Morgunblaðið - 09.01.1946, Qupperneq 4
4
MOKGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 9. jan. 1946
V. St.:
GREINARKORN UM UNGAN MANN
JÓNAS HARALZ hag-
fræðingur skrifar grein í
Þjóðviljann síðastliðinn
sunnudag, þar sem hann lýs
ir megnri andúð sinni á
Arthur Koestler, er skrifaði
hina fræðandi bók um á-
standið í Rússlandi, og les-
endum blaðsins er að«iokkru
kunn, af köflum þeim, sem
birtust í Lesbókinni.
Hinn ungi hagfræðingur
nefnir það . met í siðlausri
blaðamensku hjer á landi“,
að birta kafla úr frásögn
Koestlers. Það er ekki nema
gott, að pol. mag. Haralz
skuli gera miklar kröfur til
íslenskra blaðh og blaðai-
rnenskú. En það er óneit-
anlega dálítið spaugilegt, ef
hin tilfinninganæma komm-
únistasál hans heldur, að
nokkrum sæmilega geðstilt-
um og vitibornum manni
geti dottið í hug, að taka orð
hans alvarlega, þegar hann
heldur því 'fram, að það sje
,,met í siðleysi á íslandi“ að
geta bókar eftir víðkunnan
höfund, sem fengið hefir
mjög eindregið lof í merk-
ustu blöðum Bretlands og
Svíþjóðar.
Alveg sjerstaklega verður
þessi afstaða hins viðkvæma
unga manns kátbrosleg, þeg
ar þess er gætt að hann að-
hyllist með lífi og sál blaða-
mensku með þeirri þjóð,
sem fram í þrjá áratugi rek-
ur alla blaðamennsku sína
sem einhliða skefjalausan
áróður, þar sem aðeins ein
skoðun er lögleg, en þeir
sem víkja út af ,,línu“ vald-
hafanna í ræðu eða riti, sæta
þungum refsingum og mega
þakka ‘fyrir, ef þeir sleppa
lifandi.
Jeg þykist vita, að hinn
ungi hagfræðingur telji sig
umbóta- og framfaramann
og að hann í hjarta sínu vilji
þjóð sinni vel. En hann hef-
ir sýnilega ekki áttað sig
á því ennþá, að íslenska
þjóðin, sem hann hygst nú
að vinna fvrir, er frelsis-
unnandi lýðræðisþjóð, sem
hatar einræði og kúgun í
hvaða mynd sem er, og get-
ur því ekki aðhylst þann
flokk, sem tignar slíkt stjórn
arfar.
Hann veit ekki ennþá,
enda tæplega von, því marg
ir sem eru eldri en hann,
og hafa margfalt betra
tækifæri til þess að kynn-
ast íslensku þjóðinni, vita
það ekki heldur — að ís-
lendingum er það full al-
vara, að vinna að framfara-
málum sínum, á hinu fjár-
hagslega, verklega og and-
lega sviði, án þess að kasta
sjer í faðm einræðissinnaðra
eftiröpunarmanna, sem lent
hafa út í þeim pólitísku haf-
villum a@ halda, að til þess
að vinna að framförum og
mannúðarmálum þjóðarinn-
ar, þurfi þeir að sverjast í
fóstbræðralag við þá menn,
sem fótumtroða frelsi og
sýna mest miskunnarleysi,
af núverandi ráðamönnum
í heiminum.
Tiltölulega fáum orðum
þarf að eyða að því, sem
herra Jónas Haralz mun
telja að sje gagnrýni í grein
hans á bók Koestlers. Hann
tekur upp ein af þeim mót-
mælum, sem komið hafa
fram gegn því, að samkvæmt
núverandi löggjöf Rúss-
lands Sje hægt að dæma 12
ára gömul börn til dauða.
Koesler skýrir frá því í bók
sinni, að slík mótmæli sjeu
mörg fyrir hendi. En hann
gerir ekkert með þau. Því
hann veit betur.
Heilskygnir rrrenn sjá það
greinilega, að á meðan við-
komandi stjórnarvöld sýna
það ’í verki, að þau hafa
miklu að leyna af því, sem
gerist í landi þeirra, þá er
vfirklórið og afsakanirnar
ekki teknar alvarlega.
Skyldi Jónas Haralz ekki
hafa tekið út þann þroska,
að hann sjái það, eins og
aðrir menn, að hin full-
komna lokun Rússlands, sem
allir þekkja og Koestler lýs-
ir, er sönnun þess, að ráða-
menn landsins telja sjer hag
í því að sporna í lengstu lög
og af fremsta megni gegn
nákvæmum fregnum af því
sem gerist í landinu?
★
Ekki ferst Jónasi Haralz
hönduglegar, þegar hann
kváRrtar undan því, að Koest
ler fari rangt með, þegar
hann segir að þeir hæstlaun-
uðu í námurekstrinum fái
þrítugföld laun á við þá
lægst launuðu. Því mismun
urinn muni ekki vera nema
tuttugfaldur, þeir lægstlaun
uðu hafi 5 % í kaup af kaupi
þeirra sem best er borgað.
