Morgunblaðið - 14.02.1946, Síða 2

Morgunblaðið - 14.02.1946, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. febr. 1946 Nægjanleg bíladekk framleidd á næstunni Glæsilegur afmælisfundur Varðar fulltrúi Dunlop alhugar markaðshoriur á íslandi BRÁÐLEGA verður nóg á markaðnum af bíladekkjum, sem verst var fyrir almenning að fá styrjaldarárin. Áður en langt iíður komast gúmmíekrurnar í rækt og verður þá hægt að fá allar tegundir gúmmívara á ný. Hingað er nýkominn til landsins, hr. Arthur E. Durling, fulltrúi fyrir eitt af stærstu gúmmífyrirtækjum heimsins, Dunlop Co. í Englandi. Erindi .. hans hingað er að kynna sjer markaðshorfur fyrir fram- leiðslu fjelags síns og hvernjg best sje að haga innflutningi hingað með þarfir íslendinga fyrir augum. Gerfigummi og náttúrugummi. Blaðamaður frá Moz-gunblað- inu hitti hr. Durling, sem .snöggvast í skrifstofu Friðriks Bertelsens í gærdag. Durling sagði að náttúrugummi væri nú að koma á markaðinn á‘ ný, það myndi verða notað meir en gerfigummi, þrátt fyrir að gerfigummi hefði gefist vel styrjaldarái'in. Úr náttúru- gúmmíinu fengist betri vörur. Dunlop firmað framleiðir margskonar vöru úr gummi, auk bílabarða af öllum stærð- um framleiðir Dunlop marks- konar klæðnað og skótau úr gummi, knetti allskonarj gummivörúr á lækningastofur og spítala, dýnur, regnfrakka, gumrtiistígvjel og margt margt fleira. Golfleikendur, sem und- anfarin ár hafa verið í vandr- æðum með að fá knetti geta nú búist við að fá eins mikið og þeir vilja af þeim. Best klædda fólk í heimi. Hr. Durling var major í breska hernum. Hann hefir .víða farið 'um heiminn, en aldrei komið til íslands áður. Hann segist hafa orðið forviða að sjá hve Reykjavík er ný- tísku borg og hvergi í heim- inum segist hann hafa sjeð fólk betur klætt en hjer á landi, bæði konur og karla. .Gg í fyrsta sinn á æfinni hefi jeg borðað sannkallaðan fisk. Fiskur fæst hvergi betri en hjer ■hjá ykkur. . Hjer hefi jeg notið gestrisni í ríkum mæli og allir hafa tek- 4ð mjer alúðlega. Mjer finst að það sje margt líkt með bresku og íslensku þjóðinni. Sömu hugsjónirnar eru ofarlega hjá báðum þjóð- um. Einn sið, sem íslendingar hafa þekti jeg ekki áður en jeg kom hingað, segir hr. Durling, en það er hinn fallegi aiður að þakka fyrir matinn að loknum snæðingi. Og hita- veitan •er dásamleg, þar hefir náttúran verið örlát við ykkur Islendinga. Þegar jeg nú kveð ísland á jeg ekki aðra heitari ósk en þá, að þjóðin fái notið sem best hæfileika sinna og mögu- leí.ka og haldi áfram að verða stærri og meiri. ísland á eftir að verða og er raunar orðinn þýðingarmikill áfangi á flug- leiðinni milli Ameríku og Evrópu. Arthur E. Durling. Nýr bálur iil Veslmannaeyja Frá frjettaritara vorum. SÍÐASTLIÐINN laugardag kom hingað til Eyja bátur, sem keyptur hafði verið hingað frá Svíþjóð. Eigendur bátsins eru þeir Gunnar Marel Jónsson, Páll Oddgeirsson, útgerðarmað ur og Guðni Jóhannsson skip- stjóri. Var frjettamönnum blaða og útvarps boðið í gær, ásamt fleiri gestum, að skoða skipið. Ei- það hið glæsilegasta. Skipið er keypt í Gautaborg fyrir 340.000 ísl. krónur og er 84 smálestir að stærð með 200 hestafla June Munktell-vjel, og er ganghraði yfir 9 mílur. — Skipið er raflýst. Mannabústað ir eru mjög rúmgóðir og vel úr garði gerðir. Er upphitun með miðstöðvarkyndingu, og yfirleitt má segja, að útbúnað- ur skipsins sje mjög fullkominn enda er skipið svo að segja nýtt, aðeins 5 ára. Skipið hlaut nafn ið ,,Heimaklettur“. — Hafa eig endur í