Morgunblaðið - 27.02.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1946, Blaðsíða 2
2 MOEGlJNBLAÐIfl Miðvikudagur 27. febr. 1946. : — Forseli íslands 65 ára Framh. af 1. siðn. ekki að hinar döpru sögu- legu minningar fældu menn frá því að gera Bessastaði að forsetabústað. Einmitt þessi sjtaður sem minnir menn óft á eymd þjóðarinnar fyrr á árum, skyldi í framtíð- ihni verða íslenskasti stað- urinn á íslandi, höfuðból forsetans, en um leið skyldi þar fá skjól hið besta sem íslensk menning fær alið í hvítetna. Með þeim hug settist for- seti íslands að á Bessastöð- úm. íslenska þjóðin þakkar áveini Björnssyni fyrir margþætt starf hans í þágu fslendinga, fyrir forgöngu hans í atvinnu- og fjármál- um, meðan hann starfaði hjer sem málaflutningsmað- ur. fulltrúi í bæjarstjórn Reykjavíkur og sem þing- maður. : Að heita má allan þann tíma, sem sambandssáttmál- inn var í gildi_ er gerður var 1918 milli íslendinga og Dana var Sveinn Björnsson forseti fremsti fulltrúi lands ins í samningum og við- skiftum vorum við aðrar þjóðir. Yrði það langt mál, ef rekja ætti öll þau störf hans. Eftir alla þá þjónustu hans og fyrirgreiðslu fvrir íslenska hagsmuni varð hann sjálfkjörinn sem fyrsti forseti lýðveldisins. Um leið og íslendingar flytja íorsetanum árnaðar- óskir sínar í dag, og þakka honum handleiðslu hans á marga lund bera menn þær eindregnu vonir í brjósti, að þjóðin meigi lengi njóta forystu hans, sem forseta lýðveldisins. Sklðamólin við Holmenkollen við Oslo heijasi I vikunni SKÍÐAMÓTIN við Holmenn kollen við Oslo hefjast í þess- ari viku og er þátttaka mjög mikil. Búist er við að þetta verði mesta skíðamót, sem nokkru sinni hefir verið hald- ið, þar sem nú eru liðin fimm ár síðan slíkt skíðamót var hald ið í Noregi. 50 km. ganga verður í dag og eru þátttakendur 145. 18 km. ganga verður á laugardag og eru þátttakendur 229. Stökkkeppnin fer fram þann 3. mars og hefst kl. 1,15'eftir norskum tíma og verður út- varpað lýsingu á keppninni, Þátttakendur eru 260. 78 þátttakendur eru í 18 km. göngu og stökki samanlagt, 39 þátttakendur í unglingakeppni og 143 í sjerstakri stökkkeppni. Bestu skíðamenn Noregs taka þátt í mótinu og ennfremur nokkrir erlendir þátttakendur. Allir sendiherrar í Oslo hafa tilkynnt að þeir muni verða við staddir og vitanlega verður norska konungsfjölskyldan við stödd. Öll pallsæti eru löngu út- seld og ekki er íiægt að fá her- bergi á einu einasta gistihúsi í Oslo. Þjóðverjar eyðilögðu stökk- brautnia, en unnið hefir verið af kappi að koma henni í samt lag aftur. Lengsta stökk í pall- inum er um 80 metra. Stökk- pallurinn verður reyndur í dag. G. A. NEW YOítK: Kona ein í Lindsborg í Kansas varð held- ur betur hlssa, þegar hún sá komna stóreflis tómata á eina pottaplötuna sína, sem hún hjelt að væri rósatrje. Dönsk frelsishetja stal 660 þús. kr. FLEMMING B. MUUS major heitir maðurinn hjer á mynd- inni. Hann var einn af kunn- ustu mönnum í dönsku frelsis- hreyfingunni. Hugdjarfur mað- ur sem. fór í fallhlíf úr enskri flugvjel á danska grund til að berjast gegn Þjóðverjum. — Muus var í miklu áliti bæði hjá Dönum og handamönnum og Bretakonungur sæmdi hann heiðui'smerki fyrir afrek Kans. Nú hefir það komið í ljós að Muus major dró sjer 600,000 krónur af fje sem Bretar sendu hann með til Danmerkur til að standa straum af kostnaði við störf frelsishreyfingarinnar dönsku. 