Morgunblaðið - 02.12.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1945, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók Orilskoðað frje!iasksy!i frá Moskva: Rússneska þjóðin er matariítil Enn ósamið lánbeiðnir Bandaríkjunum Washington í gærkvöldi. KEYNES lávarður, sá er stendur fyrir bresku samninga nefndinni, sem nú er í Was- hington, og Halifax lávarður, sendiherra Breta í Bandaríkj- unum, biðu þess í gær, að við- ræður hæfust á nýjan leik um lánsbeiðnir Breta þar í landi. Breska sendinefndin hefir nú beðið þess í þrjá daga, að við- ræður hæfust að nýju, en samn ingaumleitanir þær, sem hófust fyrir tveim vikum síðan, hafa til þessa borið lítinn árangur. Hafa samningar þessir strand- að á því, að aðilum hefir ekki enn komið saman um skilyrð- in fyrir lánsveitingunni, og hef ir ágreiningurinn helst snúist um sterlingsvæðið svonefnda. Sir Edward Bridges, fjármála ráðunautur bresku stjórnarinn ar, hefir lagt af stað til Was- hington í flugvjel, og gera menn sjer vonir um, að honum tak- ist ef'til vill að leysa ósam- komulag það, sem samninga- umleitanirnar hafa til þessa strandað á. ANDREI A. GROMYKO heitir sendiherra Rússa í Bandaríkj- unum. Hann hefir tekið þátt í mörgum alþjóðaráðsefnum undan- farið. Þessi mynd var tekin af honum er hann kom til La Guardia flugvallarins í New York nýlega. Maðurinn til vinstri á mynd- inni er P. P. Mikhailov rússneskur konsúll í New York. Ræff im aðseturs- sfað Sameinuðu Timburverksmiðjan Ikur brennur London í gærkvöldi. NEFND SÚ, kjörin af und- irbúningsnefnd hinna samein- uðu þjóða, sem fjallar um að- setursstað stofnunar hinna sam einuðu þjóða, ræddi í dag við fulltrúa þeirra 22 borga í Bandaríkjunum, sem vilja að aðsetur stofnunarinnar verði þar, og tvo fulltrúa frá kanad- iskum borgum. Þær borgir, sem helst eru taldar koma til greina í Banda- ríkjunum, eru Atlantic City og San Francisco. Ein borg á Hawaii-eyjum vill fá setur stofnunarinnar þar. Annars munu allskiftar skoð anir um það, hvort aðsetrið eigi að vera í Vesturheimi. Hefir verið stungið upp á ýmsum borg um í Evrópu í þessu sambandi og eru þar á meðal Stokkhólm- ur, Kaupmannahöfn og Bern í Sviss. — Reuter. LAUST FYRIR MIÐNÆTTI í nótt kom upp eldur í Timbur- verksmiðjunni Akur h.f. við Hagaveg. Magnaðist eldurinn mjög fljótt og varð húsið alelda á skömmum tíma. Ekkert íbúðarhús er þarna í grendinni og því engin hætta á slysi á mönnum. Þegar blaðið fór í prentun, hafði ekki tekist að ráða nið- urlögum cldsins, en að slökkvi- starfi unnu bæði Slökkvilið Reykjavíkur og slökkvilið frá setuliðinu. Stormur var mjög mikill og hefir það að sjálf- sögðu gert slökkvistarfið enn erfiðara en eMa hefði verið. Var ekki annað fyrirsjáanlegt en húsið brynni alveg til grunna. Fjárhagslegt tjón hefir orðið þarna mjög mikið, þar sem í i verksmiðjunni var mikið bæði af timbri og vjelum. Frost í Bretlandi. LONDON: — í fyrrinótt kom í Bretlandi eitthvert mesta frost, sem þar hefir verið mælt um lengri tíma. — Daginn eft- ir var himinn heiður og glaða sólskin og hiti orðinn veruleg- ur. — vill borga Pjetri 10 þúsund sterliitgspund árlega LONDON: — Spánverjar hafa í hyggju að koma upp hjer í London spánskri kynningar- og menningarstofnun, svipaðri því, sem Bretar hafa nú í Ma- j drid. i London í gærkvöldi. HAFT ER eftir stjórnmálarit ara blaðs nokkurs hjerna, að stjórn Titos marskálks hafi boð ið Pjetri Júgóslavakonungi, sem settur var af í síðastliðinni viku, upphæð sem samsvarar rúmlega 10.000 sterlingspund- um árlega, ef hann hætti við það áform sitt að stofna til hreyfingar, sem berjast mundi fyrir því, að Pjetur kæmist á ný til valda. Gangi konungur ekki að þessu, og skifti sjer af stjórnmálum, er því hótað, að hætta algerlega öllum peninga- greiðslum til hans. — Reuter. Laugamesi verður ráðsiafað í sam- ráði við sjómenn BÆJARRÁÐ samþykti