Morgunblaðið - 30.09.1945, Qupperneq 2
2
M 0 R GUNB LA Ð I Ð
Sunnudagur 30. sept. 1945:
Vjelsetjari við
Morgunblaðið í 25 ár
Karl A. Jónasson
KARL A. JÓNASSON, vjelsetjari á óvenjulegt starfsafmæli
um þessi mánaðarmót. Sem starfsmaður ísafoldarprentsmiðju
h. f. byrjaði hann þ. 1. október 1920 að vinna við vjeisetningu
Morgunblaðsins, og hefir haldið áfram óslitið við það starf alla
stund síðan.
•—- Það þykir kanske gamal-
dags nú á tímum, sagði Karl í
gær, er við minntumst hins
langa starfstíma, að vinna
svona lengi að sama verki í
sama húsi. En þegar maður er
ánægður með verkið og sam-
starfsmennina, þá er engin á-
stæða til að skifta um.
Þegar maður lítur til baka,
finst manni árin og dagarnir
vera kanske nokkuð tilbreyt-
ingarlitlir. En bót er það í máli,
að blaðasetning er fjölbreyttari
en önnur setning. Altaf nýtt og
nýtt á hverjum degi, hið marg
víslegasta efni, sem fer í gegn
um hendur manns og hugann
um leið. Því ekki er hægt að
setja neina grein án þess að
fylgja efni hennar orði til orðs.
En þetta verður þó meira dægra
stytting, en til varanlegs fróð-
leiks, því mest af því sem mað
eir setur, vill fara eins og mað-
ur segir, inn um annað eyrað
og út um hitt.
— Hvernig stóð á því að þú
gerðist prentari?
— Það var ekki nema hend-
ing, eins og oftast vill verða,
þegar maður hefir engann til
þess að leiðbeina sjer. Það
hafði jeg ekki. Misti föður minn
er jeg var kornungur. Systir
mín var í ísafold — og er enn.
Hún vissi að þar vantaði lær-
ling og vildi að jeg reyndi. En
áður hafði jeg verið 3 ár í sveit.
Það voru mikil yiðbrigði. — Jeg
kunni illa við prentsmiðjuloft-
ið fyrsta daginn, datt ekki í
hu« að jeg gæti þolað það lengi.
Karl A. Jónasson
En þetta fór á annan veg, því
síðan eru liðin 30 ár.
Jeg var tiltölulega nýbúinn
að ljúka námi þegar jeg var
settur til að setja á Morgunblaðs
vjelina. En nú eru sém sagt 25
ár liðin, sem jeg hefi „spilað
mínum fingrum“ á þeirri vjel-
setningu.
— Og þolað annríki og nætur
vökur sem fylgt hefir því
starfi.
— Já, þetta kemst alt upp í
vana.
Tveir menn vinna nú við
Mbl., sem eru hjer eldri
í starfi en Karl A. Jónasson.
Það eru þeir Árni Óla og Aðal-
steinn Ottesen. En allir starfs-
menn blaðsins þakka Karli A.
Jónassyni góða viðkynningu á
liðnum árum og áratugum —
og óska þess að samstarfið við
hann verði sem lengst. V. St.
Bretar setja lið á land
á Java
Stórfeld verðlækkun á
bensíni og olíum
Bensínlíterinn kostar
nú 52 aura í stað 65
London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá Reuter.
BRESKAIi hersveitir gengu á land á Java í Hollensku-
Austuriiidíu í dag. Japanir höfðu ckki A'erið afvopnaðir þar,
vegna þess að innfæddir höfðu hótað að gera uppreisn, ef
Hollendingar settu lið á land á eynni. Þeir krefjast sjálfstæðis
Mountbatten, flotaforingi,
sendi því lið til eyjarinnar, og
gat þess um leið, að það væri
gert, áf hálfu hinna sameinuðu
þjóða, til þess að afvopna Jap-
ana, vegna íbúana og koma á
lögum um reglu, þangað til síð-
ar að stjórn Hollensku-Austur-
indía, tækju við. — Mountbatt-
en segir í tilkynningu sinni, að
hann geri Japani ábyrga fyrir
lögum og reglum, þar til banda-
henn hafa hernumið eyna.
Mountbatten ljet þá von í
Ijós, að engin ofbeldisverk yrðu
framin af hendi skæruflokka
íbúana á Java, því það myndi
rýra álit hinna innfæddu með
al bandamanna.
Viðlal við foringja frelsis-
hreyfingarinnar.
