Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 15. jan.' 1946 MORGUNBLAÐIÐ 11 &óL men tir: Símon í Norðnr Ný skáldsaga eftir Elinborgu Lárusdóttur Ný skáldsaga eftir El- ínborgu Lárusdóttur. Bókaútgáfan Norðri, 1945. FRU Elínborg Lárusdóttir er afkastamikill rithöfundur. — Á síðastliðnum áratug hafa kom- ið út eftir hana tíu bækur. — Símon í Norðurhlíð er sú ellefta Satt er það að vísu, að eigi verð ur skáld metið eftir bókafjölda og blaðsíðutali. Eigi að síður verður það að teljast afrek að skrifa svo margar bækur á jafn skömmum tíma og þurfa þó jafnframt margháttuðum öðrum störfum að gegna. Slíkt gera ekki aðrir en þeir, sem eiga ríka skáldhneigð og finna hjá sjer sjerstaka þörf til að fullnægja henni. Jeg hygg, að eigi sje ofmælt, þótt sagt sje að frú Elínborg njóti sívaxandi vinsælda hjá þjóðinni fyrir ritverk sín. Per- sónur þær, er hún sýnir lesend unum, eru margar sjerkennileg ar, ekki síst förumennirnir hennar, sem mörgum verða minnisstæðir. Yfirleitt er gam- an að kynnast fólkinu hennar Elínborgar. Það er hispurslaust og blátt áfram og manni verð- ur ósjálfrátt hlýtt til þess, fylg ist með kjörum þess, blíðum og' stríðum, tekur þátt í gleði þess og sorgum og saknar þess að fá ekki enn fleira um það að vita. Svo er og um sögupersónurnar í síðustu sögunni hennar Símon í Norðurhlíð. Þegar maður legg ur frá sjer bókina að loknum lestri, finnst manni, að hún hafi verið of stutt, og maður hefði kosið að fá að kynnast miklu nánar fólkinu þar, ekki síst Steingerði konu Símonar. — En máske gefst okkur færi á því í næstu bók frú Elínborgar. Símon í Norðurhlíð er draum lyndur maður, viðkvæmur og áhrifagjarn. Hann hafði þráð að mega ganga menntaveginn og alið í brjósti nokkra metnað- ardrauma í því sambandi. En örlögin skipuðu honum annan sess, fyrst vinnumannsins og síðan einyrkjans á litlu býli, Norðurhlíð. Hann ann Steingerði konu sinni, þó þau sjeu gerólík að skapgerð og eigi fátt sameigin- legt. Hún hugsar fyrst og fremst um raunveruleikann og hina efnalegu afkomu. Hann lifir í draumheimum sínum, en slær þó engan veginn slöku við störfin, og búskapinn á litla ný- býlinu þeirra í Norðurhlíð blómgast framar öllum vonum. En skyndilega dregur bliku á löft. Spákaupmenn, veraldarvanir og með glæsibrag hið ytra, fara ujn sveitina og ginna bændur til þess að skrifa á víxla og ganga í ábyrgðir og heita þeim skjótfengnum gróða. Þeir koma að Norðurhlíð og hitta Símon heima, hella í hann víni, og fá hann með fortölum og fagur- gala til þess að skrifa á háan víxil. Hann treystir þeim í ein- feldni sinni og sakleysi,, metn- aðardraumar hans fá nýjan byr undir vængi. Hann trúir því, áð innan skamms verði har.n ríkur maður. Það kemur því yfir hann eins og reiðarslag þegar víxillinn fellur á hann, og hann er orð- inn" öreigi. Steingerður, kona hans, getur ekki varist þess að láta nokkur beiskjuorð falla vegna ógætni hans. Áfallið verður þrefalt. Hann tapar öllu í senn, eignunum, vonunum um framtíðargæfu og metorð í sveitinni — virðingu og trausti þeirrar konu, sem hann ann. — Þetta verður honum ofraun. Hann lamast á sinni og strýkur að heiman. Hjer lýkur fyrra þætti sögunnar. Síðari hlutinn segir frá flakk aranum geðbilaða, Símoni í Norðurhlíð. í sjúkri ímyndun hans rætást draumarnir um metorð og frama. Hann nefnir sig dönsku nafni, Peter Elías- sen, er handgenginn sjálfum konunginum og hefir mikilvæg ' um hlutverkum að gegna, hvar sem hann fer. En þessum geð- | bilaða manni tekst að koma furðu miklu til leiðar, ekki síst ^ á prestheimilinu, þar sem hann j dvelur lengst — því að hjartað er gott, þrátt fyrir alt. Síðasti kafli sögunnar segir frá því, er hinn konunglegi hirð j meistari Peter Elíassen leggur I út í hríð og náttmyrkur til þess ; að sækja meðal handa veikum naumindum heim á prestsetrið * með meðöiin. En þá er þrek hans þrotið. Hann fárveikist, en í óráðinu finnur hann aftur sjálfan sig. Hann sjer heim til æskustöðvanna. Hann sjer litla heimilið í Norðurhlíð. Hann sjer Steingerði