á fundi sínum í fyrradag að gefa fyr- irheit um, að ráðstafa ekki lóð- inni, þar sem áður var Laug- arnesspítali, án samráðs við fulltrúaráð sjómannadagsins, sem sækir nú um að fádóðina til að reisa á henni dvalarheim ili fyrir aldraða sjómenn. Þjóðin veit Jítið sem ekkert um aðrar þjóðir Frjettaritari Rcuters í Moskva sendi í gær frjettaskeyti frá Rússlandi, sem hann segir, að sje fyrsta frjettaskeyti í sex ár, sem sent er út úr landinu, sem ekki hefir verið ritskoðað. — Fer hjer á eftir útdráttur úr skeyti hans: Moskva í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Eftir Eric Downtown. ÞAÐ ER HJERUMBIL ómögulegt fyrir erlendan mann að skilja „manninn á götunni“ hjer í Rússlandi, vegna þess, að stjórnarvöldin reyna að koma í veg fyrir það, að útlendingar nái sambandi við rússneskan almenning. Á yfirborðinu verður ekki annað sjeð, en að almenningur í Rússlandi sje tötralegur til fara og að menn fái ekki nóg að borða. Það er langt frá því, að matvæiaástandið sje gott og almenningur getur oft ekki feng- ið keypt þau matvæli, sem hann á rjett á samkvæmt skömtun- erseðlum smum, vegna þess, að maturinn er alls ekki til í versl- unum. Rússar svara Pers- um skæfingi Teheran í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter Eftir John Mimeche. HJER HEFIR verið birt orð- rjett orðsending frá rússneska sendiráðinu í Teheran til utan- ríkisráðherra Persa, þar sem Rússar neita að leyfa persnesk um hersveitum að fara inn í þau hjeruð í norðurhluta Persíu, en þar er rússneskur her. — I orðsendingunni neita Rússar einnig harðlega að nokkur ástæða sje til umkvart- ana þeirra, sem Persar hafa borið fram gegn hernám^aðferð um og stefnu Rússa í landinu. Þrýsiiloffsíiugvjel sfolið LONDON: — Nýlega var þrýstiloftsflugvjel stolið af her flugvelli einum hjer í - Bret- landi. Þessi flugvjel var af gerð inni Gloster Meteor, þeirri sömu, sem nýja hraðamet í flugi var sett á um daginn. Varðmenn þeir, sem á flug- vellinum voru, vissu ekki fyrr, en flugvjel af þessari gerð flaug upp af vellinum, hækkaði flug ið skjótt og hvarf. — Vjelar- innar hefir mikið verið leitað, en alt hefir komið fyrir ekki. (Daily Telegraph). F j öldahandtökur. LONDON: — Mjög margir menn úr andstöðuflokkum stjórnarinnar í Rúmeníu, hafa enn verið handteknir. Flestir þeirra eru úr bændaflokknum og frjálslynda flokknum. Sjerrjettindastjett. Matvælaskömtunin er ákaf- lega flókin, og margir hafa sjer rjettindi í matarkaupum. Hátt- settir embættismenn, sjerfræð- ingar, vísindamenn og mennta- menn fá nægilegan matvæla- skapimt. Þannig er raunveru- lega til sjerrjettindastjett, sem fær skammt, eftir því, hvers virði hann er talinn í þjóðfje- laginu. Fólkið kvartar, en þó . . . Almenningur kvartar undan ástandinu og það eru greinileg merki um styrjaldarþreytu meðal almennings. Fólk er skapstyggt. Skortur á vörum og fatnaði er greinilegur. Mik- ill skortur er á farartækjum og öll farartæki eru yfirfull. Húsnæðisskortur er mikill. En rússneska þjóðin hefir trú á stjórnendum sínum og vilja þeirra til að bæta úr. Það er greinileg bjartsýni á framtíð- ina, einkum meðal yngri kyn- slóðarinnar. Hver einasti Rússi er mjög hrifinn af þjóð sinni og landi. Þeir telja, að hvergi í heimi hafi aðrar eins fram- farir orðið síðastliðin 20 ár. Vita lítið um umheiminn. Það er alveg furðulegt hve Rússar vita lítið um önnur lönd og aðrar þjóðir. Hugmyndir þeirra um aðrar þjóðir virð- ast skapast af greinum, sem birtar eru í ritskoðuðum blöð- um Rússa. Blöðin hjer í landi geta sjaldan vingjarnlega um aðrar þjóðir og þeim hættir við að birta frekar fregnir af verk- föllum og stjórnmálaerjum í öðrum löndum, en framförujn. Styrjaldarátak annara landa er svo að segja alveg ókunnugt meðal almennings í Rússlandi. Jeg hefi ekki orðið var við Framh. á 5. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.