Morgunblaðið - 14.02.1946, Side 10

Morgunblaðið - 14.02.1946, Side 10
10 MORGUNBLAÐI3 Fimtudagur 14, febr. 1946 J/ r ó t i a d í (í a líFj ot'avi n L iCl (f Miklar líkur til að Andersson og Hágg fái ekki lengur að-keppa sem áhugamenn fslenskt drengjamet í frjálsum íþróttum íslensku drengjametin í frjáls- um íþróttum eru núna sem hjer segir: 60 m hlaup 7,2 sek. Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR 1943. 80 m hlaup 9,3 sek. Finnbj. Þorvaldsson, ÍR 1943. 100 m hlaup 11,4 sek. Finnbj. Þorvaldsson, ÍR 1943. 200 m. hlaup 23,8 sek. Finnbj. Þorvaldsson, ÍR 1943. 300 m hlaup 38,7 sek. Finnbj. Þorvaldsson, ÍR 1943. 400 m blaup 53.8 sek. Magn- ús Þórarinsson, Ármann 1945. 800 m hlaup 2:85,6 mín. Ósk- 'ar Jónssop, ÍR 1944. 1000 m hlaup 2:46,6 mín. Páll Halldórsson, KR 1944. 1500 m hlaup 4:17,4 mín. Ósk ar Jónsson, ÍR 1944. > 3000 m hl. 9:31,8 mín. Óskar •Jónsson, ÍR 1944. ■ 5000 m hlaup 16:13,0 mín. Guðm. Þ. Jónsson, ÍK 1940. 110 m grindahlaup 16,8 min. Ólafur Nielsen, Ármann 1945. 400 m grindahlaup 1:03,6 mín. Haukur Clausen, ÍR 1945. 4 X 100 m boðhlaup 47,1 sek. KR 1945. 4 X 200 m boðhlaup 1:38,2 mín. ÍR 1943. 4 X 400 m boðhlaup 3.48,6 * mín. ÍR 1943. 4 X 1500 m boðhlaup 19:29,2 mín. ÍR 1945. 1000 m boðhlaup 2:11,7 mín. KR 1944. Hástökk 1,82 m. Skuli Guð- mundsson, KR 1943. Langstökk 6.46 m Þorkell Jó hannesson, FH 1944. Þrístökk 13,55 m Björn Vilmundarson, KR 1945. Stangarstökk 3,60 m Kol- beinn Kristinsson, Samvinnusk. 1945. Kúluvarp 17.35 m Gunnar Huseby, KR 1941. Kringlukast 53,82 m Gunnar Huseby, KR 1941. Spjótkast 53,71 m Jóel Sig- urbsson, ÍR 1943. Sleggjukast 40,73 m Áki Grenz, KV 1944. Þríþraut 1870 stig, Bragi Friðriksson, KR 1943. Drengjametjn hafa aldrei verið staðfest af stjórn í. S. í., ^heldur aðeins viðurkennt í orði kveðnu. Þetta heíir haft það í j för með sjer, að ekki hefir ver- ið haft eins strangt eftirlit með því, að þau fullnægi fyllilega þeim kröfum, sem gerðar eru um íslandsmet og annars hefði orðið. Álil forseta sænska íþróttasambandsins og forsefa olympiska ráðsins MJÖG STERKAR LÍKUR virðast nú fyrir því, að hinum heimsfrægu sænsku hlaupurum Gunder Hágg og Arne Anders- son verði ekki lengur leyft að keppa sem áhuga-íþróttamönnum (amatörum). Er álitið, að þeir hafi þegið of mikið fje fyrir þátt- töku sína í keppnum. Gert er ráð fyrir að þetta bann gildi þá æfilangt. Frá þessu er skýrt í Politiken 19. janúar s.l. samkvæmt við- tali sem Stokkhólmsblaðið Dag ens Nyheter átti við forseta sænska iþróttasambandsins, Bo Lindman. — Það er mikið áfall fyrir Svía að missa þessa ágætu íþróttamenn úr tölu áhuga- manna sinna. Annars verður mál þetta auðvitað rannsakað ýtarlega? Það er enginn vafi á því, að það verður til þess, að enn strangara eftirlit verður í framtíðinni haft með því, að á- hugamenn brjóti ekki reglur þær, sem þeim eru settar. Það er ekki hægt að segja um á þessu stigi málsins, hvort eitt- hvað af metum Hággs og And- erssons verða dæma ólögleg, en ef atvinnumenska sannast á þá, áður en þau voru sett, verður það að sjálfsögðu gert. Álit forseta olympiska ráðsins. Frjettaritari sænska blaðsins „Expressen“, átti nýlega tal um þetta mál við Mr. Avery Brun- dage, forseta olympiska ráðs- ins. Hvað Brundáge útlitið fyr- ir sænsku hlauparana langt frá því gott. Hann er algerlega á móti því, að áhugamannaregl- unum verði breytt nokkuð, en sænska íþróttasambandið hefir farið fram á, að þær verði end- urskoðaðar. Áhugamaður á að vera áhugamaður, segir hann, ekki einu sinni Guð getur breytt núgildandi áhugamannareglum. Brundage segir