Morgunblaðið - 09.01.1946, Blaðsíða 1
16 síður
33. árgang’ur.
6. tbl. — Miðvikudagur 9. janúar 1945
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Þing sameinuðu þjóðanna hefst á morgun
Samsfarfsnienn
Morgans slanda
með honum
London í gærkvöldi.
SAMSTARFSMENN Morgans
hershöfðingja, sem yfirstjórn
UNNRRA ætlar að reka úr
stöðu sinni, vegna fregnar hans
um Gyðinga á dögunum, hafa
sent yfirstjórninni skjal, þar
sem þeir skora á hana að láta
Morgan ekki fara, þar sem
starfskraftar hans sjeu ómetan
legir fyrir framgang stofnunar-
innar í Mið-Evrópu. Segjast
þeir ekki geta haldið verki sínu
áfram, ef hann verði látinn
fara.
Þá hefir yfirmaður hernáms-
liðs Frakka í Þýskalandi tekið
í sama streng í viðtali við blaða
menn, og kveður hann Morgan
hafa unnið ómetanlegt starf, og
viti hann ekkert, hvernig fari
um starfsemi UNRRA, ef hún
verði svift hinum ágætu hæfi-
leikum Morgans hershöfðingja.
— Reutgr.
ArgenKnumenn
senda kjöt lit
Evrépu
London í gærkvöldl.
SENDIHERRA Argentínu í
London flutti bresku stjórninni
í dag þann boðskap frá stjórn
sinni, að Argentínumenn
myndu á þessu ári spara við
sjálfa sig kjöt, til þess að geta
flutt sem mest af þessari fæðu
til Bretlands og Evrópu. Sagði
hann stjórnina vera ákveðna í
því að senda til Evrópu meira
kjöt en nokkru sinni hefði ver-
ið flutt þangáð frá Argentínu,
vegna neyðarástands þess, sem
ifú ríkir í álfunni, og vildu
Argentínumenn gera alt, sem í
þeirra valdi stendur til þess að
ráða bót þar á. — Reuter.
London í gærkvöldi.
BRESKI kafbáturinn Safari
sökk í nótt sem leið, er verið
var að draga hann til viðgerð-
arstöðvar einnar á suðurströnd
Bretlands. Vissu menn á drátt-
arskipinu ekki fyrri til, en bát-
urinn lagðist á hliðina og sökk.
Enginn maður var á honum. —
Þessi bátur hafði herjað á Mið-
jarðarhafi meðan á stríðinu
stóð. Ekki mun verða hægt að
ná honum upp, þar sem hann
sökk á mjög miklu dýþi.
— Reuter.
Pólverja
NÝLEGA heimsótti utanrík-
isráðherra nýju pólsku stjórn-
arinnar Bandaríkin. Hann heit-
ir Rzymowski og sjest hjer á
myndinni að ofan. Hann var
lengi í haldi hjá Þjóðverjum
á styrjaldarárunum, en slapp
og gekk í pólslta herinn.
1400 Gyðingar
slrjúka frá Berlín
London í gærkvöldi.
NÝLEGA ^truku 1400 Gyð-
ingar frá Berlín, og er talið, að
þeir hafi annaðhvort komist
vestur á hernámssvæði Breta
eða Bandaríkjamanna. Ætluðu
Rússar að flytja þetta fólk í
bækistöðvar eða búðir nokkru
fyrir norðan Berlín, en er Gyð
ingarnir frjettu það, tóku þeir
saman föggur sínar og munu
síðan hafa farið úr borginni á
næturþeli, til þess að forðast
að vera settir í bækistöðvar.
•— Reuter.
Dentz láíinn
LONDON: Fyrir nokkru and-
aðist Dentz hershöfðingi í Fres
nes fangelsinu nærri París.
Hann stjórnaði herjum Vichy-
stjórnarinnar í Sýrlandi í styrj
öldinni og var dæmdur í æfi-
langt fangelsi fyrir það.
Attlee flytur ræðu við
setningu þingsins
London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter.
FYRSTA ÞING bandalags Sameinuðu þjóðanna hefst
næstkomandi fimtudag, 10. janúar. Við setningu þingsins
mun Attlee, forsætisráðherra Breta, flytja ræðu, sem
utvarpað verður um allan heim. Þann dag verður forseti
þingsins kjörinn. Fundir þingsins verða yfirleitt fyrir
opnum dyrum, og eru í þingsalnum áheyrendapallar, sem
iúma um það bil 300 manns.
Samið í Kaup
Rjetlarhcldin í
öríng ogRibbentrop
ærðir persónulegn
London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter.
ÞEIM GÖRING OG RIBBENTROP hefir tæplega verið mjög
rótt í dag, því að þá var hafinn lestur ákæra á hendur þeim
persónulega, en undanfarið hafa sakborningarnir verið ákærðir
sameiginlega. Ákærandi Bandaríkjanna flutti ákærurnar á hend-
ur Göring, en breskur ákærandi las yfir Ribbentrop.
Göring hættulegri en Hitler.
Ákærandin rakti feril Gör-
ings frá 1933 til styrjaldar-
loka. Sagði hann að Göring
væri einn versti glæpamaður
í nasistaklíkunn.i,, og hefði
hann jafnvel verið hættulegiú
en llitler sjálfur. Göring hefði
manna ósleitilegast unnið að
vinnuþrælkup útlendra manna
í Þýskalandi. Hann hefði átt
frumkvæðið að stofnun Gesta-
po, stutt Gyðingaofsóknirnar
af öllum mætti, skipul^gt pynt
ingafangabúðirnar og yfirleitt
unriið óteljandi níðingpverk
og illvirki. Auk þess væri hann
haldinn takmarkalausri sjálfs-
aðdáun og jafnframt móður-
sjúkur tir hófi fram.
