Morgunblaðið - 27.02.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1946, Blaðsíða 1
33. árgangnr. 47. tbl. — Miðvikudagur 27. febrúar 1946 Isafoldaxprentsmiðja h.f. Öeirðum d Indlandi er nú að slota Sveinn Björnsson forseti Islands 65 ára í dag SVEINN BJÖRNSSON, forseti íslands á 65 ára afmæli í dag. íslensk þjóð flytur hinum fyrsta íslenska þjóðhöfð- ingja árnaðaróskir sínar. Kröfugðngur stúdenta í Shanghai gegn Rússum London í gærkveldi: FJÖRUTÍU þúsund kínversk ir stúdentar fóru kröfugöngur um Shanghai í dag, til þess að mótmæla því, að Rússar hafa ekki enn farið með her sinn á brott úr Manchuriu. Voru á- róðurstilkynningar gegn Rúss- um límdar upp um alla borg- ina, meira að segja yfir alla framhlið rússnesku ræðismanns byggingarinnar í borginni. í bækistöðvum Malinowskys, sem ræður fyrir herjum Rússa í Manchuriu, hefir verið tilkynt að Rússar sjeu að fara með her inn frá landinu, en það hafi dregist vegna þess, að Kínverj ar hefðu ekki komið nægilega miklum her til landsins, vegna flutningaörðugleika o. fl. Var svo um mælt í tilkynningunni, að Rússar myndu verða farnir jafnsnemma úr Manchuriu og Bandaríkjamenn burt frá Kína með sinn her. — Reuter. New York í gærkveldi: Fregnir frá Kína herma í kvöld, að kommúnistaherir hafi byrjað sókn gegn herjum Chungkingstjórnarinnar um 80 km. fyrir suðvestan Mukden, með það fyrir augum ,að ná á sitt vald borginni Sin-Min, sem stjórnarherinn hefir á veldi sínu. — Eru bardagar taldir all harðir þarna, sem stendur. — Reuter. Falia Frakkar frá kröfu um Ruhr! Berlín í gærkveldi: Útvarpið í Berlín segir frá því í kvöld, að frönsku meðlimirnir í eftirlitsnefnd Bandamanna í Berlín, hafi hætt við kröfuna um það, að Ruhrhjeraðið verði und ir alþjóðastjórn. — Yfir- maður Frakka í nefndinni hefir látið svo um mælt, að Bretar og Bandaríkjamenn vilji að Ruhrlijeraðið verði í framtíðinni hluti af Þýskalandi, sem alt verði þá undir einni stjórn, og verði ekkert erlent eftirlit haft með hjeraðinu. — Seg ir útvarpið, að þetta sje í samræmi við þá ákvörðun Potsdamráðstefnunnar, að Þýskaland verði allt ein fjárhagsleg og viðskipta- leg heild, og hafi nú full- trúar Frakka sjeð, að þetta muni vera best þannig. — Reuter. Hjer verða æfiatriði hans ekki rakin að þessu sinni, enda eru þau alþjóð í öllum aðalatriðum kunn. Það, sem skiftir mestu máli, er, að þegar þjóðin á s. 1. vori skyldi kjósa sjer for- seta, þá ríkti sá einhugur í því máli, að Sveinn Björns- son yrði kosinn, að almenn kosning var óþörf, því eng- inn annar var í kjöri. Ótvíræðari traustsyfirlýs- ing frá alþjóð manna varð naumast -fengin. Að óreyndu efuðust ýms- ir um það, að íslendingum mætti takast að fá hinu unga lýðveldi forseta, sem stæði utan og ofan við stjórnmála- þref og flokkaerjur. Þetta tókst giftusamlega þegar til kom. Með þeirri byrjun má vænta þess að hjer skapist sú hefð, sem áreiðanlega yrði giftudrjúg fyrir þjóð- ina. Þegar stjórnmálaflokkun- um bregst sú bogalist, að fá st'arfhæfa þingbundna stjórn, veltur það fyrst og fremst á myndugleik og ■stjórnvísi forsetans að fá þau vandræði leyst. Þá er hann í sinni persónu full- trúi gervallrar þjóðarinnar, og forysta hans miðast við það, að vilji hennar og hags- munir fái sem best notið sín. Af öllum núlifandi ís- lendingum er það Sveinn Björnsson forseti fyrst og fremst, sem almenningur í landinu treystir til slíkrar handleiðslu. En um leið hef- ir íslenskt þjóðlíf fengið nýj an streng, þegar menn sjá, að þeim mönnum er búinn hinn mesti vegsauki og virð- ingarstaða, sem vinna þjóð- heillastörf sín utan við af- markað svið stjórnmála- flokkanna. Þegar Sveinn Björnsson var kosinn ríkisstjóri á Al- þingi, tókst svo til að Bessa- staðir voru gerðir aðseturs- staður hans. Við þenna stað eru tengdar ýmsar daprár minningar úr sögu þjóðar- innar. Því hjer var höfuð- ból hins erlenda valds á mestu niðurlægingartímum