Morgunblaðið - 09.01.1946, Side 16
VEÐURÚTLITIÐ. Faxaflói:
GREINAR nm kattarþvott
Norðan eða norðaustan stinn-
ingskaldi. Ljettskýjað.
Miðvikudagur 9, janúa'r 1945
Þjóðverja og viðreisnina f
Bandaríkjunum bls. 9.
6ekk affur í her-
fnR !il að leitaað
fslenska hundinum
sínum
JAMES E. MAITLAND hjet
amerískur hermaður, sem var
hjer á Islandi með 29. herfylk-
inu. Hann er ættaður frá Wat-
ertown í New York-fylki. Á
meðan hann var á Islandi eign
aðist hann hund. Þegar Mait-
land var sendur með herdeild
sinni til Englands, tókst hon-
um að smygla hundinum með
sjer og varð hundurinn uppá-
haldsdýr deildarinnar.
Hundurinn og Maitland voru
tryggir fjelagar, þar til að því
kom, að hermaðurinn var send
ur heim til að ganga úr hern-
um, þá tókst honum ekki að
flytja seppa sinn með sjer. Síð-
an Maitland kom til Bandaríkj
anna hefir hann verið að leita
að hundinum, en ekki tekist að
finna hann, og tók hann þá það
ráð, eftir því sem „Hvíti fálk-
inn“, blað setuliðsmanna hjer
segir, að ganga aftur í herinn
og biðja um að hann verði áft-
ur sendur til þjónustu í Evrópu,
í þeirri von, að hann finni hund
inn.
394 söluferðir ísl.
fiskiskípa !il Eng-
lands 1945
SÍÐUSTU daga ársins 1945,
seldu sex íslensk skip afla sinn
í Englandi. — Samanlagt magn
aflans var 12.156 kits, er var
selt fyrir samtals 43.123 sterl-
ingspund. — Aflahæsta skip
var bv. Vörður, með 2819 kits,
er seldust í Grimsby fyrir
10.010 sterlingspund. — Skipin
voru þessi: Capitana seldi 2285
kits fyrir 9. 330 pund, bv. Júní
seldi 2723 kits fyrir 8354 pund.
Ms. Fell seldi 164 kits fyrir 674
pund. Skinfaxi seldi 2576 kits
fyrir 9350 pund. Venus seldi
1669 kits fyrir 5405 pund og
Vörður seldi 2819 kits fyrir
10010 sterlingspund.
Vörður var síðasta skipið sem
seldi á árinu 1945. — Als lönd-
uðu íslensk fiskiskip 394 sinn-
um afla sínum erlendis.
Fisktökuskip og eru þá inni-
falin færeysku leiguslppin,
lönduðu erlendis 503 sinnum á
árinu,1945.
„Ffir&loflfar" sjesf
MAÐUR og kona, sem voru
á gangi suður á Digraneshálsi
þ. 3. jan. s. 1. telja sig hafa sjeð
loftfar fljúga þar yfir. Líkíist
loftfar þeíta einna helst löng-
um staur, en aftur úr því stóð
logi.
Konan hefir skýrt Morgun-
bláðinu svo frá, að þetta hafi
verið kl. um 7.30 um kvöldið.
Haf'i maður þessi fylgc henni
á leið og skyldi við hana á
Dierareshálsi; — Riett í því og
þau voru skilin, birti skyndilega
yíir og varð svo að segja al-
bjart. Konan segir sjer hafa
brugðið og litið til lofts. — Sá |
... I
hun þa hvar sivalnmgur, emna |
helst sem staur. kom úr suð-
austri cg var í nokkurri hæð.
Logi stóð aftur úr staurnum og
var hann sem iíkastur loga frá
logsuðutæki. Ekki gat konan
þess, að nokkuð hefði heyrst í
loftfari þessu, en það er hún sá
síðast stefndi það til norðvest-
urs. — Að lokum gat hún þess
að skyggni hefði verið allsæmi
legt, og maður sá, er með henni
var, sá þetta jafngreinilega og
hún.
Máftu ekki keppa
við Þjóðverja
London í gærkveldi:
KNA TTS PÝRNUSAM BAND
hreska hersins hefur ritað
Montgomery marskálk hrjef,
þar sein sagt er, að hreskir
hermenn hafi átt knattspvrnu-
keppni við þýska borgara í
Drusseldorf. Bendir samband-
ið á, að þetta sje í ósamræmi
við yfirlýsta stefnu utanríkis-
málaráðuneytisins. Montgom-
ery mun senda stjórn sam-
bandsins svar á n.k. mánudag.
•—- Ritari sambandsins, Stanley
Rous segir, að knattspyrnu-
sambönd á meginlandi Evrópn
seni myndað hafa með sjer
millilandasamtök, hafi sent
hreska sambandinu tilmæli
þess efnis, að hreskir knatt-
spyrnumenn sýndu ekki Þjóð-
verjum þá vinsemd að heyja
við þá kappleiki.
