Morgunblaðið - 02.12.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.12.1945, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. des. 1945 — Ræða Gunnars Thoroddsen Athugasemd frá Sfgurjóui Pjefurs- i syni HERRA INGVAR Frímanns- son/'Skógum, hefir í Mbl. 25. ■ þ. m. fundið ástæðu til þess að $ aðvara bændur við auglýsingu ] minni í Mbl. 17. þ. m. um méð- ; alið ,,Ála“. ; Jeg skora hjer með á herra Ingvar Frímannsson, Skógum, ; að sanna það, að jeg og allir •? þeir bændur, sem hafa gert til- ; raunir með meðalið ,,Ála“ og gefið því jákvætt svar, sjeu þjóðhættulegir menn. Út af þe'ssum ummælum Ing vars Frímannssonar skora jeg , hjer með á hann að vera með i í því að gera tilraunir til þess að lækna sauðkindur með með- alinu ,,Ála“ — á opinberum | vettvangi og með vitnum, og I fara eftir þeim reglum, sem j öllum eru settar, sem hafa feng ið „Ála“ til reynslu. Með þess- um tilraunum verður úr því skorið, hvor okkar er þjóð- hættulegur maður. Ingvar Frímannsson verður að muna það, að meðalið Áli var auglýst á s. 1. ári til reynslu og skiftir það engu máli, hvað mennirnir heita eða hve marg- ar kindur hafa læknast, aðal- atriðið er, læknast kindurnar • eða læknast þær ekki. Ef kindin er tekin um leið og mæðiveikin sjest á henni, þá læknast hún og verður jafn góð — og ef það væri gert alls- staðar sem veikin er, þá myndi mæðiveikin fljótt hverfa úr ■ landinu. En það virðist vera ósk Ing- vars Frímannssonar, Skógum, og máske margra annara, að veikin fái að vera í friði, og þá get jeg skilið grein hans í Mbl. 25. þ. m. arskrá þess er nú gengin í gildi. Tilgangur þess er fyrst og fremst að tryggja og varðveita heimsfrið og öryggi. Sjerstakt öryggisráð er sett á stofn. Það hefir víðtækt vald og ýms ráð í ,hendi sjer, til þess að setja nið- ur deilur og afstýra ófriði. — Ýmsar kvaðir er heimilt að leggja á meðlimina. í 43. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Allir meðlimir hinna sameinuðu þjóða gangast undir, — í því skyni að stuðla að varðveislu alþjóðafriðar og öryggis, — að láta öryggisráðinu í tje, ef það krefst, og samkvæmt sjerstök- um samningi eða samningum, herafla, hjálp og aðstoð, þar með falinn umferðarjettur, að því leyti, sem nauðsynlegt er til varðveislu alþjóðafriðar og öryggis“. Þeir samningar, sem þarna eru nefndir, skulu gerðir milli öryggisráðsins og hinna ein- stöku ríkja. Vjer íslendingar höfum sótt um upptöku í hinar sameinuðu þjóðir. Ef vjer fáum inngöngu, munum vjer að sjálfsögðu reyna að fullnægja þeim skuld bindingum, er því fylgja og leggja fram af smæð vorri skerf til þeirrar merku við- leitni. Nú hefir því verið haldið fram, að vjer Islendingar ættum aðeins um tvo kosti að velja, vegna legu landsins og flug- valla: Annaðhvort herstöðvar til handa Bandaríkjunum, eða herstöðvar á vegum þjóðbanda- lagsins; sje þá miklu aðgengi- legra að hafa hjer herlið vin- samlegs ríkis en hervörslu þjóðbandalags. í mínum augum er það ó- líkt meiri skerðing á sjálfsfor- ræði voru og fullveldi að þola herstöðvar tiltekins stórveldis í landi sínu, heldur en að takast á hendur, til jafns við allar aðr ar þjóðir, þær fjelagsskyldur, sem eru samfara þátttöku*í al- þjóðabandalagi. En aðalatriðið er þó hitt, að þessi staðhæfing um hina tvo kosti er úr lausu lofti gripin. Jeg fullyrði, að ekk ert liggur fyrir um það, að þjóðbandalagið muni gera kröfu til stöðva hjer á landi. — Eins og málin liggja fyrir, ber oss hiklaust að velja þriðja kost inn: Engar erlendar herstöðv- ar, óskoruð yfirráð íslendinga. Við Bandaríkin viljum vjer að sjálfsögðu eiga vinsamlega sam búð. Vjer kunnum þeim þakk- ir fyrir drengileg viðskipti á styrjaldarárunum. Þau hafa sýnt oss mikla velvild og er vafasamt, hvort nokkur þjóð önnur hefði komið fram af meiri lipurð, sanngirni og rausn sem herverndari í styrjöld en þau. Þeirra vinátta viljum vjer síst missa. Vjer erum