Morgunblaðið - 16.04.1946, Síða 9

Morgunblaðið - 16.04.1946, Síða 9
Þriðjudagur 16. apríl 1946 MORGUNBLAÐIÐ s ÁSTANDIÐ í EVRÓPULÖNDUNUM MEÐ örfáum undantekn- ingum er heilsufar Evrópu- búa slæmt. Hversu slæmt það er, geta þeir einir gert sjer í hugarlund, sem líkt og jeg, hafa sjeð glundroðann og eyðilegginguna í Evrópu. Allir þeir, sem jeg ræddi við og einhver skifti hafa af heilbrigðismálum álfunnar, biðu þess með eftirvæntingu að voraði og vonuðust til að farsóttir yrðu því ekki sam fara. Þeir hafa ekki gleymt því hvað við tók í lok heims- styrjaldarinnar fyrri — in- flúensufaraldrinum 1918 og 1919, taugaveikisöldunni, er gekk yfir Austur-Evrópu 1921, eða hungrinu, sem lá eins og mara yfir Mið-Ev- rópu árum saman. Margt af því, sem nú er að ske í Ev- rópu, á svo margt skylt með heimssyrjöldinni fyrri, að ástæða er til að líta alvar- legum augum á horfur næstu ára. Hættusvæði. ÞÝSKALAND og nábúar þess í austri, gefa mest til- efni til ótta. Heilsufari Þjóð- verja byrjaði að hrörna löngu fyrir styrjöldina, er þeir sneru sjer af alefli að vígbúnaði. Mataræði margra Þióðverja skorti bæð; fjöl- breyttni og gnægð. Svo er helst að sjá sem þeim hafi farnast betur fyrstu styrj- aldarárin, sökum matvæla- innflutnings frá herteknu löndunum. En er leið á styrj öldina hrörnaði það enn. Skýrslur sína fleiri dauðs föll en áður og aukningu berklaveiki og barnadauða. 'Smitandi sjúkdómar breið- ast fljótt manna á milli. — Taugaveikistilfellum fjölg- aði ört strax 1941, og var þetta sjerlega áberandi í fangabúðum og meðal stríðs fanga. Heilsufari Þjóðverja hrak aði ört síðasta styrjaldarár- ið og það hefir farið versn- andi síðan. Ósigur þeirra er alger og herir fjögurra stór- velda hafa nú setu í landi þeirra. Enn sem komið er hefir engu heilsuverndar- kerfi verið komið á fyrir allt landið og jafnvel þó svo væri, mundi það þýðingar- lítið, þar sem skortur er á fæðu, læknalyfjum og flestu öðru. Enginn getur efast um hættuna. Hjá því getur ekki farið, að dauðsföll muni auk ast stórlega af völdum in- flúensu og lungnabólgu, nema veturinn verði þá óvenju mildur. Þá má einnig vænta þess, að berklatilfellum fari mjög fjölgandi og barnadauði auk ist til muna Sje Iitið langt fram í tímann, verður að líta á berklaveikina í Þýskalandi - sem hættulegasta. Margir af hinum þýsku stríðsföngum, sem snúið hafa heirn, eru illa á sig komnir og mikill fjöldi þeirra er berklaveik- ur. Smitunarhættan er mik- il meðal fólksins, sem hefir hvergi nærri nóg að borða. Ástandið í Póllandi er Matvælaskortur og farsóttir, kuldi og ægileg eyðilegging einnig ákaflega alvarlegt. — Innrásirnar í landið, upp- lausnin eftir uppgjöf Þjóð- verja, eyðilegging kvikfjár- stofnsins og landbúnaðar- tækjanna, allt hefir þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir íbúana. Þó hefir þetta reynt hvað minst á sveitirn- ar, en hvað borgir og bæi snertir, má heita að varla sje til ljós punktur í mál- inu. Borgirnar skortir næst um allt. Iverustaðir, vatns-, flutninga- og' rafmagnskerfi er meira og minna eyðilagt. Þeir, sem dvöldust 1 borg- unum stvrjaldarárin, eru veikir fyrir af matarskorti, en hinir, sem hafðir voru í haldi í óvinalöndunum, eru jafnvel ver farnir frá heilsu farslegu sjónarmiði. Berklar í örum vexti. SJÚKDÓMAR eru al- gengir Dauðsföll af völdum berkla eru sögð eins mörg og í fyrri heimsstyrjöJdinni, þegar meir en 7000 af hverj um 100,000 borgárbúum voru berklaveikir. Sagt er, að í Varsjá einni hafi einn- fimti íbúanna tekið veikina. í öðrum borgum eru töl- urnar jafnvel hærri. Tauga- veikisafaraldur hefir geng- ið. Líklegt er að ástandið versni vegna slæmra heil- brigðisskilyrða, enda skort- ur á fæðu, klæðnaði og eldi- viði. Fólksflutningar þeir, sem nú eiga sjer stað, breiða út veikina. Hið slæma heilsu- far Pólverja er hjer góður farvegur. Hætta er á, að far- sóttir á borð við þær, sem gengu vfir á styrjaldarár- unum, taki sig upp á ný og breiðist þá inn í önnur