og Matta litla, dreng inn þeirra. En svo hverfur alt í móðu. Framundan blasir við langur vegur. Og vagn með hvítum fákum bíður eftir hon- um til þess að flytja útlagann heim. Það verður að vísu ekki sagt, að þessi bók sje gallalaus eða heilsteypt listaverk. En margir kaflar í bókinni eru prýðilega vel gerðir. Jeg las hana með ánægju. Yfir henni er hlýr, mjúkur og heillandi blær. Það var ekki laust við að hún minti mig ofurlítið á sumar sögur sænsku skáldkonunnar Selmu Lagerlöf. Mjer leið vel eftir lest ur hennar, og svo hygg jeg fleir um muni fara. S. V. erk sögupersónn: Sjeru Gylfi HVAÐ ER ÞAÐ, sem gerir sögubók að merkri bók? Hvað er það, sem gefur lífinu gildi, hvort sem er lífið í heimi raun- veruleikans eða í veröld skáld- verkanna? Það er persónuleik- ur manna. Það er persónuleikur sögupersónanna, sem gerir sögu bækurnar merkar Jeg tel þess vegna þrjár bækur eftir Guð- mun Daníelsson: Eld, Sand og Landið handan landsins meðal merkustu sögubóka, sem jeghef lesið nýlega. í þessum bókum skipar ekki,- eins og í sumum fyrri bókum Guðmundar, nátt- úran eða ytra borð atburðanna öndvegissess, heldur maðurinn. Hið mannlega, bið' innra líf manna hefir í þessum bókum brotist til valda í.skáldheimum Guðmundar Daníelssonar. — Mannssálin er þar höfuðvið- fangsefnið. Jeg vil nú fara íáeinum orð- um um einn af persónuleikum þessara bóka, prestinn Gylfa. -— Hann er þjónandi prestur í sveitaprestakalli, draumlyndur, mannvinur. Unnusta hans heit- ir Sólveig Sauðdal og er dótt- ir Gerðar, ráðskonu hans. En unnustan dvelur ekki með elsk huganum. Sólveig hefir beðið dauðans í tiu ár í fjarlægu sjúkrahúsi. í meðvitund prests ins birtist hún þegar í upphafi sögunnar eins og helgisögn. — Hún er tákn hreinleikans, þess hreinleika, sem er hærra en alt hið mannlega. Hún hefir ein- hvern veginn hálfsamtvinnast trúarþeli kennimannsins. Þrá- in eftir jarðneskri ást og kær- leikurinn til heilagrar köllunar er orðið sameinað í sálu hans. Svo að hann greinir sjálfur ekki ávalt þar á milli. Söfnuð- urinn skilur ekki prestinn og sækir ekki kirkjuna. Ráðskon- an reynir að finna bjargráð. Hún setur upp smáverslun á prestssetrinu til þess að hæna fólk að. En þetta ber ekki til- ætlaðan árangur Fólk kemur ekki til kirkjunnar. Presturinn bíður safnaðarins í tómri kirkj- unni. En þjónslund hans er svo rík, að þótt vonir hans um kirkjusóknina bregðist, getur hann ekki fengið af sjer að neita fólki um afgreiðslu í búð- inni, er það kemur til að versla einn sunnudag og ætlar ekki í kirkju. Ráðskonan hefir neit- að að afgreiða það. En prestur gengur til sölubúðarinnar í hempunni og hugsar: Jeg get þjónað söfnuði mínum víðar en á vígðum stað. Svo fer að honum þykir hemp an of þröng og leggur hana frá sjer sem fjötur. Honum skilst, að þá muni hann komast nær Guði og mönnum En það er fleira en hempan, sem á ekki samleið með honum á braut þeirri, sem hann velur. Það getur enginn átt samleið með honum. Brautin, sem hgnn fer, er sem sje gata. sem liggur þvert yfir annara vegi. Ráðs- konan tekur þetta svo nærri sjer, að hún vill ekki lifa leng- ur og gengur í sjóinn. Presturinn hefir líka, sem sje ekki einungis fyrirgert embætt- inu. Hann hefir tekið að sjer Ásdísi Sölvadóttur. stúlku, sem kemur til hans skipreika af hafi örlaganna, og Gerði finst að þetta barn veruleikans skipi nú Eftir Halldór Kolbeins það rúm í hjarta prestsins, sem Sólveig dóttir hennar ein átti tilkall til. Fyrir augum prestsms íklæð- ist helgimyndin, sem minningin um Sólveigu hafði skapað í huga hans, nú konulíkama. — Hann yfirgefur nú átthagana og líkh fortíðina að svo miklu leyti, sem bað stendur í valdi hans og flytur í fjarlægt bygð- arlag. En baráttunni til þess að verða frjáls lýkur ekki. Þó að hann hafi slitið af sjer fjötrá, finnur hann, að hann er bund- inn eftir sem áður. FrelSið á ekki heima í veröld yfirstand- andi tíma. Það er hvergi ríkj- andi, nema í landinu handan landsins. Þangað heldur hann nú ferðinni, og haráttan held- ur áfram. Nú