Morgunblaðið - 24.05.1946, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.05.1946, Qupperneq 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: ÆTTARSETUR Roosevelts, Alihvass sunnan. skýjað, dá- lítil rigning eða súld. Föstudagur 24. maí 1946 Hyde Park. — Sjá grein á bls. 7. 4 menn hand- te.knir fyrir íkveikju 3 þeiira hafa jáiað sig seka EINS og kunnugt er brann sláturhúsið á Akranesi til kaldra kola 15. þ. m. — Við rannsókn málsins er komið í ljós, að hjer var um íkveikju að ræða, og hafa fjórir menn þegar verið handteknir. Þrír þeirra hafa játað á sig að hafa verið við þetta riðnir. Sláturhúsið hafði verið leigt undir vörubirgðir, sem þessir fjórir menn áttu og höfðu flutt þangað undir því yfirskyni að setja þar á stofn verslun. Verð- mæti þessara vara mun aftur á móti hafa verið harla lítið, en þær voru vátryggðar fyrir 600 þús. krónur. Mennirnir, sem hjer um ræð- ir, eru 2 Reykvíkingar, einn Akurnesingur og einn af Snæ- fellsnesi. Rannsókn málsins er ekki enn lokið. Rússar segjasf famir frá Persíu London í gærkveldi. ÚTVARPIÐ í Moskva birti í gærkveldi tilkynningu frá yfir- stjórn „Transkákasíuhersins" um það, að herílutningum hefði verið lokið frá Persíu af Rússa hálfu þann 9. maí s. 1. Var enn- fremur tekið fram, að fyrrnefnd yfirherstjórn hefði talið í upp- hafi að hægt yrði að vera bú- ið að flytj'a herinn burt á þess- um tíma, og hefði það tekist. — Frjettaritari vor tekur það fram í þessu sambandi, að Persar hafi sagt í gær, að Rúss- ar hefðu verið farnir úr land- inu þann 6. maí. — Reuter. Fullfrúaráðsfund- ur um frsmboðs- lisfann Fundur verður haldinn í kvöld í fulltrúaráði Sjálf- stæðisfjelaganna í Reykja- vík í Sjálfstæðishúsinu. V'erða tillögur kjörnefndar um framboðslistann lagðar fyrir fundinn, en nefndin hef ir nú lokið störfum. Fundurinn hefst kl. 8,30. Thora Friðriksson heiðruð Eins og áður hefir verið skýrt frá í blöðunum sæmdi franska stjórnin frk. Thoru Friðriksson, heiðursforseta Alliance Franc- aice, officera orðu heiðursf.vlkingarinnar frönsku á áttræðisaf- mæli hennar á miðvikudaginn var. Myndin hjer að ofan var íekin við það tækifæri. — A myndinni eru, talið frá vinstri, fremri röð: Madame Voillery, Pjetur Gunnarsson, forseti AIli- ance Francaise, Thora Friðriksson, M. Voillery, franski sendi- fulltrúinn og Jón Gíslason. I aftari röð: Björn L. Jónsson, Magnús Jónsson og Magnús Jochumsson. — Mjög var gestkvæmt á heimili frk. Friðriksson á afmælisdegi hennar. Barst henni fjöldi skeyta, blóma og annarra góðra gjafa. M. a. færði stjórn Alliance Francaise henni áletraðan silfurdisk frá fjelaginu. Þá var hún og kjörinn heiðursfjelagi í Reykvíkingafjelaginu þenn- an dag. 36 hosfar skráðir lil keppninnar HESTAMANNAFJELAGIÐ FAKUR efnir til kappreiða á Skeiðvellinum við Elliðaár n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Keppt verður í skeiði á 250 m. stökkfæri, stökki, 300 m. og 350 m. og 250 m. tryppahlaupi. Alls taka að þessu sinni. Björn Gunnlaugsson, kaup- maður, skýrði blaðinu frá þessu í gærkveldi, er það átti tal við hann. I skeiði keþpa 6 hestar í tveim ur flokkum. í fyrsta flokki eru þessir: Þokki, sem búinn er að taka þátt í kappreiðum 1 12—13 ár og oft verið fyrstur eða ann- ar, Nasi, rauður, eign Þorgeirs Jónssonar, Gufunesi, sem virð- ist gott efni, enda knapi þektur íþróttamaður, sem kann að æfa gæðinga sína og Fluga, jörp, af góðu borgfirsku kyni. — í 2.