Morgunblaðið - 30.09.1945, Side 5
Suxmudagur 30. sept. 1945.
MORGUNBLAÐIÐ
S
í MtÍIMCHEN Á 8TVRJALDARÁRIÍNUM
Jóhannes Zoega dipl. ing, var
éinn af farþegum þeim, er heim
komu í fyrstu ferð Catalinaflug
bátsins frá meginlandinu. Hann
hefir dvalið í Þýskalandi stríðs
árin. Morgunblaðið hefir haft
tal af Jóhannesi og spyi’t hann
frjetta af dvölinni ytra.
Hálf Miinchen í rústum.
Hvenær fórstu utan?
Jeg fór út 1937 til að leggja
stund -á vjelaverkfræði í Þýska
landi. Sumarið 1939 kom jeg
heim í sumarfríinu mínu, en fór
aftur um haustið rjett eftir að
stríðið var byrjað, til Berlínar.
Þar stundaði jeg nám við tekn-
iska háskólann. Vorið 1941
lauk jeg prófi og fór að því
búnu til Múnchen.* Þar hafði
jeg dvalið áður í tvö ár og lok-
ið fyrrihluta prófi í námsgrein-
inni. Jeg hefði viljað fara heim,
en á því voru engir möguleik-'
ar svo að það var ekki annað
fyrir mig að gera en leita mjer
að atvinnu. Jeg fjekk fyrst
vinnu í verksmiðju, er smíðaði
flugvjelamótora og vann þar í
tæpt ár. Eftir það varð jeg að-
stoðarkennari við tekniska hg-
skólann í Múnchen og hjelt
þeirri stöðu þangað til í sumar.
•—■ Var aldrei talað um, að
senda þig í herþjónustu eða út-
lendinga yfirleitt?
Nei, það var aldrei farið fram
á það. Yfirvöldin ljetu mig altaf
afskiptalausan og mjer var í
hvívetna sýnd full kurteisi.
•— Þið hafið líklega ekki far
ið varhluta af loftárásunum
þarna suður í Múnchen fremur
en annarsstaðar í Þýskalandi?
Nei, við fengum okkar skerf
af þeimi. Það var þó ekki fyrr
en í júlí 1944 að loftárásirnar
komust í algleyming. Þá gerðu
1500 til 2000 flugvirki loftárás
ir í þrjá daga í röð og upp úr
því var sífellt framhald á þess
um ógnum. í borginni mun rúm
lega helmingur allra húsa vera
gjöreyðilagður og inn í mið-
hlutanum meira að segja um
90%. Svipað ástand var í öðr-
um þeim borgum, sem jeg fór
um, á leið minni heim.
•— Hvernig var með listasöfn
in, sem Múnchen er svo fræg
fyrir?
Þau eru öll gjöreyðilögð, en
þó var búið að koma undan öllu
því, sem hreyfanlegt var. Ým-
ist var það látið í örugga kjall-
ara eða flutt út um sveitir. Öll
þau listaverk, er föst voru, svo
sem veggmálverk í söfnum,
höllum og kirkjum urðu eyði-
leggingunni að bráð.
Háskólarnir störfuðu áfram.
— Urðu ekki verulegar trufl
anir á skólahaldi á styrjaldar-
árunum?
— Háskólinn, sem jeg starf-
aði við skemmdist allmikið í
fyrrahaust og svo var hann bók
staflega lagður í rústir í janúar
mánuði. Eðlilega urðu nokkrar
truflanir meðan verið var að
ryðja burtu brakinu, en reynt
var að koma nemendunum fyr
ir í öðrum húsum eða kjallara
háskólabyggingarinnar, en
hann var enn sæmilega not-
hæfur. Eftir því sem háskóla-
byggingarnar eyðilögðust fluttu
stúdentarnir sig til annara skóla
og hjeldu þar áfram námi sínu.
Stúdentarnir urðu að sjálf-
Viðtal við Jóhannes Zoega,
vjelaverkfræðing
sögðu að gegna herþjónustu
eins og aðrir, en þegar líða tók
á styrjöldina kom í skólana mik
ið af hermönnum, er höfðu feng
ið frí til að stunda nám. Flest
ir höfðu þeir orðið fyrir ein-
hverjum áverkum og voru bækl
aðir. Kensla fór fram með nokk
urnveginn eðlilegum hætti
lengst af. í vetur var þó sett-
ar reglur um það, að þeir, sem
höfðu lagt stund á málfræði,
listasögu og „arkitektur“ gátu
lokið prófi, ef þeir voru komnir
mjög langt, en nýja stúdenta
mátti ekki innrita í þessar náms
greinar. Þessi nýskipan hafði
þó tiltölulega litlar afleiðing-
ar vegna þess, hve seint var
horfið að þessu ráði. Nú sein-
ast voru ekki eftir nema nokk
ur hundruð stúdentar við tekn-
iska háskólann, en í byrjun
stríðsins voru þeir 1500—2000.
30 stórhýsum sópuð burt með
einni sprengju.
