Morgunblaðið - 27.02.1946, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÖ
Miðvikudagur 27. febr. 1946
ÁST í MEIIMUM
(ddj^tir JJaijlor CJa(diA/e(í
28. dagur
Hann horfði á hana vantrú-
ur á svipinn. „Það getur ekki
verið! Hvernig í ósköpunum
hefði hún átt að komast að
því?“
Hún roðnaði og leit undan.
„Jeg veit það ekki. Engu að
síður vissi hún, að jeg fór til
þess að hitta þig í dag, og bar
upp á mig .... Jeg ætlaði ekki
að segja þjer þetta. En nú hygg
jeg, að rjettara sje, að þú fá-
ir að vita það“.
Hann starði á hana. „Þú verð
ur að segja mjer, hvað ykkur
fór á milli — undir eins!“
Hún settist niður og hóf frá-
sögn sína. Eftir því, sem hún
talaði lengur, varð Jerome reið
ari. Þegar hún hafði lókið frá-
sögn sinni, þaut hann á fætur,
en hún greip utan um hand-
legg hans.
„Vertu rólegur, Jerome“,
sagði hún í bænarrómi. „Jeg
held, að við þurfum ekki að
óttast Dóróteu. Hún — hún vill
ná í Alfreð. Jeg — eh — jeg
hefi talið hana á, að ef hún þyk
ist ekkert vita, þá sjeu meiri
líkur til þess, að henni takist
að krækja í hann. Hún segir
ekki orð. Þú mátt ekki láta
hana komast á snoðir um, að
jeg hafi sagt þjer það, sem okk
ur fór á milli“.
„Þetta er þá ástæðan fyrir
hinni svívirðilegu hegðun henn
ar upp á síðkastið!“ sagði Je-
rome. „Jæja — þau eiga það
skilið, Alfreð og hún, að fá
hvort annað. Það er makleg
refsing á þau“.
„Jerome!“ hrópaði Amalía,
og rödd hennar var þrungin
sársauka.
En Jerome var orðinn æst-
ur. „Alfreð þinn er langt frá
því að vera engill — það get
jeg sagt þjer! Jeg hefi verið að
athuga höfuðbækurnar og skjöl
hans í bankanum undanfarið.
Jeg komst að því, að breytni
hans við fólkið hjer í bænum
er ekki í algjöru samræmi við
kristilegt hugarfar. Hann skeyt
ir ekki um það, þó að menn
sjeu hálfsveltir og sviftir allri
trú á lífið. Hann hugsar fyrst
og fremst um að auðga sjálfan
sig. Hann er miskunnarlaus á-
girndarseggur. Ef bændurnir
standa ekki í skilum við bank-
ann, sviftir hann þá sjálfræði,
gerir þá að ánauðugum þræl-
um á sínum eigin jörðum!“
Amalía þagði. Hún var að
hugsa um sögurnar, sem hún
hafði heyrt, meðan hún kendi
í skólanum í Riversend. Hún
vissi, hvernig farið hefði fyrir
Hobson-fjölskyldunni, ef hún
hefði ekki skorist í leikinn.
Jerome misskildi þögn henn
ar. „Það er eins gott að jeg segi
þjer það strax!“ hjelt hann á-
fram. „Jeg ætla að gera það,
sem í mínu valdi stendur, til
þess að vinna gegn honum! Jeg
ætla að vera hjér kyrr og vinna,
þangað til bætt hefir verið fyr-
ir alt, sem hann hefir gert á
hluta fólksins".
Hún tók utan um hönd hans.
„Jerome“, hrópaði hún. „Er
þetta satt? Er þetta ástæðan
fyrir því, að þú ætlar að verða
kyrr? Langar þig í raun rjettri,
til þess að hjálpa fólkinu í Riv- !
ersend? Þú ætlar ekki aðeins
að verða kyrr til þess að — að
missa ekki af arfinum? Þig
langar í rauninni til þéss að
gera alt þetta?“
Jerome brosti. „Já, vina
mín“, sagði hann.
Tárin tóku að streyma niður
kinnar hennar, en Jerome vissi,
að í þetta sinn grjet hún af
einskærri gleði. Hann tók hana
í faðm sjer og strauk hár henn
ar blíðlega.
„Þú veist ekki, hvað þú hef-
ir gert mig hamingjusama, Je-
rome“, sagði hún í hálfum
hljóðum. „Jeg vissi ekki, að þú
bærir þennan hug til fólksins
í Riversend. Jeg hjelt, að það
væri aðeins vegna þess, að þú
hataðir Alfreð, sem .... Jeg
hefi dæmt þig ranglega. Fyr-
irgefðu“.
Þegar Jerome var farinn tii
Saratoga, var ömurlegt í hús-
inu á hæðinni. Dórótea hjelt
sig löngum í herbergi sínu og
talaði ekki við Amalíu, nema
hún þyrfti þess nauðsynlega
með.
