Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 16
VEÐURUTLITIÐ. Faxaflói: ÞOKUKLJÚFURINN — eitt af Sunnan cða suðaustan átt og rigning í dag. Þriðjudagur 15. janúar 1946 vopnum þeim, sem stríðið var unnið með. Sjá grein á bls. 9. Um 800 manns á fyrsta fundinum í flokkshúsi Sjálfstæðismanna Frá fundi Sjálfstæðismanna í flokkshúsinu á sunnudaginn var. Á myndinni sjest ekkí ncma nokkur hluti af salnum. Radíumsjóður geíur R.K.Í. ailar eignir sínar RAUÐA KROSSI íslands hafa nýlega verið gefnar allar eignir Radíumsjóðs íslands' en þær munu nema að verðleikum alt að 150 þús. kr. Radíumsjóður Islands var stofnaður fyrir rúmum 20 árum síðan. Takmark hans var að starfrækja radíumlækningar hjer á landi. — Keypti sjóður- inn til þessa bæði radíum og lækningaáhöld, en dr. Gunn- laugur Claessen annaðist lækn ingar. Aðalfundur Radíumsióðsins var haldinn s. 1. laugardag. — Fundurinn ræddi þá tillögu, að sjóðurinn skyldi hætta störfum, og allar eigur sjóðsins ganga til Rauða kross íslands. Var þetta samþykt. Þó mun einn fund.ur verða haldinn enn, til þess .að ÆskulýSsfundur HEIMDALLUR — fjelag ungra Sjálfstæðismanna og ungir kommúnistar leiða saman hesta sína í kvöld kl. 8.30. — Sjálf- stæðismenn, fjölmennið á fundinn og mætið stundvís íega. Húsið vcrður opnað kl. 8. — Hljómsveit húss- ins leikur áður en fundur- inn hefst. Reykvíkingar! Sannfær ist um undanhald kommún ista. Fjölmennið á fundinn. ganga endanléga frá samþykt þessari. Síðustu menn í stjórn Radíum sjóðs íslands voru: Hjalti Jóns- son ræðismaður, en hann var formaður sjóðsstjórnar, Eggert Claessen hæstarjettarmálaflutn ingsmaður, Páll Stefánsson stór kaupm., Kolbeinn Árnason kaupm. og Knud Zimsen, fyr- verandi borgarstjóri. 14 vjelbátar gerðir ÚS á línu frá Reykja- ?ík í velur FLEIRI vjelbátar verða gerðir út hjeðan frá Reykja- vík í vetur, en áður, eða sam tals 14 bátar, sem gerðir verða út á línu. í fyrravetur voru gerðir út 7 bátar á línu frá Reykjavík, en aðeins 2 í hitteðfyrra. Bátarnir, sem gerðir eru út hjeðan í vetur eru þessir: „Friðrik Jónsson“, „Jón Þor- láksson“, „Ásgeir“, ^Særún", „Svanur“, „Hólmsberg“, ,.Skeggi“, „Kári“, „Ársæll“, ,;Már“, „Austri“, „Jakob“, „Skíði“ og „Anglía“. Fjölmennur aðal- fundur „Baldurs" í Keflavík AÐALFUNDUR Málfundafje lagsins Baldurs í Keflavík var haldinn s. 1. sunnudag. — Var fundurinn vel sóttur. Á fundinum mættu m. a. Ax- ei Guðmundsson, formaður Landssambands Sjálfstæðis- verkamanna og sjómanna, Is- leifur Guðmundsson, varafor- maður sambandsins og Mey- vant Sigurðsson, ritari þess. — Töluðu þeir allir á fundinum. í stjórn Baldurs voru kosnir þeir Stígur Guðbrandsson, Guðmundur Magnússon, Val- geir Jónsson, Kristinn Jónsson og Hilmar Gunnarsson. — I varastjórn voru kosnir: ÞórðUr Ásgeirsson, Sigurður Magnús- son og Bjarni Albertsson. Mikill áhugi var ríkjandi á fundinum fyrir málefnum þess- ara samtaka og málefnum Sjálf stæðisflokksins í heild. Síldarverksmíðjan a Seyðisfirð; ao hefja bræðslu á ný Seyðisfirði, “mánudag. — Frá frjettaritara vorum. SÍLDARBRÆÐSLAN hjer er í þann veginn að hefja vinnslu á ný. M. s. Birkir liggur nú á Djúpavogi með fullfermi síldar, sem hann mun koma með hing- að. Fleiri veiðiskip eru væntan- leg á næstunni. Er óvenju síldar magn sagt vera fyrir austur- landi. Flokksmenn ánægðir með hin myndarlegu salarkynni SJÁLFSTÆÐISMENN KOMU í fyrsta sinn saman á fund í samkomuhúsi flokksins við Austurvöll á sunnu- daginn var. Samkomusalurinn er þó ekki fullgerður enn. Eftir er að ganga