Morgunblaðið - 02.12.1945, Page 6

Morgunblaðið - 02.12.1945, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Summdagur 2. des. 1945 LotgmtMftfri Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstraeti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Búnaðarmálasjóður STUTTU eftir að núverandi Alþingi tók setu, var að tilhlutun búnaðarþings borið fram frumvarp þess efnis, að numið yrði brott það ákvæði úr lögunum um stofnun búnaðarmálasjóðs, sem tilskilur samþykki landbúnaðar- ráðherra á ráðstöfun fjár úr sjóðnum. Landbúnaðarnefnd Nd. fekk þetta frv. til athugunar. Tveir nefndarmenn, þeir Jón Pálmasin og Sigurður Guðnason leggja til, að fje búnaðarmálasjóðs gangi til búnaðarsambanda hrepp- anna, í rjettu hlutfalli við framlög hjeraðanna, og fjenu verið varið til ræktunar og annara framkvæmda í sveit- um landsins. í nefndaráliti þeirra segir svo m. a.: „Þetta skilyrði (þ. e. að tilskilið er samþykki ráðherra) var gert að hörðu árásarefni af flutningsmönnum og öðrum stjórnarandstæðingum á ríkisstjórniria og einkum þann þingmann (þ. e. Jón Pálmason), er kom málinu í gegn. Samþyktir voru pantaðar víðsvegar um land, og búnaðarþing samþykti hörð mótmæli gegn skilyrði þessu. Þó gerði það tveggja ára ætlun um úthlutun þessafjáreftir margra daga deilur, og stóð þó að henni aðeins lítill meiri bluti búnaðarþings. Landbúnaðarráðherra vildi engin áhrif hafa til breytinga þessari áætlun og samþykti hana að formi til, svo að hlutaðeigendur hefðu undan engu að kvarta. En þeir höfðu þó samþykt að verja þessa fje í gistihúsbyggingu í Reykjavík og til þeirra starfa búnað- arþings, sem vörðuðu „sjerhagsmunamál bænda“. Stjórn- arandstæðingar ljetu sjer heldur ekki þetta nægja, held- ur hjeldu áfram rógburði sínum um ríkisstjórnina varð- andi þetta mál, bæði á fundum og í blöðum, og í byrjun þessa þings fluttu þeir það frumvarp, er hjer liggur fyrir, og auðvitað sem kosningamál gegn ríkisstjórninni, þar sem flutningsmenn hlutu að gera sjer það ljós, að skilyrði, sem stjórnarflokkamenn settu á síðasta þingi, mundu þeir ekki afnema á þessu að óbreyttum lögunum að öðru leyti. Það gæti því verið gott að nota fall frumvarpsins sem áróðursefni gegn stjórninni meðal bænda”. „Eftir alt þetta viljum við láta losa þessa menn að fullu við það skilyrði, sem þeir telja bændum svo hættulegt, að A’arða ætti flokkabreytingu í landinu. Við viljum losa iandbúnaðarráðherrann við allan vanda, áróður og róg- burð í þessu sambandi, og við viljum losa Búnaðarfjelag íslands og búnaðarþing við umráð þessara peninga. Þá komu tvær leiðir til greina í þessu sambandi. Fyrst sú að afnema lögin og losa bændur við þenna skatt að íullu. Hin sú, að láta hana haldast og verja fjenu til þess, sem bændunum sjálfum ríður mest á, sem er að koma búnaðinum í fullkomnara horf. Bændur vantar íramræslu á engjum og túnræktarlöndum. Sú fram- kvæmd er í fyrstu röð. Þá vantar sljettun á þýfðu hey- skaparlandi. Þá vantar rafmagn. Marga þeirra vantar vatnsleiðslu í bæi og útihús og viðunandi húsakost. Á öllu þessu ríður bændum meira en gistihúsi í Reykjavík lyrir pólitíska búnaðarþingsmenn á fundahöldum þeirra hjer og þar um landið. Þess vegna leggjum við til, að skatt- inum sje haldið og fjenu sje varið til þess, sem bændum líður mest á. Búnaðarsamböndin þarf að efla sem raun- hæfan framkvæmdafjelagsskap. Vjelavinnan til fram- ræslu, sljettunar ræktunarlanda og margs fleira kostar íjelagsleg og dýr átök. Þess vegna þurfa búnaðarsambönd- in fjármagn. Til þessa hafa þau verið máttlitlir styrkþegar Búnaðarfjelags íslands. Búnaðarmálasjóður á að efla þau til raunhæfra framkvæmda. Þó fje hans verði ekki mikið, þá er því betur varið til þess að rjetta hag þeirra manna, sem versta hafa aðstöðu til framkvæmda í sveitum lands- ins, heldur en að byggja fyrir það hótel í Revkjavík og e ta það út á snakkfundum og eyða því í ferðakostnað póli- tískra spekúlanta, sem telja sig öllum færari til að gera bændum gagn, en hafa reynst mjög mistækir í því