Morgunblaðið - 27.02.1946, Side 12

Morgunblaðið - 27.02.1946, Side 12
VEÐURÚTLITIÐ. Faxaflói: N ORÐM AÐURINN Trygve Miðvikudagur 27. febrúar 1946 Nýtísku frystihús reist á Akranesi MEÐ ELSTU hraðfrystihúsum landsins, Hraðfrystihús Har- aldsr Böðvarssoi^r & Co. hf. Akranesi, hefir nýlega verið endurbætt í hið allra fulikomnasta hraðfrystihús, sem nú mun vera starfrækt hjer á landi. — Það er Vjelsmiðjan Jötunn hf., sern framkvæmt heíir breytingar þessar. Tíðindamaður Morgunblaðs- ins brá sjer uppá Akranesi í gær, til þess að skoða hraðfrystí húsið. Þær breytingar, sem fram- kvæmdar hafa verið á hrað- frystihúsinu, eru að öllu flutn- ingakerfi fyrir fiskinn hefir ver ið breitt. — Þannig. að nú er það allt sjálfvirkt, allt frá því að íiskurinn kemur af skipi í húsið, þar til flökin eru fryst og kolnin í geymslu, þunnildin komin til niðursuðu og úrgang ur til beinamjölsvinslu. Það sem þarna gerðist, er í stuttu máli þetta: Þegar fiskin- um er ekið í hraðfrystihúsið, er hann fyrst látinn í kælt mót- tökurúm. — Þaðan fer hann á færireim í þvott. — Þaðan fer hann á færireim að flökunar- borði úr riðvörðu stáli. — Eft- ir því miðju liggur reim sú, er fiskurinn kemur á úr þvotti. — Við borð þetta vinna beggja megin samtals 24 menn. Neðst í borði þessu er niðurfall fyrir úrgar.g.-sem færireim flytur upp á aðra hæð hússins, en þar er safnþró, en úr henni er svo með einu handtaki látið á bíla, sem aka úrgangnum aftur í beinamjölsverksmiðju. Víkjum þá aftur að flökunarborðinu. — Efst í því fyrir miðju er þriðja færireimin, sem flytur flökin að anaari færireim, sem flytur þau að viktarborði. — Þar eru þau svo viktuð og pökkuð. — Þessú næst fara þau í frystingu. Þar eru þau í 2 klst. og 15 mín., en að henni lokinni er þeim rennt á lyftiband, sem flytur þau að færireim sem flytur þau í úð- un. — Það er nýtt tæki, sem Lýður Jónsson, yíirfiskimats- maður á húgmynd að. — En að úðun lokinni, gengur flakapakk inn eftir síðustu lyftureiminni upp á aðra hæð, þar er hann látinn í pappakassa, og rennt eftir rennibraut inn í geymslu kiefa, þar sem er 18 til 20 stiga frost. Með þessum nýja flutninga- kerfi mun meðaltal afkasta frystihússins vera um 20 smál. daglega. — Þá er talið að flutn ingakerfi þetta muni vinna fyr ir allt að 4 til 5 menn. — Að sjáiísögðu eylcur þetía stórlega afköst en hversu mikið er ekki enn hægt að segja. Lýður Jónsson, yfirfiskimats maður gat þess, að þetta hrað- frystihús væri það fullkomn- asía, sem nú væri starfrækt hjer á landi. — Þar starfa nú milli 50 og 60 manns. Vjelsmiðjan Jötunn h.f., hef ir gert teikningar í samráði við Lýð Jgnsson. — Smíði þess hófst í nóv.