Þjónustufólkið fann, að eitt-
hvað var að. Það vissi, að þeim
kom ekki vel saman, Dóróteu
og Amalíu. Því þótti ekki vænt
um Amalíu. Hún var af svip-
uðu bergi brotin og það sjálft,
alin upp við svipuð lífskjör, og
því fanst lítið rjettlæti í því,
að hún skyldi eiga að segja því
fyrir verkum. Það var eins ó-
svífið við hana, og það frekast
þorði.
Amalía gerði hvorttveggja,
að kvíða fyrir og þrá heimkomu
fjölskyldunnar. Henni fanst
hún vera svo einmana og vina-
snauð. Jerome hafði verið að
heiman í þrjár vikur, og enn
var ekkert útlit fyrir, að hann
færi að koma heim með föður
sínum og Filip. Alfreð hafði
skrifað og sagt, að það myndi
því miður dragast eitthvað enn,
að hann kæmi heim.
Hver dagurinn leið af öðr-
um. Dórótea var nær hætt að
yrða á Amalíu og hún mælti
varla orð við þjónustufólkið.
Amalía varð máttfarnari með
hverjum deginum, sem leið.
Hún var sljó og ljemagna, mat-
arlystin þvarr — það var eins
og lífsfjörið fjaraði smám sam
an út. Hún var að velta því
fyrir sjer, hvort hún ætti að
heimsækja Hawley lækni eða
ekki. En henni hraus hugur við
því, að þurfa að fara niður í
bæinn.
Eirin morguninn var hún svo
hress, að hún fór út í garðinn.
Hún kom aftur inn með fang-
ið fult af rósum, sem hún setti
í vasa inni í bókaherberginu.
A meðan hún var að sýsla
við blómin, kom Jim inn í her-
bergið. Hann hikaði andartak,
en gekk síðan til hennar og
hvíslaði: „Frú Amalía — Jero-
me segist koma heim þann
þrettánda“.
Amalía horfði á hann án þess
að svara.
Hann virti fyrir sjer veiklu-
legt andlit hennar með áhyggju
svip, og sagði því næst: „Þjer
verðið að afsaka dirfsku mína,
frú, en þjer lítið út fyrir að
vera mikið veik! Er það hitinn?
Jeg þoli hann ekki vel sjálf-
ur“.
Hún reyndi að brosa og hag-
ræddi rósunum í vasanum.
„Já — það er slæmt“.
Hann ræskti sig. „Húsbónd-
anum myndi ekki geðjast að
því“.
Hún roðnaði lítið eitt. „Hvað
áttu við, Jim?“
„Hann bað mig að líta eftir
yður. Hann myndi taka það
nærri sjer að sjá yður svona
veika". Hann færði sig nær
henni og horfði á hana alvar-
'egur í bragði. „Frú Amalía -
jeg vil að þjer vitið, að þjer
eigið einn vin hjer í húsinu“.
Hún fjekk tár í augun. „Jeg
veit það, Jim. Þakka þjer fyr-
ir“.
,,Ef það er eitthvað, sem jeg
get gert fyrir yður, þá skuluð
þjer bara láta mig vita“.
„Já, Jim“. Hún kinkaði kolli
til hans og gekk út úr herberg-
inu.
Jim horfði á eftir henni og
andvarpaði. Hún var yndisleg
og áreiðanlega hefðarkona,
hvað sem þjónustufólkið sagði.
Hann gat ekki láð húsbónda sín
um það, þó að hann væri hrif-
inn af henni. En þetta var skoll
ans klípa, sem þau voru í, engu
að síður.
Daginn eftir fjekk Amalía
brjef frá Alfreð, þar sem hann
kvaðst vera á leiðinni heim.
Þar með slokknaði síðasti von-
arneisti hennar. Morguninn
eftir var hún svo máttfarin, að
hún treysti sjer ekki á fætur.
Og þannig var hún, þegar Al-
freð kom heim, varla fær um
að mæla nje lyfta höfðinu frá
koddanum.
★
Amalía vaknaði og opnaði
augun með erfiðismunum. Hún
var ein í herberginu. Alfreð
hafði sofið inni í búningsher-
berginu til þess að trufla hana
ekki. Hún reis upp við dogg.
Hárið fjell laust niður um axl-
ir hennar og bak. Það var rakt
og þungt. Hún leið aftur útaf
og stundi. Hún lokaði augunum
og dró sængina upp að höku.
Dyrnar að búningsherberg-
iriu voru opnaðar varlega og
Alfreð læddist inn. Hann gekk
að rúminu. Hún opnaði augun
og þegar hún sá hann, fyltust
augu hennar tárum. Hann náði
í stól og settist við rúmið. Hann
horfði á hana, hryggur á svip-
inn.
„Hvað gengur að þjer, elsk-
an mín? Ertu lasin?“ sagði
hann.
Heimilisdagbókin
er nauðsynleg d hverju heimili. Fœst í bókabúðurn á 5 kr.
Byrjið að færa heimilisreikning um mánaðamótin
Stríðsherrann á Mars
2>ren
yjaiaya
Eftir Edgar Rice Burroufbas.
147.
að Phaidor og beið eftir banastungunni.
