Morgunblaðið - 02.12.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.1945, Blaðsíða 10
10 MORGTJNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. des. 1945 8 Bí U G G I IM IM Efftir Thelma Strabel 15. dagur Hún sljettaði úr svarta sam- kvæmiskjólnum sínum, og lagði hann á rúmið. Hún hafði hlakk að mikið til þess að koma til San Francisco og hitta Alan, og nú fann hún til vonbrigða þeirra, sem ætíð fylgja í kjölfar mikill ar tilhlökkunnar. Alan var glað ur yfir, að hún skyldi vera kom in aftur. Hún var glöð yfir að vera aftur svona nálægt honum, heyra ákafa rödd hans — en samt.... Einhvernveginn höfðu þau ekkert komist áleiðis. Þegar Al- an hafði kvænst henni, var eins og hann hefði opnað fyrir henni útidyrnar og síðan látið hana bíða í anddyrinu, eins og sendi- svein, sem kemur með pakka. Ef til vill var það ógjörningur fyrir hann að hleypa nokkrum lengra en inn í anddyrið, eins og nú stóðu sakir. Ef til vill höfðu þeir, sem hann unni mest og treysti best, brugðist hon- um of hatrammlega. Og þess- vegna hjelt hann áfram að tala, um alt og ekki neitt, á mcðan einhver hluti af verund hans hnipraði sig saman, eins og lítið, óttaslegið barn, að baki lokaðra dyra. Ef til vill var því þannig farið. Hún varð að gera sjer cnn meira far um að reyna að skilja hann. „Þú hlustar als ekki á mig“, kvartaði Alan. „Jú, jú. Þú varst að segja, að verksmiðjan væri nú sextán daga á undan áætlun. Það er glæsilegur árangur, elskan mín“. Alan reis á fætur. „Ef þú ert búin að ganga frá þessu, skulum við koma niður og fá okkur að borða“. Þau fóru með lyftunni nið- ur í anddyrið. Þaðan gengu þau upp þrjú þrep og komu inn í stóran og afar skrautlegan sal. Fála fjekk ofbirtu í augun fyrst í stað, af öllu ljósinu. Yfirþjónninn brosti sínu blíð- asta brosi, þegar hann kom auga á Alan, og kom hlaupandi til þeirra. Hann vísaði þeim sjálf- ur til sætis og spurði, hvað þeim þóknaðist að fá að borða. Pála var dálítið rugluð yfir allri dýrð inni. Þarna var margt um mann inn. Konurnar voru skrautbún- ar, karlmennirnir flestir í ein- kennisbúningum. Henni sýndist allir vera glaðir og kátir. „Hefirðu tekið eftir loftinu“, sagði Alan. Hún hallaði höfðinu aftur á bak, og horfði upp í loftið. Það var úr ljósum viði, útskorið af frægum listamanni. Það ljet nærri, að hana sundlaði af að horfa á það. „Það er svei mjer skrautlegt, þykir mjer“, sagði hún, og leit niður aftur. „Það er... . “ Alan hlustaði ekki á hana. — Hann var að horfa á konu, sem stóð þar rjett hjá, ásamt tveim ur sjóliðsforingjum. Hún var mjög glæsileg með rauðbrúnt hár, mikið í sjer og þykkt. Hún var klædd í dýrindis loðkápu með litla loðhúfu, skreytta tveimur rauðum rósum, á höfð inu. Það er einmitt svona, sem Al- an vill að jeg líti út, hugsaði Pála með sjer. Jeg myndi bara aldrei koma mjer að því að ganga með rauðar rósir á höfð inu. Nú leit stúlkan á Alan, stór- um, brúnum augum, og gekk því næst að borðinu til þeirra. „Sæl vert þú, Sylvia“. Alan reis á fætur og rjetti stúlkunni höndina. „Sæll, Alan“. Hún hafði mjög viðfeldið bros. „Þetta er Pála, konan mín“, sagði Alan. „Pála — þetta er Sylvia Burton, gömul vinkona mín“. „Komið þjer sælar“, sagði stúlkan. „Það gleður mig að kynnast yður. Finnst yður ekki vera altof margt fólk hjerna?“ Jú, Pálu fannst það. „Hvernig líkaði yður lífið í Mexikó. Jeg frjetti, að von væri á ykkur þangað“. Hún sneri sjer að Alan. „Við mamma höfðum Henderson-húsið á leigu nokkrar vikur“. „Rjett á undan okkur?“ „Jeg er ekki .... Það er naumast!“ Það var einhver, sem ýtti á hana, svo að henni lá við falli. Hún gretti sig og sagði: „Það er víst best að koma sjer áfram, svo að maður verði ekki troðinn undir hjer. Verið þið blessuð“. „Hvcr var þetta?