Morgunblaðið - 15.05.1946, Blaðsíða 14
14
MOEGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 15. maí 1946
37. dagur
Hún blygðaðist sín fyrir
gleðina, sem gagntók hana,
þegar hún heyrði þetta. O —
hún var frjáls — frjáls! Nú gat
hún sýnt manni sínum þá ást-
úð, sem hún bar til hans, án
þess að þurfa að óttast að vekja
með því ástríðu hans — sem
hún gat ekki tekið minsta
þátt í.
Það dró ekki úr gleði henn-
ar, að ekkert útlit var fyrir, að
hún þyrfti að skiljast við Aaron
í bráð. Hann ætlaði að halda
norður á bóginn um miðjan
júní, og var ákveðið, að hún og
barnið færu með honum. Hita-
sóttarfaraldurinn myndi nú
senn ná til Charleston, og það
gat verið hættulegt að dvelja
þar einum degi lengur en nauð-
synlegt var.
,,Það er óheilnæmt að dvelja
hvar sem er í Karólína á sumr-
in“, sagði Aaron, og Jósep gat
ekki neitað því.
„Jeg býst við því, að þú
verðir þá að fara með barnið.
Faðir þinn hefir víst gert allar
nauðsynlegar ráðstafanir. En
jeg get ekki komið að sækja
þig að þessu sinni. Það verður
langur skilnaður“.
„Jeg mun sakna þín“, sagði
hún blíðlega, og þrýsti hönd
hans. „En jeg er svo hreykin
af því, að þú skulir ætla að fara
að taka virkan þátt í stjórn-
málum. Það er tilhlýðilegt, að
auðugustu og áhrifamestu
mennirnir hafi hönd í bagga
með stjórn landsins“.
„Já — alveg rjett“, samsinti
Jósep. Hann hafði fyrir
skömmu ákveðið að bjóða sig
fram til þings. Það hafði verið
endanlega ákveðið, meðan
Theo lá á sæng. Þeir höfðu ver-
ið í ótal veislum og hófum,
hann og Aaron. Charleston-
búar vildu sýna varaforsetan-
um tilhlýðilegan heiður — og
Jósep hafði notið góðs af, hon-
um sjálfum til lítillar ánægju.
Hann hugsaði eitthvað á
þessa leið: „Jeg get líka orðið
stjórnmálamaður. Jeg skal sýna
henni, að það sje eins mikils
virði að vera kona Jóseps Al-
ston og dóttir Aarons Burr“.
Og þannig tókst honum að
vinna bug á meðfæddri deyfð
sinni og andúð á því, að standa
í stórræðum. Annars átti Jósep
fáa af eiginleikum góðs stjórn-
málamanns og fyrst í stað
kvaldist hann mjög af feimni,
þegar hann þurfti að halda
ræður opinberlega. En þrátt
fyrir allt komst hann að þeirri
niðurstöðu sumarið 1802 — en
þá var hann "ekki fullra tutt-
ugu og þriggja ára — að ekki
væri samboðið öðrum eins
hæfileikamanni og hann vaí-,
að lifa lífinu á sama hátt og
venjulegur plantekrueigandi —
nje heldur, að lifa á frægð
tengdaföður síns. Og þannig
bar loksins sú metorðagirni
ávöxt, sem Aaron hafði reynt
að innræta honum að Rich-
mond Hill.
Sextánda júní átti „Enter-
prisa“, að leggja af stað frá
Adger-hafnarbakkanum.
Þegar skilnaðarstundin rann
upp, var Theo óvenju hljóð.
Það myndu líða margir mánuð-
ir þangað til hún sæi Jósep aft-
ur. Hún myndi sakna hans
mikið. Hún sat uppi á þilfar-
inu með barnið í fanginu, og
henni vöknaði um augu, þegar
hún leit á mann sinn.
„Jeg mun sakna þín mikið“,
hvíslaði hún. „Þú ætlar að
skrifa mjer oft — er það ekki?“
„Auðvitað“.
„Þú ert svo kuldalegur. Ertu
reiður við mig?“
Jósep svaraði ekki. Hann
einblíndi út í loftið. Hann var í
þungum þönkum — og honum
leið illa. Já, hann var reiður
við Theo, reiður yfir því, að
hún hafði ákveðið að skíra
barnið Aaron Burr Alston.
Hann hafði búist við, að dreng-
urinn yrði annað hvort skírð-
ur Jósep eða William. Og hann
var reiður vegna þess, að hún
hafði sýna ófyrirgefanlegt
kæruleysi: sonur hans var enn
óskírður. Hún hafði sagt, að
þau hefðu engan tíma til þess
áður en hún færi — það gilti
einu, þótt því yrði frestað til
haustsins — en þá gætu þau
látið skíra hann í litlu sóknar-
kirkjunni að Eikabæ. En hún
hafði þegar gengið fram af
Alston-fjölskyldunni og Jósep
hafði ekki getað andmælt því,
að hún væri mjög frjálslynd í
trúmálum.
