Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1946næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 2
2 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Þriðjudagur 15. jan. 1946 Sjáifstæðismenn fram- kvæma loforð sín Stefnuskrá Sjálfstæðis- nianna í bæjarmálum hefir vakið mikla og verðskuld- aða athygli meðal bæjarbúa. Hún er frábrugðin þeim stefnuskrám, sem aðrir fioldkar hafa birt, í því, að hún er bygð á þeirri reynslu, sem fengin er, og hvergi farið lengra en reynslan hefir þegar sýnt, að Sjálf- stæðismenn eru færir um að framkvæma. Þar er þess vegna ekki um að ræða tóm loforð eða f ullyrðingar út í bláinn, heldur framhald á fyrri stefnu. Reykvíkingar mega því treysta því, að Sjálf- stæðismenn muni fram- kvæma það, sem þeir segja í þessari stefnuskrá sinni. Reynslan af andstæðing- unum er aftur á móti því miður sú, að sjaldnast hefir það ræst, sem þeir hafa fal- lega sagt, en ekki staðið á efndunum á því, sem miður máttt fara. Þetta er eðlilegt vegna þess stefnumunar, sem kemur fram- í yfirlýs- ingum flokkanna. Samvinna bæjar og borgara. Andstæðingarnir leggja megin-áherslu á að hefta og skerða framtak einstklings- ins á sem flesta vegu. Alt á að fela einhverjum al- manna-stofnuhum, sem aldrei hafa nærri komið þeim verkum, er þær eiga nú að inna af hendi. Sjálfstæðismenn aftur á móti leggja á það megin- áherslu, að eixistaklingurinn og bæjarfjelagið vinni sam- an. Einstaklingurinn fái ráð rúm og frelsi til að vinna þau verkf sem hann er bet- ur fær til en almannavaldið. Bæjarfjelagið aftur á móti ráðist í þau stórvirki, sem eru umfram getu einstakl- ingsins, og leggi þar með grundvöllinn að atvinnulífi bæjarins, svo sem gert hefir verið með höfn og rafmagn, svo tvent sje aðéins talið. Eymdin og örbirgðin, sem ríkti hjer á landi og þar með í þessu bæjarfjelagi á árun- um fyrir stríð meðan Alþýðu flokkurinn og Framsókn fóru með völdin, áttu ekki sist rætur sínar að rekja til þess, að ríkisvaldinu var þá beitt með svipuðum hætti og andstæðingar Sjálfstæð- ismanna vilja nú láta beita valdi bæjarstjórnarinnar. Reynt var að brjóta á bak aftur framkvæmdaþrek ein- staklingsins og öll vel- gengni átti að vera komin undir athöfnum opinberra nefnda, sem lítils voru megn ugar, þegar á hólminn kom. Einn helsti talsmaður þeirr- ar stefnu var Sigfús Sigur- hjartarson. Sjálfstæðismenn bentu þá þegar á, að slíkur fjandskap ur almannavaldsins gegn einstaklingunum hlyti að leiða til ófarnaðar. Ef firam- farir ættu að eiga sjér stað, Kommúnistar ósparir á loforðin en gleyma framkvæmdunum yrði að koma á samvinnu miJli einstaklinga og al- mannavaldsins, hvort held- ur bæjarfjelags eða ríkis. Með öllum ráðum verður að korna í veg fyrir aívinnuleysi. En þó að Sjálfstæðismenn leggi mikla áherslu á, að frelsi einstaklingsins sje ekki skert umfram nauðsyn, þá vilja þeir heldur ekki láta það verða til þess að standa á móti nauðsynleg- um framkvæmdum. Ef ein- staklingarnir reynast ekki færir um að standa undir at- vinnulífinu, þá verður hið opinbera að taka til sinna ráða. Megin-stefna Sjálfstæðis- manna er sú, sem fram kem- ur í forustu þeirra innan rík isstjórnarinnar nú, að með öllum ráðum verði að hindra, að atvinnuleysi komí hjer á landi á ný. Sjálfstæð- ismenn hafa örugga trú á að þetta takist