Ákærurnar á hendur Ribb-
entrop voru margar og þungar.
Var hann sagður einn harðsvír
aðasti og undirförulasti svika-
hrappur, sem nokkru sinnt hefði
með utanríkismál farið. — Á-
kærandinn lagði fram blöð úr
dagbók Ciano greifa, þar sem
hann segir frá einum fundi
þeirra Ribbentrop: „Ribbentrop
leit á mig stálgráum augum og
sagði: „Við viljum styrjöld“.
Undirbnúingur
Ríkisstjórn Bretlands kom
saman á fund í dag í Downing-
sfreet nr. 10, og var þar geng-
ið endanlega frá þeim atriðum,
sem fulltrúar Breta munu ræða
á þinginu.
Fjöldi fulltrúa kominn
Mikill fjöldi fulltrúa á þing-
ið er kominn til London. Byr-
nes, utanrríkisráðherra Banda-
ríkjanna, kom til borgarinnar
síðdegis í dag. Fulltrúar Rússa
eru komnir, að Vishinsky ein-
um undanteknUm, en hann er
væntanlegur þá og þegar frá
Bukarest. Bidault. utanríkisráð
herra Frakklands, lagði af stað
frá París í morgun áleiðis til
London, og er búist við honum
þangað í kvöld.
De Gaulle kemur ekki strax
Áður hafði verið frá því skýrt
að de Gaulle myndi verða við-
staddur setningu þingsins. Þessi
fregn hefir verið opinberlega
borin til baka í París. Hinsveg-
ar er þess getið, að ^ de Gaulle
muni ef til vill koma til þings
eiga aO vera i p\ í j sígar> ef návistar hans og að-
fólgnar að eiga engin sam
skipti við
Kaupmannahöfn í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunbl.
EINS OG áður hefir verið frá
skýrt í Morgunblaðinu, hafa
verið á döfinni samningaumleit
anir um viðskiftamál milli
Dana og Rússa. Dönsk samn-
inganeínd átti að fara til
Moskva. Nú hefir verið tilkynt,
að af þessari för verði ekki,
vegna þess, að Rússar óski eft-
ir því, að viðræðurnar fari fram
í Kaupmannahöfn. — Páll.
gegn
Rehiaðgerðir
Gyðingum
Jerúsalem í gærkveldi:
TALIÐ ER, að Arababanda
iagið muni á morgun birta til-
mæli til þjóðarinnar um að
hefjast hánda um refsiaðgerð-
ir gagnvart Gyðingum. Að-
gerðirnar eiga að vera í þvíj
_ istoðar verði þörf. De Gaulle
þá, t. d. versla ekk'L,hefir tekið sjer hvíld frá störf-
við þá nje heldur kaupa vörur
sem framleiddar eru í verk-
smiðjum þeirra.
« — Reuter.
Borgarastyrjöldin í Kína
senn úr sögunni
Chungking í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
ÞEIR George Marshall, sendiherra Bandaríkjanna í Kína,
Chou En Lai hershöfðingi, fulltrúi kommúnista, og Chang Chun
hershöfðingi, fulltrúi Chungkingstjórnarinnar, hafa átt þrjá
fundi til þess að reyna að ná sáttum milli kommúnista og Chung
kingstjórnarinnar. — í dag, að afloknum þriðja fundinum, sem
stóð yfir í hálfa fjórðu klukkust.und, birtu þeir sameiginlega
tilkynningu.
Segir í tilkynningunni, að
samkomulag hafi náðst um öll
aðalágreiningsatriðin, en ein-
ungis sje eftir að útkljá nokk-
ur smáatriði. Þegar hefir ver-
ið ákveðið að vopnaviðskiftum
skuli hætt og járnbrautarsam-
göngum komið á að nýju. Nú,
þegar þessi tilkynning hefir
verið birt, má búast við að þess
ar ákvarðanir verði látnar koma
til framkvæmda alveg á næst-
unni.
Fjórði fundur þessara manna
verður haldinn á morgun (mið-
vikudag).
um og dvelst nú í Antibes, en
er væntanlegur til Parísar um
helgina.
Konungsveisla í St. James-höll
Verkamenn hafa unnið und-
anfarna viku við að hreinsa
glugga og setja sjerstaka hita-
veitu í St. James-höll í London,
en í'höllinni heldur Bretakon-
ungur fulltrúum hinna sam-
einuðu þjóða veislu mikla ann-
að kvöld (miðvikudag). Veisl-
una varð að halda í St. James-
höll vegnaxþess að aðalveislu-
salurinn í Buckinghamhöll er
enn í styrjaldarástandi.
George VI og Elísabet prins-
essa komu til London í dag frá
Sandringhamhöll
Þetta verður fyrsta stórkon-
ungsveislan í Bretlandi síðan
Albert Lebrun Frakklandsfor-
seti kom til Bretlands 1939 og
konungur hefir ákveðið að hafa
alt konunglegt við veisluna. —
Matsveinar hallarinnar fá frí-
kvöld. Sjerstakir matsveinar
hafa verið fengnir til að búa
Framhald á bla. 15J