Morgunblaðið - 03.05.1946, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.05.1946, Qupperneq 14
14 M0RGUNBLA5IÐ Föstudagur 3. maí 1946 Lóa langsokkur Eftir Astrid Lindgren. 39. 27. dagur Theo roðnaði — en það kom þrákelknissvipur á andlit henn ar. ,,Þetta finnst mjer með af- brigðum heimskulegt. Þú gafst sjálfur í skyn, að stjúpmóðir þín ætti von á öðru bami inn- an skamms. J^g get hreint ekki sjeð, hvernig hægt er að virða þá staðreynd að vettugi“. „Þú gjörir svo vel og lætur sem þú vitir ekkert um það“, hreytti hann út úr sjer. ,,Þú mátt alls ekki minnast á það einu orði“. „Þá það, Jósep“, sagði 'hún rólega. Hvaða máli skifti það svo sem, þegar öllu var á bdtn- inn hvolft? Hún sá, að Jósep myndi kvíða fyrir heimkom- unni. Hún hafði hitt svo ótal- margt fólk um dagana og unnið hylli þess án nokkurrar fyrir- hafnar, að henni fannst hálft í hvoru spaugilegt, að Jósep .virt- ist kvíða því svo mjög, að ætt- ingjum hans litist ekki á hana. „Vertu ekki svona hátíðleg- ur“, sagði hún glaðlega. „Jeg skal láta í veðri vaka að jeg sje fram úr hófi guðhrædd — og jeg skal forðast eins og heitan eldinn að minnast á nokkuð, er gæti hneykslað fjölskyldu þína — því lofa jeg“. Hún tók blíð- lega um hönd hans. Það hýrnaði þegar yfir hon- um eins og alltaf, er hún sýndi honum minstu blíðuhót. Hann lagði handlegginn utan um hana, og þrýsti henni að sjer. Hún hallaði sjer að honum og brosti. „Erum við ekki bráðum kom in alla leið?“ spurði hún. Hann hristi höfuðið. „Nei, það er talsverðum spölur eftir enn. En við erum nú rjett kom- in að ferjustaðnum á Wacca- maw-fljótinu“. Hún horfði forvitnislega út á fljótið, sem hún hafði heyrt svo mikið talað um. Hún hafði óljósa hugmynd um, að þetta .fljót vökvaði ekrurnar, sem fjölskylda Jóseps hafði auðgast á. En henni fanst fljótið hvorki fallegt nje tilkomumikið. Þetta var óveruleg spræna. En Jósep fullvissaði hana um, að það breikkaði til muna lengra nið- urfrá. Hún var samt sem áður vonsvikin — og hugsaði um fljótið heima. Hún lokaði aug- unum, og sá Richmond Hill fyr ir hugsskotssjónum sjer. Hvað skyldi faðir hennar vera að gera núna? Hann hlaut að vera kom inn heim. Hann hafði ætlað að leggja af stað frá Washington skömmu á eftir þeim. „Þú gætir nú að minsta kosti litið í kringum þig, í þínum nýju heimkynnum", heyrði hún Jósep segja gremjulega. Hún rankaði við sjer og opn- aði augun. „Jeg hefi verið að líta í kringum mig. En það er í svo' lítið að sjá — trje, mýra- flákar, og þessi hræðilegi mosi, sem hangir á trjánum. Það fer hrollur um mig, þegar jeg sje hann. Hann minnir mig á atriði úr „Inferno“, eftir Dante. Það lætur nærri, að jeg heyri kvein hinna fordæmdu sála, þegar jeg horfi á hann“. „Jeg veit ekki, hvað þú ert að tala um“, ansaði Jósep kuldalega. „Okkur hjer finst mosinn fallegur. Það er mikið af honum kringum Eikabæ“. „Hvar er Eikabær?“ spurði hun. „Hjerna skammt frá, erj við komum ekki við þar í dag“. Það fanst henni harla und- arlegt. Eikabær var einkaeign Jóseps, er hann hafði hlotið að erfðum frá afa sínum, og þar myndi heimili þeirra verða í framtíðinni. En nú voru þau á leið til Klifton, er var heimili Williams Alston, ofursta — tengdaföður hennar. „En er ekki Eikabær í leið- inni til Klifton?“, spurði hún. „Gætum við ekki rétt aðeins komið þar við?“ „Nei“, ansaði Jósep stuttara- legá. „Fjölskyldan bíður/ eftir okkur“. Fjölskyldan. Það var ekki fyr en síðustu dagana að henni fór að verða ljóst mikilvægi þess orðs. Eftir því, sem nær dró Klifton, hafði Jósep minst oftar á fjölskylduna. En hún gat nú ekki sjeð að nein goðgá væri að fara fram á, að þau ljetu fjölskylduna bíða svo sem hálftíma lengur, svo að hún gæti skoðað framtíðar- heimili sitt. Hana grunaði ekki, að Jósep blygðaðist sín fyrir Eikabæ. Þar hafði ekki verið búið síðan afi hans ljest árið 1784, og allt var í hinni mestu niðurníðslu. Klifton var aftur á móti glæsilegt setur — stóð ekki að baki Richmond Hill. Hafði ekki Washington hershöfðingi dval- ið þar árið 1791, og skrifað, að það væri: „nýtt, stórt og glæsi- legt hús?