Morgunblaðið - 02.12.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1945, Blaðsíða 2
s MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. des. 1945 Islendingur fær 1. verolaun við Lundúnaháskóla fyrir leiktjaldateikningar Sigfús Halldórsson kominn heim UNGUR REYKVÍKINGUR, sem er leiktjaldamálari, söngv- ari, tónskáld og fleira hefir hlotið 1. verðlaun fyrir leik- tjaldateikningu við listadeild Lundúnaháskóla. Listamaður- inn er Sigfús Halldórsson (Sig- urðssonar úrsmiðs), sem dvalið hefir 13 mánuði í Bretlandi, til þess að nema leiktjaldamálara- list og teikningu búninga. Er Sigfúsi er fleira til lista lagt. Þessa dagana er að koma út eftir hann fjögur sönglög við íslensk ljóð, sem hann hefir samið. Auk þess er Sigfús Reyk víkngum að góðu kunnur fyrir leik sinn og söng. í Englandi söng hann forspjall að leik nokkrum við góðan orðstír, eins og nýlega var getið í frjettum í Morgunblaðinu. Góður vitnisburður. Sigfús er nýlega kominn heim og ætlar hann að dvelja hjer eitthvað, en hyggur síðar á utanför til að nema enn meir en hann hefir haft tök á til þessa. Nýlega fjekk hann senda viðurkenningu og prófskirteini frá Lundúnaháskóla, þar sem hann var við nám um tíma. Á skírteini hans segir, að hann hafi hlotið fyrstu verðlaun fyr- ir leiktjaldateikningar. í með- mælabrjefi frá kennara hans er komist svo að orði, að Sigfús hafi lokið námi með ágætum vitnisburði á einu ári, en venju lega sje slíkt nám talið þriggja ára nám. Segir í brjefinu, að hann sje nú fær um að taka að sjer uppfærslu á hvaða leik- riti sem vera skuli, ballet eða óperu. Fer kennarinn miklum viðurkenningarorðum um Sig- fús og telur að hann eigi eftir að verða landi sínu til hins mesta sóma á þessu sviði. Afrit af brjefi þessu mun kennarinn hafa sent til sendisveitar ís- lands í London. Var hjá frægum kennara. í gær átti jeg stutt viðtal við Sigfús og bað hann að segja mjer frá Englandsförinni. —- Jeg var lengst af í Ox- ford, London og Northamton. í London fjekk jeg tækifæri til að vinna við Sadlers Welles óperuleikhúsið og balletleik- húsið, sem talið er ganga næst Covent Garden. Þar var upp- færð ný ópera, „Peter Grams“, eftir 29 ára rithöfund, Benja- mán Britten að nafni. Opera þessi fjekk ákaflega góða dóma og var mikið sótt. Hún „sló í gegn“, eins og við segjum stundum. Kennari minn var Rússinn Vladimir Pollunin. Hann þyk- ir afbragðs leiktjaldamálari og vann hann lengi með Diaglieff, hins rússneska, sem heims- ft^egð hlaut fyrir rússneska ballet sinn. Hann vann einnig 3 iár í Covent Garden með Sir Thomas Beacham, hljómsveit- arstjóranum. Pollunin gerði ör- yggistjaldið í Shakespeare- Sigfús Halldórsson. leikhúsinu í Strattford on Av- on. Það munu ekki vera neinar ýkjur, að Pollunin og Austur- ríkismaðurinn Ernst Stern, sjeu álitnir bestu leiktjaldamálarar í heimi, þeirra, sem nú eru uppi. Tveir „Fúsar“. Það kom frjett um að þjer hefðuð leikið, eða sungið for- spjalla í bresku leikhúsi í haust? — Já, segir Sigfús. Það var eiginlega einkennileg tilviljun, sem því rjeði. Jeg var dag nokk urn að vinna við leiktjöld í leik húsinu. Jeg var í sjerstaklega góðu skapi. Hefi sennilega ver- ið nýbúinn að fá brjef að heim- an, nema jeg var eitthvað að raula við vinnuna. Leiktjalda- málari leikhússins var þarna nærri. Hann tekur mig með sjer niður á leiksviðið og heimt ar að jeg verði reyndur í for- spjallið á næsta leikriti, sem átti að koma upp eftir eitthvað mánuð. Þanpig var það, að jeg fekk þetta hlutverk. Annars vorú tveir ,,Fúsar“ við þetta leikhús þarna í North amton. Annar var köttur, sem nýlega var kominn í leikhúsið, og hitt var jeg. Söng í Norðurlandaútvarp. Þjer komuð eitthvað fram í úvarpi líka? — Já, rjet er það. Jeg söng í breska útvarpið nokkrum sinnum, bæði lög eftir ýmsa íslenska höfunda og mín eigin lög. Söngnum var útvarpað til Danmerkur, Finnlands og Sví- þjóðar. Einu sinni var finnska dagskárin eingöngu tileinkuð íslandi. Fyrst voru leikin ísl. þjóðlög, þá var talað um Is- land alment, en jeg söng síðan í 15 mínútur. Þessi söngur var tekinn á hljómplötur og hefi jeg heyrt útvarnað af þeim nokkrum sinnum síðan. Sönglögin. — Hvaða sönglög eru það, sem eru að koma út eftir yður? — Það eru fjögur sönglög við kvæði Sigurðar frá Arnar- holti, „í dag er jeg ríkur . .