þjóðar vorrar. Sveinn Björnsson vildi Framh. á 2. síöu Leiðtogar Ind- verja fordæma uppþotin London í gærkvöldi. ÓEIRÐUNUM í Indlandi virðist nú vera að slota. Voru magnaðar róstur í borginni Madras í dag, en með kvöld- inu er þar alt kyrt. Einnig er rólegt í Bombay. Þar var haldinn fjöldafundur í kvöld og fordæmdi einn af leiðtog- um Þjóðþingsflokksins þar í ræðu, þær aðferðfr í sjálf- stæðisbaráttunni. að grípa til ofbeldis. — Hann sagði það skoðun sína, að óábyrgir að- ilar hefðu æst fólkið upp til hryðjuverka. — Leiðtogar Þjóðþingsflokksins fóru um Bombay í dag og skoðuðu hinar miklu skemdir, sem þar hafa orðið vegna óeirð- anna. Uppþotin í Madras. Uppþotin í Madras í dag, byrjuðu með því. að múgur manns safnaðist saman á göt- um borgarinnar og fór um þær fylktu liði. Er mann- fjöldinn kom að járnbrautar stöð einni, var einmitt að' koma þangað farþegalest og varpaði fólkið grjóti að fyrsta flokks farþeg'um, og greip þá lögreglan til skot- vopna og skaut á mannfjöld- ann. Var ókyrrð fram eftir degi, en svo slotaði. Fjöldi manna af ýmsum stjettum lagði niður vinnu/og búðum var lokað. Á þingi Breta. Indlandsmálin voru gerð að umræðuefni í báðum deild- um breska þingsins í dag. — Attlee forsætisráðherra flutti ræðu í neðri málstofunni og sagði þar. að breska stjórn- in styddi algjörlega stefnu hershöfðingjans í Indlandi í málum þessum. Hið sama sagði Lawrence Indlands- málaráðherra í efri málstof- unni. Rannsókn verður látin fara fram á óeirðum þeim, sem hafa orðið í landinu nú upp á síðkastið. Allmargir af sjóliðum þeim, sem voru á herskipinu Hindustan hafa verið handteknir. NEW YORK: í Kimmama, Idaho, brann geymir einn mik ill niður til grunna. í geymi þessum voru 5000 gallónar af vatni. Brefar forvíða á undanbrögðum Búlgaríusfjórnar London í gærkveldi: FYRIR nokkru barst það að eyrum bresku stjórnarinnar og Bandaríkjastjórnar, að Búlgar- íustjórn hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar um skaða bætur til Grikkja og Jugoslava um að skila aftur ýmsu, sem Búlgarar höfðu tekið frá þess- um þjóðum, er þeir hernámu hluta landa þeirra. — Nú hef- ir forsætisráðherra Búlgara lýst því yfir, að þessu hafi verið skilað aftur, en skýrslurnar frá Grikkjum segja, að skilað hafi aftur verið 51 járnbrautarvagn hlössum í stað 80, sem tekin höfðu verið. — í vögnunum, er komu frá Búlgaríu til Grikk- lands voru eldgamlar og ryðgað ar landbúnaðarvjelar og af- gamlar fállbyssur, sem teknar höfðu verið af hergagnasafni í Sofia. Hefir breska stjórnin lýst því yfir opinberlega, að „hún sje forviða á slíkri afgreiðslu mála og hinu fáránlegu blekkingar- svari búlgarska forsætisráðherr ans“. — Er tekið fram í London að breska stjórnin og stjórn Bandaríkjanna muni ekki láta slíkt framferði óátalið. — Reuter. Áksrur Brefa og Egypfa á víxl London í gærkveldi: BRETAR og Egyptar ákæra nú hvorir aðra fyrir að hafa átt upptökin að óeirðum þeim, sem urðu í Cairo, er ráðist var á stöðvar Breska hersins og miklar óeirðir urðu. — Bretar segja, að ráðist hafi verið á byggingar hers þeirra í borg- inni, áður en breskir hermenn óku í tveim bifreiðum á mann þyrping egyptska í Cairo og drápu þar 8 menn, en þetta hafa Egyptar haldið fram að verið hafi upptök óeirðanna. 4 Stúdentar enn á ferðinni. Egyptskir stúdentar hafa enn verið á ferli í borgum Egypta- lands og haldið fundi. — Sam- þykktu þeir þar, að þeir skyldu ekki tala ensku, ekki kaupa enskar vörur, uns enskur her, væri farinn frá Egyptalandi. — Var mikil andúð gegn Bretum á fundum þessum. — Leiðtogar Arabaríkjanna hafa komið sam an á fundi, til þess að athuga, hva^ þeim beri að gera í sam- bandi við þetta. — Reuter. STRAUK TVISVAR. LONDON: — Nýlega náðust þrír glæpamenn, sem strokið höfðu frá Dartmoorfangelsi. Höfðu þeir gengið lausir í hálf- an mánuð. Einn þeirra hafði sloppið áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.