Aðspurður, neitar Jóhannes
því, að hann hafi nokkurn tima
lent í verulegri lífshættu í loft
árás að minnsta kosti ekki svo
í frásögur sje færandi. — Und-
ir flestum húsum í þýskum borg
um, segir hann, eru tiltölulega
djúpir kjallarar og þar hafðist
fólk við, meðan árásirnar stóðu
yfir. Þetta mátti teljast nokk-
urnveginn öruggt þangað til síð
usíu mánuðina að bandamenn
fóru að nota stærri sprengjur.
Þessar sprengjur voru aðallega
notaðar á brýr, en borgirnar
losnuðu til allra hamingju að
miklu leyti við þær. Þó var einu
sinni varpað fjórum sex tonna
sprengjum á Múnchen. Þá var
30 stórhýsum sópað burtu með
einni einustu sprengju af þess-
ari tegund.
— Beindust árásirnar ekki
fyrst og fremst að hernaðarlega
mikilvægum stöðum?
— Það var nú svona upp og
ofan. Stundum dundu ógnirnar
yfir íbúðarhverfum borganna,
en þegar dró að lokaþætti styrj
aldarinnar, virtist mjer, sem
flugmennirnir legðu sig meira
fram við að hitta járnbrautar
stöðvar, flugvelli, verksmiðjur
og annað slíkt. í vor voru t. d.
^llir flugvellir í Múnchen gerð
ir ónothæfir. Með járnbrautum
var helst ekki hægt að ferðast
með, því að flugvjelar banda-
manna voru á sífeldu sveimi yf
ir þeim og sátu um færi að
varpa á þær sprengjum.
— Það hefir verið erfitt að
fá í sig og á, eftir því sem mað-
ur heyrir?
Matvæli voru mjög af skorn-
um skammti. Skömtunarfyrir-
mæli voru ströng og fatnaður
var ófáanlegur síðustu þrjú ár-
in. Eftir nýjár í vetur voru kol
gjörsamlega ófáanleg. Þar sem
jeg bjó, var ekki lagt í í allan
vetur.
Sigurvissan hverfui-.
— Hvenær heldur þú, að al-
menningur hafi farið að gera
sjer grein fyrir því, að stríðið
var tapað?
Jóhannes Zoega
— Jeg býst við, að fyrir tveim
árum hafi fólk almennt verið
búið að missa alla sigurvon. Nú
síðast voru menn orðnir lang-
þreyttir og vildu fyrir hvern
mun fá frið, hversu dýru verði,
sem hann kynni að vera keypt
ur. Það bar heldur ekki á því,
að neinir árekstrar yrðu á milli
þýskra borgara og hermann-
anna úr 7. her Bandaríkjanna
eftir að þeir tóku borgina í vor.
Jeg dvaldist í Múnchen í þrjá
og hálfan mánuð eftir að banda
menn komu þangað og hafði því
gott tækifæri til að dæma um
þetta.
— Hjer heima höfum við
frjett, að mjög strangar reglur
hafi gilt um samskipti her-
mannanna og hinna almennu
borgara?
— Já, reglurnar voru í upp-
hafi mjög strangar, en í júlílok
var hætt að beita þeim. Þá leið
heldur ekki á löngu þar til hver
hermaður var komin með þýska
„Fraulein“ upp á arminn.
Mjer er þó ekki grunlaust um,
ar, en um ástandið í innanlands
málum vissu menn minna. Jeg
held að almenningur hafi ekk-
ert vitað um fangabúðirnar, er
nú eru orðnar frægar að endem
um. Um Dachau, sem er í út-
jaðri Múnchen vissu þó allir,
enda voru þær fangabúðir
löngu teknar í notkun fyrir
stríð. Aftur á móti höfðu menn
enga hugmynd um, hvað þarna
voru margir fangar eða hvaða
aðferðum þeir voru beittir. — I
Dachau voru engir stríðsfangar
geymdir, heldur voru þar póli-
tískir fangar, venjulegir glæpa-
menn og menn, er teknir höfðu
verið fastir fyrir trúarbrögð sín
Þar var t. d. eitthvað af mönn-
um úr sjertrúarflokki, er nefndi
sig biblíurannsóknamenn (Bib-
elforscher). Þeir neituðu að
hafa nokkur afskipti af hern-
aði. Reglur þeirra bönnuðu
þeim meira að segja að pússa
hermannastígvjel. Af þessu
urðu þeir svo að súpa seiðið. —
Stundum varð maður var við,
að fangarnir frá Dachau voru
riotaðir til að hreinsa til í þeim
bæjarhverfum, er illa höfðu orð
ið úti í árásum, en þá voru þeir
undir strangri gæslu.
Rússa-hræðsla.
—*• Bar nokkuð á ránum her-
manna bandamanna eftir töku
Múnchen. Það kvað hafa tíðk-
ast mjög á hernámssvæðum
Rússa?
— Nei, hermennirnir gengu
aldiei rænandi og ruplandi. —
Aftur á móti bar nokkuð á
þessu meðal þeirra innfluttu
verkamanna, er dvöldu í land-
inu. Þetta voru menn, er teknir
höfðu verið úr hernumdu lönd
unum, svo sem Hollandi, Belg
landa og fá einhvern þar til að
koma þeim áleiðis. Sendiráðið
í Kaupmannahöfn sá um, að
gerður væri útdráttur úr helstu
frjettum hjeðan og þetta fjekk
maður að sjá annað slagið.
i
Heimferðin.