152 farþegar með Dr. Alexandrine DR. Alexandrine kom hingað frá Kaupmannahöfn á mánu- dagsmorgun. — Með skipinu voru 152 farþegar, þar af um 30 íslendingar, 50 Danir og um 70 Færeyingar. Þrátt fyrir verkfallið var öll um pósti, böggla og brjefa skip að í land. Erlendur Ó. Pjetursson um- boðsmaður Sameinaða skýrði blaðinu svo frá í gærkveldi, að skipið myndi ef til vill fara hjeðan án þess að vörunum yrði skipað upp. — Það væri undir því komið hvort vinnudeilan leystist. Það væri ákveðið að skipið lægi hjer í dag og a. m. k. eitthvað fram eftir degi á morgun, en eftir þann tíma væri ekki hægt að segja um, hvað gert yrði. Islenskir farþegar með skip- inu voru: Óskar Halldórsson, Matthild ur Björnsson, Ilse Marie Dung al, Benedikt Waage, Fritz Hen drik Bentsen, Ólafur Gísla- son, Lísa Gíslason, Inger Blön- dal, Guðbjörg Ólafsdóttir, Kristjana Jóhannsdóttir, Jónas Magnús Lausson, Ásmundur Sigurjónsson, Fersinard Carls- son, Páll Sæmundsson, Einar stefánsson, Otti Vilberg Jóns- son, Rigmor Jónsson SigríðUr Niemann, Emmy Hansen, Inga Björg Bildsfell, Otto Alfred Mikkelsen, Haraldur Gunnar Dungal, Jón Bjarnason, Páll Ólafsson, Fredrik Matthíasson, Guðfinna Þorsteinsdóttir, Anna Torfason, Jóhannes Pjetursson, Petra Christiansen, Ingimund- ur Pjetursson, Jón Stefán Ein- arsson, Úlfljótur Jónsson, Ósk ar G. Óskarsson. Dýrfíðarsöngl Eysteins MIKLAR umræður urðu í Nd. í gær um frv. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að halda niðri dýrtíðarvísitölu með fjár- greiðslum úr ríkissjóði og um áhrif nokkurra landbúnaðar- afurða á vísitöluna (þ. e. nið- urgreiðsla- á kjötverðinu). Fjármálaráðherra, Pjetur Magnússon, gerði stuttlega grein fyrir frumvarpinu, sem komið er frá Ed. Eysteinn hóf upp sinn gamla söng um dýrtíðina, sem hann hefir svo oft sungið áður. Tal- aði hann um allt milli himins og jarðar í sambandi við dýr- tíðina, en kom hvergi nálægt frumvarpinu. Blandaði hann inn_í umræðurnar núv. kaup- deilu, húsaleigunni o. s. frv. Pjetur Magnússon svaraði Eysteini. Kvaðst hann ekki skilja hvaða tilefni þetta frv. gæfi til slíkrar ræðu. Eysteinn notaði hvert tækifæri til þess að fjölyrða um aukna dýrtíð, en þetta frv. gengi beinlínis í þá átt að lækka dýrtíðiná. Ráð- herrann benti Eysteini á, að það lægi honum nær að skýra þing- inu frá því, hverjar ástæður væru fyrir því að dýrtíðin jókst mest þegar hann rjeð yf- ir viðskipta- og fjármálunum. Eysteinn fullyrti að stjórnin hefði lækkað verðlag á búnað- arafurðum. En hann vissi að verðið hefði hækkað á síðastl. hausti í samræmi við fram- leiðslukostnað, og Eysteinn vissi það líka, að ein ástæða fyrir kaupkröfuhækkun væri sú, að verðlag á landbúnaðar- afurðum hækkaði. Að sjálfsögðu þurfti Evsteinn að blanda fjárlögunum inn í þessar umræður. Fjármálaráðherrann benti honum á, að þrátt fyrir óæski- lega afgr. fjárlaganna, þá hefði Eysteinn átt ekki minnstan þátt í þeirri afgreiðslu, með því að greiða atkv. með flest- um hækkunartillögum. Og þó að 30—40 milj. kr. halli yrði á fjárlögunum stæði fjárhagurinn samt betur en nokkurn tíma meðan Eysteinn rjeði þar. Eysteini hefði ekki tekist að halda dýrtíðinni í skefjun í skjóli gerðardómslaganna, af því að almenníngur skildi ekki — og skilur ekki enn — hví- lík hætta var að sleppa dýr- tíðinni lausri. Atvinnuvegirnir hefðu staðið undir kaupgjaldinu hingað til, en það yrði óhjákvæmleg nauð- syn að