Morgunblaðið - 21.08.1945, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.1945, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagtrr 21. ágúst 1945 3efep JÓNATAN SCRIVENER hr CClaude ^JdoucjliL 3. dagur „Aldrei!“ Þótt undrun hans væru engir gullhamrar fyrir mig, var hún þó a.m.k. djúp og einlæg. „Guð komi til, maður! Ja, hvert þó í helvíti!11 Eftir að hafa hrópað þetta upp yfir sig, stakk hann upp í sig vindlin- um og gaut augunum til mín, eins og hann tryði ekki því, sem jeg var að segja. Eftir Fi' 1ta þögn hjelt hann áfram: „Áttu við, að þú viljir fara hjvðan?“ „Já“, svaraði jeg. „Jeg mun ætíð verða þjer þakklátur fyrir það sem þú hefir gert fyrir mig. En jeg hefi nú dvalið nógu lengi í þessum bæ. Jeg vil breyta til“. „Vertu rólegur andartak“, .sagði hann. „Hverskonar at- vinna er þetta? Eitthvað svip- að því, sem þú hefir unnið við hjer, sennilega?“ „Nei. Jeg á að verða einka- ritari auðkýfings nokkurs“. „Einhvers vinar þíns?“ Það vottaði fyrir kaldhæðni í rödd- inni. „Nei. Jeg hefi aldrei sjeð hann“. Petersham sneri sjer nú alveg að mjer og horfði beint framan í mig í fyrsta sinn, síðan jeg kom inn í skrifstofuna. Jeg vissi, að jeg myndi þurfa að segja honum alt af ljetta. Til allrar bölvunar virtist hann hafa nægan tíma. — Jeg skýrði honum í stuttu máli frá, hvern- ig jeg hefði farið að því að fá einkaritarastöðuna hjá hr. Jónatan Scrivener. Þegar jeg haf'ði lokið máli mínu, leit hann á mig með undrunarsvip. „Ætlarðu að telja mjer trú um —byrjaði hann, og lagði áherslu á hvert orð. „Ætlarðu að telja mjer trú um, að þú ætlir að segja upp öruggri at- virmu — prýðilegri atvinnu — dn þess að eiga annað ; vænd- um en þetta?“ „Já“, svaraði jeg. „Og þegar þú hefir lokið við að skrá bókasafn hans og hann kemui aftur til Lundúna, verð- ur þjér sennilega sagt upp?“ „Jeg veit það ekki“, ansaði jeg — og bætti svo við: „Og mjer stendur nákvæmlega á sama“. „Jæja. — Veistu hvað að þjer er? Þú ert undarlegur. Jeg hefi gefið nánari gætur að þjer en þig grunar. Þú ert undarlegur eins og faðir þinn var“. „Sjáðu nú til, Pétersham“, sagði jeg — og hreimurinn í rödd minni fjekk honum nokk- urar^undrunar. ,,Þú ert oft með dylgjur í garð föður míns. Ef þú veist eitthvað um hann, sem jeg efa stórlega að þú gerir, S valtu annað hvort segja mjer það hreinskilnislega, eða láta það vera að minnast nokkuð. á hann. — Þegar þú segir, að jeg sje undarlegur, áttu aðeins við, að jeg sje ekki eins og þú. Þjer myndi sennilega aldrei koma í hug, að jeg gæti litið svo á, að þú værir undarlegur“. Yj j JramhaÉdiiacja aÉ Ivjrja dJvjfcjiít meÉ fírá Éjrj u n „Jeg! Undarlegur! Jeg er kaupsýslumaður“. „Já“. Eftir stundarþögn bætti jeg við: „Jeg veit eins vel og þú, að það er áhættuspil að taka þessa atvinnu“. „Hlustaðu nú á mig“, sagði hann þunglega. „Það er aug- Ijóst, að þú kærir þig ekki uto r> 1 fara að ráðum mínum. Þú um það. En þú skalt gera þjer það ljóst, að farir þú hjeðan nú, er það fyrir fult og alt. Skil- •; 5u það?“ ,Já. Jeg er hræddur um, að jeg hafi að einhverju leyti brugðist vonum þínum. En jeg vona aftur á móti, að jeg hafi fyllilegá unnið fyrir kaupi því, sem þú hefir grejtt mjer“. „Já, það hefir þú gert. Þú hefir ekki fengið mikið kaup, en þú hefir fyllilega unnið fyr- ir þessu, sem þú hefir fengið. Okkar reikningar eru hreinir. Jeg er á því, að þú gerir rangt í því að fara hjeðan, en, það kemur vitanlega þjer einum við. Heyrðu!“ hrópaði hann alt í einu. „Hvað hjetu lögfræðing-- arnir, sem þú áttir að hafa tal af ?