ennfremur: „Það er ekki aðalatriðið, hve frækinn íþróttamaðurinn er. — Það, sem jeg tel fyrir mestu er, að hann meti íþróttina vegna hennar sjálfrar og láti sjer nægja ánægjuna og gagnið, er hún veitir honum. Hann á að jiðka íþróttir af ást til þeirra, j en ekki vegna peninga. En ef j atvinnumenska er viðhöfð á jannað borð, þá á hún að vera heiðarleg, en enginn tvískinn- ungur“. Brundage viðurkennir að eft irlitið hafi hingað til ef til vill 1 ekki verið nógu strangt, jafn- vel á síðustu Olympíuleikjum, (þar sem sum íþróttasamtök, jeins og t. d. sundmanna og skíðamanna, hafi leyft kennur- um 1 greinunum að taka þátt í keppni áhugamanna. „Það verð • ur tekið fyrir þetta nú“, segir hann ennfremur, „olympiska ráðið hefir tilkynt viðkomandi sjersamböndum, að kennurum skuli ekki leyfð þátttaka í slík- um keppnum, þær eru aðeins fyrir hreina áhugamenn“. Rússar útilokaðir frá Olympíu- leikjum. Þegar Brundage var spurður að, hvort nokkrir möguleikar væru á því, að Rússar gætu verið með í næstu Olympíu- leikum, svaraði hann því neit- andi, Rússar væru algerlega at- vinnumenn. Mikið verkefni bíður íþrótt- anna. Brundage sagði sænska blaða manninum að lokum, að hann væri í engum vafa um, að í- þróttirnar ættu blómaöld fram undan, og að þeirra biði mikið hlutverk í framtíðinni, hvað snerti uppbyggingu hins nýja heims. Þorbjörn. áinó Fiá Sundmóti Ægis íslenskir skíðamenn faka þált í keppni í Svíþjóð TVEIR íslenskir skíðamenn tóku 10. þ. m. þátt í alþjóða- stökkkeppni, sem haldin var í „Ángermanland“ í Svíþjóð. — Voru það Siglfirðingarnir Jón- as Ásgeirsson og Haraldur Páls son. Keppendur í móti þessu voru als 40 frá Svíþjóð og Finnland’ og íslendingarnir tveir. Jóna: varð 11. í röðinni, en Haraldu. 19. — Má það kallast gó; frammistaða hjá þeim fjelög- um, enda fengu þeir góð: dóma ytra. . Skíðaráði Reykjdvíkur bars' skeyti um þetta í gærkveldi, er þeir Jónas og Haraldur eru nv á skíðanámskeiði í „Storlien" í Svíþjóð. Komust þeir þangaf fyrir milligöngu Skíðaráðsins Hin heimsfræga danskf sundkona, Inga Sörensen, hefii misst áhugann á sundi og lagl íþróttirnar á hilluna. Henni var boðin þátttaka í fyrsta sundmótinu, sem fram á af fara í sundhöllinni í Odensr nú í fjögur ár, en hún hafnaði því. Keppa Svíar þar við Dani. * MYNDIR þær, sem hjer eru birtar, eru frá sundmóti Ægis, sem haldið var í Sundhöllinni fimtudaginn 7. þ. mán. — Mót þetta var fyrsta sundmót ársins og tókst yfirleitt ágætlega. Ár- angur var góður í öllum grein- um á okkar mælikvarða, en í sundi erum við, hvað getu snerí ir, langt á eftir flestum öðrum þjóðum heims. En sundíþróttin á hjer vaxandi vinsældum að fagna. Er það gleðiefni og spáir henni góðri framtíð. Efsta myndin sýnir Sigurð Jónsson frá U. M. S. Þingeyingi í 400 m. bringusundskeppni karla. Hann vann keppnina að þessu sinni mjög glæsilega, en alnafni hans úr K. R. hefir oft verið honum erfiðari keppinaut ur en nú. Næsta mynd er af Önnu Ól- afsdóttur, hinni 13 ára gömlu sundkonu Ármanns, sem setti annað Islandsmetjð sitt í þess- ari keppni. Var það í 400 metra bringusur.di kvenna. Hún var ekkert að skera metið við negl- ur sjer, synti á 7:06,9 mín., eða rúmri hálfri mín. undir gamla metinu. Þá er Ari Guðmundsson, Æg- ir. Hann er nú besti skriðsunds- maður okkar og setti nýtt ís- landsmet í 50 m. skriðsundi á bessu móti, synti á 27,2 sek. Neðsta myndin er af þrem fyrstu mönnum í 400 m bringu- sundi karla (talið frá vinstri): Sigurður Jónsson, KR, Sigurð- ur Jónsson, Þing., og Atli Stein arsson, ÍR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.