Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐI0
Þriðjudagur 15. jan. 1948
uiaríuila brjefið
JJf-tir Jborotluj i3.. ^JJucjlieí
• HIMIIMMIIIIIIIMMItlMIUMlMIIMMIIMIIUIIMIMmtMNMlMMMM'MIMMMMMM
14. dagur
Klukkan var tæplega sex,
þegar Anna lagði af stað frá
gistihúsinu. Hún gat hæglega
gengið heim til Nesbitt á
fimmtán mínútum. Hún sá ekki
manninn, sem hafði veitt henni
eftirför, fyrr en hún fór y/ir
götuna hjá Fimmtugasta og
níunda stræti. Hann stóð á
horninu andspænis og horfði
kæruleysislega á umferðina. —
Anna virti hann vandlega fyrir
sjer. Þetta var sami maðurinn,
á því var enginn vafi. Hann
ljet sem hann sæi nana ekki.
Hún hjelt áfram. Hún varð að
taka á því, sem hún átti til, til
þess að stiila sig um að líta aft
ur fyrir sig, til að sjá, hvort
hann kæmi á eftir henni. — Ó-
sjálfrátt herti hún á göngunni.
Hún var farinn að hlaupa við
fót, þegar hún kom gð hiisinu
þar sem Dow bjó. Hún þaut
framhjá dyraverðinum og
hljóp að lyftunni.
,,Er Dow Nesbitt heima?“
spurði hún lyftumanninn.
,,A hann von á yður?“
,,Já“. Hún varð að komast inn
í lyftuna, áður en maðurinn í
bláu fötunum næði í hana..
Dow opnaði sjálfur dyrnar
fyrir henni. Hún varð svo feg-
in að sjá hann, rólegan og vin-
gjarnlegan, að hún hefði getað
grátið. Veröldin öll var ekki
gengin af göflunum, meðan til
voru menn eins og Dow og fað-
ir hennar.
Hann sagði: „Gjörðu svo vel
að ganga í bæinn, Anna mín“.
Um leið og hann lokaði dyrun-
um, spurði hann: „Hvað í ó-
sköpunum gengur að þjer,
þarn?“
'Á'
Hún sat á legubekknum og
og hjelt á litlu vínglasi. Dow
sat andspænis henni og beið
þolinmóður eftir því, að hún
segði sjer, hvað það væri, sem
hún óttaðist. En þegar hún leit
í kringum sig í þessu kyrrláta
og vistlega herbergi, fanst
henni á ný ótti sinn ástæðu-
laus og hlægilegur.
„Hvað er að?“ spurði Dow
aftur. „Af hverju komstu hlaup
andi eins og skrattinn sjálfur
væri'á hælunum á þjer?“
„Það var maður, sem elti
mig“. »
Andartak horfði Dow undr-
andi á hana. Svo brosti hann:
„Ertu viss um það?“
„Nei — jeg get ekki verið viss
um það“, viðurkendi hún. ,,Jú,
annars — jeg er viss um það.
Hann hefir veitt mjer eftirför
í allan dag. Það var á Was-
hington Square ....“.
„Varstu með Elsu í dag?“
Það kom aftur undrunarsvipur
á andlit hans.
„Nei, jeg fór þangað ein — að
gamni. Jeg tók fyrst eftir hon-
um þar“.
Dow hleypti brúnum. „Hvern
ig er hann í hátt?“
Hún lýsti manninum.
„Hann virðist ekki vera neitt
sjerlegt glæsimenni“, sagði
Dow og brosti.
Það fór hrollur um hana.
„Nei, öðru nær. Þú hefðir bara
átt að sjá hann“.
,,Já, jeg hefði haft gaman að
því. — Jæja — hann elti þig
þangað og ....“.
„Svo sá jeg hann aftur í
Central Park og hann elti mig
hingað áðan“.
Dow kveikti sjer í vindlingi.
„Af hverju sagðirðu ekki lög-
reglunni frá þessu? Eða gerð-
irðu það kannske?“
„Nei“. Hún hristi höfuðið.
„Þú veist, að hann hefði neit-
að því, að hann væri að elta
mig. Og lögreglan hefði litið
svo á, að jeg væri ímyndunar-
veikur stelpukjáni“.
Hann hló. „Nei — það held
jeg varla“. Það var aðdáunar-
svipur í augum hans, þegar
hann horfði á hana. „En jeg
hygg, að það sje rjett hjá þjer,
að lögreglan hefði ekkert get-
að hjálpað þjer í þessu máli“.
Hann reis á fætur og náði í
vínflöskuna. „Viltu aftur í glas-
ið?“
„Nei, þökk fyrir“.
Hann helti í hjá sjer. „Jeg
kalla þig góða, að koma auga
á manninn. Þessir rjósnarar
eru vaijir að vera mjög var-
kárir“.
„Jeg býst ekki við, að jeg
hefði tekið eftir honum, ef hann
hefði ekki mint mig á mann
heima í Chapala“, svaraði hún.
„Er það sami maðurinn?“
„Nei, nei — þeir eru bara
dálítið líkir“.