Dr. Sökarno, foringi frelsis-
hreyfingarinnar á Java (lýð-
veldissinna), hefir birt yfirlýs-
ingu til allra stjetta á Java, um
að hafa samvinnu við hernáms
sveitir bandamanna, til þess að
Hyggja lög og reglu um land alt
Sökarno ætlar sjer að nota
fyrsta tækifæri til að komast
í samband við hernaðaryfirvöld
bandamanna, til þess að skýra
afstöðu sína.
Er frjettaritari Reuters átti
tal við Sökarno, í morgun,
tveim klukkustundum eftir
í’rarnhald á bls 12.
STÓRFELD verðlækkun
verður með morgundeginum
á olíum og bensíni. Bensín
verðið verður hjer í Reykja
vík 52 aurar literinn í stað
65 aura áður, en hráolía verð
ur 33 aura kíló í stað 49 aura
og steinolía 53 aurar kílo í
stað 65 aura. Þessi verð-
lækkun er kleif fyrir atbeina
ríkisstjórnarinnar, sendiráðs
ins í Washington, olíufjelag
anna hjer og sambandsfje-
laga þeirra erlendis. Hafa ol
íufjelögin nú á ný fengið
beint viðskiptasamband við
sambandsfjelög sín erlendis
og verður olían og bensínið
flutt beint til fjelaganna
hjer eftirleiðis. Talið er að
þessi lækkun muni nema
um 7 milljón krónum á ári.
Ríkisstjórnin gaf út eftirfar
andi frjettatilkynningu í
gær um verðlækkuninar
í upphafi ófriðarins gerðu
olíufjelög þau, er annast höfðu
innflutning á olíu og bensíni til
íslands, með sjer samning um
sameiginlegan innflutning á
olíu og' bensíni í stórum förm-
um, beint frá framleiðslulöndun
um (Curacao og Aruba). Tókst
með þessum hætti að byrgja
landið af þessum vörum og að
halda verðinu lítt brevttu frá
því í maí 1940.
Olíur frá flotanum.
I september 1942 ákváðu
stjórnir Bretlánds og Bandaríkj
anna að íslendingar skyldu fá
þarfir sínar af olíu og bensíni
frá bækistöðvum flota Banda-
ríkjanna í Hvalfirði og fjell þá
niður hið fyrra fyrirkomulag
clíufjelaganna um sameiginleg
an innflutning. Var ákvörðun
þessi tekin án ráðs við íslensk
stjórnarvöld, enda ekki gert ráð
íyrir að hún leiddi til verðhækk
unar. Þegar til framkvæmda
kom, kom þó í ljós að farið var
fram á mjög verulega verðhækk
un á bæði olíu og bensíni, og
rkyldi olía hækka um 200 kr.
tonriið en bensín um 260 kr.
Ríkisstjórnin skerst í lcikinn.
Þegar hjer var komið, lögðu
olíufjelögin málið fyrir þáver-
andi forsætis- og utanríkisráð-
herra og beiddust þess að ríkis-
stjórnin skærist í málið, með
1 því að það myndi eina leiðin til
að fá leiðrjettingu þessara mála.
! Varð ríkisstjórnin við þeim ósk
um og bar tafarlaust fram rök-
studdar óskir íslendinga í mál
inu, og leiddi það að lokum til
þess, fyrir milligöngu sendi-
herra Bandaríkjanna á íslandi
og' rendiherra Islands í Banda-
ríkjunum, að fallið var frá fyr-
irhugaðri verðhækkun.
Hófst nú hin nýja skipan, og
fengu olíufjelögin olíu og ben-
sín frá bækistöðvum flotans
hjer á landi, og hjelst verðlagið
að mestu óbreytt.
Oiíur frá Brellandi.
Hinn 30. október s. 1. tilkynti
sendiherra Bandaríkjanna hjer
íslensku ríkisstjórninni, að
vegna þess að hætt yrði beinum
siglingum skipalesta mílli
Bandaríkjanna og íslands, hefði;
það orðið að samkomulagi milli
stjórna Bandaríkjanna og Bret-
lands, að íslendingar fengju
olíu og bensín frá Bretlandi. —
Færði sendiherra fram rök fyr-
ir þessari ákvörðun. Ríkisstjórn
íslands bar þá þegar fram ósk
um að hin fyrri skipan mætti
haldast óbreytt, enda var þá þeg
ar ljóst, að af hinni fyrirhuguðu
nýju skipan myndi leiða all-
stórfellda verðhækkun á vör-
unni, er hún fyrst skyldi flutt
til Bretlands, affermd þar og
fermd að nýju í skip til Islands,
í stað þess að vera flutt hingað
beint frá Ameríku. Stóðu um
þetta samningsumleitanir um
nokkjrrra hánaða skeið, en eigi
tókst íslendingum þó að fá ósk
ir sínar uppfylltar og hækkaði
útsöluverð á hráolíu og bensíni
hinn 3. febrúar s. 1. um 130 kr.
tonnið.