“ „Winkworth, Wolland &: Williams“, svaraði jeg. Hann endurtók nafnið tvisvar og þrýsti því næst á bjöllu- hnapp á skrifborði sínu. Eftir andartak var barið að dyrum og ung stúlka kom inn. „Náðu fyrir mig í Barnett- veðbrjefin og vertu ekki í all- an dag að því“. Stúlkan fór út og kom að vórmu spori aftur með skjala- l únka, sem hún lagði á borðið hjá Petersham. Petersham leit yíir brjefin. „Hjerna er dálítið, sem þú skait muna eftir! Fyrir þrem árum síðan, drengur minn! Hjerna höfum við það! Wink- worth, Wolland & Williams voru lögfræðingar Barneit. Þeir hafa mjög mikil viðskifti. Jeg hitti einn þeirra. Fínir lögfræð- ingar! Já — hvert þó í logandi, maður! Þjer er betra að koma þjer vel við þá, karl minn — en skeyttu ekkert um þennan Scrivener, eða hvað hann nú heitir. Þeir eru áreiðanlega | miklu voldugri og auðugri en hann. Ef þú færð tækifæri til þess að gera mjer einhvern j greiða, skaltu ekki láta það j ganga þjer úr greipum. Þú verð : ur vitanlega að geta mín við ; þá — og þá getur þú um leið . mint þá á Barnet-t-málið“. Hann leit aftur á skjölin. „Nei, ann- j ars — þú skalt ekki minnast neitt á Barnett-málið. Jeg sje . hjér, að þeir hafa eitthvað ver- J ið að þvæla um, að aðfarir mín- ar hafi ekki verið sem h.eiðar- legastar. — Jæja, þú getur nefnt nafn mitt, og sjeð svo hvað setur“. „Setjum svo, að hr. Scrivener ætlaðist til þess, að jeg tæki til starfa undir eins“, sagði jeg, þegar jeg komst loks að. „"Mynd ir þú þá hafa nokkuð á móti því, að . . .“. „Farðu þegar þú vilt, dreng- ur miim. Hugsaðu ekki um mig faröu þegar þú vilt. En þú gæt- ir sent mjer línu við tækifæri, og sagt mjer, hvernig gengur. —- Það er þjer líkt, að komast í samband við fína fólkið, ein mitt þegar þú ert að fara frá mjer. Winkworth, Wolland & Williams! Þeir eru voldugir — enginn vafi á því. Þegar Barn- ett-málinu Var lokið, datt mjer ekki í hug, að jeg myndi fram- ar hafa neitt saman við þá að sælda eða . . . Jæja, það er ekki hægt að gera við því. Þeir hafa sennilega gleymt því. Þeir hafa mörg járn í eldinum“. Þetta var síðasta samtal mitt við Petersham. II. Jeg fór til Lundúna á föstu- daginn. För mín þangað var í raun rjettri einskonar æfintýri, þar eð jeg var nær alveg ókunn ugur í borginni og umhugsunin um samtal það, sem jeg átti í vændum, hafði og áhrif á í myndunarafl mitt. Jeg kom þangað rjett fyrir hádegi. Það var glaðasólskin, á götunum úði og grúði af fólki og innan stundar hafði borgar- ysinn hrifið mig. Enn einn lít- ill lækur hafði fallið í hafið. — Jeg snæddi hádegisverð og að honum loknum settist jeg á bekk í einum skemtigarðanna því að enn var klukkustund til stefnu. Jeg sat þar og hugsaði hagi mína. Því lengur, sem jeg hugsaði, því sannfærðari varð jeg um, að nú væri þessum kafla ævi minnar lokið og nýr að hefjast. Stundvíslega kl. 3 gekk jeg inn i skrifstofur herranna Wink worth, Wolland & Williams Skrautbúið ungmenni tók á móti mjer þar, og spurði, hvað mjer væri á höndum. Látbragð hans alt gaf í skyn, að það væri ekki í hans verkahring að skifi, sjcr af fuglum eins og mjer — að venjulega innti hann af höndum störf, er væru eilít- ið mikilsverðari en það. Hann vísaði mjer inn í stóra biðstofu. Hana prýddu þunglamaleg hús- gögn og var þeim raðað niður með kaldranaíegri nákvæmni. Á borðinu, sem stóð á miðju gólfi, lágu nokkur blöð í röð og reglu. Stríðsherrann á Mars 2>, 'renjjaiaja Eftir Edgar Rice Burroughs. 