Morgunblaðið - 09.01.1946, Page 5
■Miðvikuclagur 9. jan. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
— Greinarkornið
Framh. af 4. síðu.
óráðandi öllum bjargráðum.
Ekki aðeins á því svæði
hnattarins, sem þessir menn
ráða. Heldur líka á íslandi.
Þannig skuli það vera um
allar jarðk. Þegar jeg vissi
seinast til, voru 40 flótta-
mannanna enn í Svíþjóð.
Skyldi pol. . mag. Haralz
halda að þeir sjeu þar enn
fyrir tilipæli frá nasistasinn
uðum Svíum og fyrverandi
tugthúslimum? Hann ljet
svo fyrir jól, að engir aðrir
þar í landi hefðu leyft sjer
að láta í ljós meðaumkvun
með þessum veslings mönn-
um.
★
Kem jeg þá að jólapistli
Jónasar Haralz, er hann
sendi mjer sjerstaklega, í
Þjóðviljanum.
Eftir æðilangan formála,
þar sem hann tekur upp
fyrri umkvartanir sínar út
af því, að baltnesku flótta-
mönnunum í Svíþjóð skuli
sýnd linkind og samúð —
þvert ofan í vilja Moskva-
manna, kemst Haralz að
þeirri niðurstöðu, að frjetta-
flutningpr blaða eigi að vera
hlutlaus. í hinu umrædda
tilfelli átti ,;hlutleysi“ Morg
unblaðsins, að hans dómi,
að birtast þannig, að hjer
væri málið túlkað fyrst og
fremst frá hinu rússneska
sjónarmiði.
Með öðrum orðum, þessir
menn, Haralz Co. halda
að hjer muni vera hægt að
koma upp svipuðu „frjetta-
kerfi“ eins og viðgengst í
austurverði Evrópu, áður en
nokkurt vald boð í þeim efn
um nær til íslensku þjóð-
arinnar. Hægt sje að segja
pðrum að þegja, meðan þeir
sem berjast nótt og dag fyr
ir hinu svonéfnda „aust-
ræna lýðræði“ fái einir að
láta áróðursljós sín skína.
Hagfræðingurinn velur
jólin til þess að
sjálfstæða skoðun, eins og
gatslitið fat — gleypa það
sem að honum er rjett og
gera það sem honum er sagt.
Hvernig er svo hljóðið .í
þessum sama manni, næst
þegar til hans heyrst — á
þrettándanum? Þá hefir
hann fengið í hendur all-
mikil sannleikskorn um á-
standið í Rússlandi, frásögn,
sem styðst við bestu heim-
ildir. Og hann hefir af
fremsta megni reynt að
hrekja, en gafst upp.
Þá kenmr það á daginn,
að í hans augum er sannleik
urinn um Rússland orðinn
met í siðlausri blaðamensku.
Mig skortir í svipinn orð
til þess að lýsa rjett þeim
takmarkalausu óheilindum,
yfirdrepsskap og hroka, sem
skín út úr skrifum Jónasar
Haralz, þeim, er jeg hjer hef
lýst. Og læt nú staðar num-
ið. Það kann að vera, ef
hann heldur áfram rit-
mokstri sínum í Þjóðviljan-
um, að jeg síðar meir beini
til hans fáeinum orðum.
Lýsi að lokum ánægju
minni yfir því að slíkur mað
ur sem hann skuli hafa ver-
ið settur á lista kommún-
ista við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar. Hentugri maður
mun vandfundinn í flokki
kommúnista — fyrir okkur
andstæðinga þeirra.
V. St.
írjettir frá Í.S.f.
Fimleikalög ÍSÍ.
FYRIR nokkru hefir ÍSÍ
gengið endanlega frá Almenn-
um reglum ÍSÍ um firnleika-
mót. Gerð var þriggja ára á-
ætlun nm framkvæmd þeirra.
Stjórn ÍSÍ hefir skipað þriggja
manna nefnd til að sjá um fram
kvæmd þessa máls. Þessir
afhjúpa) menn eru í nefndinni: Benedikt
þenna hugsunarhátt hinna
íslensku kommúnista.
Haralz klykki? út með því
í jóla-grein sinni, að benda
mjer á, að aðeins eitt sjón-
armið megi vera ríkjandi í
íslenskri blaðamensku, þ. e.
„að flytja það sannasta og
rjettasta í hverju máli“.