færa dýrtíðina niður. Hverja þá till. sem fram kæmi í því skyni skyldi ráðh. athuga Um. Var frestað. FJÖRUGT BRÚÐKAUP NEW YORK: Við hjóna- vígslu í St. Louis, leið yfir brúð armeyna, Jósefínu Bobak, síð- an yfir brúðgumann, Nicholas Bobak. Þetta stóðst ekki brúð- urin, Helen Volken og leið líka yfir hana. Prestur frestaði þá athöfninni. NEW YORK: Fyrir utan Nýju Brunschwick kom stór hvalur upp við hliðina á far- þegaskipinu Keith Cann, gusaði vatni yfir farþegana, sem stóðu steinhissa og gláptu, — stakk sjer svo og hvarf. Fleiri njésnarar teknir I Kanada Ottawa í gærkveldi: ENN hafa 9 menn verið hand teknir í Kanada í sambandi við hernaðarnjósnirnar þar. Eru þetta 7 karlmenn og 9 konur. Dómsmálaráðherra Kanada gaf í dag skýrslu um njósnamálin, eftir að hafa borið hana undii’ Mackenzie King. í skýrslu þess ari er sagt, að njósnamálin sjeu mikið víðtækari, en haldið hefði verið, og ennfremur sagði ráð- herrann, að því færi fjarri, að upplýsingar þær sem njósnar- arnir hefðu fengið, hefðu verið úreltar og þýðingarlausar. Er talið að enn sjeu ekki nærri öll kurl komin til grafar um njósn ir þessar. — Reuter. Churchill talar máli æskumanna London í gærkveldi: Churchill fyrrum forsætisráð herra Breta var í dag gerður heiðursdoktor við háskólann í Miami, og flutti ræðu við þetta tækifæri. Hann sagði, að hann og kona hans vildu fara sem fyrst til Bretlands, vegna harð- rjettis þess, sem þjóðin eigi við. að búa. — Hann þakkaði háskól anum fyrir %að hafa mentað 1200 breska flugmenn á styrj- aldarárunum. Samtök ungra Sjálf- slæðismanna á Akranesi í SÍÐASTLIÐNUM mánuði var stofnað fjelag ungra Sjálf- stæðismanna á Akranesi. Var nýlega efnt til framhalds stofnfundar og höfðS þá um 40 meðlimir innritað sig í fjelag- ið, en margir hafa bæst við síðan. Meðal ungra Sjálfstæðis- manna á Akranesi ríkir nú mik ill áhugi fyrir því að efla fje- lagssamtökin og taka virkan þátt í kosningabaráttu þeirri, sem nú er að hefjast á ný á Akranesi. Eins og kunnugt er, náðu Sjálfstæðismenn einir ekki hreinum meirihluta við bæjar- stjórnarkosningárnar á Akra- nesi í janúarmánuði, en and- stæðingar Sjálfstæðismanna gátu með engu móti komið sjer saman um stjórn bæjarmálefn- anna, nje samþykt samkomu- lagstillögur Sjálfstæðismanna. Var því ekki annars úrkostá en efna til kosninga að nýju. Ríkir fullur hugur meðal Sjálf stæðismanna um það að ná hreinum meirihluta við kosn- ingarnar nú, enda sýnist ekki önnur leið, samkvæmt þeirfi reynslu, sem fengin er, til þess að skapa festu, ákveðna stefnu og starfhæfni í bæjarstjórn- inni. Listi Sjálfstæðismanna við þessar kosningar er C-listi. Stjórn fjelags ungra Sjálf- stæðismanna á Akranesi skipa: Egill Sigurðsson, formaður, Lúðvík Jónssoflf, ritari, Guð- mundur Magnússon, kjaldkeri. Meðstjórnendur eru: Guðmund ur Elíasson, Jakob Sigurðsson, Vigfús Sigurðsson og Anna Sigurðardóttir. Orðsending frá Sjálf- stæðisflokknum á Akranesi ■N ® Listi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi við bæjarstjórn- arkosningarnar 10. mars -er C-listi. # Kjósendur á Akranesi, sem ekki verða heima á kjör- degi, ættu að kjósa strax hjá borgarfógeta í Reykja- vík og annars staðar hjá bæjarfógetum, sýslumönn- um, lögreglustjórum eða hreppstjórum. # Dragið ekki að senda utankjörstaðar atkvæði. C-listinn á Akranesi Sjálfstæðisflokkurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.