Hann saup á glasinu. „Hef-
irðu nokkra hugmynd um,
hvers vegna þjer er veitt eft-
irför?“
„Já“.
Hann varð bersýnilega mjög
undrandi. „Jæja?“
„Já“. Hún hikaði. Hún vissi
ekki, hvernig hún átti að haldá
áfram.
„Haltu áfram“. Hann tæmdi
úr glásinu. „Af hverju?“
Hún sagði: „Það — það er
Nick Steuben“.
Reiðiglampa brá fyrir í aug-
um hans. „Hvað heíir Nick sagt
þjer?“
Elsa hafði augsýnilega sagt
sannleikann. Það virtist enginn
vafi á því, að þeir voru litlir
vinir, Dow og Nick. „Nick held
ur, að jeg sje með einhverjar
upplýsingar til pabba. Hann
sagði mjer, að jeg væri í mik-
illi hættu, þeirra vegna“, sagði
hún.
„Vill hann, að þú afhendir
sjer þessar upplýsingar?“
„Eh — já“. Hún óskaði þess
alt í einu, að hún hefði hugsað
sig betur-um, áður en hún fór
að tala um þetta.
„Hvaða upplýsingar eru
þetta?“
Hún beit á vörina. Þegar öllu
var á botninn hvolft, hafði hún
komið til Dow til þess að biðja
hann ásjár. En af einhverri á-
stæðu ákvað hún að segja eng-
um frá brjefinu — ekki einu
sinni Dow. Hann myndi ef til
vill segja Corinnu það — eða
Elsu, og þannig gæti það bor-
ist til eyrna einhverjum, sem
gæti notfært sjer það.
„Jeg veit það ekki“, svaraði
hún. „Alt og sumt, sem jeg
hefi meðferðis, eru sonnettur
Shakespeare11.,
„Sonnettur Shakespeare?"
Hann horfði á hana, eins og
hún væri ekki méð rjettu ráði.
Hún flýtti sjer að halda á-
fram. „Pabbi er búinn að eiga
þessa bók í mörg herrans ár.
Hann er altaf vanur að hafa
hana með sjer, þegar hann fer
að heiman. En þegar hann fór
til Suður-Ameríku, gleymdi
hann henni. Það virðist ógjörn-
ingur að ætla, að nokkrar
leynilegar upplýsingar geti ver
ið í bókinni — en pabbi bað
mig ekki að íæra sjer neitt
annað“.
„Já, það er heldur ótrúlegt“,
sagði Dow. „Komstu með bók-
ina hingað?“
„Nei. Gistihúsið geymir hana
fyrir mig. Nick var búinn að
gera mig dauðhrædda með því
að tala um, hvað hún væri mik-
ilvæg“.
„Hefir hann sjeð hana?“
„Nei, nei. Hann veit ekki
einu sinni, að það er bókin, sem
gevmir upplýsingarnar — ef
það er þá hún. Jeg sagði hon-
um, að jeg hefði ekkert með-
ferðis til föður míns“.
„Hvernig stendur á því, að
þú heldur, að bókin hafi að
gevma einhverjar upplýsing-
ar?“
Það kom vandræðasvipur á
andíit hennar. Af hverju hafði
hún verið að fitja upp á þessu?
Af hverju hjelt hann áfram að
spyrja hana í þauia — eins og
hún væri sakborningur fyrir
rjetti?
„Jeg veit það ekki“. Hún
hristi höfuðið.
„Það hlýtur að vera einhver
ástæða til þess. Þú hefir at-
hugað bókina — er það ekki?“
„Það er skrifað út á spássí-
urnar, víða strikað undir
orð ....“.
„Lítur það út eins og dul-
mál?“
Hún sagði vandræðalega:
„Jeg veit það ekki. Jeg er alls
ófróð um alt, sem að dúlmáli
lýtur“. Það var aðeins ein leið
til þess að fá hann til þess að
hætta þessum spurningum.
„Langar þig til þess að líta á
bókina?“ >
„Jeg er enginn dulmálssjer-
fræðingur. En jeg skal koma
bókinni til manns, sem er mjög
vel að sjer í þeim efnum, ef þú
kærir þig um. En ef bók þessi
hefir að geyma mikilvægar
upplýsingar, ættirðu að koma
henni í öruggari geymslu“.
„Það getur enginn náð henni
úr geymslu gistihússins, nema
jeg“.
En hann ljet sig ekki. „Ef
þessar upplýsingar eru svo
mikilvægar, að þær stofna þjer
í hættu, ættirðu að koma þeim
á öruggari stað, Anna. Ef í
harðbakkann slæi, yrðir þú ef
til vill neydd til þess að láta
þær af hendi. Jeg myndi aldrei
geta litið framan í föður þinn,
ef eitthvað kæmi fyrir þig“.
Hann þagnaði andhrtak. Það
var alvörusvipur á andliti hans.
„I þínum sporum myndi jeg
einnig reyna að forðast Nick
Steuben“.
„Jeg kæri mig yfirleitt alls
ekki um að hitta hann“, sagði
hún.
Alt í einu var dyrabjöllunni
hringt. „Hvert þó í helvíti",
muldraði Dow og reis á fætur.
