Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. jan. 1946
MORGU.NBLAÐIÐ
7
- BRÁÐUM FLJÚGA ALLIR -
Viðtal við Odd Olaísson, lækni
S. í. B. S. flugvjel býst til farar.
Hægt er með hægu móti að
draga þak klefans frá til að
útsýni njóti sín, sem best má.
Þó eru gluggar stórir og væng-
irnir skyggja ekki á.
Vjelin lætur betur að stjórn
en flestar eða allar sem nú eru
fáanlegar. Skrokkurinn gerð-
ur með það fyrir augum að
fara sem best í sjó. Getur því
að fullu gagni gegnt hlutverki
skemmtihraðbáts á vötnum og
kyrrum sjó. Lyfta má þaki af
stefninu fyrir framan klefann,
þá vjelin er sest á veiðivatnið,
þar er rúm fyrir veiðimenn. -
Þeir munu þá varpa drekanum
fyrir borð og taka til við stang
S. í. B. S. flugvjelin sem mótorbátur.
„..*
Sæti stýrimanns í S. í. B. S. flugvjelinni.
----— '
ÞEGAR jeg, fyrir nokkrum
dögum, mætti Oddi Ólafssyni,
lækni í Reykjalundi á förnum
vegi, sá jeg tilsýndar að óvenju
vel lá á honum, svo kvikur vat
hann á velli og brosandi. Jeg
þóttist þegar viss um að mikið
happ hefði borist honum að
höndum eða stofnun þeirri, er
hann veitir forstöðu.
Mjer þótti gott að sjá lækn-
inn svo glaðan og faifnst hann
eiga það skilið að vel raknaði úr
erfiðleikum þeim, sem hann og
samstarfsmenn hans hafa átt
við að etja. Oddur læknir og
fjelagar hans hafa strítt í
ströngu allt síðastliðið ár og
enda lengur. Að þeirra frum-
kvæði og fyrir þrautseigju
þeirra og bjartsýni er nú í Mos-
fellssveit risið af grunni lítið
þorp, fagurra íbúðarhúsa og
vinnuskála, en þar vinna fjórir
tugir berklasjúklinga og ör-
yrkja að framfæri sínu og eru
harla glaðir. Að frumkvæði
Odds læknis og fjelaga hans og
vegna skilnings og öðlingslund-
ar íslenskra þégna, er hinn
myndarlegi vísir að fullkomnu
virmuheimili öryrkja vaxinn í
Reykjalundi.
Nú vorum við heppnir, segir
læknirinn, við höfum fest kaup
á amerískri flugvjel, handa
happdrættinu, í stað þeirrar
ensku, sem við áður höfðum
augastað á, en vorum þó aldrei
vel ánægðir með. Þessi nýja er
vjel í lagi, skal jeg segja þjer,
mikið stærri og fullkomnari en
hin, allra nýjasta gerð einkaflug
vjela. Þeir kalla hana „fljúg-
andi fiskibát.
Blessaður, segðu mjer nánar
af þessu, segi jeg þá og er allur
á lofti, því að jeg er afskaplega
spenntur fyrir flugi og flugvjel
um og er staðráðinn í því að
læra listina miklu fyrr en
seinna og segi alltaf að það sje
hreint enginn vandi að læra
flug. Þú verður að skrifa um
þetta í blöðin og birta myndir
af kostagripnum, ef þú átt þær.
Hvort jeg á, segir læknirinn,
margar myndir og nákvæma lýs
ingu, ásamt uppdráttum. — En
heldur þú ekki að rjettara sjé
að' einhver óviðkomandi skrifi
um þetta? T. d. þú. Lýsingin, af
vjelinni, í flugtímaritinu, er svo
yfirmáta glæsileg, að einhver
kynni að líta svo á að jeg færi
með skrum, vegna þess hve
málið er mjer skylt. Þú hefir
líka miklu minna að gera en
jeg, og ert ekkert of góður til
að taka ómakið af mjer.
En hvað þú getur sagt þetta
satt, segi jeg, en læknirinn rjett
ir mjer eintak af flugtímariti,
pakka af myndamótum ásamt
stórum myndum af furðuverk-
inu, sem hinn stálheppni skal
hljóta, fyrir 10 kr., í happdrætti
S. í. B. S.
Þú gerir þetta þá, lagsmaður,
segir Oddur og stikar á brott
hinn bróðugasti og iðar í skinn-
inu af fjöri.
