsið kom, var þar að- eins til eitt rúm. í herbergi með konu einni. Konan mín fór í það, en jeg ranglaði út í bæinn og leitaði fyrir mjer á öðru gistihúsi. Þar reyndist þá að vera bækistöð heimavarnariiðs ins á Hönefoss. Jeg hitti ein- staklega alúðlegan ungan mann, og sagði honum í hvaða erind- um jeg hefði komið. Hann bauð mjer undir eins að sofa þarna í herbúðunum, sagðist hafa rúm í herbergi sínu, en sjálfur ætti hann að vera á verði um nóttina, svo að jeg gæti haft hei’bergið einn. Síðan fór hann með mig í eldhúsið þar sem tvær stúlkur voru að smyrja brauð, og tróð þar í mig eins miklu af rúgbrauði og jeg gat í mig látið, áleggið var spegi- pylsa og hunang. Og mjólk með, en hún var fágæt hjer um slóðir. Og áður en jeg sofnaði, kom hann til mín með sneisa- fullan disk af smurðu brauði og fulla mjólkurkönnu, til þess að hafa til morgunsins. Jeg hefi aldrei sofið í hermannaskála fyrr, en var hrifinn af gestrisn- inni hjá þessum fyrverandi skóg armönnum Noregs, sem nú hafa verið settir til þess að halda uppi lögum og reglu. Danmörku um ’ þessar mundir, enda er það bannað. Allir sem ferðast verða að hafa eitthvert erindi. í Danmörku er ekki síð- ur erfitt að ferðast en í Noregi. Þar verður fóik að bíða á aðra viku eða meir til þess að kofn- ast frá Kaupmannahöfn til Jót- lands. Fijótasta leiðin er að fljúga til Álaborgar eða Árósa, vegna þess að almenningur hef- ir ekki efni á því. Danskar járnbrautir og vagn ar hafa orðið fyrir mikilli rýrn- un á stríðsárunum, því að'Þjóð- verjar hafa tekið mikið af vögn um og spellvirki hafa verið framin á brautunum af föð- urlandsvinum. Sá árangur varð m. a. af þessu, að þegar vopna- hlje gekk í garð, áttu Dar.ir miklar birgðir af landbúnaðar- afurðum, svo að þeir hafa getað miðlað Norðmönnum miklu af smjöri og fleski. Þjóðverjar höfðu ekki getað flutt út neitt teljandi af dönskum afurðum til Þýskalands vegná skemmd- anna á brautunum í Darimörku og Norður-Þýskalandi. Samgönguleysið hefir haft önnur áhrif og þau ekki síðúr alvarleg en fólksflutningavand ræðin. Dreifing matvöru um landið má heita ógerleg. Þessa dagana hefir t. d. verið metafli á Mæri, af keilu og löngu, og svo mikið borist á land, að afl- inn skemmist, því að salt er ekki til. En hjer austan fjalls er mikil þurð á fiski, og það lítið sem til fellst mundi þykja óæti í Reykjavík. Ket sjest ekki hjá þurrabúðarmönnum, nema ef kalla skyldi þessar hnísukets pylsur, sem hjer fást stundum, ketmat. Þær eru slæmar, en hjer hefir fólk vanist því að skirpa aldrei bita út úr sjer þó að óbragð sje að honum. Síðasti áfanginn. Klukkan sjö morguninn eftir var svo lagt upp í síðasta áfang ann til Nesbyen. Við mættum á stöðinni hálftíma fyrr, en þá var eini farþegavagninn í lest- inni þegar fullsetinn. Framar í lestinni var vöruvagn einn j.,., . það verður vist talsvert langt stor og þar var folk að streyma f” . . Með bættum samgöngum lag- ast þetta íljótlega, og bráðum fara matvæli að berast frá öðr- um löndum. En samgöngutækin hafa gengið svo eftirminnilega úr liðnum á stríðsárunum, að inn. Við þangað. Þar hafði ver- ið slegið upp sætum úr þykkum borðum, og nóg rúm, þó að um 70 manns væri í vagninum. Mjer þótti íróðlegt að reyna þetta farartæki, því að það hafði jeg aidrei reynt áður. Vöruvagnarnir eru hastari en farþegavagnar og sætin voru auðvitað ekki þægileg, því að maður var fljótur að fá „trje- bragð í sitjandann“, sem Norð- menn kaila svo. En það er nú svo, að vagnar í sömu lest kom ast allir jafnfljótt áfram, og það var fyrir mestu. Norðmenn kalla þessi farar- tæki „kuvogner“, en það er rangt. Kúavagnarnir eru þessir litlu, sem á er málað: „40 menn — 8 hestar“. En vöruvagnarnir eru helmingi stærri. Og fólk 1 verður fegið að nota þá. „Neyð- in kennir ... “. Þessar smáglefsur úr ferða- sögu minni ; ættu að gefa nokkra hugmynd um, a.ð, það er þangað til að þeim verður kipt í liðinn aftur. Þess vegna eru stóru hafnarbæirnir betur sett- ir nú, en bæirnir inni í Igndi. í Osló er t. d. talsvert af mjólk núna, því að Svíar senda um 100.000 lílra af henni á dag til Suður-Noregs. Og skípin eru farin að koma úr erlendum höfn. um. Áður hefir verið minst á matarsendingar Dana til Nor- egs. Það er yfirleitt aðdáunar- vert hve hjálpfýsin er mikil hjer á Norðurlöndum á tímum neyðarinnar. Óg það kom við hjartað í Dönum þegar norskur skipstjóri sigldi með viðarfarm hjer á dögunum til Kaupmanna hafnar til þess að gefa Hafnar- búum í þakkarskyni fyrir mat- inn, sem kominn var frá Dan- mörku áður. — í fyrradag kom merkileg lest inn á Ráðhústorg- ið í Osló. Það voru 29 bifreiðar, hver með sinn „taglhnýting", hlaðnar matgjöfum til Norð- manna, osti, keti, smjeri og svo ýmsum lyfjum, sem hjér var mikil þurð á. Þessi lest kom ekkl beinlínis hægi að ferðast, alla lc-iCi .iuroian frá Sviss og sjer til skemtunar í Noregi og Framhald á 8. slðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.