— Reuter.
Vanfrausí á for-
sælisráðherra
Persíu
Fyrsíu skíðaferðimar
á þessu ári
LÍTIÐ hefir verið um s*kíða-
snjó hjer í vetur, en allt bendir
til að hans verði ekki langt að
bíða, þar sem snjókoma hefir.
verið nokkur núna eftir ára-
mótin.
Um síðastliðna helgi efndu
flest íþróttafjelögin, sem skála
eiga. til skíðaferða í fyrsta sinn
á þessu ári. Færi var ágætt, en
snjór heldur lítill, svo fara varð
varlega.
Teheran í gærkveldi:
20 T'ERSNESKIR þingmenn
hafa farið þess á leit við foi'-
sætisráðherra Persíu, að hann
biðjist lausnar vegna þeirrar
ráðsdöfunar, sem gerð var á
utanríkisráðherrafundinum í
Moskva, þess efnis, að nefnd,
skipuð fulltrúum þríveldanna,
skuli fjalla um málefni I’ersíu
með sjerstöku tilliti til at-
burða þeirra, sem gerst hafa
í Azerbai.jan. — Tálið er, ð
meginþorri Persa sje því
hlynntur, að forsætisráðherr-
ann verði við þessarri mála-
leitun.
,Eldfluga‘fór yfir Reykja-
vík á mánudagsnótt
ÞAÐ ER EKKI lengur neinn vafi á, að einhverskonar eld-
fluga fór hjer yfir bæinn um hálf fjögurleytið aðfaranótt mánu-
aagsins s.l. Fregnin, sem birtist hjer í blaðinu í gærmorgun
um þetta var höfð eftir Vilhelm Hákanssor\ og í gær skýrði
Helgi Sigurðsson hitaveitustjóri blaðinu frá því, að hann og
kona hans hefðu sjeð þessa loftsýn á sama tíma. Ennfremur sá
Jakob Sigurðsson, Bergstaðastræti 46, loftsýnina.
Eignir Þjcðverja
upp-
tækar
HUNDURINN á myndinni, >
þýskur fjárhundur, Rex að
nafni, sjest hjer við sjúkra-j
beð eiganda síns. sem er blind
ur. Hundurinn bjarg'aði lífi 1
hans, er bifreið var að aka áj
hann. Stökk hundurinn þá á
manninn og hratt honum, svo
bifreiðin fór ekki yfir hann,
meiddi hann aðeins lítilfjör-
lega. —
Landburður af síld
á Kleppsvík
SÍÐAN á laugardag hefir ver
ið landburður af síld á Klepps-
vík. Fjögurra manna för hafa
aflað alt að 35 tunnur á dag.
Þetta er hafsíld, vel feit og
falleg.
Þar innfrá stunda nú veið-
ar 4 bátar. Þrír þeirra hafa
fengið mokafla síðan á laugar-
dag, er þeir fóru til að vitja
neta sinna. Varð afli þeirra í net
7 til 8 tunnur. Fjórði báturinn
kom þangað í gær. — í gær
varð afli hæstur á bát einn, er
bræður nokkrir eiga. Þeir fengu
35 tunnur. Urðu þeir að fara
til lands hvað eftir annað til
að losa.
Sildin hefir nær öll verið
seld í íshús og munu hafa feng
ist 50 krónur fyrir tunnuna.
Þess munu ekki vera dæmi,
að síld hafi vaðið inn á Klepps-
vík um þetta leyti árs.
Kaupmannahöfn í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins.
DANSKA ríkisstjórnin hefir
skýrt frá því, að hún muni
leggja fyrir þingið frumvarp
þess efnis, að upptækar verði
gerðar allar eigur Þjóðverja í
Danmörku, bæði hins opinbera
og einstaklinga. Eignir þessar
eiga að koma upp í 9 miljarða
króna skuld Þjóðverja við þjóð-
bankann danska. — Fram að
þessu hefir danska stjórnin leg
ið undir ámæli fyrir vetlinga-
tök í þessum efnum. Banda-
ríkjastjórn hefir til dæmis ver-
ið ófús á að losa um frosnar
doílarainnstæður Dana í Banda
ríkjunum, þar til upptækar
yrðu gerðar eigur Þjóðverja í
Danmörku. Danir óska þess að
fá þessa dollara sem fyrst, því
að skortur er á vörum frá
Bandaríkjunum, sem stafar af
ónógum gjaldeyri. — Páll.