- flokki keppa Randver og Gletta, sem hafa oft áttst við og Valur Eyjólfs Gíslasonar, sem að allra dómi gerir best grip á vellinum og er að margra dómi vakrasti hestúr bæjarins. í 300 m. stökki keppa 18 hest- ar, flestir lítt þekktir, en í regl- um Fáks segir svo fyrir, að eng- ir hestar, sem hlotið hafa 1. verð laun í því hlaupi, megi keppa þar aftur. Hjer skulu aðeins 2 hestar nefndir: Róni, eigandí Kristján Guðmundsson, Hafn- arfirði og Stelpa Reynis Sveins sonar, Lögbergi. Um úrslit verð ur þó ekki Spáð. 8 hestar keppa í 350 m. stökki. Má þar nefna Kolbak Jóhanns Guðmundssonar frá Sunnuhvoli, sem setti met á vegalengdinni s. 1. ár. Drottning 36 hestar þátt í kappreiðunum Þorgeirs í Gufunesi átti. það áður. Hefir hún staðið í ,,barn“- eignum og því ekki mætt á kappreiðar síðustu ár og nú orð in 15 vetra. En hún verður með að þessu sinni og hefir fullan hug á (eftir bestu heimildum) að endurheimta met sitt. í þess- um flokki keppir einnig Tvist- ur, sem vann glæsilegan sigur í 300 m. stökki s. 1. ár og Kol- bakur Asbjörns Sigurjónssonar. í 250 m. folahlaupi keppa 4 hestar. „Sjálfsfætt fólk" bék júlí-mánaðar í Ameríku AMERÍSKA útgáfufjelagið ,,Book of the month club“ hefir ákveðið að gefa út skáldsögu Halldórs Kiljans Laxness „Sjálf stætt fólk“ og verður hún „bók mánaðarins“ í júlí n. k. Þessi bókaútgáfufjelagsskap- ur hefir tugþúsundir áskrifenda sem kaupa bækur útgáfunnar. Er venja að velja eina bók í hverjum mánuði. Þessi sami fjelagsskapur hefir gefið út bók eftir Gunnar Gunn arsson, Aðventa, sem á ensk- unni hlaut nafnið „The good shepherd". iikil hatíðarhöld 16. jiíní í tilefni 100 ára afmælis Menntaskólans Rúml. 2090 sfúdentar hafa útskrifasf þaðan STÚDENTAR frá Menntaskólanum í Reykjavík gangast fyrir miklum hátíðahöldum 16. júní n. k. í tilefni 100 ára afmælis skólans. Hátíðin hefst í hátíðasal Menntaskólans, skrúðganga verður farin um bæinn, blómsveigur lagður á leiði Svein- bjarnar Egilssonar og veisluhöld verða um kvöldið. Auk þess verður afmælisins minnst á margvíslegan hátt annan. Úr Menntaskólanum hafa nú rúmlega 2000 stúdentar útskrifast cg eru um 1500 þeirra enn á lífi, sá elsti frá 1873. í vetur voru fulltrúar frá öll- um sfúdentaárgöngunum boð- aðir á fund til þess að ræða und irbúning hátíðahalda í tilefni af 100 ára afmæli Menntaskólans. Árangur þessa fundar var sá. að kosnar voru tvær nefndir. Skyldi önnur annast fjársöfn- un handa Bræðrasjóði, einkum meðal stúdenta og annarra nem enda skólans, og enn fremur undirbúa stofnun nemendasam- bands á þessu merkisafmæli hans. Hin nefndin átti hins vegar að undirbúa sjálf hátíðahöldin af hálfu stúdenta. Átti sú nefnd tal við blaðamenn í gær. í henni eiga sæti: Pálmi Hannesson, rektor, formaður, Pjetur Sig- urðsson, háskólaritari, Kelmenz Tryggvason, hagfræðingur, Guð jón Hansen, inspector scholae Geirþrúður Bernhöft, cand. theol. og Birgir Kjaran, fram- kvæmdastjóri. Framkvæmda- stjóri nefndarinnar er Gunn- laugur