„Jósep — þú mátt ekki vera
reiður við mig“, sagði Theo
biðjandi, þegar hún sá, hve
brúnaþungur hann var. „Þú
veist, að það er aðeins vegna
heilsu minnar og barnsins, að
jeg fer frá þjer“.
Svipur hans mildaðist, þeg-
ar hann heyrði blíðlega rödd
hennar. Hann settist hjá henni
og hún hallaði sjer að honum..
Andartak sátu þau hljóð. „Þú
ert svo fölur, Jósep“, sagði hún
því næst. „Þú verður að gæta
heilsu þinnar vel. Ef þú þarft
að fara til borgarinnar, farðu
þá annað hvort á morgnana eða
kvöldin. Jeg hefi einhvern tíma
heyrt, að hættan á því að smit-
ast sje mest um miðjan daginn
— þegar sólin er hæst á lofti.
Og mundu það að reykja í sí-
fellu, meðan þú ert inni í borg-
inni. Reykurin kemur í veg fyr-
ir, að hið óheilnæma loft nái
til þín“.
„Jeg skal vera gætinn“,
svaraði Jósep brosandi.
„Jeg hefi varla áttað mig á
því ennþá, að svona langur
tími skuli líða, þangað til við
sjáumst aftur. Mjer finst heil
öld þangað til í október“, bætti
hún við, hrygg í bragði.
-----Þau voru viku á leið-
inni, og Theodosia hafði aldrei
hugsað eins mikið um mann
sinn og þessa sjö daga. Það var
hægðarleikur, að sveipa hann
rómantískri birtu, þegar hann
var svona langt í burtu — en
samt var það eitthvað meira.
Ast hennar á barninu náði nú
einnig til föðurins. Þótt undar-
legt kynni að virðast, þótti
henni í raun rjettri vænt um
barnið og Jósep á .svipaðan
hátt. >,
— Þau höfðu aðeins dvalið
fáeina daga að Richmond Hill,
þegar Aaron þurfti að fara til
Washington og Fíladelfíu. Theo
saknaði hans mikið: Hún hafði
lítið annað fyrir stafni en hugsa
um barnið — og hafði því
nægan tíma til þess að skrifa
Jósep.
Hún skrifaði honum oft, ást-
úðleg brjef. „Þú veist ekki hve
jeg hugsa mikið um þig þessa
dagana, Jósep. Hugsar þú eins
oft til Theo þinnar? Saknarðu
hennar ofurlítið?" Og öðru
sinni skrifaði hún: „Hvernig
ganga kosningarnar? Mig lang-
ar til þess að frjetta eitthvað
af þeim. En það er ekki af föð-
urlandsást. Það skiftir mig
litlu, hvaða flokkur ber sigur
úr býtum. Þar sem þú ert —
þar er föðurland mitt, og allar
mínar óskir og vonir eru
tengdar við þig“.
Jósep var vitanlega í sjöunda
himni, þegar hann las þetta. En
í einu brjefi gat hún ekki stillt
sig um að dásama fegurð Rich-
mond Hill og æskustöðva sinna,
og þá hugsaði hann, hryggur í
bragði: Skyldi hún nokkru
sinni koma auga á fegurðina
hjer í Karólína?
-----Fimta júlí var fullveld-
isdagurinn haldinn hátíðlegur
um land allt. Að Richmond Hill
var mikið um dýrðir, stöðugur
straumur gesta allan daginn.
Um hádegisbilið sat Theo í
herbergi sínu og var að gefa
drengnum að drekka, þegar
barið var snöggt á dyrnar og
Aaron kom inn.
„Frjettir frá París, frú mín!“
sagði hann. og veifaði brjefi.
„Frjettir um stúlku, sem við
vorum að tala um í morgun!“
„Natalíu?“ spurði hún, og
brá fyrir kvíðasvip á andlitinu.
„Er nokkuð að henni?“
„Nei, jeg held nú síður!
Natalía er gengin í heilagt
hjónaband, að því er virðist —
og hver heldurðu, að sje sá
hamingjusami?"
Theo svaraði elcki s.trax.
Natalía gift! Þá myndi hún ef
til vill aldrei sjá hana framan.
Hún hafði saknað hennar mik-
ið, og hlakkað til þess að sjá
hana aftur.
„Jeg geri ráð fyrir, að hún
hafi giftst frönskum aðals-
manni“, svaraði hún loks.
„Móðir hennar ætlaðist alltaf
til þess“.
,,Já — móðir hennar æskti
þess, og henni hefir bersýni-
lega gramist, að Natalía skyldi
ekki láta að óskum hennar.
Natalía er gift Tómasi Sumtér
frá Suður-Karólína“.
„Suður-Karólína!“ endurtók
Theo undrandi. „Já — en hún
er í Frakklandi!“
Aaron fór að hlæja. „Hr.
Sumter er einnig í Frakklandi.
Hann starfar við ameríska
sendiráðið. Þau kynntust á leið
inni til Frakklands. Eftir brjef-
inu að dæma, eru þau meira en
lítið ástfangin. Gjörðu svo vel“.
Hann rjetti henni brjefið.
Eggert Claessen
Giistaf A. Sveinsson
hæstar j ettarlögmenn
Oddfellowhúsið. — Sími 1171.
Allskonar lögfræðistörf.
Lóa /angsokkur
Eftir Astrid Lindgren.
48.
En það var nú eitthvað annað. Þegar slaknaði á snúr-
unni, fór hún bara að róla sjer á henni. Hún rólaði sjer
hraðar og hraðar og svo allt í einu sleppti hún taki á
snúrunni, þeyttist út í loftið eins og raketta og lenti
beint á leikhússtjóranum. Hann var nærri rokinn um
koll, en svo lagði hann á flótta með Lóu á bakinu.
— Þetta er góður klár, sagði Lóa. En hversvegna
hefir þú engar fjaðrir í hárinu?
Nú fannst Lóu vera mál til komið að fara til Önnu
og Tuma aftur. Hún klifraðist niður af bakinu á leik-
hússtjóranum fór svo og settist niður og nú átti næsti
þáttur að byrja. Það leið talsverður tími þangað til, því
leikhússstjórinn varð fyrst að fara út og drekka vatn
cg greiða sjer. En svo kom hann inn aftur, hneygði sig
iyrir áhorfendum og sagði:
— Dömur mínar og herrar! Eftir augnablik fáið þjer
að skoða allra tíma stærsta undraverk, sterkasta mann-
inn í heiminum, hann steherka Rolf, sem enn enginn
yfirvunnið hefir. Gjörið svo vel, mínir herrar og dömur,
hjer kemur sterki Rolf!
Og þá gekk risavaxinn maður inn á leiksviðið. Hann
Var klæddur rósrauðum leikfimisfötum og hafði hlje-
barðaskinn um magann. Hann hneygði sig fyrir fólkinu
og virtist mjög hæverskur.
— Sjáið tessa vödva, sagði leikhússtjórinn og tók um
upphandlegginn á þeim sterka, þar sem vöðvarnir bung-
uðu út undir skinninu.
— Og nú, mínar dömur og herrar, nú kem jeg með
virkilega fínt tilboð. Hver yðar meðal vogar að leggja
í glímukapp við Sterka Rolf, hver vogar reyna sterkasta
mann heimsins yfirvinna. Hundrað krónur þeim betal-
ast, sem sterka Rolf sigrað getur, hundrað krónur, hugs-
ið um það, mínir herrar og dömur! Gjörið svo vel. Hver
sig fram gefur?
Enginn gaf sig fram.
— Hvað var hann að segja, spurði Lóa. Og af hverju
talar hann Arabísku?
Fáir hafa að öllum líkindum
gert sjer grein fyrir því, en
meginorsök þess, hversu háls
gíraffans er langur, er sú að
höfuð hans er eins langt frá
líkama hans og raun er á.
★
„Konan mín er stungin af
með besta vini mínum.
„Var hann ríkur?“
„Jeg veit það ekki. Jeg hefi
aldrei sjeð hann“.
stein, sem mjer var sagt að
hugsa mjer að væri hjerna.
★
Sonurinn: — Er í dag á
morgun, pabbi?
Faðirinn: — Auðvitað ekki.
Sonurinn: — En þú sagðir
það sjálfur.
Faðirinn: — Hvenær held-
urðu að þú hafir heyrt mig
segja slíka vitleysu?
Sonurinn: — í gær.
★
Knútur mætti Baldri á götu
og sagði við hann, „Skelfing
ertu raunalegur á svipinn,
vinur. Hvað er að?“
„Jeg er gjaldþrota“.
„Nú hver skrattinn. Hvað
hafðirðu á nafni konunnar
þinnar?“
,,Ekkert“.
„En dóttur þinnar?“
„Ekkert“.
„Kæri vinur“, hrópaði Knút-
ur, „þú ert ekki gjaldþrota. Þú
hefir tapað öllum eigum þín-
um!“
★
Höfuðsmaðurinn (á heræf-
ingunum): — Veistu það ekki,
að þú getur orðið fyrir skoti
frá leyniskyttunum, sem við
höfum hugsað okkur að sjeu í
40 metra fjarlægð?
Hermaðurinn: — Jú, en jeg
er á bak við tveggja metra háan
★
A kirkjúhurðina var ritað:
„Þetta er leiðin til friðarins,
hlið Himnaríkis“. — Og undir
stóð: „Lokað yfir sumarmán-
uðina“.
★
Það er sagt, að Jón nokkur
Jónsson hafi keypt sjer tólf
flibba um daginn. Hann náði
sjer í blek og skrifaði nafnið
siít á einn þeirra. A afganginn
skrifaði hann „Ditto“.
'k
Einn af frjettamönnum blaðs
nokkurs sendi inn eftirfarandi
grein, eftir að hafa heyrt rit-
stjórann halda langa ræðu um
óþarfa eyðslu á plássi í blað-
inu:
„Jón Jónsson kveikti á eld-
spýtu, til þess að komast að
því, hvort bensín væri á bíln-
um. Svo reyndist vera. Hann
var 55 ára gamall“.