Morgunblaðið - 30.09.1945, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.09.1945, Qupperneq 9
SunnudagTur 30. sept. 1945. MORGUNBLAÐIÐ 9 Kreppan. FYRIR heimsstyrjöldina var dagsdaglega rsett hjer um kreppu. Þá hjekk hjer allt á horriminni eftir 12 ára óstjórn. Framsóknarflokksins. Þá átti þjóðin ekki að heíta mátti mál- ungi matar, ríki sveitarfjelög og einstaklingar i skuldum. Þá varð hver maður að knjekrjúpa einhverri Framsóknarnefnd, til þess að fá að kaupa hvað lítið sem var frá útlöndum. En af og frá oft á tíðum, að það fengist til landsins, sem nauðsynlegt var til framleiðslunnar. Þá hafði Eysteinn Jónsson og pólit- ískir dátar hans hagrætt svo vel því, sem þeir nefndu „hina inni lokuðu kaupgetu", að kaupget- an var orðin frámunalega lítil. Þeir sem ráku útgerð voru sví- virtir og ofsóttir fyrir það, að þeir söfnuðu skuldum. En for- ustumenn landbúnaðarins, eins og formaður Búnaðarfjelags ís- lands, fengu leyfísbrjef frá Al- þingi til þess að losna við allar skuldbindingar á fjármálasvið- inu með því, að borga þetta 5 —10%, og þóttu þeim mun bet- ur til forystu fallnir á sviði búnaðarframfaranna, sem þeir áttu minna upp í skuldir sínar. Þetta var á árum hinnar ís- lensku kreppu, kreppu innilok- unarinnar, sem áttí rót sína að rekja til þröngsýni og aftur- halds Framsóknar og Timans. Heimskreppan. ÞEGAR litið er til heimsvið- burðanna, horft fram hjá öldu- róti í hugum manna hjer á landi, þá blasir við augura hin mesta kreppa og hrun, sem dunið hefir yfir mannkynið síð- an sögur höfust. Oft er litið svo á, að þessi mikla heims- kreppa stbfi af styrjöldunum tveim, er háðar hafa verið á þessari öld. Þetta er rangt. — Styrjaldirnar-eru ekki orsakir vandræðanna, sem dunið hafa yfir mannkynið. Stýrjaldirnar eru afleiðingar þess, hve þjóð- irnar eru illa á vegi staddar. Ekki er mismunandi stjórnar- stefnum um að kenna, eins og margir halda. Orsökin stafar af því, að mannfólkið er að verða villuráfandi sauðir. Til þess að friður og velsæld komist á í heiminum, þarf mannseðlið að þroskast og brevtast. Saga. I LOK miðaldanna lærðu menn að þekkja kraftinn í sjálf um sjer. Þá hófst híð blómleg- asta framfaratímabil. Hver upp göítvunin rak aðra. Sú þróun hefir haldið áfram, allt fram á þenna dag. Menn reiknuðu út fjarlægðir til stjarnanna, og komust að innsta kjarna í heimi atómanna. Mannsandinn rjeð hverja gátu annari meiri í eðlis og efnafraeði, gerþekkti allt milli himins og jarðar, sem hægt var að vega og mæla, svo hvergi var Iengur til lófastór blettur fyrir hin almátku dul- mögn, er áður lifðu lifi sinu í meðvitund manna og stjórn- uðu að miklu leyti orðum og gerðum kynslóðanna. Þegar menn hurfu frá trúar- lífi liðinna tima, og dýrkuðu efnishyggjuna, ákölluðu skyn- semina, þóttust þeir vera frels- aðir úr miðalda myrkri hjátrú- ar og hindurvilna. En menn gættu þess ekki, að hjátrú og villukenningar nýrra tegunda, REYKJAVÍKURBRJEF ginntu mannfólkið út á hættu- legar brautir. í gamla daga trúðu menn á himnaríki og helvíti. Góðir menn og guðhræddir fóru til himna, hinir beina leið á vald myrkrahöfðingjans í víti. Þessi heimsmynd var ofur einföld og óbrotin. Kynslóðir nýja tímans brostu að hinum barnalegu trú arkenningum, og töldu sjer trú um að allir menn væru innst í sálu sinni bestu skinn. Menn fremdu ódæðis- og illræðis- verk af heimsku sinni og ment- unarskorti, en vendust af