efni. Við teljum rjett, að Alþingi skeri úr um það, hvort bændastjettinní muni hollara. Tilefnið hafa flutnings- menn gefið, og ef þeir telja sjer þessa afgreiðslu ógeðfelda, þá geta þeir kent sjálfum sjer um”. ÚR DAGLEGA LÍFINU Fáninn. ÍSLENDINGUM sárnar aldrei meir, en þegar fánanum og fána- reglunum er ekki sýnd full virð ing þann 1. desember. Sá dagur er í augum þjóðarinnar mesti og helgasti fánadagur ársins. Það er aldrei ástæða til að flagga, ef eigi þann dag. Það má segja Reykvíkingum til hróss, flestum, að þeir kunna.orð ið að fara virðulega með fánann, en þó eru enn nokkrir, sem ekki hafa lært neitt í þeim efnum. — Fáninn setti sinn glæsilega svip á bæinn í gærdag og þrátt fyrir skammdegismyrkrið og rigning- una var hátíðasvipur yfir bæn- um. En einmitt vegna þess var mótsögnin áberandi þegar á stöku stað sást auð flaggstöng fram eft ir degi. Ennþá hafa menn ekki lært, að flaggið á að koma upp á morgnana strax í birtingu og það á að taka það niður aftur um sólarlag. Ekkert flagg má sjást við hún eftir sólarlag. Það er ó- Virðing við fánann, að hafa hann á stöng eftir að dimt er orðið. Þeir, sem eru svo hamingju- samir, að eiga flaggstöng á eða við hús sín og íslenskan fána til að flagga með, verða að gæta þess, að flaggstengur þeirra sjeu í lagi. Hafi flagglína slitnað, þá verður að fá nýja þegar í stað, eða taka niður stöngina ella. — Auð flaggstöng á degi eins og 1. desember verður ósjálfrátt gkoð uð, sem mótmæli — eða með öðr um, að eigandinn vilji ekki flagga. 0 Minning Guðmundar Kamban. ÞAÐ ER vel hugsuð hugmynd nokkurra vina Guðmundar heit. Kambans, að fá Einar Jónsson myndhöggvara til að gera brjóst líkan af skáldinu til minningar um hann. Verður þessari hug- mynd eflaust vel tekið og sjálf- sagt er að brjóstlíkan þetta fái stað í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Guðmundur Kamban mun verða á allra vörum næstu vik- urnar er menn lesa og ræða um hina nýju bók hans, „Vítt sje jeg land og fagurt“. Kamban vann mikið verk með hinum sögulegu skáldsögum sínum og það var mikið tjón fyrir bókmenntir ís- lendinga, að honum skyldi ekki auðnast lengri æfi til að ljúka við fleiri söguleg verk. 0 Fleiri minnismerki í þjóðleikhúsið. EN ÞEGAR minst er á, að minn ing Kambans verði heiðruð með því, að setja upp brjóstlíkan hans í þjóðleikhúsinu, þá kemur mönn um í hug fleiri merkismenn, sem lagt hafa sinn mikla skerf til ís- lenskrar leiklistar og sem heiðra ætti með því, að setja upp mynd ir þeirra í fordyri hins nýja leik húss, eða annarsstaðar í leikhús- ið, þar sem slíkar myndir sóma sjer vel. Sjálfsagt er að þar verði brjóst- líkan Indriða Einarssonar rithöf- undar. Enginn einstaklingur gerði meira fyrir þjóðleikhúshugmynd ina en hann. Stefanía Guðmunds dóttir leikkona á einnig að fá heið urssess í því leikhúsi og fleiri mætti nefna. En það þarf að fara að hugsa um þetta nú þegar. Eftir því, sem árin líða fækkar þeim, sem muna þessar merkispersónur. — Það þarf að fá bestu listamenn þjóð- arinnar til að gera líkön af þeim, sem heiðra á með því, að setja upp myndir þeirra í þjóðleikhús- inu. Talað er um, að leikhúsið verði tilbúið 1947. Það er því ekki seinna vænna að fara að hugsa um þetta. 0 Um nærfatapest. HEILSUFAR bæjarbúa er á- gætt um þessar mundir. — Ekki hafa gengið neinar farandsóttir, eða hvað það nú er kallað á þessu hausti. En samt er alskon ar óáran í mannfólkinu. Nærfata pest var umræðuefni manna hjer á dögunum. Kunningi minn, sem hefir auðugt ímyndunarafl, sagði við mig nýlega, er nærfata- pestin barst í tal: „Blessaður vertu. Þetta er skemmdarverk. Nærfötin hafa verið ætluð her- mönnum upphaflega og það hefir einhver komið bakteríum í nær- fötin til þess, að hermennirnir sýktust". Annar sagði að þetta „væri bara ofnæmi“. En ofnæmi er há- móðins núna, eins og margir vita. En það var ekki nærfatapestin, sem var aðalefnið heldur veggja lús, sem jeg ætlaði að segja ykk- ur frá, en það er önnur pestin frá eins og eftirfarandi frásögn ber með