Unnið að upplausn.
Þegar sýnt þótti að eigi
myndi takast að fá olíu áfram
frá stöðvum Bandaríkjaflotans,
tók ríkisstjórnin að vinna að öðr
um lausnum þessa máls, í því
skyni að forðast hinn fyrirsjá-
anlega mikla aukakostnað, er
af hinni nýju skipan leiddi. Var
að þessu unnið fyrir milligöngu
sendiráðs Islands í Washington,
íslensku olíufjelaganna og sam
bandsfjelaga þeirra erlendis. —«
Ennfremur sendi ríkisstjórn
Bretlands hingað umboðsmann
sínn í janúar s. 1. til þess að
ræoa um þessi mál við ríkis-
stjórn Islands.
Fyrir atbeina ríkisstjórnar-
mnar og með aðstoð nefndra að
ila, hefir nú tekist að koma þess
u m málum aftur í rjett horf,
með þeim árangri að á morgun
mun verða stórfeld verðlækk-
un á þessari vöru. Mun verðlag
hráolíu verða lækkað um 160
kr. en bensíns um 175 kr. tonn
ið. Er þar með eigi aðeins úr
sögunni verðhækkun sú, er varð
á besssum vörum hinn 3. febrú-
ar s. 1., heldur er verðlagið nú,
hvað olíu áhrærir, 30 kr. lægra
tonnið, en bensín 45 kr. lægra
lonnið heldur en var fyrir 3.
febrúar s. l.“.
Truman hvetur til
mannúðiegri með-
ferðar á Gyðingum
TRIJMAN FORSETI hefur ritað Eisenhower yfirhersi
höfðingja brjef og í'arið þess á leit við hann, að hanri
reyndi að bæta úr því hörmungaástandi, er Gyðingar í
Þýskalandi eiga nú við að búa. þessar upplýsingar liafa'
borist til Ilvíta liússins frá hinni sameiginlegu stjórnj
bandamanna í Þýskalandi. i
Alvarlegl ástand í
Indo-Kína
PARÍS í gær: — Frönsk yfir
völd hafa áhýggjur út af á-
standinu í Indo-Kína, þar sem
komið hefir til vopnaviðskipta
milli hermanna bandamanna
og innfæddra manna. De Gaulle
hershöfðingi hefir skipað le
Clerc yfirmanni franska hers-
ins í Austurlöndum, að fara frá
Kanly til Saigon til þess, að
gæta franskra hagsmuna þar í
iantíi.
Franskir stjórnmálamenn
hafa látið í ljós þakklæti til
Breta fyrir þá aðstoð, sem þeir
hafa veitt við að varðveita
franska hagsmuni í Indo-Kína.
Aftur á móti eru Frakkar ekki
jafn ánægðir með framkomu
Kínverja. Fregnir hafa borist
hingað um, að 15.000 kínversk
ri hermenn sjeu í þann veginn
að halda inn í Larös í Norður-
Ir.dó-Kína. — Reuter.
Fulltrúi bandarísku stjóriH
arinnar, Earl G. Harrison, er
sendur var til Þýskalands tiií
að kynna sjer ástandið, segir,
að eins og málum sje nú konn
ið, virðist bandamenn fara'
með Gyðinga á svipaðan hátt
og þeir fara með nasista,
nema hvað ekki virðist eigtii
að gereyða þeim.
Brjef forsetans.
Truman komst svo að orðl
við EisenhoWer: „Jeg stendi
í beinu sambandi við breskul
stjórnina um það, að dyr Pale>
stinu verði opnaðar fyrir þeimi
Gyðingum, sem kunna að viljai
fara þangað“. Blaðafulltrú-
imi í Hvítahúsinu, Ross hefir,
skýrt blaðamömium frá því,
að Truman hafi skrifað Attleo
forsætisiJðherra, en svar hafi!
ekki borist frá honum e.nn:
sem komið er. Hann lofaði því
að svar forsætisráðherransi
yrði birt jafnskjótt sem. það
bterist. t brjefi síiiú til Eisen-«
Framhald á bl3. 13