Og þetta kalli kommúnistar
jöfnuð. íslenskum verka-
mönnum myndi finnast
þessi mismunur nokkuð til-
finnanlegur — eða ósann-
gjarn, svo ekki sje tekið
dýpra í árinni. En Haralz
finst hann máske eðlilegur,
af því þetta á sjer stað með
„yfir“-þjóðinni. Og að það
skifti heldur ekki máli, þó
hver sá, sem liggur lengur
fram á rekuna en verkstjór-
anum vel líkar, sje tafar-
laust rekinn úr vinnunni, og
eigi það á hættu að vera svift
ur rjetti til matarskamts og
húsnæðis í landinu — hnept
ur í nauðungarvinnu eða
annað verra. Er Haralz svo
ókunnugur skapgerð íslend-
inga, að hann haldi, að slík
þrælkun og harðneskja eigi
heima hjer á landi?
Hinn ungi hagfræðingur
nefnir Arthur Koestler fals-
spámann. En þar fer hann
alveg rangt með. Koestler
er fyrst og fremst sannorður
óvæginn frjettamaður, sem
segir hispurslaust frá því,
sem hefir gerst eða er að
gerast.
Þá hefi 'jeg rakið alt sem
máli skiftir í sunnudags-
grein Jónasar Haralz. Þar
fer saman fákunnátta, tauga
æsingur, fjarstæður og
barnaskapur Og er það ekki
í fyrsta sinn, sem hann hef-
Jónas
Haralz
pol
mag
ir birt grein í Þjóðviljanum
með alveg sömu einkenn-
um.
★
Þá er eftir að minnast ögn
á yfirlætið. í upphafi grein-
ar sinnar víkur Jónas Har-
alz nokkrum orðum að mjer
persónulega, og segir m. a.
að hann hafi ekW „að ó-
reyndu viljað gera ráð fyrir
að maður í jafn ábyrgðar-
mikilli stöðu væri það djúpt
sokkinn í fen hinnar póli-
tísku spillingar að jeg væri
gjörsamlega búinn að glata
allri sóma og ábyrgðartil-
finningu“.
Býsna djúpt tekið í árinni.
En rökin sem hann færir
fyrir þessum orðum eru
þau, að jeg hafi ekki svarað
grein, eða „opnu brjefi", er
hann sendi til mín og birt-
ist í jólablaði Þjóðviljans.
Alt útlit er fyrir, að hinn
ungi mentamaður hafi ‘ver-
ið hátt upp í mánuð að
hnoða saman þessu „opna
brjefi“. Svo hann hefði vel
getað ímyndað sjer, að slík
,,'brjefaviðskifti“ þyrftu ekki
að ganga ört. Og ekki væri
loku fyrir það skotið, að jeg
virti hann svars, þó þetta
hefði dregist sjálfa jóladag-
ana fram +il þrettándans.
En satt að segja ætlaði jeg
að hlífa piltinum við því að
svara þessari jólahugleiðing
hans. Hann á vonandi tím-
ann fyrir sjer til aukins
þroska. Hann er nýkominn
frá námi, en hefir vaðið hjer
fram á ritvöllinn sjer til á-
kaflega lítils sóma, svo ekki
sje fastar að orði kveðið.
Hann mun í framtíðinni eiga
eftir að minnast þessara
fyrstu mánaða heima á fóst-
urjörðinni, með lítilli á-
nægju, þegar kommúnisma
víman og einræðisdálætið
rennur af honum.
Er frá mínu sjónarmiði
sjeð eðlilegt að reynt sje að
sýna svona fólki fyrst í stað
nokkurt umburðarlyndi, ef
það gæti áttað sig, upp á
eigin spýtur, áður en það
verður sjer alt of mikið til
minkunar, ekki síst þegar
Iþeir rata í þá ógæfu að
standa eins berskjaldaðir
frammi fyrir alþjóð, eins og
þessi ungi maður.
Hann byrjaði ^ orðakast
sitV á þessu hausti í minn
garð og Morgunblaðsins,
með því að segja, að hann
hafi haft mikið erfiði við
það, meðan hann dvaldi við
nám, að lesa gaumgæfilega
allar frjettir sem Morgun-
blaðið flutti á þeim árum
frá Svíþjóð. „Og“, segir
hann, „það kom ekki fyrir
í eitt einasta skifti að þess-
ar fregnir væru ekki meira
eða minna brenglaðar, rang-
færðar og misskildar“. (Let
urbr. hjer). (Þjóðviljinn 29.
nóv. 1945).
Næsta dag var þessum ó-
hepna Þjóðviljaritara bent
á, að flestar fregnir, sem
Morgunblaðið birti á stríðs-
árunum frá Svíþjóð, voru
teknar upp úr frjettatil-
kynningum sænsku stjórn-
arinnar, er Morgunblaðið
fjekk frá sendifulltrúaskrif-
stofu Svía hjer í bænum.
Nokkrar bárust blaðinu frá
blaðafulltrúa Norðmanna,
sem hjer dvaldi, en fregnir
þær, er blaðafulltrúinn
flutti Revkjavíkurblöðun-
um, komu frá norsku stjórn
inni í London. Auk þess kom
það fyrir ,að sjálfsögðu, að
sænskra viðburða var getið
í þeim Reutersfregnum, er
blaðið birti.