Þetta er engin saga fyrir
Morgunblaðið þannig hefir
frjettastarfsemi blaðsins ver
ið rekin frá byrjun. Á þenna
hátt hefir blaðið aflað sjer
vinsælda, á meðan ekkert
tölublað hefirvkomið út af
Þjóðviljanum án þess að
þar hafi verið rekinn
einhliða, harðvítugur, skipu
lagður áróður fyrir einræði
og heimsyfirráðastefnu nú-
verandi valdhgfa í Moskva?
Þetta telja flokksmenn Har-
alz alveg sjálfsagðan hlut.
Og verði á sama máli, þegar
augu hans uppljúkast fyrir
því hvernig frjettunum er
stjórnað í Þjóðviljanum. Því
kommúnistar eru altaf sam-
mála. Það er einkenni þeirra
Það er lífsskilyrði fyrir
flokk þeirra og stefnu. Til
þess að geta verið góður liðs
maður í þeim flokki, þarf
rnaðurinn að leggja niður hann kvikmyndir ÍSÍ.
Nýja Þjóðminjasaínið kemst
undir þak á þessu ári
Jakobsson, Þorgeir Sveinbjarn-
arson og Baldur Kristjónsson.
Nefndin vinni í samráði við ISI.
Sambandsfjelög ISI.
Hjeraðssamband Snæfelsnes-
og Hnappadalssýslu hefir geng
ið í ÍSÍ. í Hjeraðssambandinu
eru 10 fjelög með 511 fjelaga.
Formaður sambandsins er
Gunnar Guðbjartsson á Hjarð-
arfelli. — Þá hefir íþróttafjel.
Skjöldur í Hrísey gengið í ÍSÍ,
form. Skjaldar er Sigurður B.
Brynjólfsson. Fjelagatala 45. —
Samb'andsfjelög ÍSÍ eru 205.
Gullmerki ÍSÍ.
í tilefni af 50 ára afmæli
þeirra Axels Andrjessonar
knattspyrnukennara og Þórar-
ins Magnússonar, afgreiðslu-
manns íþróttablaðsins, voru
þeir sæmdir gullmerki ÍSÍ fyr-
ir ágæta starfsemi í þágu
íþróttahreyfingarinnar.
Farandkensla.
Kjartan Bergmann hefir
haldið glímunámskeið frá 16.
‘nóv. til 21. des. á þessum stöð-
um: íþróttaf. Miklaholtshrepps
í Hnappadalssýslu, Reykja-
skóla ‘Hrútafirði .og Hvanneyr-
arskóla Borgarfirði. Nemendur
á námskeiðum þessum voru
127. Á öllum stöðunum sýndi
SKOMMU EFTIR lýðveldis-
stofnunina samþykti Alþingi
að veita þrjár miljónir króna
til þess að reisa byggingu yfir
Þjóðminjasafnið. Þessi fjárveit-
ing var af sumum kölluð:
Morgungjöf til lýðveldisins, en
Þjóðminjasafnið er eitt af
merkilegustu söfnum landsins,
og því mikil nauðsyn að koma
þessari byggingu upp.
Þáverandi mentamálaráð-
herra, Einar Arnórsson, skipaði
þriggja manna byggingarnefnd
og áttu þessi menn sæti í henni:
Prófessor Alexander Jóhannes-
son, sem er formaður nefndar-
innar, próf. Matthías Þórðar-
son þjóðminjavörður og Valtýr
Stefánsson ritstjóri. — En
Brynjólfur Bjarnason, núver-
andi mentamálaráðherra, bætti
tveim mönnum við í nefndina,
þeim Kristni Andrjessyni al-
þingismanni og Kristjáni Eld-
járn magister.
Tíðindamaður Mbl. hitti að
máli í gær formann nefndar-
innar, próf. Alexander Jó-
hannesson og bað hann segja
frá undirbúningi byggingarinn-
ar. —
— Nefndin hefir unnið að
undirbúningi málsins nú um
langt skeið. Er honum nú lok-
ið og hefir þegar verið grafið
fyrir grunni safnsins á horni
Melavegar og Hringbrautar,
sagði próf. Alexander. Vegna
skipulags á næstu slóðum hefir
legu safnsins nýlega verið lít-
ilsháttar breytt. Nú á húsið að
standa í 12 metra fjarlægð frá
Melavegi og aðra 12 metra frá
Iiringbraut. Uppdrættir hafa
verið samþyktir af öllum aðil-
um og verður hafist handa af
fullum krafti mjög snemma í
vor, eða strax og frost fer úr
jörðu. >
Arkitektar eru þeir Sigurður
Guðmundsson og Eiríkur Ein-
arsson. — Fór Sigurður til Sví-
þjóðar á s.l. sumri, til þess að
kynna sjer fyrirkomulag nýrra
safnabygginga. Eftir heim-
komu hans var gert ráð fyrir
stærra húsnæði en áður, svo
ekki þyrfti að koma til stækk-
unar í fyrirsjáanlegri framtíð.