lönd. Margir Pólverjar munu láta lífið í yetur af hungri og kulda. Lítið sem ekkert er vitað um Rússland, hvað heilsu- fari þar í landi viðvíkur. — Engar skýrslur eru fyrir hendi yngri en frá 1937. — > Heilsufar hlýtur að vera mismunandi í þessu geysi- stóra landi. En svo getur ekki farið, að ástandið sje ekki ólíkt og í Póllandi á stórum svæðum í Vestur- Rússlandi. Því nasistar fóru ránshöndum um þessi lands svæði. Þá bætti það ekki ástandið, að Rúsar lögðu flest þau hjeruð í eyði, sem þeir urðu að skilja eftir í höndum Þjóðverja, er þeir sóttu inn í landið. Styrjöldin hefir haft sín- ar afleiðingar allsstaðar í Rússlandi, og áhrifa hennar hlýtur að verða vart bæði hvað heitsufar fólksins snert ir og framleiðslu landbún- aðarins. Júgóslafía er annað ríki, sem orðið hetir mjög illa úti eftir aðfarir Þjóðverja og ítala og sökum hins stöðuga skæruhernaðar og innan- landsdeilna. — Alvarlegur taugaveikisfaraldur hefir brotist út. Vegna mikillar minkunar á landbúnaðar- framleiðslunni má búast við hungursneyð í sumum hjer- uðum landsins í vetur. Jú- góslafía var fátækt land jafnvel áður en styrjöldin skall á og þarfnast mikillar hjálpar, ef komast á hjá al- varlegum afleiðingum. Ástandið í Grikklandi er einnig alvarlegt Eftir inn- rás og eyðileggingu ítala fyrst og síðar Þjóðverja, hef ir landið og þjóðin orðið ver úti en flest ríki Evrópu. Ár- angurinn er meðal annars sá að mýrakalda hefir farið yfir landið og næstum helm- ingur Grikkja hefir orðið fyrir barinu á sóttinni. — Berklar eru jafnmikið vanda mál, fæðuskortur - er mikill. Slæmt heilsufar. HEILBRIGÐISÁSTAND- IÐ í Ítalíu er breytilegt eft- ir landshlutum. Norður- Ítalía hefir sloppið sæmi- lega og orðið fyrir lítilJi evði leggingu af styrjaldarástæð um. Ástandið þar héfir ekki haft aJvarlegar afleiðingar hvað heilsufar snertir. En Suður-Ítalía varð fyrir mikl um og þungum áfölh.im. — Skæðar orustu voru háðar á stórum svæðum, fjölda- mörg heimili voru lögð í rústir, flutningatæki, vatns- og rafmagnsleiðslur eyði- lögðust víða. Á þessu svæði er því heilsufar almennings alvarlegt. Taugaveikistil- felli hafa brotist út. Árið 1944 höfðu dauðsföll aukist um 60% frá því fyrir stríð og berklaveiki næstum tvö- faldast Og þó hefir Róma- borg að öllum líkindum sloppið betur en Ítalía í heild. Enda þótt Austurríki væri hluti af þýska ríkinu, var minna barist þar en í Þýskalandi. Minna bar því á afleiðingum styrjaldarinn ar. Þó er nú svo komið, að gevsialvarlegt ástand ríkir í landinu. Austurríki hefir til þessa verið verslunar- og fram- leiðsluland, en skortir nú bæði hráefni og markaði. — Heilsufar Austurríkismanna er því bágborið. Þetta sjest best á því, að í Vín látast nú 30 af hverjum 1000 manns árlega eða helmingi meira en síðustu tuttugu árin fvrir styrjöldina. Allt útlit er fyrir því, að heilsu- farið fari versnandí um skeið. Ungverjaland, . Rúmenía og Búlgaría framleiddu fvr- ir styrjöldina fæðu til út- flutnings og yfirleitt hafa afleiðingar styrjaldarinnar ekki verið mjög alvarlegar. Þó hefir heilsufarið í ein- staka hjeruðum og þá alveg sjerstaklega í Rúmeníu, ver ið verra en í Evrópu alment og litlu má við bæta, ef ekki á illa að fara Það vekur því enga furðu, þó að einstaka sjúkdómar, einna helst taugaveiki, hafi færst í vöxt. Sæmilegt heilsufar. ÁSTANDIÐ í Vestur- Evrópu er sæmilegt. Þó er það breytilegt í Frakklandi eftir því hvar litið er. íbúar borganna urðu illa úti vegna gripdeilda nasista, fæðuskortur var töluverður, flutningatækjum var stolið, og heilir borgarhlutar eru í rústum eftir orusturnar, sem háðar hafa verið þar um slóðir. Við þetta bætist svo, að um 2,000,000 her- manna og óbreyttra borg- ara, sem fluttir voru til nauðungarvinnu í Þýska- landi, eru meira eða minna veikir. Margir þeirra hafa smitandi berkla. Afleiðingar hérsetui%nar koma best í ljós er litið er á börnin. Hvað líkamsburð- um viðvíkur er hæð þeirra og þvngd minni en fyrir stríð. Barnadauði hefir