frá pallstúkunum framan við hliðar- pallana og ýmislegu veggskrauti. Endaþótt salurinn hafi ekki fengið þann glæsibrag, sem hann fær, þegar frá honum er gengið til fulls, þá leynir það |jer ekki fyrir neinum, sem þar kemur inn, að þetta verður vistlegasti og mesti samkomusalur Reykjavíkur. Sú tilhögun, að hafa upp- hækkaða palla meðfram tveim hliðarveggjum, gerir salarkynni þessi alveg sjerstaklega við- kunnanleg. Sjálfstæðismenn ljetu óveðr- ið á sunnudaginn ekki aftra sjer frá að sækja þenna fund í flokkshúsinu við Austurvöll. Því þar var hvert sæti skipað áður en fundurinn hófst. Allir voru ánægðir yfir húsinu og ljetu það óspart í ljós. Þarna geta áreiðanlega rúmast um 700 manns í sætum. En fleiri voru fundarmenn að þessu sinni, og það til muna. Dálítið leiksvið er inst í saln- um. Þar var í þetta sinn komið fyrir röð af íslenskum fánum, sitt hvoru megin við fána ílokks ins með hinu nýja fálkamerki. Fánar voru líka á öllum súlum í salnum. Hin rúmgóðu húsa- kynni og allur aðbúnaður í þessu nýja flokksheimili kom öllum mönnum í gott skap. Hljómsveit hússins spilaði á meðan menn voru að koma sjer fyrir í sætum. Fyrstur tók til máls Eyjólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri. Hann er formaður húsbyggingar nefndarinnar. Hann skýrði frá því að verkið hefði tafist nokk- uð vegna þess að flutningum á ýmsu efni hefði seinkað. En samkomusalurinn yrði notaður fram yfir kosningar í því ástandi sem hann er nú. Síðan yrði hann fullgerður. Það verk myndi taka mánaðartíma, svo salurinn yrði til fyrir samkom- ur og fundahöd aftur í febrúar- lok. Síðan kvaddi hann frú Guðrúnu Jónasson til fundar- stjóra, en ritari var Bjarni Sig- urðsson. Fyrstur ræðumanna var Bjarni Renediktsson. Rakti hann í stuttu máli hvernig að- staðan var við síðustu bæjar- stjórnarkosningar og hve mikl- um og stórstígum -framförum Sjáfstæðismenn hafa beitt sjer fyrir og komið í framkvæmd hjer í bæ á síðasta kjörtíma- bili. Næst tók frú Auður Auðuns til máls. Talaði hún m. a. um þau málefni bæjarins, er varða kvenþjóðina sjerstaklega. 'Þakk aði hún það traust, sem sjer hefði verið sýnt í prófkosning- unni innan flokksins. Sigurður Sigurðsson berkla- yfirlæknir tók næstur til máls. Hann ræddi um heilbrigðismál- in. Mintist á uppkast að nýrri heilbrigðissamþykt, sem búið er að semja. Ennfremur ræddi hann sjúkrahúsmálin. Var ræða hans fróðleg mjög. Jóhann Hafstein, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks ins, var næsti ræðumaður. Hann beindi máli sínu m. a. til unga fólksins Qg hvatti fundarmenn að leggja fram krafta sína við undirbúning bæjarstjórnar- kosninganna. Að síðustu talaði Ólafur Thors forsætisráðherra. Hann hóf mál sitt með þessum orð- um: Sjálfstæðismenn. — Við sigrum. Þetta sjeu mín fyrstu orð í þessu nýja vígi Sjálf- stæðisflokksins. Dundu við fagnaðaróp fund- armanna, er forsætisráðherr- ann hafði mælt þessi orð. Þessu næst flutti Ólafur Thors hvatningarorð til allra Sjálfstæðismanna, að gera sig- ur flokksins sem glæsilegastan í þessum kosningum. — Nú mætti enginn liggja á liði sínu, því að þessar kosningar hefðu meiri þýðingu fyrir þenna bæ og þjóðina í heild, en nokkrar kosningar aðrar. Að lokum ávarpaði frú Guð- rún Jónasson fundinn og óskaði Sjálfstæðisflokknum glæsileg- an sigur í kosningunum. —• Hljómsveit hússins ljek: Ó, fög ur er vor fósturjörð“, en fund armenn stóðu upp og sungu með. Listi SjáSfstæðismanna i Heykjawík er D-listi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.