Sá var nú ekki daufur í dálk
inn. Hann taldi auðsjáanlega
happdrættinu borgið. Jeg var
honum sammála og samgladd-
ist honum. Allir sem með eigin
augum hafa litið framkvæmd-4
irnar í Reykjalundi, samgleðj- i
ast Óddi lækni og samstatfs- /
mönnum hans, vegna þess að
Vinnuheimilið er eitt af þjóð-
nýtustu stofnunum hjer á
landi og byrjunarframkvæmd-
ir svo myndarlegar að sjónar-
vottur verður í senn glaður og
furðu lostinn.
Flugvjelin.
Gerð flugvjelar þeirrar, er
S. í. B. S., fyrst allra, mun
kynna almenningi hjer á landi,
er sú sem nú skal greina. Fræðsl
an er fngin úr flugtæknitíma-
ritinu ,,Air News“ og öðrum
blöðum.
Vjelin er af nýjustu og full-
komnustu gerð einkaflugvjela
til almenningsnota. Gerð 1
smiðjum „Republic Aviation
Corporation“, sem framleitt
hafa ,,Thunderbolt“ orustuvjel-
ar, en þær eru heimsfrægar.
Hefir sæti og ber 4 menn
að stýrimanni meðtöldum. Sest
jafnt á sjó og landi (amphibi-
an), tvívængja (monaplane).
Klefinn neðan vængja. Hreyf i
ill innbygður milli þeirra, en
drifspaðar fyrir aftan þá.
Hraði um 200 km. á klst.
Lendir með 70—80 km. hraða.
Flýgur 850 km. á eldsneytis-
birgðum sínum og eyðir á þeirri
vegalengd 70 gallonum. Tekur
sig upp af minstu flugvöllum,
þótt þeir sjeu mjúkir grasvell-
ir (tún). Öll er vjelin gerð úr
málmi og hreyfill loftkældur.
Vængjahaf 37’—8”. Lengd
28’—0”. Hæð 9’—4”.
Þyngd með eldsneyti og far-
þegum ca. 3000 libs. Þyngd tóm
1980 libs.
Klefinn hár og rúmgóður,
bólstruð sæti, annars allur bú-
inn sem farþegarúm dýrustu
fólksbíla.
arveiði með áhuga miklum og
gleðskap, en frúin framreiðir
inni í prúðbúnum klefanum. —•
Þetta líka inndæla nesti. (Ó,
hvílík sæla að lifa á 20. öldinni
miðri og eiga flugbát S. Í.B.S.).
Gerist þörf fyrir stórvirkari
veiðiaðferðir. (Hann kvað vera
tregur á stöngina), er ekki ann
að en leggja net, auðvelt að
vitja um þau því róa má loft-
skipinu sem prammi væri —
(þegpr heim kemur er allur afl
inn fenginn á stöng, jeg held nú
það).
Húrra fyrir S.Í.B.S.
Margt mætti enn segja um
kosti og fjölhæfni þessa kynja-
grips og vonandi gefst tækifæri
síðar. En gríðarlega var það vel
af sjer vikið af S.Í.B.S. að kló-
festa gripinn alveg nýspiíðaðan
og fá hann hingað löngu áður
en öllum almenningi í U. S.
gafst kostur á kaupum. — Það
má segja að lánið fylgi jafnan
þeim árvakra og duglega, en
einstök má þó sú heppni teljast
að S.Í.B.S. skyldi auðnast að
innleiða þetta furðuverk tækn-
innar á undan öllum öðrum,
jafnvel þótt hún sje verðskuld-
uð.
Annars má fullyrða að þessi
vjel er gerð af allri þeirrí verk
snild og hugviti sem tækni
Vesturheims- á yfir að ráða,
enda boðin út á markaði, sem
harðastar kröfur gerir um alla
vöruvöndun. Ekki er heldur
annað að heyra en einmitt þessi
flugvjelartegund hafi enn sem
komið er borið sigur af hólmi
í samkeppninni.
Það mætti segja mjer' að nú
verði hugur í unga fólkinu hjer
í Reykjavík og allir biðji góð-
ar vættir að gefa sjer heppni í
happdrætti S.B.Í.S.
Karlinn fljúgandi.
— Blekkingavefur
Framh. af bls. 6.
leg't lýðræði" kommúnista er
því sá, að þetta heiti er valið
einhverju hinu öflugusta kúg'
unartæki einræðisskipulags
þeirra. Þetta glamuryrði kann
pð gcta vilt einhverjum sýn um
stundarsakir, eins og önnur
siagorð kommúnista. En þess
mun þó skamt að bíða, að al-
menningur áttar sig á inni-
haldi þessa slagorðs, eins og
annara slagorða þeirra, og þá
munu draumar foringjanna
um „einræði mannlegrar skyii
semi“ (þ. e. þeirra sjálfra)
verða að engu.
S. í. B. S. vjelin tekur mið.
Stangarveiði á S. í. B. S. flugbát.