Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. maí 1946 MOkíUNBLAÐIÐ 5 Eggert Stefánsson kominn heim með „Óðinn” á hljómpiötu EGGERT STEFANSSON söngvari er nýlega kominn heim eftir 1V2 árs dvöl í Banda ríkjunum og Kanada. Meðferðis hafði hann nokkrar hljómplöt- ur, sem hann „alaði inn á „Oð- inn til ársins 1944“. Var það ,,Victor“ grammófónfjelagið, sem tók „Óðinn“ upp á plötur og tókst það mjög vel. Góðar móttökur í Kanada. Eggert rómar mjög þær mót- tökur, sem hann hlaut meðal Vestur-íslendinga í Kanada. | Ferðaðist hann um í 2 mánuði meðal íslendinga og söng víða gömul og ný íslensk lög. „I Kanada býr elskulegt fólk“, ságði Eggert í viðtali við Morg- unblaðið. „í fyrstu skildi jeg ekki hvers vegna mjer var tek- ið svona fádæma vel, en síðar komst jeg að því hvers vegna það var. Það var vegna þess að Vestur-íslendingar eru ást- fangnir og jeg var að koma frá' unnustunni þeirra — Islandi“. Eggert Stefánsson nefndi mörg nöfn, t. d dr. Rjchard Beck, sem bað hann að bera öllum íslendingum kveðju sína. Dr. Beck er einn ágætasti tals- maður sem ísland á í Vestur- heimi. Hann hefir haldið um 300 fyrirlestra um ísland“, sagði Eggert. Þá mintist Eggert á frú Hólmfríði Danielsson, form. „Icelandic Canadian Club“, sjera Philip M. Pieturs- son og þær frænkur Agr.esi og Snjólaugu Sigurðsson. I Washington og New York. Þá lagði Eggert leið sína til Washington og rómar hina ein- stöku gestrisni sendiherrahjón- anna okkar þar, frú Águstu og Thor Thors. í Washingtor, skoð- aði söngvarir.n listasöfn, en lagði síðan leið sína til New York þar sem hann dvaldi lengst af og kynti sjer Aistir og listastefnur. í New York vann Eggert að bók, sem hann er að skrifa. Um amerískar listastefnur og djarfa sjómenn. Eggért Stefánsson kemur víða Eggert Stefánsson við þegar maður hittir hann í góðu tómi. Hann ræðir af ó- huga um ameríska list, sem hann er að ýmsu leyti brifinn af, ^sn finst þó að íslendingar standist þar samkepnina, sem 1 mörgu öðru að hans áliti. Söngvarinn ræðir með áhuga og hrifni um djörfung íslenskra sjómanna á styrjaldarárunum, sem buðu hættunum byrgin og hjeldu sinni stefnu hvað sem á dundi. Og loks lætur hann i ljósi gleði sína yfir að vera kominn heim, því hinn langförli ferða- maður, sem hann er þráir ávalt heitast ættjörðina sína, sem hann hefir óbilandi trú á að eigi fyrir sjer bjarta og gæfu- ríka framtíð. Þrjár grelnar um ísland í erlendum blöðum MORGUNBLAÐINU hefir borist úrklippur úr þremur er- lendum blöðum sem Itafa birt greinar um ísland. Dr. Sigurður Þórarinsson skrifar grein í sænska blaðið „Industria", sem er tímarit sænskra iðnrekenda, grein er ^iefnist „Ett rikt litet land með stora problem“. Er þetta ítar- leg og skemtileg grein um ís- land í dag og fylgja greininni fallegar myndir frá Siglufirði, flugvellinum við Akureyri, Há- skólanum, bæjarbyggingunum á Melunum, Skógafossi og fje í rjett. Kanadiskur listmálari, Carl Schaefer að nafni, ritar grein um ísland í tímaritið „Canadian Art“. Segir hann frá komu sinni til íslands, en hann kom hing- að á vegum kanadiska flug- hersins til að teikna og mála myndir af starfsemi þeirra hjer. Fylgja greininni, sem er vel skrifuð og skemtileg, nokkr ar teikningar eftir höfundinn. í dönsku tímariti birtist fyr- ir skömmu viðtal við frú Rann- véigu Schmidt, þar sem hún segir m. a. frá Islandsför