“, „Til Unu“, eftir Davíð Stefáns- Framh. á bls. 8. Gunnar Thoroddsen alþm.: OG HERSTÖÐVAR Ræða lluti a! svölum M- þingishússins t. desember FULLVELDIÐ Góðir íslendingar! ÞEGAR vjer stofnuðum lýð- veldi fyrir hálfu öðru ári, þótt- umst vjer hafa himin höndum tekið. Eftir sjö alda erlend yf- irráð fengum vjer æðstu stjórn íslenskra mála heim í hendur íslenskra manna. Að vísu skyggði nokkuð á fögnuð vorn, að enn var hjer erlent herlið í landi. En vjer litum með fullu trausti til þess ákvæðis í her- verndarsamningnum frá l941, að Bandaríkin skuldbundu sig til að hverfa burt af íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undir eins og þáverandi ófriði væri lokið. Vjer horfðum því vonglaðir til þeirrar stundar, sem ekki væri langt undan, og vjer rjeð- um einir landi voru og mál- efnum þess. En nú hefir dregið bliku á loft. Erlendar útvarpsstöðvar, íslensk blöð og útlend hafa flutt þær fregnir, að Bandaríki Norð- ur-Ameríku hafi beint þeim til- mælum til íslendinga, að þeir hefji viðræður um, að ísland selji Bandaríkjunum þrjár her- stöðvar, í Hvalfirði, Keflavík og Reykjavík, á leigu til langs tíma. Má þetta heita á almanna- vitorði, þótt ríkisstjórn Islands hafi ekki enn talið sjer heimilt að birta skjöl málsins. — Slíkt stórmál, svo örlagaþrung- ið fyrir íslenska þjóð, fullveldi hennar, þjóðerni og framtíð alla, verður eigi látið liggja í þagnargildi. Og hvaða dagur skyldi fremur fallinn til þess að hugsa það mál og ræða, en sá dagur, er fullveldi vort var viðurkent, fullveldisdagurinn 1. des. ★ Það hefir jafnan verið helg- asta hugsjón vor íslendinga að ráða landi voru einir, að stjórna sjálfir og óháðir málum vor- um. Ekki fyrir tildurs sakir og hjegómaskapar, ekki til þess að miklast af því í augum ann- ara, að vjer værum menn með mönnum, fullvalda eins og aðr- ir. Sjálfstjórnarhugsjón vor er eðlisnauðsyn. Uppruni vor og eðli, þjóðerni og menning, krefjast óskoraðs sjálfsforræð- is. Reynsla vor og sagabenda oss afdráttarlaust í sömu átt. Hver fjötur um fót þjóð vorri hefir dregið úr viðgangi hennar og velmegun, hvert frelsisspor fært hana til meiri þroska og betri kjara. En hverju máli skiftir þetta um tilmælin um herstöðvar? Getum vjer ekki haldið óskertu frelsi voru og fullveldi, þjóð- erni og menningu, þótt slík ítök sjeu veitt? Mjer virðist, að ekki þurfi lengi að velta vöngum yfir því, að herstöðvar erlends ríkis í landi annarar þjóðar höggva stórt skarð í umráðarjett henn- ar yfir landi sínu. Vil jeg leyfa mjer að vitna því til stuðnings fyrst í herverndarsamninginn frá 1941. Þar segir, að „strax og núverandi hættuástandi í milliríkjaviðskiftum er lokið, skuli allur slíkur herafli og sjóher látinn hverfa á brott þaðan, svo að íslenska þjóðin og ríkisstjórn hennar ráði al- gerlega yfir sínu eigin landi“. Með þessum orðum er ótvírætt lýst yfir þeim skilningi, að til fulls geti þjóðin ekki ráðið yfir landi sínu, meðan erlendur her er í landinu. ★ Þótt það veldi, er verndina tekst á hendur, sje vinveitt oss og heiti því að forðast íhlutun um stjórn landsins, liggja í leyni margvíslegar hættur fyrir sjálfsforræði, þjóðerni, tungu, siðferðisþrek, hugsunarhátt, álit þjóðarinnar út á við. Her- svæðin og þeir útlendu her- flokkar, er hefðu gælsu stöðvanna á hendi, yrðu auð- vitað utan við landslög og rjett vor íslendinga. — íslensk yf- irvöld gætu þar engum lögum fram komið, íslenskir dómstól- ar ekki dæmt mál þessara manna, íslenskir borgarar, er teldu á hlut sinn gengið, ekki náð rjetti sínum nema eftir milliríkja leiðum. íslend- ingar gætu ekki farið frjálsir ferða sinna á þessum slóðum, þeir þyrftu leyfi útlendinga til umferðar um sitt eigið land. — Þegar hagsmunir verndarans og vilji íslands rækust á, eru allar líkur