„Afsakaðu mig andartak, Anna.
Johnson er ekki heima“.
Stríðsherrann á Mars
«-Z} ren*
Ef Loftur gqtur það ekki
— þá hver?
I a 6 a <g a
Eftir Edgar Rice Burroughs.
112.
Níu dagar liðu, og jeg var orðinn magnþrota af hungri
og þorsta, en þjáðist ekki lengur, jeg var nú kominn yfir
það. Þá heyrði jeg eitthvað falla á gólfið hjer mjer í
myrkrinu. Það var lítill böggull.
Jeg fór að fálma á honum, eins og hann kæmi mjer lítið
við, því jeg hjelt það vera eina uppfinningu fangavarð-
arma enn, til þess að auka á þjáningar mínar.
Þetta var lítill böggull, vafinn í bókfell, og jeg komst
að raun um að við hann var bundinn þráður, sem lá upp
á við. í bögglinum voru fáeinar töflur, og með því að lykta
af þeim, rjeði jeg það að í þeim væru samþjöppuð nær-
ingarefni, sem eru mjög algeng á Mars.
Eitur, hugsaði jeg.
Jæja, hvað um það. Af hverju ekki að binda enda á
þjáningar mínar þegar í stað, heldur en að hjara í fáeina
daga lengur í brunninum. Hægt bar jeg eina töfluna að
vörum mínum.
„Vertu sæl, Dejah Thoris“, hvíslaði jeg út í myrkrið.
,,Jeg hefi lifað og barist fyrir þig, og nú á mín kærasta
ósk að rætast, sú, að jeg deyji fyrir þig líka“ — Og svo
gleypti jeg töfluna.
Jeg borðaði þær allar, hverja af annari, og aldrei hefir
nein fæða verið gómsætari, þótt jeg hjeldi að í þeim.
fælist dauðinn sjálfur, líklega- angistarfullur .kvaladauði.
Þegar jeg sat þarna rólegur á gólfinu og beið endalok-
anna. kom jeg ósjálfrátt við bókfellsblað það, sem vafið
hafði verið utan um töflurnar. Jeg var að hugsa um æfi
mína og hinar mörgu hamingjustundir, sem jeg hafði átt,
er fingur mínir fundur einhverjar einkennilegar mis-
hæðir á blaðinu, sem þeir þreifuðu um.
Um stund virtist mjer ekkert einkennilegt við þetta, jeg
var aðeins svo lítið undrandi, en svo fann jeg að þetta var
upphleypt skrift, ein einasta lína.
Nú fór jeg að fara með fingurna hvað eftir annað yfir
hið upphleypta letur. Það virtust vera fjöguy orð. Gat
verið að þetta væri boðskapur til mín?
Það er ekkert spaug að þýða marsneskt skrifletur. Það
er að sumu leyti líkast hraðritun, að öðru leyti svipar
það til rrfyndaleturs og er gjörólíkt talmálinu. sem-er það
sama um allan hnöttinn.
Ritmálin eru hinsvegar fleiri, og því var það, að mjer
gekk ekki vel að ráða fram ur þessum orðum. Að lokum
jeði jeg þó það fyrsta. Það var á ritmáli Marentinumanna
og þýddi: „Vertu hugrakkur!“
Vertu hugrakkur!
mjjíúu/t’Æf,
Teitur:
Jeg var* sendur
hingað til að kaupa rúðugler,
sem er 11 sinnum níu að stærð.
Ertinn kaupmaður: — Því
miður höfum við ekki þá
stærð. En máske þjer gætuð not
að níu sinnum 11.
Teitur: — Best að reyna það.
Kanske enginn taki eftir því,
þó við látum það inn á hlið.
★
Ollum getur orðið á, eins og
sjá má á því, að góðviljaður ná-
ungi í Færeyjum sendi Mahat-
ma Gandhi vasaúr.
★
Dómarinn: — Eruð þjer viss
um, að þessi maður hafi verið.
ölvaður?
Lögreglumaðurinn: — Það
held jeg hljóti að vera. Þegar
jeg tók hann, var hann með
pottlok undir handleggnum og
sagðist ætla heim með það og
spila það á grammófóninn sinn.
Smekkur okkar breytist með
aldiinum. Litlum stúlkum þyk-
ir gaman að máluðum dúkkum;
strákar hafa ánægju af her-
mönnum. Þegar þau eru orðin
fullorðin, hafa litlar stúlkur
gaman af hermönnum og her-
mennirnir sækjast eftir máluð-
um dúlckum.
★
Auðrfijúki eiginmaðurinn á-
setti sjer að ná sjer niðri á kon
unni sinni, þó hann þyrfti að
bíða til dauðadags. Hann arf-
leiddi hana að einum þriðja
eigna sinna, það sem eftir var
fór til hjálpar fátækum. Þá var
og tekið fram í erfðaskránni, að
konan hans yrði að láta höggva
á grafsteininn hans orðin:
„Hann hvílir í friði“.
Ekkjan gerði eins og fyrir
hana var lagt, en bætti við'frá
eigin brjósti:
„Þangað til við sjáumst aft-
ur“.