-mánuði s.l. og hafði Þorsteinn Erlingsson, verkstjóri í Jötni, yfirumsjón með smíði þess. í Heimaskaga. Þá er á Akranesi Hraðfrysti húsið Heimaskagi h.f., sem einnig hefir fengið þetta nýja flutningakerfi h.f. Jötuns, en það er enn ekki orðið eins full- komið. — Hraðfrystihúsið er í svo til nýju húsi, um 1260 ferm. Þar vinna milli 55 og 60 manns. Sex bátar leggja afla sinn í frystihúsið. — Framkvæmdastj. þess er Júlíus Þórðarson. Ársþing í. B. R. hófsl í gær ÁRSÞING íþróttabandalags Reykjavíkur var sett í gær- kveldi. Formaður bandalagsins, Gunnar Þorsteinsson, setti þing ið. Forseti þingsins var kosinn Rag'nar Lárusson, en varafor- setar Jens Guðbjörnsson og Baldur Brynjólfsson. Lögð var fram skýrsla banda lagsins fyrir síðasta starfsár og ennfremur reikningar þess og húss í. B. R. við Hálogaland. | — Þingfundur stóð fram á nótt | í gær. leikhús Seyðfirðinga brennur til ösku Seyðisfirði í gær. Frá frjettaritara vorum. LEIKSKÁLINN hjer á Seyð- isfirði brann í gærkveldi (mánu dag) og ’varð engu bjargað úr skálanum. Er þetta tilfinnan- legt tjón fyrir skemtanalíf Seyðfirðinga, því skálinn -var lágt vátrygður. Eldurinn kom upp frá kola- ofni, sem stóð á leiksviði skál- ans. Skáli þessi var einn af tveimur setuliðsskálum, sem Rauða kross deildin í Seyðis- firði keypti er setuliðið fór hjeðan. Verið var að æfa í skálan- um undir.skemtun, sem halda átti um næstu helgi. -----»♦-------- tlafa þrisvar sinnum meira sefulið London í gærkveldi: Að undanförnu hafa verið samningar um það, að hernem endur Austurríkis skyldu fækka setuliði sínu í landinu. Virðist svo, að allir hafi gert það, sem um var samið, nema Rússar og télst nú svo til, að þeir hafi þrem sinnum fjöl- mennara lið í Austurríki, en hin ar hernámsþjóðirnar til sam- ans. Verður leitað samninga við Rússa um þetta efni. — Reuter. Trygve Lie sver hollusfueið Þessi mynd er tekin þegar Tryggve Lie hinn nýji aðalritari Sameinuðu þjóðanna sver hollustucið, eftir að hann hafði verið kjörinn í embættið. Maðurinn með skjalið er Spaak, forseti þings UNO, næst honum stendur Gladwyn Jebb, sem var aðal- ritari til bráðabirgða og þarnæst er Trygve Lie, beint a móti myndavjelinni. (Grein um Trygve Lie er á bls 7 í blaðinu í dag). Frakkar ætla að loka spönsku landamærunum Miklar viðræður sljómmálamanna í París London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. í MORGUN samþykkti franska stjórnin á fundi að loka landa- mærum Frakklands og Spánar þann 1. mars n. k. á miðnætti. Talið er í París, að þessi ákyörðun hafi verið tekin vegna mikilla æsinga, sem verið hafa á Spáni síðan spánska stjórnin ljet taka af lífi 10 menn, eftir að þeir höfðu verið dæmdir til dauða fyrir ýmsar sakir. — Breska stjórnin hefir falið sendi- herra sínum á Spáni að leyta Ráðherrafundir í gærkveldi. I gærkveldi seint komu sam an á fund í París, utanríkismála ráðherrann, Bidault og þrír aðr ir ráðherrar, til þess að ræða, hvernig' hagkvæmast sje að framkvæma áður samþykkt landamæralokun. Með Bidault voru þarna innanríkisráðherr- ann, fiutningamálaráðherrann og póst- og símamálaráðherr- ann. Talið er í París, að landa mæralokunin hafi í för með sjer, að algjör stöðvun verði á farþegaflutningi, póstsamgöng- um og öllu símasambandi milli Spánar og Frakklands, eftir 1. mars. Miklar æsingar í Frakklandi. Komið hefir til ákafra æsinga víða í Frakklandi vegna aftak anna á Spáni, og eru þar ekki síst að verki spánskir útlagar. Víða hafa samþykktir verið gerðar þess