Morgunblaðið - 05.05.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.05.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. maí 1946 IvAiser rííi pRAZEH I HEIMSINS FEGURSTI BILL : | wmmmm ® Þeir, sem kynnu að hafa innflutnings- og gjaldeyrisieyfi, geta fengið FRAZE R-bíl innan tiltölulega skamms tíma. Einkaumboð á íslandi: J)iic^tííjiir GJc aóon sími 5797. I f! I Getum bráðlega teklð að okkur sprautingu á | bifreiðum. — Fyrsta flokks vinna. — Talið við okkur, sem fyrst. (aasæMi is®sa[páM3ao) % | Sími 3107 — 6593. Hringbraut 56. I 4ra herbergja íbúð hefi jeg til sölu fyrir sanngjarnt'verð, í Klepps holti. Laus til íbúðar 14. maí n. k. Hefi einnig íbúðir víðsvegar um bæinn og loks sumarbú- staði í nágrenni Reykjavíkur, sem mætti búa í alt árið. — Nánari upplýsingar gefur BALDVIN JÓNSSON, hdl., Vesturgötu 17, sími 5545. Luðrasvelf Sfyfckis- hólms Frá frjettaritara vorum í Stykkishólmi. LÚÐRASVEIT Stykkishólms efndi til hljómleika á annan í páskum. í Samkomuhúsinu í Stykkishólmi kl. 9 e. h. A söngskránni voru 15 lög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Var leik sveitarinnar tekið með ágætum og fjöl- menni samankomið. Lúðra- sveit Stykkishólms er tveggja ára. Stofnuð á sumardaginn fyrsta 1944 af nokkrum áhuga- mönnum og eru nú 12 menn starfandi í sveitinni. Stjórn- andi hennar frá byrjun er Vík- ingur Jóhannsson 'Ærslunar- maður, sem innt hefir af hönd- um mikið starf af ósjerplægni og dugnaði og er Lúðrasveitin í stöðugri framför. Lúðrasveitin hefir verið svo heppin að njóta aðstoðar hins ágæta hljómsveitarstjóra Al- berts Klahn stjórnanda Lúðra- sveitar Reykjavíkur sem hefir heimsótt hana og útsett fjölda laga fyrir sveitina. Fjelagar Lúðrasveitar Stykk ishólms hafa lagt að sjer við æfingar og eytt til þess fjölda frístunda og oft við misjafnar aðstæður eins og gengur og gerist við slíkan fjelagsskap. Stykkishólmsbúar hafa sýnt að þeir meta störf Lúðrasveitar- innar og styrkt hana rausnar- lega í byrjun með fjárfram- lögum til hljóðfærakaupa. — Hljóðfæri voru í byrjun keypt hingað og þangað frá og eru langt frá að vera góð og nú leggur Lúðrasveitin aðal* á- herslu á að eignast ný hljóðfæri og safnar nú í sjóð í þeim til- gangi. Lúðrasveitin hefir blásið á skemtunum víðsvegar um hjer- aðið við ágætar viðtökur. Stjórn hennar skipa nú Vík- ingur Jóhannsson sem er for- maður, Benedikt Lárusson og Árni Helgason. Amerískar snyrtivörur Gjörið svo vel að líta 1 gluggann. Tískan Laugaveg 17. Húsmagðrsskóla að Laugalandi sagl upp Frá frjettaritara vorum á Akureyri. NÝLEGA var Húsmæðra- skólanum Laugalandi í Eyja- firði sagt upp. 30 námsmeyj- ar luku prófi. Við skólaupp- sögn flutti forstöðukonan, Svanhvít Friðriksdótir ræðu. Námsmeyjar gáfu 700 krónur í hljóðfærasjóð skólans. Dval- !arkostnaður námsmeyja varð kr. 6,80 á dag. Hæstu einkanir hlutu Harpa Ásgrímsdóttir og Steinunn Ingimundardóttir4, Akureyri, báðar 9,19. Ágætiseinkunn hlaut Sigríður Frímannsdótt- ir, . Hrísey, (9,04). Áður en skólauppsögn fór fram mess- aði sóknarprestur fyrir nem- endur. Eftjv skólauppsögn var sest að matborði. Talaði þar for- maður skólanefndar, Davíð Jónsson, Kroppi og ennfrem- ur nokkrar af námsmeyjum skólans. Námskeið hefjast í skólan- um 13. þ. m. Reglubundnar ferðir frá HOLLANDI, BELGÍU og HULL til íslands. . EINARSSON, ZOEGA & CO. H.F. Hafnarhúsinu. Sími 6697. G. KRISTJANSSON & CO. H. F. Hafnarhúsinu. Sími 5980. Fjölritarar Prenta 5 liti í einu. Éngin hreinsun, engin fita, engir stenslar, f ekkert blek. Aauðveldir í notkun, sterkir og handhægir. Kristjánsson h.f. - Austurstræti 12. Sími 2800. Stúlku vana afgreiðslu vantar í versl. Tískan. Eigin- handar umsókn sendist afgreiðslu blaðsins, fyrir 10. þ. m., merkt: „1. júní“. Lagermaður | óskast strax í eina elstu sjerverslun landsins. I Skrifleg tilboð, sem gremi aldur og fyrri störf, f f sendist blaðinu, fyrir miðvikudagskvöld n. k. Vjelvirki f óskast nú þegar. Þarf að kunna m. a. renni- smíði, logsuðu og rafsuðu. DÓSAVERKSMIÐJAN H.F., Borgartúni 1. — Sínji 2085 eða 4800. MÖNDLUR sætar, í pökkum og kössum, nýkomnar. G^art G&is tjdnsáon & Oo., Ii.f. tfansóon 5xjxt>4xí^$x{>.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.