4. sem áður hafði verið með þeim æðstu af svarta kynþætt- inum, Thurid að nafni, og hafði jeg áunnið mjer ódauð- legan fjandskap hans, er jeg rjeði niðurlögum hans vopn- laus í garði Issus og batt hann með hans eigin hertygjum, að ásjáandi fjölda manna, sem rjett áður hafði verið að hrósa honum fyrir krafta og hugdirfsku. Eins og margir af löndum hans, virtist hann hafa tekið breytingum þeim sem orðnar voru, með nokkru jafnað- argeði, og sór hann hinum nýja höfðingja, Xodar, trún- aðareið, en jeg vissi að hann hataði mig, og í hjarta mínu var jeg þess fullviss, að hann hataði og öfundaði Xodar, svo jeg hafði haft augun með honum, og var nú orðinn viss um það, að hann var í einhverju dularfullu leynimakki. Nokkrum sinnum hafði jeg komist að því, að hann fór út um borgarhliðin á kvöldin, og lagði leið sína út í hinn hryllilega Dor-dal, þar sem enginn heiðarlegur maður gat átt nokkurt erindi. Og í kvöld gekk hann allhratt meðfram skógarjaðrin- um, uns hann var vel úr augsýn frá borginni, en þá breytti hann um stefnu og skundaði eftir hinum dökkrauðu grundum í áttina Korusvatnsins dularfulla. Geislar þess tunglsins, sem var nær, blikuðu yfir daln- um, og glömpuðu á gimsteinunum á hertygjum hans, og á kalsvarta húð hans. Tvisvar leit hann um öxl eins og sá, sem er smeykur um að hann sje eltur, þótt hann hljóti að hafa verið viss um, að svo var ekki. Jeg vogaði ekki að elta hann út í tunglsljósið, þar sem mjer virtist mínum fyrirætlunum best borgið með því að trufla ekki hans fyrirætlanir. Jeg óskaði að hann kæmist óhindrað á áfangastað sinn, án þess að hafa grun um að honum væri veitt eftirför,-þannig að jeg gæti komist að því, hvert hann ætlaði, og helst líka að hinu, til hvers hann var að læðast þetta á næturþeli. Þess vegna var jeg kyrr þangað til Thurid var horfinn fyrir brattan bakka við vatnið nokkur hundruð metrum IJ Y x/nii — Bara að jeg hefði getað náð Svíþjóð líka, þá hefði jeg getað úthlutað sjálfum mjer friðarverðlaun Nobels — sagði Hitler, þegar veldi hans stóð sem Jiæst. ★ Þessi saga er frá hernámstím anum í Danmörku: Drenghnokki átti kött, sem einn góðan veðurdag eignaðist kettlinga eins og gengur. Þýsk- ur hermaður, sem sá strák leika sjer að ketlingunum, sneri sje • að honum og sagði: — Nú eru þeir auðvitað nasistar, kettling- arnir þíúir, er það ekki? -— Jú, auðvitað, sagði strák- ur. Nokkru síðar hitti þessi her- maður stráksa aftur og spurði, hvernig nasistunum hans liði. — Nú eru þeir ekki lengur nas- istar, þeir eru farnir að sjá, sag'ði sá litli. 'k Nokkrir krakkar voru að leika sjer niðri á bryggju í Kaupmannahöfn. Þýskur her- mannabíll kom akandi niður bryggjuna og ók beint út í sjó. Nokkru síðar komu þýskir her- menn og spurðu, hvort ekki hefði sjest tll bíls þarna á bryggjunni. — Jú, scgðu krakkarnir, hann ók hjerna fram af bryggj - unni. — Hvers vegna ljetuð þið okkur ekki vita? spurðu her- mennirnir. — Við hjeldum að hann væri að íara til Englands. ★ Mjög' fáir einstaklingar eru algjörlega siðlausir. Þegar marg ir einstaklingar safnast saman, þá er þetta almenn regla. Nietzche. ★ — Þjer megið víst til með að taka yður matarkúr um tíma. Hvað gerið þjer annars? — Jeg er sd erðagleipari í sirkus. — Ja, þá verðið þjer að láta yður nægja með hnífa og gaffla til að byrja með. ♦ Móðirin: — Vel siðuð börn eiga ekki að óhreinka sig. Dóttirín: — Og vel siðaðir fullorðnir eiga ekki að vera að hafa orð á hví þó aðrir óhreinki sig- ★ — Skilaðu kveðju til Hess, sagði einn af bíógestum í dönsku bíói, þegar verið var að sýna frjeítamynd, þar sem Hitl- er sást vera að stíga upp í flug- vjel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.