“ Þau hjeldu því áfram, án þess að koma við í Eikabæ. Þau voru nú. komin að Waccamaw- nesinu. Það var örmjótt. Fyrir vestan það rann áin og þar voru hrísgrjónaplantekrurnar — en fyrir austan það var sjór- inn. Jeg ætla oft að fara hingað, hugsaði hún með sjer. Jeg elska hafið. „Getum við ekki farið niður að sjónum á morgun?“' spurði hún áköf. „Til hvers?“ ansaði Jósep. „Við förum aldrei þangað fyr en í maí“. „Já — en mig langar til þess að fara þangað. Það hlýtur að vera örstutt frá Klifton“. Jósep þerraði svitann af enni sjer og stundi. „Theodosia — jeg treysti því, að þú farir 1 öllu að óskum fjölskyldunnar. Jeg vona að þú verðir ekki með neina dutlunga“. Það var komið fram á varir hennar að svara honum fullum hálsi — en hún hætti við það. Þau voru bæði úrvimda af þreytu. Það myndu hyggilegast að tala sem minst. Henni myndi einhvernveginn takast að vinna hylli fjölskyldunnar — og svo myndu þau setjast að á sínu eigin heimili eftir nokkra daga, hún og Jósep. í þessu óku þau fyrir bugðu á veginum, og við þeim blasti geySistórt hlið. Þar stóð hop.ur af negrum. Þeir komu hlaup- andi á móti vagninum, með miklum fagnaðarlátpm. Þeir veifuðu höndunum og hrópuðu: „Velkomin! Húrra! Velkomin!“ Jóseþ brosti, og hallaði sjer út um vagngluggann. Hann heilsaði mörgum af négrunum með nafni. Og Theo þótt það harlá spaugileg nöfn: Romeo, Cupid, Propheus, Amorette o. s. frv. Hún reyndi að brosa og veifa höndinni, eins og hún sá Jósep gera, um leið og hún braut heilann um það, hvernig í ósköpunum hann færi að því að þekkja þessi svörtu ándlit í sundur. Hún sá ekki betur en þau væri öll eins. Nú beygði vagninn inn í fög- ur trjágöng, sem lágu heim að húsinu. Og brátt námu þau staðar fýrir framan húsið, sem var geysistórt og hvítmálað. „Klifton“, sagði Jósep hátíð- lega — en Theo heyrði, að rödd hans titraði örlítið. Hún þrýsti hönd hans vingjarnlega um leið og hann hjálpaði henni niður úr vagninum. Þau voru þegar umkringd hrópandi mannfjölda. Theo stóð vandræðaleg við hlið Jós- eps, og vissi ekki, hvað hún átti af sjer að gera. Hún heyrði nafn sitt nefnt ótal sinnum, og ýmist var hún nefnd „frænka“, „syst- ir“ eða „dóttir“. „Það gleður mig innilega að kynnast ykkur öllum“, sagði hún, og reyndi að brosa. „En viljið þið ekki gjöra svo vel að segja mjer, hvað þið heitið, svo að jeg þekki ykkur í sundur“. „Auðvitað, væna mín!“ Þrek- vaxinn, miðaldra maður, hvít- ur fyrir hærum, gekk ’til henn- ar. Hann tók í hönd hennar. Hann tók í hönd hennar. „Jeg heiti William Alston, og er fað- ir Jóseps. Frú Alston bíður þín uppi í herbergi sínu. Hún er því miður lasin , dag. Og hin borð, sagði Lóa. Anna og Tumi lokuðu augúnum eins fast og þau gátu og heyrðu hvernig Lóa opnaði körfuna og fór að bústangast. — Einn, tveir og nítján, nú megið þið sjá, sagði Lóa að lokum. Og þau opnuðu þá augun. Og þau æptu hátt af hrifningu, þegar þau sáu allt góðgætið, sem Lóa hafði sett á dúk á klettinum. Þar voru litlar ljúffengar brauðsneyðar með svínakjöti og kjötsnúðum ofaná, heilt fat með pönnukökum vel sykruðum, margar litlar pip- arkökur og heilir þrír ananasbúðingar. Já. nú sást að Lóa hafði aðeins lært matreiðslu af kokknum á skipi föður hennar. — En hvað er gaman að hafa hreingerningáfrí, sagði maður að hafa á hverjum degi. — Nei, hættu nú alveg, sagði Lóa. Svo gaman þykir mjer ekki að, standa í hreingefningum. Þó það sje skemtilegt, þá myndi það verða þréytandi á hverjum degi. Að lokum voru