Svo kemur þessi»pol. mag.
Jónas Haralz frá Svíþjóð
eftir 5—6 ár, segist hafa les-
ið allar sænskar fregnir
Morgunblaðsins og ekki
komið fyrir í eitt einasta
skifti að fregnirnar væru
ekki meira eða minna rang-
færðar.
Eftir svona frammistöðu
þótti mjer líklegast, að mað
urinn fiefði vit á að segja
ekki meira um þessi mál. En
það reyndist oftrú á dóm-
greind hans, enn sem komið
er. Hann virtist halda, og
virðist halda enn í dag, að
hann viti betur um alt sem
gerst hefir í Svíþjóð á styrj-
aldarárunum, en sænska
stjórnin, nor^ka stjórnin í
London eða upplýsingastöð
hennar og Reutersfrjetta-
stofan. Og kvartar síðan yf-
ir því að menn sjeu seinir
til að svara honum. Slíkt
seinlæti beri vott um alger-
an skort á ábyrgðar- og
sómatilf inningu (!)
íslenskir blaðalesendur
■líta alment svo á, að enga
knýjandi nauðsyn beri til
þess að svara manni, sem
með skefjalausu vfirlæti
þykist vita alt betur en tvær
ríkisstjórnir og sannorðasta
frjettastofa heims, og' það
jafnvel þó þessi pólitíski of-
viti heiti pol. mag. Jónas
Haralz.
★
Hlutur hans verður ekki
meiri, þegar rifjað er upp
hið fyrsta tilefni til blaða-
skrifa hans.
Hingað bárust fregnir um
það, að rússneska stjórnin
heimtaði að 167 ílóttamenn,
sem náð höfðu til Svíþjóð-
ar, yrðu afhentir rússnesk-
um yfirvölduna. Menn þess-
ir, eða meiri riluti þeirra,
höfðu borið vopn gegn Rúss
um. Sænsku st^órninni þótti
alþjóðalögum best fullnægt
með því að farið yrði að
óskum Rússa, mennirnir
yrðu afhentir. Flóttamönn-
unurp mörgum fanst þá
brotaminna að stytta sjer
aldur í Svíþjóð, það væri
ekki nema ferðagangur fyr-
ir þá að fara yfir Eystrasalt.
Sem kunnugt er lögðu
Rússar lönd þeirra undir
sig, veltu sjer yfir þau, ljetu
svo, sem baltnesku þjóðirn-
ar samþyktu hin rússnesku
yfirráð. Það var alt fals og
blekkingar, eins og berlega
kemur fram í grein eftir
Theodoras Bieliackinas, sem
birtist hjer í blaðinu 19. des.
Þegar nasistaherirnir
komu að vestan, hjelt þetta
veslings fólk að þeir væru
skárri viðskifta en Rússar.
Snjerust nokkrir í lið með
Þjóðverjum. Ekki þurfti það
að stafa af nasistisku hugar-
fari. Heldur af því, að þeir
vildu berjast í lengstu lög
gegn þeim, sem rænt höfðu
þá frelsi. Þeir hjeldu að nas-
istarnir myndu frekar
þyrma þjóðinni en Rússar.
Er þeir tóku að kynnast Þjóð
verjunum, flúðu þeir unn-
vörpum úr hernum. Þjóð-
verjar eltu þá uppi eftir því
sem þeir gátu. En aðrir kom
ust undan.
Eitthvað á þessa leið var
’ástatt með hina 167 flótta-
, menn í Svíþjóð, sem Rússar
heimtuðu. Það drógst að
framselja þá. Skipið, sem
sent var eftir þeim, beið
lengi meðan málið var rætt.
íbúarnir í bænum þar sem
þeir voru geymdir, revndu
hvað þeir gátu til þess að
meðaumkvun með þessum
hrjáðu flóttamönnum yrði
látin ráða mestu um það,
hvað við þá yrði gert. Síðan
hafa margir þeirra verið
framseldir til þeirrar farar,
er þeir sjálfir hafa talið
dáuðasigling Aðrir eru enn
í Svíþjóð.
Þegar tekið var hjer undir
þær óskir frá sænskum al-
menningi, að Svíar myndu
í lengstu lög leyfa þessum
marghrjáðu mönnum land-
vist, þá bókstaflega ærðist
hinn ungi mannvinur Jónas
Haralz pol. mag. Segir hann
í Þjóðviljanum að það sjeu
ekki nema nasistaúrhrök í
Svíþjóð og annað dót, sem
leyfi sjer að vera á móti
því, að Rússar fái tafarlaust
alla þessa menn. Koma
þarna fram hjá honum þau
geðbrigði, sem, því miður,
einkenna fleiri íslendinga
nú á dögum. Að vilji stjórn-
arinnar í Moskva eigi að
vera allsráðandi í heimin-
um. Þeir sem andmæli því
sem þaðan kemur, eigi að
vera óalandi og óferjandi og
Framh. á bls. 5.