með slíkri sam- vinnu einstaklinga og al- mannavaldsins, sem þegar hefir verið lýst. En ef ein- staklingarnir af einhverjum ástæðum treysta sjer ekki til að halda uppi nauðsyn- legum atvinnurekstri, verð- ur með öðrum ráðum að sjá fyrir, að atvinnuvegirnir fái staðist. Það eru þessar skoðanir, sem hafa ráðið afstöðu Sjálf tæðismanna til útgerðarmál anna. Þar leggja Sjálfstæðis menn áherslu á, að einstakl- ingar eigi þess kost að leggja fram fje sitt, hvort heldur til útgerðar togara eða vjel- báta eða þá annara fram- kvæmda í sambandi við út- veginn. Sjálfstæðismenn telja það eðlilegast, að svo áhættusamur atvinnuvegur sem útgerð sje í höndum ein staklinga, enda sje líkleg- ast, að þeir sjeu færastir til að reka hann. Forganga Sjáífstæðis- manna í útgerðarmálum. En ef einstaklingarnir af einhverjum ástæðum eru ekki reiðubúnir til að hefja nú þegar þær f ramkvæmdir í þessum efnum, sem nauð- synlegar eru fyrir heill og velfarnað bæjarfjelagsins, þá telja Sjálfstæðismenn hik laust, að bæjarfjelagið eigi að hlutast til um, að ekki verði stöðvun í þessum höf- uðatvinnuvegi bæjarbúa. Þá verði bæjarfjelagið að sjá um, að næg skip sjeu keypt til bæjarins og síðan gerð út hjeðan. Það eru þéssi sjónafmið, sem hafa ráðið því, að bæj- arstjórnin beittf sjer fyrst fyrir kaupum 10 vjelbáta til bæjarins. Ljet smíða þá eft- ir sjerstaklega hagkvæmum teikningum, er í því skyni voru gerðar að tilhlutun bæj arstjórnar. Og að bæjar- stjórn síðan hefir borið fram ósk um, að 20 af þeim 30 togurum, sem ríkisstjórnin hefir nú keypt til landsins, verði úthlutað til* Reykjavík ur, annaðhvort til útgerð- armanna hjer eða bæjarins, ef einstaklingarnir eru ekki reiðubúnir til að kaupa þá nú þegar. Á þennan veg hefir verið gert það sem hægt hefir verið til að tryggja, að nauð synleg útgerð frá bænum eigi sjer stað. Og hafa síðan borgarar og bæjarstjórn í fjelagi í hendi sjer að ákveða með hverjum hætti útgerð- in skuli vera rekin. Sjálfstæðismeiín tryggja raunverulegar fram- kvæmdir í bygginga- málum. Alveg hin sömu sjónar- mið koma fram í öðru helsta úrlausnarefni, sem ráða þarf fram úr, þ. e. a. s. bygginga- málunum. Þar leggja Sjálf- stæðismenn mikla áherslu á, að framtak einstaklingsins í byggingamálum sje ekki skert að nauðsynjalausu. Enda mundi slík skerðing vera eitt mesta spor aftur á bak í byggingamálum og verða til þess að draga stór- kostlega úr byggingafram- kvæmdum. Hinsvegar gera Sjálfstæð ismenn sjer grein fyrir, að margvíslegrar fyrirgreiðslu af hálfu bæjarfjelags og rík- is er þörf. Flesta þá fyrir- greiðslu hefir bæjarfjelagið að vísu annast á undanförn- um árum, en ljóst er, að bet- ur má ef duga skal. Og er einkanlega óumdeilanlegt, að til þess að útrýma brögg- unum og öðrum heilsuspill- andi íbúðum, þarf stórt sam- eiginlegt átak af bæjarfje- lagi og ríki. Bæjarfjelagið hefir þegar hafist handa í þessu efni, og verða fram- kvæmdir þess ætíð skoðað- ar sem undirstaða þess, sem gert verður í þessum efn- um. Við hinu er ekki að bú- ast, að bæjarfjelagið eitt geti staðið undir þeim fram- kvæmdum, sem í þessu efni þarf að gera ,á skömmum tíma, og er því óhjákvæmi- legt, að ríkið eigi hjer sinn hlut að. Þessir tveir aðilar verða að gera í sameiningu um það áætlun, hversu marg Frarahald á bls. 12 Akranesfundur