færst mikið í vöxt, í syðri hjeruð- um Frakkl^nds fæðast 200 lífvana börn á móti hverjum 1000 fæddum. Skýrslur sýna, að heilsu- farið í landinu var ekki gott jafnvel fyrir styrjöldina. — Heilsuverndarkerfi landsins var illa skipulagt. Styrjöld- in hafði síst bætandi áhrif á þetta. Enda þótt ’ástandið í Frakklandi sje eflaust betra en víðast hvar í Ev- rópu, er þó ýmislegt, sem gefur tilefni til kvíða. Flest af því, sem sagt. hef- ir verið um Frakkland, á einnig við um Belgíu, þó segja megi ef til vill, að á- standið sje alvarlegra þar í land. Belgía er fyrst og fremst framleiðsluland og íbúar þess hafa til þessa orð ið að flytja inn töluverðan hluta af matvælum sínum. Afkoma Hollendinga var allsæmileg fyrstu fjögur ár stvrjaldarinnar, að undan- skyldum nokkrum stáerri borgum landsins, þar sem bar á fæðuskorti. — Þetta v^rsnaði síðasta ár styrjald arinnar og hefir farið versn andi síðan. Heilsufar þjóð- arinnar varð alvarlegt 1944 og 1945. Barnaveiki var út- breidd og orsakaði þúsundir dauðÚ’óýJa. Ungbarnadauði í Amsterdam þrefaldaðist frá því fyrir stíð, en þá hafði hann verið lægri þar en víðast hvar í heiminum. Mýrakalda algeng. LOKS var sjó hleypt yf- ir hluta af besta akurlendi landsins, en það hefir aftur haft í för með sjer margs- konar hættur hvað heilsu- far landsmanna snertir. — Mýrkalda hefir breiðst ört út og getur orðið landi og þjóð hættuleg, áður en tekst að hafa hemil á henni. Önn ur afleiðing hefir verið sú, að hinn ágæti árangur, sem náðist fyrir stríð, í barátt- unni gegn berklunum, er nú að engu orðinn. Þó má yfir- leitt segja, að möguleikar Hollands til að komast á rjettan kjöl aftur, sje betri en flestra annara landa. Ástandið í TjekkósJóvak- íu er sæmilegt Landið var nasistum mikilsvirði og margir Þjóðverjar voru fluttir þangað. íbúunum var þess vegna hlíft að mestu, og minna en ella hefir því borið á allskonar sjúkdóm- um. Þó hefir berklasjúkling um fjölgað en segja má. þó að framtíðarhorfur Tjekkó- slóvakíu sjeu betri en í öll- um löndum Mið-Evrópu. Norska þjóðin ætti einnig að geta náð sjer fljótlega aft ur. Þar sem efnahagur Nor- egs bvgðist að miklu leyti á innflutningi matvæla og annacar nauðsynjavöru ann ars vegar og útflutningi sjávarafurða hins vegar, hafði hernámið almennan fæðuskort í för með sjer og það aftur orsakaði hrörnun á heilsufari manna. í sum- um hjeruðum landsins olli styrjöldin mikill eyðilegg- ingu. Sjálfsbjargarhvöt þjóð arinnar og baráttukjarkur ætti þó að gera það að verk- um, að hún ætti að geta unn- ið bug á þesum örðugleik- um á tiltölulega sköramum tíma. Loks eru framtíðarhorfur Finna að miiista kosti ssémi- legar. Styrjöldin orsakaði lijtla eyðileggingu á mahn- virkjum. Bardagar í land- inu hættu fyrir tveim ár- um síðan. Og enda þótt. eng inn efist um það, að Finnar eigi í miklum erfiðleikum, auk þess sem þeir munu verða að greiða háar stríðs- skaðabætur og styrjaldar- kostnað, mun þeim takast að sigrast á erfiðleikunum. Skipafriettir. Brúarfoss fór frá New York 4. apríl, væntan- legur til Reykjavíkur kl. 3—4 e. h. í dag. Fjallfoss fór frá Pjúpavogi 11 apríl til Grims- by, væntanlegur þangað í kvöld. Lagarfoss kom frá Gauta borg kl. 8 f.h. á sunnudag. Sel- foss er í Leith, hleður í Hull síðast í apríl. Reykjafoss kom til Leith 12. apríl, byrjar að hlaða 16. apríl. Buntline Hitch er í Reykjavík (kom 7. apríl). Acron Knot fór frá Halifax 11. apríl til Reykjavíkur. Salmon KnDt er að hlaða í New York. True Knot hleður í Halifax ca. 15.—20. apríl. Sinnet fró. 11. apríl til Lissabon. Empire Gallop fór frá Reykjavík 2. apríl til Halifax. Anhe átti að fara frá Middlesbourough til Kaupmannahafnar í dag, 15. apríl. Lech kom til La Rochelle í Frakklandi 12. apríl Lublin er að hlaða í Leith. Sollund er að hlaða í Menstad í Noregi. Otic kom til Reykjavíkur kl. 3.30 í dag. Horsa hleður í Leith í byrjun maí. Trinete byrjar að hlaða í Hull 15. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.