Aldrei hefi jeg sjeð það fagra andlit eins fagurt og
þetta augnablik. Það virtist ótrúlegt, að svona indæl kona
skyldi geta verið jafn grimmlynd og tilfinningalaus, en
í dag var í augum hennar svipur, sem jeg hafði aldrei sjeð
þar áður, ókunnur svipur kærleika og þjáningar.
Thurid var nú við hlið hennar og ætlaði að fara að
hrinda herjni frá, til þess að komast að mjer. og þá gerð-
ist atburður svo skjótt að öllu var lokið, áður en jeg gat
almennilega áttað mig á því, hvað gerst hefði.
Phaidor þreif utanum únlið hins svarta með annari
hendi. Hina hóf hún hátt á loft með rýtingnum.
„Hefnd fyrir Mathai Shang!“ hrópaði hún og rak rýt-
inginn á kaf í brjóst svarta mannsins. „Og þetta fyrir
þann órjetí, sem þú hefir gert Dejah Thoris!“ — Aftur
rak hún hnífinn í þann svarta, og hratt honum síðan fyrir
borð.
Jeg hafði verið svo lamaður af undrun, að jeg hafði
ekki reynt að komast á þilfarið, meðan á þessu gekk, og
enn átti það næsta sem Phaidor gerði, eftir að valda mjer
meiri undrunar, því hún rjetti mjer hendina og hjálpaði
mjer upp í skipið, þar sem jeg stóð og glápti forviða á
hana.
Tómlegt bros kom á varir hennar. Það var ekki hið
hrokafulla bros gyðju þeirrar, sem jeg þekti best. ,,Þú
undrast, John Carter“, sagði hún, „hvað það sje, sem
valdið hefir þessum breytingum með mjer? Það skal jeg
segja þjer, það er ástin, ástin til þín“, og þegar jeg hnykl-
aði brýnnar við þessi orð, hóf hún upp hönd sína.
„Bíddu“, sagði hún. „Það er ekki ást mín, heldur ást
prinsessu þinnar, Dejah Thoris, til þín, sem hefir kent
mjer, hvernig sönn ást getur verið, — hvernig hún ætti
að vera, — og hversu langt frá sannri ást var hin afbrýðis-
sama ástríða mín í þinn garð.
En nú hefi jeg breytst. Nú gæti jeg unnað þjer, eins
og Dejah Thoris ann þjer, og nú getur gæfa mín ekki í
ísfirðingur nokkur tók sjer
ferð á hendur til Akureyrar og
kom á heimili kaupmanns þar
1 bænum. Honum var boðinn
matur.
„Mamma“, sagði , sonurinn,
meðan setið var undir borðum,
„má jeg fá meiga?“
Móðirin leit ásökunaraugum
á afkvæmið. „Þú átt ekki að
segja meiga“, sagði hún, „þú
átt að segja meiga“.
Kaupmaðurinn sneri sjer að
gestinum. „Þetta er hálf hlægi-
legt“, sagði hann. „Þau halda
bæði, að þau geti sagt meiga,
en segja þó altaf meiga“.
★
Þau voru saman á sleðaferð.
Unga stúlkan andvarpaði og
brosti svo blíðlega til förunauts
síns.
„Hvað er að, fröken Ste.in-
vör?“
Hún stundi og færði sig nær
honum. „Það þykir engum
vænt um mig —- og mjer er
kalt á höndunum“.
„Það er ekkert alvarlegt",
sagði hann blíðlega. „Guði þyk
ir vænt um þig og þú- getur
setið á höndunum á þjer“.
★
Pútsjiní og Vassúmí, hinir
tveir heimsþektu innbrotsþjóf-
ar, læddust inn á skrifstofu
stórfyrirtækisins. Pútsjiní hjelt
á örsmáu vasaljósi og beindi því
að takkanum á veggnum, með-
an Vassúmí sneri honum var-
lega. Báðir Jilustuðu eftir
smellinum, sem gæfi til kynna,
að hið djarflega innbrot þeirra
hefði hepnast.
Svo heyrðist röddin:
,,Sokkar, undirföt, slæður og
vasaklútar. Alt á sama stað“.
★
Það var eftir uppgjöfina á
Italíu, og nokkrir amerískir og
enskir hermenn fóru saman að
skoða eldfjallið Vesúvíus. Þeir
fóru upp á topp og horfðu nið-
ur í gíginn.
„Þetta minnir mann á hel-
víti“, varð einum Bandaríkja-
mannanna að orði.
„Svei mjer“, hvíslaði einn
Bretanna að vini sínum, ,-,ef
þessir náungar hafa ekki verið
alstaðar“.
★
Hún Stína litlu á Brekkustíg
kann rjettu tökin á lífinu. Hún
og vinkona hennar fóru upp í
yfirfullan strætisvagn. Hún
sagði við vinkonu síria: „Jeg
vildi að þessi laglegi maður
stæði upp fyrir mjer“. — Átta
farþegar stóðu upp.
★
Það sorglega slys skeði fyrir
tveim dögum síðan, að yngsta
dóttir Jóns Jónssonar varð fyr
ir bifreið, sem var þriggja ára
gömul og var að leika sjer fyr-
ir utan Þjóðleikhúsið.