efnis, að „innanrík isástandið á Spáni sje hættulegt fyrir alheimsöryggið“. Sendi- herra Breta á Spáni mun hafa tekið það fram við spönsku stjórnina, að ástandið sje alvar legt fyrir álit hennar út á við. upplýsinga um þessar aftökur. Breska stjórnin mun ekki taka opinbérlega afstöðu til mál- anna, fyrri en sendiherra þeirra í Madrid hefir skilað skýrslu. Klukkunni flýfi um næslu helgi UM NÆSTU helgi verður klukkunni flýtt um eina klukku stund. — Það er að segja, að þegar klukkan er eitt aðfara- nótt sunnudags, skal hún færð á tvö. Þetta skal gert samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðuneytis ins, en þar segir að flýta skuli klukkunni um eina klukku- stund fyrstu helgi í mars Dagsbrúnardeilan óleyst enn ENGIN lausn hefir enn feng- ist á Dagsbrúnardeilunni, og heldur því verkfallið áfram. Sáttasemjari ræddi við aðila í gær, en þessar viðræður báru engan árangur. Sænsk listíðn- aðarsýning verð- ur hjer í vor ENDANLEGA hefir verið á- kveðið, að hjer í bæ verði á vetri komanda haldinn sænsk listiðnaðarsýning. — Sýningin verður haldin hjer að tilhlut- an Norrænafjelagsins. Guðlaugur Rósinkranz, ritari Norrænafjelagsins, samdi um þetta við Svenska Slöjd Foren- ingen og við Svendska Instititu ted, sem styrkir samtök þessi með fjárframlögum. Á sýningunni verða m. a. krystalvörur, en sænskur krist- all hefir jafnan fengið fyrstu verðlaun á heimssýningum. Þá verður hverskonar vefnaður, veggteppi og annað. — Þá verða keramikvörur, hi^gögn og ýmislegur iðnaður. Svo er ráð fyrir gert að sýn- ing þessi verði opnuð um miðj- an maí, en það fer nokkuð eftir skipaferðum. Hún verður hald- in í Sýningarskálanum og verð- ur opin í eina 10 daga. ísfisksalan í s. I. viku í s. 1. viku seldu 8 íslensk skip afla sinn í Englandi og eitt í Aberdeen. — Afla og sölu- hæsta skiþið er Es. Sæfell frá Vestmannaeyjum er seldi í Fleetwood rúml. 6300 vættir fyrir tæp 20 þús. sterlingspund, Samtals seldu öll skipin 29,307 vættir, fyrir 89.619 sterlings- pund. — Skipin eru þessi: Faxi seldi 3807 vættir, fyrir 11.281 sterlingspund. Ms. Álsey seldi 2125 vættir, fyrir 6.577 pund. Ms. Rúna seldi 1486 vætt- ir, fyrir 4.445 pund. Venus seldi 4770 vættir, fyrir 14.165 pund. Geir ‘seldi 2530 vættir, fyrir 8.059 pund. Ms. Grótta seldi 3320 vættir fyrir 10.237. pund. Viðey seldi 3800 vættir, fyrir 11.480 pund. Ms. Stella seldi í Aberdeen 1143 vættir, fyrir 3610 pund og Sæfell 6326 vættir, fyrir 19.775 sterlings- pund. Tundurdufla- i slæSarar fil fiskliutninga OSLO í gær: — Útgerðar- menn í Haugasundi hafa keypt þrjá breska tundurduflaslæð- ara af flotastjórninni bresku, Eitt skipanna verður útbúið sem kæliskip. Sóll um skemtisiað ÞAÐ ERU tveir aðilar, sem é sækja um stað fyrir fyrirhug- að skemmtisvæði í Vatnsmýr- inni. Annar er Sigurgeir Sig- urjónsson, hrm., eins og skýrt var frá í blaðinu á sunnudag- inn, en hltt eru þeir Alfreð Andrjesson, Ásberg Sigurðs- son, Valur Gíslason, Lárus Ingólfsson, Bjarni Guðmunds- son og Steingrímur Jóhanns- son. a

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.