því, með aukinni uppfræðslu. Ment- unin átti að umbi'eyta heimin- um í Pardís. Reynslan. SKYLDU menn úti í ófriðar- löndunum brosa lengur að gömlu trúnni á helvíti? Hafa ekki miljónir manna og tugir miljóna sjeð og reynt hvað er helvíti á jörð? Hafa menn ekki verið ofsóttir og limlestir, pínd- ir og brenndir, eins og vítistrú manna boðaði í gamla daga, með þeim eina mismuna, að það voru ekki beinlínis þeir, er til þess höfðu sjerstaklega unnið, sem liðu kvalir og ægi- legan dauðdaga í píningarvjel- um djöfulóðra manna. Mannkynið hefir lært af reynslunni, í fyrsta sinn á æfi sinni hvernig kvalastaðir geta sprottið upp á jörðinni af sama tægi og sá, sem trúað fólk fyrr á dögum hjelt að væri í undir- heimum. Hvenær kemur að því, sem allir þrá, að sköpuð verði andstæðan, — alsælan, „himna- ríki á jörð“. Nú ættu menn að hafa lært til fulls, að framfarir í tækni geta ekki korhið. á öruggum og varanlegum umbótum í heiminum, nema þeim sje sam- fara framför á hinu andlega sviði. Upp þarf að vaxa nýtt og betra fólk. Villimenn ísald- anna drápu óvini sína með kylf- um. Nútímamenn drepa óvini sína rrieð sprengjum, þetta eru framfarir tækninnar. Nú verða þjóðirnar að læra að hætta manndrápum. Læra að lifa í friði. Heimurinn þarfn- ast ekki að menn finni nýjar aðferðir til eyðingar ög tortím- ingar, heldur nýjar aðferðir til þess að lifa saman í sátt og samlyndi. Því annars er hætt við að mannkynið sjálft tor- timist þá og þegar undir rústum þeirra glæsilegu bygginga, sem reistar hafa verið á grundvelli efnishyggjunnar. Varanleg vcrðmaeti. EF mannkynið á ekki að lenda á beinum glötunarvegi, þá verður mannsandinn að taka stakkaskiftum. Mat efnishyggj- unnar á lífsverðmætum hefir reynst háskalegt tál. Reynt verður að finna varanlegri lífs- verðmæti að keppa eftir og bvggja á. Þjóðir, sem hafa ját- að kristna trú, hafa reynst van- máttugar til þess að sýna trú sína í verki. Náunganskærleikurinn hefir ekki reynst upp á margra íiska. Hann hefir verið boðaðyr í nokkrar aldir, en ekki fest ræt- w,r í hiöftum þjóðanna, og ekki komið til framkvæmda í sam- fjelagi manna. 29. september 1945 Leitin. ALLT þetta, sem hjer er sagt, liggur ljóst fyrir sjónum manna. Þó eru skoðanirnar harla skift- ar um það, eftir hvaða leiðum skuli leita út úr ógöngunum. — Margir halda enn í dag, að stjórnmálastefnur, sem byggj- ast á fúafeni efnishyggjunnar, geti leitt mannkynið til varan- legrar farsældar. En þetta mun reynast tálvon ein. Á undanförnum árum hafa skolast hingað til landsins! margskonar pólitískar stefnur. Hafa landsmenn verið fóthvat- ir við að ganga á þann reka, og fáir þóttst menn með mönn- um, nema þeir gleyptu í sig einhvern þeirra margvíslegu pólitísku ,,isma“, sem þeir hafa fundið á fjörunni. En meira mannsbragð væri að því, ef við íslendingar, þó | fáir sjeum, reyndum að meta! hinar aðfengnu stjórnmála- j stefnur á eigin vog, og kapp- kostuðum að finna þá stjórnar- háttu af sjálfsdáðum. sem best hentuðu þjóðlífi voru og at- vinnuskilyrðum, ljetum þá spretta upp úr okkar eigin jarð- vegi. Lærðum af sjálfum okk- ur, hvernig við gætum best lif- að saman í eindrægni og friði til farsældar landi og þjóð. Þeim mun hlálegri er þjónk- un íslenskra manna við erltnd- ar stjórnmálastefnur, sem þær eru aðfluttar frá ólíkari þjóð- um og staðháttum. Verður sú eftiröpun þó fyrst bjálfaleg, þegar menn ganga svo langt að setja