Fjekk góðan dóm.
— Jeg dvaldist í London seint
Frásögn próf. Alex-
anders Jóhannessonar
í s.l. októbermánuði og tók jeg ’
þá með mjer uppdrætti að |
Þjóðminjasafninu, segir .próf.
Alexander. — Jeg sýndi þá
frægasta arkitekt Breta, Sir
Patrick Abercrombie, og var
hann mjög ánægður með hið
inna skipulag byggingarinnar.
Sir Patrick hefir verið falið,
af bresku stjórninni, að endur-
skipuleggja London. Hann er
einnig væntanlegur forseti hins
fyrsta alþjóðafjelagsskapar
arkitekta, sem nú er verið að
undirbúa.
Skipulag tíyggingarinnar.
Gólfmál Þjóðminjasafnsins
er 1.400 fermetrar, en öll bygg
ingin er 17.000 kúbikmetrar. -—•
Aðalbyggingin er þrjár hæðir
og er hverri hæð þrískipt, þann
ig, að eftir henni miðri, frá
norðri til suðurs, eru stórir
sýningarsalir, en minni salir til
beggja handa. Ur anddyri er
gengið inn í miðsalina, er hafa
ofanljós, en úr þeim er svo
gengið inn í hliðaherbergi, sem
eru báðum megin. Er á þennan
hátt engu plássi eytt 1 ganga.
Sýningarsalir Þjóðminjasafns-
ins verða bæði á neðstu hæð og
miðhæð, en á efstu hæð er ráð-
gert að komið verði fyrir mál-
verkasafnf ríkisins, að minsta
kosti fyrst um sinn. — Að því
kemur, að reist verður sjerstök
bygging handa.því. — Mun þá
heil hæð losna, til viðbótar
Þjóðminjasafninu.
Á neðstu hæð verður íbúð
þjóðminjavarðar og er gert ráð
fyrir, að núverandi þjóðminja-
vörður flytji þangað, því vit-
anlega mun hann sjá um skipu-
lagningu safnsins og koma því
öllu fyrir. ■—- Auk sýningarsala
og íbúðar þjóðminjavarðar
verða á neðstu hæð mörg her-
bergi,. sem notuð verða til
geymslu á sýningarmunum,
vinnustofur, til þess að undir-
-búa sýningargripi og skrásetja
þá o. s. frv. Þá verða í húsinu
skrifstofa þjóðminjavarðar og
vinnustofa aðstoðarmanns. —•
I byggingunni verður enn frem
ur stór salur, sem mun taka
um 150 manns og verður hann.
notaður til fyrirlestrahalds cg
til sýninga. — Nefndin hefir
mikinn hug á, að í þessum
sal, eða öðrum svipuðum, sepa
er á neðstu hæð, verði komið
fyrir sögusýningu, er sýni höf-
uðdrætti í menningarsögu ís-
lendinga. — Á sýningu þessari
að svipa til sögusýningar lýð-
veldishátíðarinnar, en vitan-
lega í breyttri mynd.
Sjersöfnum er ætlaður
staður.
Eins og sjá má af líkani safns
ins, rís byggingin í norðurenda.
í herbergjum í þessum enda
safnsins verður hinum ýmsu
sjersöfnum komið fyrir. T. d.
Jóns Sigurðssonar-safni, Fiske-
safni, Vídalíns-safni, Tryggva-
Gunnarssonar-safni, Thorodd- •
sen-safni og Stephensen-safni.
Sjálfu Þjóðminjasafninu verð-
ur raðað eftir efni. Þar verða
kirkjugripir, minnismerki (leg-
steinar og grafskriftir), húsbún
aður, vefnaður, bækur, prent,
bókþand, handrit, upþdrættir,
mælitæki o. s. frv.
Þetta sagði prófessor Alex-
ander að lokum:
— Það er von mín, að okk-
ur takist að láta steypa alla
bygginguna upp'á þessu ári, og
að henni verði langt komið á ár
inu 1948.
Fijóíir að samþykkja.
NEW YORK: í bænum Mil-
ton í Florida var nefnd að
deila um tillögur frá bæjar-
stjórninni um rottueyðingu, en
var fljót að samþykkja þær, þeg
ar rotta ein mikil hljóp yfir
borðið, sem þeir’sátu við.