hefst hið eiginlega -lífs- starf sjera Gylfa. Höfundurinn líkir því við sandgræðslu. — Hann stundar sandgræðslu meðal mannanna, og ha’nn sáir fræjum í bjargfastri trú á upp- skeru að lokum. Hver varð svo árangurinn? Náði presturinn takmarkinu? Er þessi veröld þannig gerð, að þvílíkir menn njéti sín. Svarið er bæði jákvætt og neikvætt. Hinn mikli sigur, sem maður- inn, sá maður, sem er í eðli sínu frjáls og göfugur, keppir að, sá sigur er óunninn. En 'sr. Gylfi metur engao veginn litils það, sem er minna en allt. Hann finnur bæði sjer til handa og hinum múskunnarlausa heimi það, sem er til bjargráða. Enda þó langt sje frá því að hann nái lokatakmarkinu. Hann útskýrir þetta fyrir vini sínum Ásdísi Sölvadóttur, og segir: Já, Ásdis mín, Sölva- dóttir. Hjerna ætla jeg að byggja °g rækta blóm. Og þeg- ar nýi tíminn fer hjgr hjá með rjettlæti sitt, hugsjónir og stríð og áir hjer vígmóður að morgni dags við garðinn þá mun jeg biðja blóm min, að bera á borð fyrir hann ilm sinn og daggir allar, a<5 þaS»mýki skap hans og geri hann auðugri að mildi upp frá því. Þetta er, hugsar skáldið, lífsviðhoT-f sáðmanns- ! ins. Hjer ræðir ekki um trú- jarbrögð í venjulegum skilningi 'og þess vegna eru svo fáir, sem skilja Gylfa. Mennirnir vilja binda sig á einhvern klafa og þeir telja þann skýjaglóp, sem leitar frelsisins annars staðar en á bældum brautum sjer- staks orðalags og fastmótaðra trúarsetninga. En sjer Gvlfi trú ir á lífið í allra fylstu merk- ingu þess orð og boðar lifstrúna eina. Halldór Kolbeins. Rauia jeg við rokkinn minn Raula jeg við rokkinn minn. Þulur og þjóð- kvæði. Ófeigur J. Ófeigs son gaf út. — ísafold- arprentsmiðja h.f. 1945. GOTT ER TIL þess að vita, að einhverjar hinar þjóðlegustu bókmentir íslendinga, þulurnar og þjóðkvæðin, skuli (enn vera aufúsugestir á fjölda heimila um land alt. Þetta er sá menn- ingararfur, sem liðnar kynslóð- ir hafa ornað sjer við á löngum skammdegiskvöldum norður- hjarans. Jafnvel sú kynslóð, sem enn er ekki nema mið- aldra, ólst upp við þennan hug- ljúfa skáldskap þjóðarinnar. Hún hlýddi á íslenskar mæður og ömmur raula þulurnar við rokkinn sinn og syngja þjóð- kvæðin yfir prjónunum. Breytt ^ ir þjóðhættir valda því, að unga fólkið nú á dögum fer á mis við rökkursöngva og kvöldvök- ur í hinu eldra formi. Afleið- ! ingin er sú, að æska landsins lærir fátt eitt hinna gömlu ljóð I menta beint af vörum eldra i fólksins, eins og áður var tíð- 1 ast. Eigi menningararfur þessi ekki að falla með öllu í 1 gleymsku, þarf að varðveita j hann og ávaxta með öðrum hætti. Þulurnar og þjóðkvæðin verða naumast flutt kynslóð nýja tímans öðru vísi en með bókum. Einhver kynni að halda að það væri ærnum erfiðleikum , bundið og naumast vinnandi ^vegur. Reynslan hefir þó sýnt það ótvírætt, að enn eiga ís- jlenskar þulur, þjóðkvæði og stef slíkt seiðmagn og þvílíkan yl, að stór hópur æskulýðs tek- ur hinu besta af þeim toga opn jum örmum. Kom það greini- lega í ljós er^ dr. Einar Öl. Sveinsson tók saman hina eink- ' ar vinsælu bók, ,.Fagrar heyrði jeg raddirnar“ Er mjer gjörla kunnugt um það, að jafnvel átta ára gömul börn hafa tekið miklu ástfóstri við bókina og lesið hana oítar en flestar aðr- ' ar bækur. Ófeigur læknir Ófeigsson er auðsjáanlega einn þeirra manna, sem á bernskuárum hafa kynst hinum fágætu töfr- um þjóðkvæðanna. Hefir hann nú tekið saman myndarlega bók, ,,Þulur og þjóðkvæði“. Margt er þar gamalla kunn- ingja, sumt í nokkuð annari mynd en algengust mun vera. Þá eru og í safni Ófeigs fágæt- 'ar þulur, sem sumar hverjar hafa ekki verið prentaðar áður. Efnisval bókar þessarar eitt saman ber þess Ijósan vott, a3 Ófeigur læknir er maður list— rænn og smekkvís. En hjer kemur einnig annað til. Útlit bókarinnar og frágangur allur sannar þetta engu síður. Hefir Ófeigur teiknað margar myndir í safnið, og er þar skemst af að segja, að þær eru mikil bókar- prýði. Mun það ýmissa manna mál, að skreyting Ófeigs J. Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.