Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 12
12 T>fwns?i MOEÖUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. jan. 1946 Myndir úr bæjarlífinu Framkald af bls. 8 kannske svo sem hundraðasti hluti þjóðarinnar, ræður öllu, en þeir sem andæfa einræðinu eru kallaðir 5. herdeild og þeim er útrýmt. — Já, þú fyrirgefur, þó jeg taki ekki skýrar til orða. Það ætti að vera óþarfi. Þeim er útrýmt. — Svo haldið þið, þessir, sem kennið ykkur við sameining alþýðunnar, að hægt sje að telja fólki trú um, að' það sje einhver ósiðsemi, sem ekki megi eiga sjer stað í siðuðu landi, að minnast á þessa fyrirmynd ykkar. Það á að heita ,,sovjethatur“. Það má ekki segja frá hlutunum eins og þeir eru — ekki nefna þá með rjettum nöfnum. Ekki benda fólkinu á, hvernig um- horfs á að vera í ykkar tilvon- andi sæluríki — hjer á okkar góða og gamla íslandi. — Jú, jeg held svo sem þið megið tala og tala, það tekur bara engin mark á ykkur. — Nei, ekki það? Jeg veit ósköp vel, að hinir heittrúuðu kommúnistar láta’sjer ekkert segjast. Þeir sem hafa brengl- að saman Moskva og himna- ríki, þeir trúa á sitt himnaríki, hvað sem hver segir, eins og hvert annað trúað fólk af gamla skólanum. En ofsatrúarflokkur eins og ykkar villuráfandi flokkur, hann á sjer aldrei langan ald- ur á íslandi. Því íslenska þjóð- in hefir aldrei verið góður jarð vegur fyrir ofsatrú í neinni mynd. Jeg geri ekki ráð fyrir því, Sólmundur minn, að þjer geti komið til hugar, að ís- lenska þjóðin fallist á að um- breyta stjórnskipulagi sínu, taka einræði fyrir lýðræði, of- beldi fyrir frelsi, leggja niður skoðanafrelsi, ritfrelsi og gangi undir þrældósmok fárra manna, ofurselja sál sína og þjóðmenning, af einskærri ást á nokkrum mönnum austur í Moskva, er láta sig dreyma stóra drauma um það að leggja undir sig heiminn. Vilt þú, sem íslendingur, að landið okkar og þjóðin hrökkvi eins og .lítill munnbiti ofan í þá þar eystra? Að þessu stefn- ið þið, vitandi eða óafvitandi. En við hinir eigum að þegja við öllu saman, allir eiga að þegja eins og mýs undir fjala- ketti — af einskærum kærleika til sovjetríkjannaT — Nú er jeg hættur að skilja, sagði Sólmundur og fór sína leið. — En það kemur að því; að bæði þú og aðrir skiljið sjálfa ykkur — og snúið við, kallaði Jón á eftir honujn. — Raula jeg... Framhald af bls. 11. Ófeigssonar á þessari bók sje með því allra skemtilegasta og besta, sem hjer hefir verið gert af því tagi. Tvær mjög fagrar vatnslitamyndir prýða bókina. Hefir einn af málurum vorum skreytt þær litum og gert það stórvel. Bókin er prentuð með stóru og mjög fallegu skriiletri. Letr- ið er brúnt, en rauður rammi prýðir hverja síðu. Að öllu samanlögðu er bókin hið mesta augnayndi og verður efalaust aufúsugestur á mörgu ísl^nsku heimili. Hún er ekk-i aðeins mjög prýðileg handa börnum og unglingum, heldur mun full tíða' fólk geta sótt þangað margvíslega ánægju. Gils Guðmundsson. Ekki rökrjett. NEW YORK: — Julius Goss, sem handtekinn var í Chicago, benti lögreglunni á, að það væri ekki rökrænt að ákæra sig fyr- ir að kveikja í kirkju, þar sem hann hefði lifað á því í 48 ár að stela úr samskotabaukum í kirkjum. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Minningarorð um: Herdísi Jónsdóttur í DAG verður borin til hinstu hvíldar Herdís Jónsdótt ir, er andaðist á Landspítalan- um 3. þ. m. eftir stutta en þján- ingarmikla legu. Herdís var fædd í Reykjavík 5. mars 1926. Foreldrar hennar eru Jón Gíslason skósm. frá Gröf í Hrunamannahreppi og Sólveig Þórðardóttir frá Neðri- Hóli í Staðarsveit. Við skyldfólk hennar og vin- ir urðum harmi lostin, er okk- ur barst sú dapra fregn, að þessi unga og yndislega stúlka hafði verið kvödd svo snögt úr okkar hóp, en sárust svíður þó sorgin í hjörtum ástvina henn- ar — foreldrar syrgja ástkæra dóttur, bræður sakna elskulegr ar systur og unnustinn tregar ástfólgna unnustu sína, en hin nýfædda dóttir þeirra nýtur ástríkrar umönnunar ömmu sinnar og er huggun hennar í sorginni. Líknsamur guð styðji þau öll og styrki og þerri burt saknaðartárin. Herdís hafði, þó ung væri, óvenjulega þroskaða skapgerð, hún myndaði sjer sjálfstæðar »**♦ »*♦ *XMI»*X**** ♦♦♦ ********* *♦* *♦* *♦****•«**•**♦* *** *•* Tilkynning Jeg undirritaður, hefi selt skóvinnustofu mína, á Laugaveg 51, hr. skósmið Jóni Guð- brandssyni. — Um leið og jeg þakka viðskipt- in á liðnum tíma, vænti jeg að hinn nýi eig- andi njóti sömu viðskipta, sem jeg hefi notið. Virðingarfylst jf^órannn S)teinf)ó> oróóon Samkvæmt ofanrituðu, hefi jeg undirritaður keypt Skóvinnustofu Þórarins Steinþórsson- ar, á Laugaveg 51 og vonast til að vérða að- njótandi sömu viðskipta, sem hann hefir notið. Virðingarfylst ^ón Cjn&lmndóóon X skoðanir á hverju, sem fyrir kom og varð þá ekki um þokað, hver sem í hlut átti, en þó svo, að enginn fyrtist við, svo mjög bjó hún mál sitt hnyttnum setn ingum og tilsvörum og fjörgaði alla í kringum sig með lífs- þrótti sínum og gamanyrðum. Hún gerði sjer líka grein fyr- ir, að lífið hafði sínar alvöru- hliðar, en um skoðanir henn- ar á þeim vissu engir nema þeir, sem handgengnastir voru, svo dul var hún og svo rólynd og styk var Herdís í veikind- um sínum, að hún leyndi því, hve þjáð hún var, til þess að hennar nánustu skyldu ekki hryggjast, og svo fríð sýnum var hún, að eftirtekt vakti, sem hin fegursta rós. Nú er hún horf in sjónum okkar um stund, en bjartar og hlýjar endurminn- ingar lifa eftir og verma hugi þeirra, er henni voru kærir. — Svo hvíl þá rótt á hinsta beði, þú holdsins duft, en andi þinn nú býr þar eilíf blómgast gleði, og bjartur Ijómar himininn, Hjá honum, sem kom ofan að, Með eilíft líf og gaf oss það. Vertu svo sæl, hugljúfa frænka mín. Far þú í friði, Frið ur guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir alt og alt. Föðurbróðir. Ljetust vera Norðmenn LONDON: Nýiega struku þrír þýskir fangar úr bæki- stöðvum 1 Suður-Englandi. Þeir voru handteknir viku síðar í Oxford, þar sem þeir þóttust vera Norðmenn. Sjálfstæðismenn fram- kvæma loforð sín Framh. af bls. 2. ar íbúðir þurfi að byggja á sem skemstum tíma, til að útrýma bröggunum og öðr- um slíkum heilsuspillandi íbúðum, og ráðast svo í þær framkvæmdir og láta því fófki, sem í hinu óheilnæma húsnæði býr, íbúðirnar í tje með viðráðanlegum kjörum. Þetta er einn megin-hluti stefnu Sjálfstæðismanna í þessum efnum. Stefnuatriði, sem Sjálfstæðismenn hafa haldið fram nú árum sam- an. Borgarstjóri barist fyrir við ríkisstjórn og á Alþingi, og bæjarstjórnin síðast á þessu hausti samþykt glögg- ar yfirlýsingar um. En eft- irtekarvert er, að enn er Þjóðviljinn með árásir á borgarstjóra einmitt vegna þess, að hann á Alþingi hef- ir heimtað þáttöku ríkisins, og sýnt fram á, að bærinn einn gæti ekki annað þessu verkefni. Kommúnistar gleymdn að byggja. Þjóðvíljinn hefir gert það að nokkru áróðursefni, að þessi hluti stefnuyfirlýsing- arinnar f jell niður við fyrstu prentun stefnuskrárinnar í Morgunblaðinu. Vissulega var það leitt óhapp, að slík jvilla skyldi koma fyrir í prentsmiðjunni. Verulegan jskaða gerir hún samt ekki, því að hún var þegar í stað Jeiðrjett og mun ekki verða til að draga úr framkvæmd- um af hálfu Sjálfstæðis- manna. Hitt er miklu leiðara, þeg ar flokkar gleyma því þegar þeir koma til valda, að framkvæma höfuð-atriði stefnuyfirlýsinga sinna, svo sem var á Siglufirði í bæj- arstjóratíð Áka Jakobsson- ar, þegar alveg gleymdist að byggja íbúðarhúsin, sem kommúnistar höfðu talað svo mikið um í bæjarrpála- yfirlýsingum sínum. Það er slík gleymska, sem verður bæði fólkinu og flokki þeim, sem um hana gerir sig seka, til verulegs tjóns. Og það er vegna þess, að slíkrar glevmsku hefir svo oft gætt af hálfu komm- únista, að fylgi þeirra fer svo ört minkandi, sem raun ber vitni um. 'l Nolan talar í símann: Glámur, þetta er Nolan. Heyrðu, hefiruðu nokkurn áhuga á vagni með litl- um útvarpstækjum? Glámur: — Hvað heldurðu, þau fljúga út. — Nolan: Það er fullur vagn af þeim hjerna á stöðinni. Hann fer hjeðan í lest nr. 22 í kvöld. — Glámur: Það er hraðskreið flutningalest, er það ekki, jæja, láttu mig vita um allt sem þarf. — X-9: Mikið vildi jeg að jeg gæti heyrt hvað dóninn er að segja. Hann er meira að segja búinn að grafa upp blaðið með vagnnúmerinu á. Mig grunar að hann sje maðurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.