Snædal. Verða hátíðahöldin hinn 16. júní í vor, er 100. starfsári skól- ans lýkur og 100. stúdentaár- gangurinn útskrifast. — í haust, hinn 1. október, mun skólinn sjálfur hins vegar efna til há- tíðahalda, því að þá verða lið- in 100 ár frá því, er hann tók til starfa hjer í bænum. Eru þau hátíðahöld fyrirhuguð með nokkuð öðru sniði en þessi og verða væntanlega að mestu innan húss. Nefndirnar báðar hófust þeg- ar handa, hvor á sínu sviði, og hefir þeim orðið vel ágengt. Hátíðanefndin hefir nú í stór- um dráttu mákveðið tilhögun hátíðahaldanna í vor. Upphaf- lega var gert ráð fyrir því, að þau yrðu 17. júní, en af ýms- um ástæðum þótti þó hentugra að hafa þau 16. júní. — Dag- skráin er fyrirhuguð á þessa leið. -—- Hátíðin hefst með at- höfn, sem fram fer í hátíðasal skólans, er skólanum verður sagt upp og hinir nýju stúdent- ar útskrifast. Munu þá vænt- anlega hinir eldri stúdentar, 50 ára, 40 ára og 25 ára, flytja á- vörp, eins og venja er til. Há- tölurum verður komið fyrir víðs vegar í skólanum, svo að stú- dentar geti hlýtt á það, sem fram fer. Auk þess verður at- höfninni væntanlega útvarpað. Að þessari athöfn lokinni, hefst skrúðganga stúdenta með lúðra sveit í fararbroddi, og er ætl- ast til þess, að hver árgangur verði sjer og beri merki með stúdentaártali sínu. Verður gengið um bæinn og upp í kirkjugarð að leiði Sveinbjarn- ar Egilssonar fyrsta rektors skólans hjer. Þar verður lagð- ur blómsveigur og Sigurður Nordal, prófessor. mun haldá ræðu. Ennfremur mun stúdenta kór syngja. Þessi kór er skipað- ur stúdentum frá allmörgum árgöngum, og er nú verið að æfa hann. Skrúðgangan leggur svo leið sína til baka að Mennta skólanum og verður henni slit- i5 þar með ræðuhöldum og söng. Um kvöldið, kl. 7, hefst svo borðhald í stærstu veislusölum bæjarins og verða þar ræður fluttar og kórinn mun syngja. Hátalarar verða hafðir railli staðanna. Mun þar verða sama fyrirkomulag og fyrr um dag- inn, að stúdentar frá sama ár- gangi haldi ræður og skemmti sjer saman. Verða árgangarn- ir látnir draga um staði þá, sem þeir fá við borðhaldið. Eftir borðhaldið er svo öll- um þátttakendum frjálst að ferðast á milli staðanna gegn því að sýna aðgangskort. Enn- fremur mun Menntaskólinn verða opinn þeim, og veitingar hafðar þar. Skólinn og lóð hans munu verða skreytt þennan dag eftir föngum 0 Vegna óvissu um þáttöku verður byrjað að selja aðgöngu miða að hátíðahöldunum 1. júní. Stendur sala þeirra yfir til 10. júní. Þeir stúdentar sem c-kki hafa annað hvort keypt niða eða tilkynnt þátttöku sína íyrir þann tíma eiga á hættu að-l.om- ast ekki á kvöldskemmtunina hinn 16. Miðar verða seldir á skrifstofu nefndarinnar í íþöku dagana 5.=—10. júní, og vcrður þar ennfremur tekið á móti til- kynningu um þátttöku. Stúdentar, sem eigi búa í bænj urn og ætla að sækja háiíðina, eru kvattir til að senda tilkynn- ingu um þátttöku fyrir 10. júní. Sími skrifstofunnar er 6999, og verður hún opin áðurneínda daga kl. 5—7 (nema sunnu- daga). Er það eindregin ósk nefnd- arinnar, að sem flestir etúdent- ar útskrifaðir frá skólanum; heiðri hann með nærveru sinnj á þessari merkishátíð hans, j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.