sjer: 0 Paddan í svefnherberg inu. KUNNINGI minn, sem af skilj anlegum ástæðum vill ekki láta nafns síns getið, skrifar mjer á þessa leið: „Fyrir nokkru síðan varð fólk á heiniili mínu vart útbrota og kláða hingað og þangað um líkam ann. Svo mikil brögð urðu að þessu, að leitað var læknis. Hann tjáði sig ekki geta fullyrt hvað þessu ylli. Ljet þó við því smyrsl, sem hann taldi líklegt að dyggðu. Lítil eða engin breyting varð við smyrslin, en nú skeði annað, sem engan óraði fyrir. Það verður vart við pöddu í svefnherbergi og við nánari eftir grenslan reyndist þetta svoköll- uð veggjalús. Þetta var þá skýringin á útbrot unum. Veggjalús hafði borist inn á heimilið á alveg óskiljanlegan hátt. Eftirgrenslan hefir ekki leitt í ljós hvernig þessi ófögnuð- ur hefir borist inn á heimilið og fæst líklega aldrei skýring á því. 0 Sækja í rúm manna. „ÞESSI viðbjóðslegu dýr, halda sig í myrkrinu svo rækilega að það er hreinasta tilviljun að sjá þau á ferli í björtu. Þau halda sig í alsskonar sprungum, undir gólflistum og undir yfirklæði á rúmdýnum o. fl. Yfirleitt halda þau sig í námunda við rúm og önnur svefnáhöld. Ástæðan fyrir því er sú, að þegar dimmt er orð ið, fara þau í leiðangra í rúm til kvenna og karla, stinga við- komanda og næra sig á blóði hans. Skríða síðan södd og ánægð í fylgsni sitt og njóta þar lífsins. Jeg ætla ekki að útskýra þetta nánar, vildi aðeins segja frá þessu, ef það gæti orðið einhverj um að liði. Ráða við þessum ófögnuði tel jeg best að leita hjá herra Aðal- steini Jóhannessyni, meindýra- eyði“. [■ u■ ■ ■■■■■■■■■*> in'BiMnnnfiitnkmnRaMiaiMaiiMmvikimnfiBaaBvaiaaMaMMMMMaanananiiimBitfjQikji BRJEF SEND MORGUNBLAÐINU I 0 ' ■ ■■■■■■■■•■■■■•■■■ölMiiMwjúiMiTíMíQfiflB m Mannehiissýning Kvenfjelagasambandsins ÞAÐ ER máske eftir dúk og disk að fara nú að minnast á manneldissýningu Kvenfjelaga- sambands íslands, mörgum dög um eftir að hún er um garð gengin. En það er aldrei of seint að þakka það, sem vel er gert. Og það er sannarlega ekki vanþörf á að ýta undir hverja þá viðleitni, sem stefnir að auk inni heilsurækt. Og mataræði almennings er sá þáttur henn- ar, sem mest hefir verið van- ræktur og stendur á lægstu stigi, enda þótt það sje tvímæla laust þýðingarmesti þáttur heil- brigðislífsins. í seinni tíð hefir, sem betur fer, vaknað nokkur áhugi meðal almennings á þessum málum og skilningur á því, að ekki er sama, hvað i magann er látið. En langt er enn að marki, og því er gleðilegt til þess að vita, að konurnar skuli hafa tekið mál þetta á arma sjer. Jeg ef- ast ekki um, að hjer gæti mjög áhrifa hins vel mentaða og at- örkusama ráðunauts sambands- ins frú Rannveigar Kristjáns- dóttur, sem hefir haft veg og vanda af undirbúningi og stjórn sýningarinnar. Og jeg er þess fullviss^ að í höndum hennar er fræðslu- og leiðbeiningastarf- semi á þessu sviði vel borgið. Sýningin var vel og skipu- lega upp sett, ekki of flókin nje viðamikil. Og mikill kostur var að geta haft heim með sjer litla bæklinginn og rifjað upp og lært þar allan þann fróðleik, sem á sýninguna var að sækja, Nauðsynlegt væri að hafa svona sýningar á hverju ári og víðar en hjer í Reykjavík. Þær þurfa að vera sem allra einfald- astar. Stórar og fjölbreyttar sýningar þreyta fólk og skilja minna eftir hjá því, heldur en ef tekin eru fá atriði í senn, og hjer þarf fyrst af öllu að benda á það hagnýta, sem í askana verður látið. Fræðilegar leið- beiningar koma að bestu gagni í bókarformi, og sjálfsagt að láta hvorttveggja fylgjast að. En á sýningunum þarf fyrst og fremst að sýna fólki hlutina sjálfa, lofa því að þreifa á þeim og bragða á þeim. Flestir eða allir hafa heyrt þess getið, að heilhveiti er hollara en hvítt hveiti, að nýtt grænmeti er þrungið fjörefnum og steinefn- um fram yfir ým'sar aðrar fæðu tegundir, að matvælin glata ýms um verðmætum efnum við suðu og geymslu. En þött fólk heyri þetta og viti það, þá eru margir tregir til að byr.ia á að haga sjer Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.