erlenda stjórnmálamenn í einskonar trúarinnar hásæti og dýrka þá eins og jarðneska guði. Slik manndýrkun var ein undirrót Nasismans. Rógskrif Tímans. EFTIR að Timinn hefir í allt sumar birt tugi dálka vikulega af rógskrifum um kaupstaðar- búa og alla þá, sem fylgja ekki skemdastarfsemi Framsóknar- flokksins í landsmálum, kemst ritstjórinn nýlega að þeirri nið- urstöðu, að „eigi megi takast að vekja sundrung og fjandskap milli bænda og annara vinnandi stjetta“ í landinu. Það er rjett eins og Tímatóti finni til þess gegnum ofsóknar- æðið og rógsákafann. að eitt- hvað kunni að vera bogið við, að etja saman stjettum þjóð- fjelagsins. Þó snýst svo að segja öll ritstjórn hans um þetta eina atriði: Að vekja úlfúð og hatur milii bændastjettarinnar og kaupstaðarbúa. Er þar ekkert tækifæri látið ónotað. Þegar Þórarinn þefar uppi einhverja setningu í blöðum, sem hægt er að snúa út úr, á þann hátt, að fram komi óvingan i garð bændastjettarinnar, þá gleðst Tóti í.hjarta sínu og skrifar dálkafyllu sína í Tímann. — „Gjafir eru yður gefnar“. seg- ir hann. Þetta eða hitt er um ykkur sagt. bændur góðir. Þið eruð ekki menn með mönnum, ef þið nú ekki fyllist heift óg hatri gegn því fólki, ftem elur aldur. sinn við sjávarsíðunp! — Þannig skrifar Tóti og aðrir Tímápiltar. hann geti staðið sig við að selja mjólkina frá Korpúlfsstöðurc Mætti vafalaust fá þar vísitölu í mjólkurverði, sem yrði bæj- arbúum í hag. Grímsvötn. ÞAÐ hefir komið í ljós, að sumt fólk furðar sig á því, hve Gjafirnar. ÚT AF öllu „gjafa“-tali Tím- ans, dettur manni í hug, hvort ekki væri rjett að efna til grand gæfilegrar athugunar á þjóðar- búskapnum öllum, til sjávar og jarðfræðingar okkar hafa mik- sveita, i þeim tilgangi, að fá úr jinn áhuga á, að fylgjast sem því skorið, hve mikið hver at- | best með Skeiðarárhlaupum, og vinn’ugrein leggur til sameig- því, sem gerist á eldstöðvun- inlegra þjóðarþarfa. Þessi í'eikn ingsskil yrðu síðan lögð til grundvallar, þegar ákveðin eru framlög ríkisins til framgangs og styrktar hverri atvinnustjett, Þá yrði ekki lengur hægt að um við Grímsvötn í Vatnajökli. En þetta er bæði skiljanlegt og sjálfsagt. Því þessar eldstöðv ar eru hinar einu á norðurhveli jarðar, þar sem gos eru tíð, undir jökli. Mörg atriði í jarð- tala um neinar ,,gjafir“ nema í sögu landsins, sem enn eru vafa óeiginlegri merkingu. Fram- j atriði, skýrast fyrir jarðfræð- sóknarflokkurinn hefir »vísað ingum, þegar þeir vita með veginn í þessu efni. Þegar börf fnllri vissu og nákvæmlega var á samstarfi stjórnmálaflokk hvernig gos haga sjer, undir anna. þá tók hann sig út úr og ‘ jökulbreiðum. Því á ísöld hafa neitaði öllu samstarfi. Forustu- J slík gos verið tíð, bæði hjer og menn þess flokks reyna að annarsstaðar. Grímsvatnagosin fleka bændur til fylgis við þessa eru því. einskonar eftirstöðvai einangrunarstefnu. Þeir bænd- frá ísaldargosunum, þetta er ur, sem aðhyllast forustu Fram- eini staðurinn, þar sem jarð- sóknar að þessu leyti, ættu líka fræðingar geta gengið í skóla að fylgja hinni fjármálalegu ! reynslunnar í þessu efni. Full- einangrun, vinna að því að fá komin þekking á Grímsvatna- sem mest aðskilinn fjárhag við gosum og Skeiðarárhlaupum aðrar stjettir landsins. — Þá hefir mikla þýðingu fyrir jarð- fylgdu bændur þeirri gömlu og góðu reglu, að búa að sínu og þyrftu ekki að sækja neitt til annara. Þá myndu bændur upp skera