sinni 1. sumar. Sjálhlæðisfjelag sfofnað á Skagaströnd NÝLEGA hefir verið stofn- að fjelag Sjálfstæðismanna í Höfðaknupstað á Skagaströnd og voru stofnendur 27. í stjórn voru kosnir: Formaður Ingvar Jónsson, ritari Lárus Guð- mundsson og gjaldkeri Sigurð- ur Sölvason. Unnið ef nú af fullum krafti við að fullgerasíldarverksmiðj- una í Höfða, og vinna við hafn- argerð er að hefjast. GILLETTE blá rakvjelablöð, fyrirliggjandi. dddicjmLtndur J}óLannóáon &Co. Sími 1417. % íþróltir Framh. af bls. 2. L. Gestsson, núverandi gjald keri ÍSÍ. Hvatti hann þá fje- laga sína til þess að einskorða sig ekki við knattspyrnu, held- ur ætti fjelagið að starfa á víð- tækari grundvelli. KR vann engan stórsigur Yíðavángshlaupinu 1921. Fyrsti maður fjelagsins varð 13. (af 40 keppendum). Síð.an hefir K R unmð Víðavangshlaupið oft- ast allra fjelaga, eða 14 sinnum. Kvað formaður KR, Evlendur Ó. Pjetursson, víðavangshlaup- ara fjelagsins ekki hafa getað gefið fjelaginu betri aímælis- gjöf en sigur í hlaupinu nú. — KR vann allsherjarmótið fyrst 1924 aftur 1928 og alltaf urm- ið það siðan og því verið frá þeim tíma „besta íþróttafjelag íslands í frjálsum íþróttum“. I hófinu töluðu auk þeirra, sem áður er getið, Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ Geir Gígja, Strekher gerir upp- steit fyrir rjetti LONDON: Julius Streicher, aðalforsprakki nasista 1 Gyð- ingahatri, gerði mesta upp.steit,. sem verið hefir í rjettinum 1 Nurnberg, þegar hann var tek- n þar fyrir. Hann ásakaði Bandaríkjahermenn og liðsfor- ingja fyrir að hafa misþyrmt sjer, er hann var í haldi, áður en hann var settur í fangelsið í Núrnberg. Streicher, sem talaði hátt og ljet hvergi bilbug á sjer finna, sagði að Bandaríkjamenn hefðu notað við sig nákvæm- lega sömu aðferðirnar. sem Gestapo væri ákærð fyrir. Hefðu þeir látið sig vera nak- inn í klefa í fangelsi í Freising fjóra sólarhringa samfleytt, barið sig með svipum hlekkj- aðan og neytt sig ’til þess að kyssa fætur negrahermanna í fangelsinu, meðal annars. Hann bætti því við, að vel hefði verið farið með sig eftir að hann kom til Nurnberg, og sagði að „meira að segja liðs- foringjar af gyðingaættum hefðu komið kurteislega fram við sig hingað til.“ Streicher sagði að andúð Þjóðverja á Gyðingum, hefði aðeins verið varnarráðstöfun, og væri það síst meira en þeg- ar Gyðingar sjálfir hefðu sett bann við því að stúlkur þeirra giftust útleridingum. Vitnaði hann í spámanninn Ezra þessu til stuðnings og einnig lögmál Móse. — Loks sagði Streicher, að kommúnistar hótuðu verj- endum hinna ákærðu svo illri meðferð að þeir þyrðu ekki að beita sjer í vörninni. — Reuter. Barnaskóla Akur- eyrar Akureyri, fimtudag. Frá frjettaritara vorum. BARNASKÓLA Akureyrar var slitið þ. 4. þ. m. Flutti skólastjórinn, Snorri Sigfús- son, þá ýtarlega ræðu. í skól- anum stunduðu 703 börn nám 1 vetur. Ársprófi luku 570 börn, en fullnaðarprófi með lögmætum aldri 90 börn og 14 með aldursíeyfi. Hæsta einkunn við fullnað- arpróf var 9,44. — Matreiðslu nám við skólann stunduðu 95 stúlkur. Skólinn á nú 140 les bókaflokka með 5800 bindum cg lesstofa á um 400 bindi Are Waerland ken- ur lil íslands AÐALFUNDUR Náttúrulækn- ingafjelags íslands-var haldinn fimtudaginn 2. maí. Varafor- seti gaf skýrslu um störf fje- lagsins á liðnu starfsári. Fje- lágar eru nú rúmir 1600, og hefir fjölgað um 170 