börnin orðin svo södd, að þau gátu ekki hreyft sig. Þau lágu bara þarna í solskininu og ljetu fara vel um sig. — Skyldi vera mjög erfitt að fljúga, sagði Lóa og gægdist grevmandi augum yfir rönd klettasil'lunlnar. Kletturinn var snarbrattur og langt niður á jafnsljettu. — Maður gæti þó altaf lært að fljúga beint niður, hjelt hún áfram. Það hlýtur að vera erfiðara að fljúga upp. En maður gæti byrjað á því, sem auðveldara er. Jeg held bara að jeg reyni. — Nei, Lóa, sögðu bæði Anna og Tumi hrædd. ó góða Lóa, gerðu það ekki. En Lóa var staðin upp á klettabrúninni. — Fljúgðu, fljúgðu fuglinn minn, og svo flaug fugl- inn, og um leið og hún sagði það, lyfti hún handleggj- unum og stökk beint út í loftið. Andartaki síðar heyrðist dynkur, og Lóa fjell til jarðar. Tumi og Anna lágu á maganum uppi á klettasillunni og gáðu niður. Lóa stóð upp og dustaði af hnjánum á sjer. — Jeg gleymdi að baða vængjunum, sagði hún glað- lega, og svo hef jeg líklega haft of mikið af pönnu- kökum í maganum. — María ....“. Hávaxin kona, festuleg í bragði, gekk til þeirra. „Þetta er dóttir mín, lafði Nisbett“, sagði Alston ofursti, og lagði talsverða áherslu á orðið „lafði“. María kysti Theo á kinnina, og muldraði einhver kurteisisorð. „Þetta eru mágar þínir, Willi- am Algernon og Jphn Ashe“. Tveir ungir og myndarlegir menn komu og hneigðu sig fyr- ir henni. Báðir horfðu á hana með opinskárri aðdáun. “ „Og þetta er Karlotta, sem ér yngst barna minna af fyrra hjónabandi“, hjelt ofurstinn áfram. Fjörleg og hnellin telpa. um það bil fimtán ára gömul, kom og rak Theo rembingskoss. Þetta eru þá alsystkin Jós- eps; hugsaði Theo með sjer. Svo var hún kynnt hópi af ung- lingum, sem voru á einhvern hátt tengdir Alston-fjölskyld- unni. Hún mundi ekki nöfn þeirra stundinni lerfgur. Hana sárverkjaði í bakið. og höfuðið, og hún gat varla stað- ið á fótunum, þegar ofurstinn benti á hóp af börnum, og sagði: „John litli Nisbett, sonur Maríu, og börn mín af seinna hjónabandi — Rebekka, Tómas, Pinkney, Charles og Jakob Motte“. Borgarstjórar geta verið bestu menn, eins og eftirfar- andi sagt sýnir best: Maður nokkur kom til lög- reglustjórans í borg einni í Bandaríkjunum og bað um að eitthvað yrði gert, til að gera við vatnsrörin í kjallaranum í húsi hans. „Þau hripleka“, sagði hann, ,,og jeg hefi hænsni í kjallar- anum sem hljóta að drukkna, verði ekki eitthvað gert sem fyrst“. Lögreglustjórinn tjáði hon- um, að hann gæti ekkert gert fyrir hann, að hann yrði að leita til borgarstjórans í þess- um efnum. Tveim dögum seinna kom hænsnaeigandinn aftur. Hann krafðist hjálpar strax, sagðist ekki hafa efni á að kalla á við- gerðarmenn, en kjallarinn væri nú orðinn fullur af vatni. „En þjer verðið að tala við borgarstjórann“, sagði lög- reglustjórinn enn. ,,Borgarstjórann!“ hrópaði maðurinn fokreiður. „Jeg fór til hans, eins og þjer sögðuð mjer, og sagði honum að hænsnin mín mundu drukna og hann sagði bara: „Hvers vegna fáið þjer yður ekki endur?“ ★ Bókaverslun nokkur fjekk reikning endursendan með eft- irfarandi brjefi. „Jeg hefi alls ekki pantað þessa bölvuðu bók. Ef jeg gerði það, þá hafið þjer ekki sent hana. Ef þjer senduð hana, hefi jeg ekki fengið hana. Ef jeg fjekk hana, þá hefi jeg þegar borgað fyrir hana. Ef jeg gerði það ekki, þverneita jeg að gera það núna. Yðar ein- lægur ....“ ★ Austfirðingurinn á lestrar- safninu endaði brjef sitt í flýti. „Jeg mundi hafa brjefið lengra", skrifaðj hann, „en ein- hver ókunnugur Vestmannaey- ingur stendur hjerna yfir mjer og les hvert einasta orð, sem jeg skrifa“. ’„Þú lýgur því!“ hrópaði Vest mannaeyingurinn. Minningarspjöld barnaspítalasjóðs Hringsins fást í verslun frú Ágústu Svendsen. Aðalstræti 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.