“ spurði Pála, þegar stúlkan var farin. „Jeg kynntist henni hjá fólki, sem jcg þekkti í Parlo Alto“, svaraði Alan, annars hugar. — Hann horfði á eftir stúlkunni. Pála var alt í einu gripin snögg um ótta — eins og hún hefði verið skilin eftir ein á ókunn- um stað. Hún rjetti ósjálfrátt fram höndina og greip í hand- legg manns síns. Hann leit á hana. „Það eru nokkur ár síðan jeg hefi sjeð Sylviu“, sagði hann. „Hún er ekki nærri því eins lagleg og hún var — hörundsliturinn ekki eins ferskur og vöxturinn ekki eins spengilegur." Það ljet nærri, að rödd hans væri sigri hrósandi. „Mjer fanst hún samt sem áð- ur falleg“, sagði Pála. „Nú, þegar þú hefir lært að klæða þig eftir öllum kúnstar- innar reglum, ert þú miklu fal- legri og sjerkennilegri en hún“. Hann virtist óeðlilega æstur. — „Já, svei mjer, ef þú ert ekki miklu fallegri! Hún hefir þess konar útlit, sem konur fá, þegar þær hafa skemmt sjer full mik- ið og notið lífsins helst til ríku- lega. Menn myndu taka fyrr eft ir þjer en henni“. „Þakka þjer fyrir“, sagði Pála, og brosti örlítið. Einhvern tíma hefði hún orðið upp með sjer af slíkum gullhömrum frá Alan. Nú fanst henni þetta láta í eyrum eins og hrós frímerkja safnara, sem væri að hæla fá- gætu eintaki, sem hann hefði eignast. Hún sneri höfðinu örlítið og reyndi að koma auga á stúlk- una. „Sæll, Alan. Komið þjer sæl- ar, frú Garoway“. Það var Warmsley, forstjór- inn fyrir verksmiðjunni í San Francisco, sem Pála hafði ekki sjéð, síðan hann tók á móti þéim á brúðkaupsdaginn þeirra. — Henni sýndist hann ennþá meg urri og uppþornaðri, eins og hann hefði verið látinn inn í bók og gleymst þar. „Komdu blessaður“, sagði Al- an. „Fáðu þjer sæti“. Warmsley settist og baðst af- sökunar á því, að hann skyldi gera þeim ónæði.. En hann kvaðst hafa komið með nokkur brjef, sem væri mjög áríðandi, að Alan undirskrifaði þegar í stað, til þeSs að hægt væri að senda þau áleiðis. Hann sagð- ist hafa reynt að ná í hann í síma, en árangurslaust. . „Þetta hljóta að vera mikil- væg brjef“, sagði Alan stuttara lega. Hann var bersýnilega lítið hrifinn af þessari truflun. „Já — það er varðandi Fen- way-málið“. Warmsley talaði í auðmjúk- um undirgefnistón, en hún hafði á tilfinningunni, að það væri uppgerðar auðmýkt. Hún hafði einnig á tilfinningunni, að hann gæfi nánar gætur að henni, virti fyrir sjer hinn glæsilega og djarflega búning hennar. •— Henni leið illa í návist hans. „Jæja“, sagði Alan. „Jeg get ekki skrifað undir þetta hjerna. Þú getur skilið brjefin eftir, og jeg skal svo líta á þau, þegar jeg má vera að“. „Ef þjer væri sama, þætti mjer vænt *um, að þú kæmir með mjer fram fyrir. Þú ert enga'stund að athuga þetta“. „Þá það“, sagði Alan. — En hann hreyfði sig ekki. Það varð löng þögn. Svipur Alans var í senn ólundarlegur og óþolin- móður. Af hverju hafðí hann Warms ley í þjónustu sinni, ef honum geðjaðist illa að honum? — Það gat verið vegna þess, hve mikil ekla var á mannafla. Ef til vill gat verksmiðjan líka illa verið án hans. Hann var skarplegur og greindarlegur á svipinn, svo að þannig gata legið í því, Alt í einu heyrðist hvellur, glaðvær hlátur frá fólkinu, sem sat við næsta borð. Pála sá, að Alan leit í áttina til þess, og hún sá ekki betur, en í augnaráð hans væri sambland af öfund og sárri eymd. Það var samskon ar augnaráð og þeir menn fá, sem hafðir eru útundan. Svo sagði hann snöggt: — „Jæja. Við skulum þá koma. — Það er best að ljúka þessu af“. Hann reis á fætur. „Er þjer ekki sama, þó að við skiljum þig eft- ir eina á meðan?“ Sjálfstæðiskvennafjelagið Hvöt: Skewn tiíun d ur í Tjarnarcafé annað kvöld, — mánudag — kl. 8,30. ■ ' s' Konur fjölmenni og taki með sjer gesti. STJÓRNIN. Ungling vantar til að bera blaðið til kaupenda við Vesturgötu Ránargötu Baronsstíg Túngötu Skólavörðustíg Baldursgötu Víðimel Bræðrab.stíg Talið strax við afgreiðsluna. Sími 1600. or9 itn llakik Kvennfjelag Fríkirkjusafnaðarins býður bæjarbúum. \ Hallveigarstaðakaffi í dag, í Listamannaskálanum, frá kl. 2—6 e. h. ■— Að gömlum og góðum sið, er borðið hlaðið allskonar góð- gæti, svo sem: pönnukökum með jarðarberjasultu og rjóma, flatkökum, hveraseyddu brauði og ísl. smjöri og óteljandi kökutegundum. Um kvöldið, kl. 9,30 hefst ■m Dansskem tun í Listamannaskálanum. — Gömlu og nýju dansarnir. Veitingar. Fjáröflunamefnd Hallveigarstaða. Skrifstofustúlka óskast til fyrirtækis hjer í bænum. Þarf að vera vön vjelritun. Enskukunnátta nauðsynleg, ennfremur nokk ur þekking í bókfærslu. Umsóknir merktar: „Skrif- stofustúlka 5/12“, sendist blaðinu fyrir 5. des. n. k. Sníðakensla 1 = Næsta námskeið í að taka mál og sníða kjóla hefst 12. des. Tek á móti umsóknum alla mánudaga, mið- vikudaga og íimtudaga kl. 5—8 e. h. MARGRJET GUÐJÓNSDÓTTIR, Sólvallagötu 56.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.