æskulýðssamtaka itjórnmálaflokkanna mjög fjölmennur Fjelag ungra SjáIfstæðismanna stofnað HVERT sæti var skipað í hinni glæsilegu Bíó-höll Akra- ness í fyrradag á hinum al- menna stiórnmálafundi æsku- lýðssamtaka stjórnmálaflokk- anna. Fundurinn stóð í þrjá tíma og voru fjörugar kappræð ur milli ungu mannanna. Ræðumenn Sambands ungra Sjálfstæðismanna voru þeir Björgvin Sigurðsson og Magnús Jónsson. Magnús rakti all-ítar- lega meginatriðin í stefnu Sjálf stæðisflokksins og benti á þann mikla mun, sem væri á hinni viðsýnu umbótastefnu hans og þjóðnýtingar- og kúgunarstefn- um hinna flokkanna. Björgvin þjarmaði einkum að kommún- istum, og fóru þeir hinar mestu hrakfarir á fundinum. ■— Báð- um ræðumönnunum var mjög vel fagnað af fundarmönnum. Fyrir Framsóknarmenn töl- uðu þeir Þórarinn Þórarinsson og Guttormur Óskarsson. Fyrir Alþýðuflokkinn Jón Emilsson, Friðfinnur Ólafsson og Helgi Sæmundsson, sem var óvenju- lega orðprúður og mun hafa lát ið ófarirnar í Keflavík sjer að kenningu verða. Fyrir kommún ista töluðu þeir Haraldur Stein þórsson og Teitur Þorleifsson. Ungir Sjálfstæðismenn fylkja liði. Fulltrúar Sambands ungra Sjálfstæðismanna áttu um kvöldið fund með all-mörgum áhugasömum ungum Sjálfstæð- ismönnum, ásamt fulltrúum úr stjórn Sjálfstæðisfjelagsins og þingmanni kjördæmisins. Var þar stofnað fjelag ungra Sjálf- stæðismanna. Innrituðust um 30 ungir menn þegar í fjelagið, en þar sem vitað var, að margir fleiri myndu bætast í hópinn, var aðeins kosin bráðabirgðastj. er undirbúa skyldi framhalds- stofnfund. I stjórnina voru kosn. ir þeir Lúðvík Jónsson, Kristján Ragnarsson, Jóhann Bogason, Guðmundur Elíasson, Björgvin, Ólafsson, Baldur Árnason og Eggert Sigurðsson. Þingmaður kjördæmisins flutti snjalla hvatningarræðu á fundinum og eru ungir Sjálf- stæðismenn á Akranesi einh-uga um að vinna að sem glæsileg- ustum sigri Sjálfstæðismanna við bæjarstjórnarkosningarnar •á Akranesi. — RJETTARHÖLDIN í NÚRNBERG Framh, af bls. 1. sjálfir sigurvegarar í styrj- 1 öldinni. Ofstækisfullur Hitlerssinni. Þá var þess og getið; a<5 Dönitz hafi verið ofstækis- fullur fylgismaður Hitlers. í ræðu, sem hann hjelt 1942, hafði hann sagt það hlægi- lega fjarstæðu, að þýsku liðs foringjarnir. ættu að vera hlutlausir baráttumenn þjóð- ar sinnar. Þeir ættu að skipa sjer einhuga um nasismann. — Saksóknarinn sagði, að Dönitz hefði innleitt nasista- kveðjuna í sjóherinn. Kumr- aði þá eitthvað í Göring. Sak sóknarinn leiðrjetti sig þá, og sagði, að það hefði verið Göring, sem þetta gerði. Virt ist Göring þá ánægður. Hvað fær Sjálfstæð- isflokkurinn mörg atkvæði ? - Verðlaunagetraun - GETIÐ UPP Á ÞVÍ, hvað Sjálfstæðisflokkurinn muni fá mörg atkvæði við bæjarstjórnarkosningarnar. Þrenn verðlaun verða veitt þeim fara næst umatkvæða- magnið: 1. Verðlaun 2000.00 kr. 2. Verðlaun 1000.00 kr. 3. Verðlaun 500.00 kr. Ritið uppástungu ykkar ásamt nafni og heimilisfangi á úrklippu úr blaðinu og sendið Morgunblaðinu fyrir kjördag, merkt: „Getraun“. Sjálfstæðisflokkurinn fær ........ atkvæði. Nafn ............................. Heimilisfang .......................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (15.01.1946)
https://timarit.is/issue/106816

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (15.01.1946)

Aðgerðir: