Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. maí 1946 — Meðal annara orða... Framhald a£ bls. 8. til þess að láta sig einu gilda hverjir ynnu í styrj- öldinni, Adolf Hitler eða vesturveldin. Kommúnistar, sem í einu og öllu hlýða fyrirskipun- um frá erlendu herveldi eiga nokkuð erfitt uppdrátt- ar, þegar þeir ætla að setja sig upp á háan hest og kenna öðrum mannasiði. Þeir vita ekki í dag, hvað þeim verður sagt að segja á morgun. Fylgislítill flokkur. Eftirtektarvert er það, hve fylgislitlir kommúnist- ar eru á Norðurlöndum. Að fylgi þeirra er tiltölulega meira hjer á landi en með nágrannaþjóðum okkar, staf ar fyrst og fremst af því, að almenningur hjer veit minna um kommúnista og komm- únismann í framkvæmd. Finnar hafa af Norður- landaþjóðum, haft nánust kynni af kommúnistum. — Þeir leggja fyrr út í blóð- uga styrjöld, en að gefa sig kommúnistum á vald, og börðust við ofurefli mánuð- um saman veturinn 1939— 1940. í Svíþjóð eru kommúnistar áhrifalausir. í Noregi ætl- uðu þeir að fleyta sjer til áhrifa eftir styrjöldina, það mistókst. I Danmörku kom- ust þeir til nokkurra áhrifa á síðastliðnu ári. En nú er sú alda að hjaðna niður aftur. Svipaða sögu er að segja víðasthvar í lýðræðislönd- um. Frjálshuga menn fyrir- líta þessa skoðanalausu er- , indreka hins austræna her- veldis. Og eins verður það hjer á landi. Barnaspítali frá Svíum til Hdlands STOKKHÓLMI — Svíar hafa sent til Hollands ferðaspítala fyrir börn, sem þeir höfðu áður í Finnlandi. Er spítalanum kom ið fyrir í sjerstaklega útbún- um vögnum og eru þar í rönt- gentæki ásamt mörgum fleiri rannsóknar- og iækningatækj- um. Finnar sögðust ekki hafa þörf fyrir þetta í ár og stungu upp á því að Svíar lánuðu ein- hverri annarri þjóð þessa hreyfanlegu rannsóknarstofn- un. Fór hún svo til Hollands, og er allt starfsfólkið Hollend- ingar, nema aðeins ökumenn- Minning Guðlaugar Hróbjartsdóttur HINN ytri hjúpur mann- anna hylur samferðamönnun- urn oft leyndardóma sem fáir géta skygnst í til fulls. — Svo hefir það sjálfsagt verið um þessa konu sem við nú kveðj- um. En þeim, sem þektu hana best, duldist ekki, að í djúpi sálar hennar, vakti góður andi, er leiddi öll hennar spor til góðs. Þessvegna verður minn- ingin um hana alltaf djúpsett í hugum okkar. Guðlaug andaðist á sjúkra- húsi hjer 2. þ. m., eftir skamma vanheilsu. í dag verður hún jarðsqngin að Borg í Grímsnesi, í sveitinni, sem hún vann aðal- dagsverk sitt. Guðlaug ‘var fædd að Auðs- holti í Biskupstungum 2 sept. 1873 og var elst af 13 systkin- um. Foreldrar hennar voru Hróbjartur Jónsson og Elín Jónsdóttir er síðast bjuggu í Oddgeirshólum í Hraungerðis- hreppi. Hún ólst upp hjá for- eldrum sínum og vann hjá þeim fram undir þrítugsaldur og var þeim að því mikill styrk ur, enda var hún ekki gömul þegar hún fór að hjálpa til við heimilisstörfin. Eftir það rjeðist Guðlaug að Kiðjabergi og dvald ist þar upp frá því. Leysti hún því þar af hendi aðallífsstarf sitt. Mun það fátítt um konur í hennar stöðu, hve margþætt starf hennar varð. Að sjálfsögðu var aðalstarf hennar bundið við heimilið, sem hún vann fyrir. En oft kom það fyrir, að leitað var til henn ar um aðstoð á önnur heimili, þegar illa stóð á vegna sjúk- dóma eða annara erfiðleika. Skifta þau heimili mörgum tug um, er hún þannig dvaldi á, um lengri eða skemri tíma. Átti hún því víða vini, er mátu mikils hið, fórnfúsa starf henn- ar. Kom það greinilega í ljós á sjötugs afmæli hennar, að hún átti djúp ítök 1 hugum margra. Fjölmenni heimsótti hana og fagrar kveðjur bárust henni víðs vegar að. Var þetta okki að ástæðulausu, þar sem hún hafði helgað öðrum starfs- krafta sína, um langa æfi með óbilandi árvekni og trúmensku. Trygðin var henni í blóð borin. Vinir þínir kveðja þig í þakk- látri endurminningu, og óska þjer eiiífs vors. Steindór Gunnlaugsson. Rausnarlegur námsstyrkur. LONDON. Maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefir gefið Cambridgeháskóla 5000 sterlingspund, til þess að kosta breska stúdenta til 'náms við norska háskóla. Stúlka óskast strax við ljetta vfrksmiðjuvinnu. — Upplýsingar hjá verksmiðjustjóra. Skögerðin h.f. Rauðarárstíg 31. Frjetfabrjel úr Kjós: Miveiki herjar á fje bænda í nærsveitum Frá frjettaritara vorum í Kjós. NÚ ÞEGAR þessi vetur er á enda, má segja ?ð hann hafi verið einn hinn mildasti er menn muna um langt skeið, hjer á Suðurlandi. En að vísu hefir á stundum verið all storma og hrakasamt. Einnig var síð- ast liðið sumar eitt hið vot- viðrasamasta er menn muna á þessum landhluta. Var því hey- fengur bænda, bæði lítill og ljelegur, hjá allflestum. Þó náðu sumir töðum lítt skemdum, þeir sem byrjuðu sláttinn snemma, og höfðu dáiítinn mannafla við heyskapinn. En vegna þess hvað hey nýttust yf- irleitt illa, hafa baðndur orðið að gefa mun meiri fóðurbæti en venjulega, til þess aé bæta upp hin ljelegu hey. Væri það þó sök sjer, þó að gefa þyrfti aukin fóðurbætir. til þess að bæta upp hin ljelegu hey, en það hefir ekki dugað til hvað sauðfje snertir, vegna hinnar svokölluðu Þingeysku-mæði- veiki, sem nú herjar á fjenað bænda hjer í vetur. Hefir hennar að vísu orðið vart áður, en aldrei hefir hún gert slíkan usla, sem í vetur, og er enn ekki sjeð fyrir hvað mikið eftir kann að farast úr henni til næsta hausts. Ef að slíku heldur áfram er ekki ann- að sjáanlegt en óhætt sje fyrir bændur hjer um slóðir, að hætta við sauðfjárrækt fyrst um sinn á meðan að svona horfir við. Enda þekki jeg menn, sem ráðn ir eru í því að .farga í haust, því, sem eftir kann að vera tór- andi. Menn voru að vona, að eftir að hin svokallaða mæði- veiki haf&i gengið hjer, og virt- ist búin að ganga yfir, þá myndi þar með búið í bili, en svo virð- ist ekki vera nú. Að vísu hafa nokkrir bæir hjer í sveitinni sloppið við þessar pestn fram að þessu, en virðist nú óðum færast yfir„.Uppskera úr görð- um varð víða ljeleg vegna sýki í kartöflum, sem víða gerði vart við sig í haust. Þó að nokkuð væri það misjafnt. Væri síst að furða, þó að menn fýsti að breyta til, og flytja í kaupstaðinu, þar sem allir virðast hafa nóg að starfa, og altaf er verið að auglýsa eftir fólki. Og kaupið greitt að loknu dagsverki að segja má. Enda bjóðast nú bestu jarðir í tugatah víðsvegar á landinu. Ymsar aðrar ástæður geta þó verið því valdandi að menn hætti búskap, en að framan get ur. Enda bendir fátt til þess hjer í sveit að bændur ætli að breyta til í þeim efnum því aldrei hefir víst verið unnið jafn mikið á einu ári að jarða- bótum en síðastliðið ár. » Var unnið hjer með dráttar- vjelum í alt vor og sumar, og langt fram á haust, með til- heyrandi verkfærum, jarðýtu, plóg og herfi. En tilfinnanlega vantar bændur skurðgröfu til þess að ræsa fram mýrarnar til þess að búa þær undir rækt- un. Sími hefir verið lagður á nokkra bæi í sveitinni á síðasta ári. En enn eru margir bæir, sem ekki hafa fengið síma heim til sín, ekki er vonlaust um að úr því rætist á þessu ári. Þá er það rafmagnið, sem að allir þrá, og mikið myndi breyta og ljetta undir á sveitaheimil- unum, og vænta menn þess, að að því verði unnið, sem best öllum til hagsbóta, gagns og gleði. St G. Danir vilja ákveða norðurlandamæri Þýskalands K.höfn 1 gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. UTANR.KISRÁÐHERR A Dana sagði á blaðamannafundi í dag, að Danir hefðu nýlega tilkynnt stórveldunum að þeir vilji láta til sín heyra, áður en ákveðin verði norðurlanda- mæri Þýskalands, og viðkemur þetta sjerstaklega Suður-Sljes- vík. — Ráðherrann taldi að und irtektir stórveldanna hefðu ver- ið mjög góðar. — Páll. lennmiiiimiiinmimniiimmmnniniiiniiimaininniniiimnuuiimiiiiiiiiiiimiii X-9 remmmmiiinmmmmmiiiiimimmimmnnnnnmmnnmmmmmmmmmmiiimnmnii 9— f AfJ?. KRÚDD.T'Altý tAR CORRIGAN. A SPECiAL* “A5PECIAL FEATURE^' 0^ VAlWV WELL, TrlANK WRITEP?... 60W ARE V09, MR. KRUDD? VOU, MR CAWWlGAN! $0 SAVW I INTUHWUPPTED DUH WOMANCIKIÓ ,.. VOU WEALLV WUH OOINÖ WEE/VIOCCABLV WELL ,___fa(.°rr Kire l c-.U'.,fs Inc rc..:fvcJ Efiir Robert Storm nimimmmmmmmmmmmmmmmmmimmmimmimimmmiimimimimimmimiiie where'd wilda f :omb up thiq y FU6ITIVE FROM C A COMIC RADIO C PROGRAM? WILDA, 16 THI6 Q8M ! V0UNÖ MAN VOU 6P0KE ^ ABOUT? 16 HE C0MPLETELV TWU£>TWUTHVÚ— —— OF C0UR5E, s MR. KRUDD..N0U MAV GPEAK FREELV ' X" Lft. LV Wilda: — Þetta er hr. Corrigan, sjerstakur .... X-9: — Blaðamaður á sjerstöku sviði. Sælir, Krudd. Náskeggur: — Ágætt, þakka yðug fygig, hegga Coggigan*. Þetta gekk allt sjeglega vel hjá ykkug. Eg þetta maðuginn ungi, sem þjer töluðuð við mig um. Eg hægt að treyst honum? — Wijda: Auðvitað. — X-9: (hugsar) Hvar skyldi hún nú hafa kynst þessum skringilega rokk?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.