á árinu. Auk þess eru um 100 í Akur- eyrardeild fjelagsins. Rekstur Matstofu fjelagsins gengur mjög að óskum Ráðs- kona hennar, frk. Anna Guð- mundsdóttir, mun dvelja í Sví- þjóð og Danmörku í sumar til þess að kynna sjer matreiðslu grænmetis og annara fæðuteg- unda. í Matstofunni borða yfir 100 manns í föstu fæði, og fjölda manns hefir orðið að vísa frá. Nylega er komið út fjórða rit fjelagsins, Nýjar leiðir II, sem inniheldur margar ritgerðir, þýddar og frumsamdar. Fje- lagið mun halda áfram þess- ari útgáfustarfsemi, m. a. með útgúfu smærri rita. Þá er á- kveðið að hefja nú þegar út- gáfu tímarits* sem mun fyrst um sinn koma út fjórum sinn- um á ári og á að heita „Heilsu- vernd“. Hlutafjelagið .Gróska", er einn liður í starfi fjelagsins. —• Það rekur gróðrarstöð í Laug- arási í Biskuostungum, fjögur tómathús auk útiræktunar. — Lögð er áhersla á að haga rækt- uninni svo, að nýtt grænmeti fáist þaðan mestan hluta árs- ins. Fyrsta grænmetið kom það an 2T3. mars s.l. Hinn kunni sænski heilsu- fræðingur Are Waerland, mun koma til íslands síðari hluta sumars á vegum fjelagsins. —• Hann mun dvelja hjer í tvo mánuði, flytja fyrirlestra víðs- vegar um landið og kynnast landi og þjóð. Með ritum sínum og fyrirlestrum um orsakir og varnir sjúkdóma, um mataræði og heilnæma lifijaðarhætti, hef ir hann vakið mjög öfluga hreyf ingu í Svíþjóð, og eru margir læknar að snúast á sveif með honum. Hann er framúrskar- andi hrífandi fyrirlesari og leikur sjer að því að halda at- hygli éheyrenda vakandi í 2 klst. samíleytt. Stjórn fjelagsins. var endur- kosin: Jónas Kristjánsscn, for- seti, og meðstjórnendur Axel Helgason, Björn L.' Jónsson, Hjörtui Hansson og Sigurjón Pjetursson. Magnús Guðbjörnsson og Bene bóka. Börnin hafa fengið um dikt Jrkobsson Þá skýrði Brynjólfur Ing- 280 lítra lýsis. Heilsufar skólanum var allgott. Hand- Gúmmí vinnuvetlingar nýkomnir. GEYSIR H.F. Fatadeildin. muni. ólfsson frá því, að Kristján L. 'iðjusýningu hafði skólinn 1. Gestsson hefði fært frjáls-|maí og er auðsjeð að börnin íþróttaadeildinni kr. 1000,00 aðýiáfa unnið þar margskonar gjöf frá gömlum KR-ingum, í nytjaverk, svo sem að prjóna sambandi við afmælið, og ætti^og sauma ýmsar flíkur>og að nota það til reksfurs deild- arinnar. Með gjöfinni fylgdi einnig fagur silfurbikar, sem keppt skyldi um í frjálsum í- þróttum. Loks veitti frjáls- íþróttadeildin 10 mönnum við- urkenningu fyrir vel unnin störf í þógu frjálsra íþrótta í KR. Voru það þeir Oddgeir Sveinsson Georg L. Sveinsson, Sverrir Jóhannesson, Kristján Vattnes, Jóhann Beinhard, Sveinn Ingvarsson, Haraldur Matthíasson, Sigurður S. Ól- afsson, Helgi Guðmundsson og Ingvar Ólafsson. Flskiðjusamlag stofnað é Isaíirii ísafirði fimtudag. SÍÐÁSTLIÐINN surmudag var stofnað hjer Fiskiðjusamlag ísfirðinga. Stofendur voru þess ir: Samvinnufjelag ísfirðinga, Njörður h.f., Huginn 3. og Kaup fjelag ísfirðinga. Stjórn hins nýja samlags skipa: Bireir Fins son, Ketiil Guðmundsson og Arngr. Fr. Bjarnason. LONDON. Fimm af fanga- vörðunum í Dachau, sem dæmdir voru til dauða, hafa verið náðaðir. Var dómnum breytt í æfilangt fangelsi. Frá Sjálfsfælis- Reykvíkingar eru vin- samlega beðnir að athuga, að veitingasalir hús^ins eru lokaðir allan daginn í dag vegna árshátíðar Nemenda- sambands Verslunarskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.