Helweg Larsen
Tæp 59 þúsund !il
bágsladdra landa
FJÁRSÖFNUN Rauða Kross
Islands, til bágstaddra íslend-
inga á Norðurlöndum heldur
enn áfram. — Alls hafa nú safn
ast kr. 41.899.53. Nýlega bár-
uskR. K. í. nokkrar gjafir, sam-
tals að upphæð 985 krónur. —
Gefendur eru þessir: N. N. kr.
20,00, A. J. L. 200,00, starfsfólk
hjá Slippfjelaginu h.f. 425,00
og starfsfólk hjá Eddu og Tím-
Khöfn mánudag. Einka-
skeyti til Mbl.
STUTT opinber tilkynning
skýrir frá því í dag, að Helweg
Larsen, sem dæmdur var til
dauða hjer í Danmörku fyrir
manndráp og fleiri glæpi á her-
námstímanum, hafi verið líflát
inn í dag. Þetta er fyrsti dauða-
dómur, sem framkvæmdur er,
eftir hegningarlagaviðaukanum
danska. Aftökustaðurinn er tal
inn vera í Kaupmannahöfn, en
ekki veit almenningur hvar
hann er. Hefir því verið haldið
leyndu, svo að Varúlfar geri
ekki hefndarráðstafanir eða
reyni ekki að leysa hina dauða
dæmdu úr haldi. Lögreglan tel
ur ekki ólíklegt, að reynt verði
að hefna aftökunnar, en talið
er að lögreglumaður hafi fram-
kvæmt hana. — Páll.
Nýársfagnaður bind-
indissamfaka Ámes-
inga
BINDINDISSAMTÖKIN í Ár
nesþingi efna til sameigínlegs
nýársfagnaðar í Selfossbíó um
næstu helgi. Skemmtun þessi
verður fyrir fjelaga og gesti
þeirra og er í ráði, að Krist-
mann Guðmundsson rithöfund-
ur, Árelíus Níelsson o. fl. komi
þar fram.
Horfði á loftsýnina í hálfa
mínútu.
Helgi Sigurðsson hitaveitu-
stjóri skýrir Morgunblaðinu
þannig frá, að hann hafi verið
að koma heim með konu sinni
um þetta leyti. Þau búa á Ás-
vallagötu 22, þar sem gatan
beygir nokkuð Helga varð lit-
ið upp á austurhimininn og sá
þá eitthvað, sem honum virtist
í fyrstu vera stjörnuhrap, en er
betur var að gáð, gat það ekki
verið það, vegna þess að það
var bæði skærara ljós, sem staf-
aði af þessari eldflugu og svo
fór hún hægar en stjörnuhrap,
þó hraðinn væri gríðarmikill.
Helga virtist ljós þetta vera
gildara að framan og enda í
einskonar hala. Sýndist honum
það stefna nokkuð skáhalt nið-
ur á við, en telur þó að eins
geti verið að það hafi farið lóð-
rjett og aðeins sýnst fara niður
á við er það fjarlægðist. Kom
það frá vestri og stefndi til
norðausturs og hvarf síðan út
í buskann.
Hjelt það væri svifsprengja.
Er Helgi Sigurðsson hafði
áttað sig á að ekki var * um
stjörnuhrap að ræða datt hon-
um fyrst í hug að þetta væri
einhverskonar svifsprengja og
sló að honum óhug í fyrstu.
-. Kona hans hafði verið komin
inn á stjettina við húsið á und-
an Helga er hann sá loftsýn-
ina og kallaði Helgi á hana til
að sjá undur þetta. Þau hjón
horfðu á loftsýnina nokkra
stund. Telur frúin að hún hafi
sjeð halann losna frá aðaleld-
flugunni (eins og Hákansson),
en ekki segist Helgi hafa tekið
eftir því. Helgi telur að hann
hafi horft á þetta í svo sem
hálfa mínútu.
Sást frá Árbæjarhæðinni.
Jakob Sigurðsgon, Bergstaða-
stræti 46 var að aka bifreið
skammt fyrir ofan sandgryfj-
urnar í Árbæjarbrekkunni við
Elliðaárnar um kl. 3,30 þessa
sömu nótt. Hann sá einnig loft-
sýn þessa koma yfir bæinn og
hverfa austur yfir bæinn í átt-
ina til Rauðavatns og Lamb-
haga.
Loftsýnir á öðrum tímum.
í gær hafði Morgunblaðið tal
af nokkrum mönnum, sem telja
sig hafa sjeð einkennileg Ijós
svífa um loftið hjer í nágrenni
bæjarins á öðrum tímum, en
þcssa umræddu nótt. Um kl.
10,30 f. h. í fyrradag sá mað-
ur eldglæringar í lofti og á sama
tíma sá kona þær í Skerjafirði.
Þá er á öðrum stað hjer í blað-
inu skýrt frá loftsýn, er mað-
ur nokkur sá af Digraneshálsi
þann 3. þ. m.
anum.