engir ein- angrunarsinnar. Vjer höfum sýnt í verki vilja vorn til hlut- töku í alþjóðlegu samstarfi und anfarin ár á margvíslegan hátt. Á þeirri braut munum vjer halda áfram. En frelsi voru yilj. um vjer ekki farga. Landsrjetf indum viljum vjer ekki afsala. Framh. af bls. 2. son, „Vöggulag“ eftir Kára Sig urðsson og „Þú komst“, eftir Vilhjálm frá Skáholti. Ætlar að halda sýningu. — Framtíðarfyrirætlanir? — Það er í nokkurri óvissu ennþá. Jeg var að hugsa um að halda sýningu á leiktjöldum og leikbúningum, sem jeg hefi gert, en jeg hefi ekki fengið neitt húspláss, ekki gott að segja hvað úr því verður. Brjef: Framh. af bls. 6. eftir því, halda að heilhveiti/ og hrátt grænmeti sje eitthvert ó- méti, erfitt að matbúa það og bragðvont. Þess vegna eiga sýn- ingarnar að sýna fólki allskon- ar rjetti,, brauð og grauta, sósur og jafninga, hrásalöt og soðna eða bakaða grænmetisrjetti, búið til eftir heilbrigðinnar regl um, gefa gestunum að bragða á þessu góðgæti, svo að þeir geti sannfærst um, að ekki sje ver- ið að prjedika fyrir fólki að lifa á „grasi“ eða óætum hænsna- mat. Sýningin var einmitt spor í þessa átt. En eftirleiðis þurfa svona sýningar að vera fyrr að sumrinu, því að „gleymt er þá gleypt er“, og hætt er við, að endurminningarnar um hina nýstárlegu og ljúffengu græn- metisrjetti lifi ekki af hinn langa og fjörefnasnauða vetur. \ Björn L. Jónsson. Sigurjón Pjetursson. Cj. /C. CJoSslt’ríp vjelovoi'sfnn íi.j. Nýkomið Bakelite plötur — Ebonite plötur og stengur — Kola- skóflur — Malarskóflur — Amerísk klóplön 15” á rennibekki — „ELGIN” rafsuðutæki. Ilöfum ennfremur til nokkra enska eldtrausta peninga- skápa. * 1 ^ I. G. | Versl. Áhöld j Lækjargötu 6. ■ ■ ■ Kappkostar að hafa fyrirliggjandi og : útvega iðnaðarmönnum allskonar örygg- ■ | isútbúnað og fylgjast með nýungum á því ■ sviði, ásamt því að hafa það besta og nýj- ; asta er fram kemur í sjúkravörum fyrir : almenning. ■ I Öryggisáhöld • Hlífðargrímur við sprautumálningu, ■ grímur fyrir málmiðnaðarmenn, andlits- : hlífar fyrir smiði, bifvjelavirkja o. fl. : Rafsuðuhjálmar, einangrunarhanskar, ör- • yggisútbúnaður á stiga, hnjáhlífar fyrir ■ dúklagningamenn og aðra, ásamt mörgu : fleiru. ■ m j Eigum von á allskonar hlífðargleraugum, öryggisböndum fyrir þá er vinna á hús- ; • þökum, logsuðuvetlingum og fleiru. : ■ I Nýjungar í sjúkra- | ■ ■ I áhöldum I ■ ■ ■ ■ ■ m : ■ Ryk- og vatnsþjettir sjúkrakassar fyrir bíla, stórir sjúkrakassar með skúffum : ■ fyrir vinnustaði, sjúkraveski fyrir ferðafólk, sjálfhitandi hitapokar, samanþjapp- : ■ aðar vírspelkur, þríhyrnur (fatlar) þjappaðar í öskjur, hólfaðir sjúkrakassar fyrir ■ • heimili og slagæðapressur. Ennfremur: Tcnso-plástur í ýmsum stærðum, svöðusára- • : bindi. krómuð skæri, pinsettur, sjúkradúkur, og oddmjóar flísatengur úr krómuðu : ■ stáli fyrir aðeins 5 kr. stykkið. ■ m ............................................................................ Hlífðargrímur fyrir málara og málmiðnaðarmenn. X-9 Eflir Roberf Sform IMAðlNE LITTIE OLD FRANKIE, DRIVINð A TRDCK" AND NWITH A QAT IN MS BACK POCKET..I FEEL- LIKE A CAAfCACTEK IN A ðAN65TE!? FILM! v DREAMER" EAlD Ibie. WA5> A VQOVERNMEN.T " J03... iT WluL gS, WHEN TÁE ðOVsRNMENT L-i.. MEARD A50UT IT...OH,WELL~ w 6000- CTATION'4- * CL05ED1 l /.ÍEAUWHILE, LOC/.L FRÍI6UT N0.4? QHAKE5 O'JT ON ITO ;<UM , OBLiVlOOí' OF EVENT5 T£J TKAM5PIR6..: C°pr 194?, King Fcaturc-s Syndicate, Inc., i nugsa sjer hann Franka litla, akandi vörubíl, og með byssu í bakvasanum. Mjer finnst jeg vera eins og leikari í glæpakvikmynd. Glámur sagði að þetta væri gert fyrir stjórnina. •—• Það verður það sjálfsagt líka, þegar stjórnin frjettir um það. Jæja, nú er of seint að snúa við. — Gott, stöðin ér lókuð. — Lest nr. 45 ér á léiðinni og vita stjórnendur hennar ekki hið minsta hvað í vænd- um er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.