hina fylstu ávexti af ein- angrunarpólitík Tímamanna. Tvær greinar. TÍMARITSTJÓRINN og Hall- dór Kiljan Laxness rithöfundur, hafa stundum verið ósáttir, þegar þeir hafa rætt um land- búnaðarmálin. í síðastliðinni viku hafa skoðanir þeirra, í mjög mikilsverðu máli, hneigst í sömu átf. Þeir ræða um mjólkurfram- leiðsluna og beina báðir hugan- um að nærsveitum Reykjavík- ur, að þangað sje að leita úr- íausnar í því efni. Kiljan vill gera nýrækt svo mikla í ná- grenni höfuðstaðarins, og reka þar svo mikla mjólkurfram- leiðslu, að öll mjólk, sem bæj- arbúar þurfi, verði framleidd vestan Olfusár. En ritstjóri Tím ans spyr hversvegna Reykvík- ingar framleiði ekki ódýra mjólk handa sjer á Korpúlfs- stöðum. Kiljan gleymir því í grein sinn, hvar eigi að fá bændur og búalið í hinar nýju sveitir. En Tíminn, sem ætti þó að vera kunnugri búskaparmálum, en skáldið, virðist líta svo á, að 100—120 kúatún sje nægileg ræktarjörð, til þess að fram- leiða þar mjólk handa 45—48 þúsund manns. En meiri mjólk- urpeningur er ekki fóðraður á Korpúlfsstöðum einum. Hefir j anum 1:100.000. Með þessu er Tíminn gert sjer tíðrætt um lokið merkiiegu verki, sem mjólkurframleiðsluna á Korp- staðið hefir yfir í nálega hálfa úlfsstöðum og haldið því fram öld. og er hið mesta, sem dansk- af heimsku sinni, að þaðan gæti ir menn gerðu hjer allan þann höfuðstaðarbúar fengið næga tima. sem ísland var í stjórn- mjólk og góða í staðinn fyrir málasambandi við Danmörku. samhellinginn. Með því að sex- I Danir áttu upptökin að mæl- tugfalda Korpúlfstaði hjer ingum þessum, kostuðu þær nærlendis, eins og Kiljan held- framan af, unnu að mestu leyti ue fram, færi þetta að vera að mælingunum og höfðu á hægt. Kannske Tímamenn geri hendi uppdrættina. Með upp- það að sinni stefnu í mjólkur- dráttum þessum er fengin ! málunum og láti bændur í aust grundvallarþekking á landa- ursvéitum una sjer við aðra fræði íslands, sem er þjóðinni . framleiðslu? Eða vill Tíminn að ómissandi. Væri vel ef forstöðu ! nýmjólkurverðið til almennings mönnum . láridmælingástarfs Jverði miðað við það verð, sem þessa væri sýndur sómi og jReykjavíkurbær reiknar að,verðugt þakklæti fyrir. fræði íslands og ýmsra annara landa. Margt er enn t. d. órannsakað í sambandi við vatnsmagn Skeiðarárhlaupanna. Almennt er álitið, að hinn feikilegi vatns flaumur sje kominn til við bráðnun úr jöklinum. En erfitt er að sætta sig við þá skýringu. Því hlaupin koma alltaf á und- an gosunum. Ef jökullinn á að hafa bráðnað svo mjög, þá þyrfti gosið að vera komið af stað löngu áður en það brýst upp úr jöklinum. Erfitt er líka að skýra það, hvernig svo mikil kynstur af ís geti bráðnað á skömmum tíma, sem þyrfti til þess að mynda vatnsflaum hlaupanna. Hitamagnið í gosunum virðist ekki nægja til þess. Það er alment álit jarðfræð- inga, að mikill hluti af móbergi landsins sje myndaður við gos undir jökli. Og við Grímsvötn sje móberg enn að myndast. En móbergsmyndunin er ein mesta ráðgátan í jarðfræði íslands. Þó dr. Helgi Pjeturss á sínum tírna varpaði ljósi yfir þann þátt jarð fræðinnar, er þar ýmislegt óskýrt enn. Uppdrættir Islands. KOMNIR eru nýlega til lands ins uppdrættir þeir, sem her- foringjaráðið danska hafði ekki lokið við af íslandi, áður cn stríðið skall á. Eru nú fengnir uppdr. yfir alt landið, bæði öræfi og sveitir í mælikvarð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.