til að herveld- ið rjeði, en vilji íslands yrði að víkja. Þjóðerni vort yrði í hættu, tungan fyrir erlendum áhrifum frekar en hollt mætti teljast. Siðferðið í valtara lagi, eins og jafnan, þar sem erlend- ir stríðsmenn eiga stundardvöl. Ófyrirsjáanleg eru þau áhrif, sem sjálfsvitund, sjálfstæðis-. kend þjóðarinnar yrði fyrir. — Vitund þjóðar um, að hún ráði sjálf og ein landi sínu og mál- um öllum, blæs henni í brjóst sjálfsvirðingu, áræði, fram- farahug, örvar hana til stórra átaka. —• Meðvit- und þjóðar um, að hún ráði eigi sjálf allri ættjörð sinni, sje háð, að einhverju leyti valdboði ann arra, verkar sem deyfilyf á þess ar fornu og nýju dyggðir. Ahrif in út á við yrðu ekki eftirsókn- arverð. Erlend ríki munu tæp- lega telja það land fullvalda nema að nafni til, sem lyti á frið artímum herstjórn annars ríkis, með erlenda herstöð í sjálfri höf uðborg sinni. Utanríkisstefna vor hlyti að verða háð vilja verndarans. Mörg ríki, smá og stór, verða að vísu að sætta sig við alt þetta um skamma stund í styrjöld. En hitt er frágangs- sök að semja sig undir slíkar varanlegar búsifjar á friðartím um. ★ Ef til orða ætti að koma, að Islendingar semdu um herstöðv ar hjer til handa stórveldi, þyrfti að benda á einhverja knýjandi, ómótstæðilega nauð- syn. Manni verður nú spurn: Hver er sú hin knýjandi nauð- syn? Þegar litið er á hagsmuni Is- lands, kunna einhverjir að halda því fram, að vjer mun- um geta haft hag af slíkum ívilnunum, fjárhagslegan og viðskiptalegan, og hinsvegar gæti neitun valdið oss tjóni og örðugleikum á því sviði. — Við því vil jeg segja: Vjer Islend- ingar höfum aldrei metið sjálf stæði vort til peningaverðs. Þótt oss væru boðin öll ríki veraldar innar og þeirra dýrð, megum vjer aldrei láta fallast í þá freistni, að afsala landsrjettind um fyrir silfurpening. Aðrir munu segja: Ef vjer neitum, verða stöðvarnar tekn- ar með valdi gegn vilja vorum, vegna þess, hve stórveldið telur sjer þær nauðsynlegar, ' og þá stöndum vjer sýnu verr að vígi, en ef samningar væru upp teknir. — Slíkar getsak- ir eru móðgun í garð þeirrar þjóðar, sem 14. ágúst 1941 lýsti því yfir í Atlantshafsyfirlýsing unni, að allar þjóðir veraldar yrðu að afneita allri beitingu ofbeldis. Þriðja röksemdin virðist mjer veigamest, og er hún þessi: —• Hjer á landi hafa verið byggð- ir tveir geysrstórir flugvellir, sem eru miðaðir við hernaðar- þarfir, en ekki flugsamgöngur á friðartímum. Sjeu þessir vell ir látnir varnarlausir, liggja þeir opnir og freistandi fyrir hvert ágengt ríki, er hyggði á styrjöld. Þannig væri ísland í stórum meiri hættu fyrir því að verða yfirgangssömu árás- arríki að bráð, heldur en ef hjer væru traustar varnir vinveitts ríkis. Þessi skoðun lýsir miklu vantrausti á hinu nýja þjóðabandalagi sigurvegaranna, viðleitni þess og möguleikum, til þess að halda friði í þessum heimi. Ef til vill er mönnum vorkunn að slíkri tortryggni, eft ir atvikum. En heldur kuldaleg ar væru hinar fyrstu kveðjur vorar í garð bandalagsins, ef vjer, jafnhliða umsókn um inn- göngu í það, lýstum yfir á þenna hátt, að vjer hefðum enga trú á starfsemi þess. Flugvellirnir í Rvík og Kefla- vík eru vafalaust óþarflega stórir fyrir friðarflug. Ef til vill auka þeir þannig á árásarhættu bjóða beinlínis stríðsaðilum upp á víðáttumikla og hentuga lendingu fyrir herflugvjelar. —• En, ef stærð þessara flugvalla, sem ekki eru byggðir eftir ósk íslendinga, skapar oss aukna ófriðarhættu, — ef stærð þeirra á að kosta oss afsal lands rjettinda, þá hika jeg ekki við að ■ segja: krefjumst þess, að þessir stríðsvellir verði mink- aðir, svo að þeir verði við hæfi’ friðarins og bægjum þannig frá oss hinni auknu árásarhættu og kröfum um hernaðarítök ★ En er veiting herstöðva þá framlag í þágu heimsfriðarins, sem vjer verðum að leggja fram? Á síðastliðnu vori var efnt til ráðstefnu í San Francisco í því skyni, að stofna nýtt þjóð- bandalag. Hlaut það nafnið „hin ar sameinuðu þjóðir“. — Stjórn -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.