hyggju að nota það til fiskflutninga í vetur og á síld að sumri. Ickes veitt lausn Washington í gærkvöldi: TRUMAN Bandaríkjafor- seti veitti Harold Ickes, inn- anríkisráðherra Bandaríkj- anna, lausn frá embætti í dag^. — Ickes var einn áf ráð- herrunum í fyrsta ráðuneyti Roosevelts forseta, og hefir nú setið í ráðherrastóli í 13 ár samfleytt. — Ástæðan fyr ir lausnarbeiðni Ickes var ágreiningur milli hans og forsetans, meðal £mnars um það, hvernig hagnýta ætti ýmsar olíulindir. — Reuter- Áhugi og samhugur einkendu fundinn 1(9 manns ganga í fjelagið MIKIÐ fjölmenni var í Sýningarskálanum í gærkvöldi á afmælisfundi landsmálafjelagsins Varðar. Fundurinn var haldinn í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá stofnun fjelagsins. Formaður Varðar, Bjarni Benediktsson, borgarstjóri, setti fundinn og las upp í fundarbyrjun inntökubeiðnir frá 169 manns. Áður en gengið væri til dag1 skár minntist formaður þeirra sjómanna, sem nú nýverið hefðu látið lífið í baráttunni á hafinu og fært hina dýrustu fórn í þágu þjóðarinnar. Heiðr uðu fundarmenn minningu hinna látnu. Ljek nú Lúðrasveit Reykja- víkur nokkur lög og þökkuðu fundarmenn ágætan leik með dynjandi lófataki. Þá hófust ávörp formanna Varðar. Fyrstur tók til máls fyrsti formaður fjelagsins, Magnús Jónsson prófessor. Minntist hann upphafs fjelagsins og'þeirra aðstæðna í stjórnmálabaráttunnar áður en stai'fsemi Varðar hófst. ,,Jeg held að stofnun Varðar, í húsi K. F. U. M. þann 13. febrúar 1926, sje með því merkasta í starfi flokks okkar“, sagði ræðu maður. — Vörður varð sameig- inlegur vettvangur Sjálfstæðis- manna í stjórnmálabaráttunni. „Úr hinum mjóa vísi, sem gróð ursettur var 13. febrúar 1926, er nú orðinn eitt mesta stór- veldi í íslenskri pólitík“. maður sjerstaklega að hinum merka þætti Varðar í skipu- lagsmálum Sjálfstæðisflokks ins. Minntist hann sjerstak- lega starfshátta á fyrri árum fjelagsins. Þá tók til máls Guðmund- Benediktsson, er gengdi ur formensku í fjelaginu um 5 ára skeið. Gerði hann g'xein fyrir margháttuðu samstarfi Varðar við hin Sjálfstæðis- fjelögin í Reykjavík, en í stjórnartíð Guðmundar voru stofnuð Sjálfstæðiskvennafje lagið Hvöt og málfundafje- lag . Sjálfstæðisverkamanna Óðinn. „Vörður á að fylla stöðu varðmannsins“, -sagði ræðumaður - hann hefir gert það — mín ósk er að hann geri það þjóðinni til góðs á ókomnum árum“. Að lokum talaði fyrrver- andi ■ form*aður Stefán A. Pálsson. „Öll þau 20 ár, sem Vörður hefir starfað, hefir Sjálfstæðisflokkurinn aldrei tapað kosningum í Reykja- vík“, sagði ræðumaður. Gerði hann grein fyrir þætti Varð ar í starfi og skipulagi flokks fram unnum sidri í bæjar- stjórnarkosningunum, —< efla Vörð og gera fjelajpð styrkara en nokkru sinni að- ur. Þessu næst tók til máls formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Ólafur Thors, forsætis- ráðherra, er flutti fjelaginu árnaðaróskir og þakkir Sjálf stæðisflokksins, fyrir mörg afrek, er fjelagið ætti að baki í þágu flokks og þjóðar. Frú Guðrún Jónasson, for maður Hvatar, flutti næst kveðjuorð frá Sjálfstæðis- konum til Varðar. Þá fluttu formaður Heim- dallar, Ludvig Hjálmtýsson og formaður Óðins, Axel Guðmundsson, árnaðaróskir frá þessum tveim Sjálfstæð- isfjelög(um. Ólafur Jónsson frá Elliða- ey, flutti kveðjuorð frá Sjálf stæðisfjelaginu Skyldi í Stykkishólmi. í lok fundarins voru lesin heillaóskaskeyti, er Verði höfðu borist. Var þessi afmælisfundur mjög ánægjulegur og gleði- legur á 20 ára starfsbraut