— Hvernig gekk að komast
heim?
— Eftir að Ameríkanarnir
komu til Múnchen sneri jeg
mjer strax til þeirra og bað um
heimfararleyfi. Á því var eng-
in fyrirstaða, en heimferðin
drógst þó á langinn vegna
skorts á farartækjum. En svo
kom Lúðvík Guðmundsson,
skólastjóri til hjálpar og kom
mjer og Sigurði Sigurðssyni
efnafræðingi, er einnig dvaldist
í Múnchen flest styrjaldarárin,
í norskan Rauða Kross leiðang-
ur. Frá Múnchen fórum við
þann 8. ágúst til Hamborgar og
síðan til Kaupmannahafnar. —•
Jeg á Lúðvík Guðmundssyni
mikið að þakka, svo og
Tryggva Sveinbjörnssyni, sendi
ráðsritara í Kaupmannahöfn og
norska Rauða Krossinum. Þess
ir aðilar greiddu allir götu
mína á hinn prýðilegasta hátt.
— Það er gott að vera kominn
heim, segir Jóhannes að lokum,
og það er auðsjeð á honum, þeg
ar hann segir þetta, að þar fylg
ir hugur máli.
að kvenfólkið hafi að einhverju 'u °S hinum hernumda hluta
leyti gert þetta af praktiskum Rússlands og látnir vinna als-
ástæðum. Hermennirnir höfðu
nóg af alskonar vörum, sem
Þjóðverjar höfðu ekki sjeð ár-
um saman eða ekki haft tæki-
færi á að afla sjer svo að neinu
næmi. Tóbaksskamturinn í
Þýskalandi var t. d. undir. það
seinasta kominn niður í 2
sígarettur á dag á hvern karl-
mann.
Menn hlustuðu á erlent útvarp
þrátt fyrir bann.
— Það hefir verið erfitt að
fá sannar fregnir af því, sem
var að gerast á styrjaldarárun-
um?
— Það var bannað að hlusta
á erlent útvarp, en þó gerðu
menn það almennt. Mjer skilst,
að nokkuð mikið hafi verið gert
úr ófrelsinu sem ríkti í landinu,
en þó voru um þetta mjög
strangar reglur og öðru hvoru
sá maður í blöðunum, að birt
voru nöfn manna, er teknir
höfðu verið fastir fyrir að
hlusta á erlendar stöðvar. Það
hefir sennilega verið gert öðr-
um til viðvörunar. Jeg þekkti
engan persónulega, er orðið
hafði fyrir slíku. Menn gátu því
nokkurnveginn fengið sannar
fregnir af gangi styrjaldarinn-
konar störf svo að hægt væri
að senda fleiri þýska borgara í
stríðið. Tala þessara manna
mun hafa komist upp í 10 milj
ónir. Rússarnir ljetu sjerstak-
lega dólgslega í sigurvímunni.
Það kom fyrir, að þeir stöðvuðu
fólk á götum úti og skipuðu því
að afhenda úr og aðra verð-
mæta muni, er það bar á sjer.
Yfirleitt var mikið á ótta við
Rússa. Þessi ótti minkaði þó á
tímabili, vegna áróðurs þess,
er þeir ráku í Berlínarútvarpið.
Fólk var farið að halda, að alt
væri í lukkunar velstandi á
hernámssvæði Rússa, en svo fór
að koma flóttamannastraumur
frá rússneska svæðinu og sagði
söguna verri. Fólk, sem hafði
verið á þessu hernámssvæði
reyndi með öllu móti að koma
sjer á brott. Jeg þekti ýmsa
Letta og Lithaua, sem als ekki
vildu hverfa heim til sín ynda
þótt þeir hefðu ekkert til saka
unnið og' virtust ekki hafa neitt
sjerstakt að óttast.
-—- Fjekstu ekki litlar fregnir
að heiman?
Eftir að breski herinn kom
hingað 1940, mátti ekki skrifa
til Islands svo að maður varð
að senda brjef til hlutlausra
3?
Auglýsendur
athugið!
= að ísafold og Vörður er |
g vinsælasta og fjölbreytt- |
5
s asta blaðið í sveitum lands i
s j
E ins. — Kemur út einu sinni i
í viku — 16 síður.
Minningarspjöld
barnaspítalasjóðs Hringsina
fást í verslim frú Ágústu
Svendsen, Aðalstræti 12,
Málaflntningt-
ekrifstofa
Einar B. GnðmuncLssom.
Oaðlangnr Þorlákssoa.
Austurstræti 7.
Símar 3202, 2002.
Sbrifstofutimi
U. 10-12 og 1—5.
Bggert Claessen
Binar Ásmundsson
bæstrjettarlögmenn, :i
Oddfellowhúsið. — Sfmi 117L !‘
All8konar lögfrœðistörf
\V/la$nús Vk oriacutð
hæstarjettarlögmaður
Aðalstræti 9. Simi 1875
LISTEKINE
TANNFREM