Varðar. þreföldu húrrahrópi. Þá bað formaður fundarmenn að rísa úr sætum og minnast næstu tveggja formanna Varð- ar, sem látnir pru, Jón Olafsson ar, alþingismannS og Guðmund ar Jóhannessonar, kaupmanns. Næstur tók til máls fjórði formaður fjelagsins Gustav A. Sveinsson. Hann minntist starf seminnar í formannstíð sinni, og samstarfs við marga ágætis menn. " „Það, sem mótað hefir giftu fjelagsins“, sagði ræðumaður, „eru hinar lýðræðislegu reglur og starfsaðferðir Varðarfjelags- ins“. — „Góðir Varðarmenn hafa altaf verið góðir Sjálfstæð ismenn“. — _ Þessu næst söng Pjetur Á. Jónsson með aðstoð lúðrasveti- arinnar, — Vakti söngur hans hina mestu hrifningu fundar- manna, enda söng Pjetur af miklum glæsileik. Næst tók til máis á fundin um Gunnar E. Benedikts- son, formaður Varðar 1933— 35, en hann hefir lengst af gengt einhverjum stjórnar- störfum í þágu fjelagjsins. Rakti hann ýms stjórnmála- afskipti fjelagsins, „er altaf hefði reynst hollur aðili hverju góðu máli í þágu ís- lenskra atvinnumála og aríh- arra þjóðmála“. Þá vjek for- Fundarmenn heiðruðu fyrsta. jns j bænum. „Gjör rjett formann Magnús Jónsson með þol ei órjett« _ eru ejnkunn arorð Varðar, — megi fjelag ið fylgja þeirri stefnu — voru niðurlagsorð ræðu- manns. Þá tók til máls síðastur fyrrverandi formaður fjelags ins, Eyjólfur Jóhannsson. „Sameinaðir í landsmálafje- laginu Verði hófu Sjálfstæð- ismenn baráttuna^ fyrir sam- eiginlegum hagsmunamálum fyrir 20 árum. Fyrsta verk- efnið er að marka fr^mtíðar- veginn. — Þann veg verður vel að varða — og það er verkefni Varðarmanna að vinna það starf af höndum til hagþældar fyrir Sjálfstæð isflokkinn11, sagði ræðumað- ur.------„Störf Varðar hafa löngum verið þau kenni- merki, er hafa vísað mörgum rjettu leiðina1,.---- Síðastur formannanna tal- aði núverandi formaður Varðar, Bjarni Benediktsson. Vjek hann orðum sínum að verkefni Varðar: „Án Varð- ar gæti Sjálfstæðisflokkur- inn ekki hafa unnið sína stöðugú kosningasigra í Reykjavík — fjelagið hefir viðhaldið arineldi stjórnmála áhugans meðal Sjálfstæðis- manna“, sagði formaður. - Flutti hann hvatningarorð til fundarmanna að fylgja Afgreiðsla mále á Alþingi FRUMVÁRPIÐ um fræðslu barna var til 2. umr. í Nd. í gær. Menntamálanefnd lagði til að frv. yrði samþykkt meS nokkrum breytingum, sem hún hafði gert á því, og voru þær allar samþ. samhljóða og frv. afgr. til 3. umr. Jón Sigurðsson gagnrýndi frv. nokkuð og taldi það draga of mikið úr áhrifum skóla- nefndanna til sveita. Frumvarpið um lantöku- heimild til handa síldarverk- smiðjum ríkisins var afgr. til Ed. Þriðja málíð, sem tekið var fyrir í Nd. var frv. Jóns Sig- urðssonar um breyt. á lögum um lax- og silungsveiði. Frv. fer fram á leyfi til að stofna fiskiræktarfjelag á tak- mörkuðu svæði innan fiski- hverfisins, þótt fellt hafi ver- ið að stofna fjelagið innan alls hverfisins. Frv. var vísað til landbúnaðarn. I Ed. var aðeins eitt mál á dagskrá, er fór áfram. Ðanskur sendikennari til háskólans hjer Khöfn í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. ÞANN 1. apríl n.k. verður aft ur stofnað danskt sendikennara embætti við Háskóla íslands, eftir að þar hefir ekki verið sendikennari um 20 ára skeið, vegna þess, að Danir vildu held ur senda menn til fyrirlestra- halda þangað, fyrir það fje, sem til þessa var veitt. Danir hafa skipað adjunkt Martin Larsen í þessa stöðu. Þýðing hans á Eddu, er gerð var árið 1943, vakti mikla athygli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.