Morgunblaðið - 26.06.1946, Blaðsíða 8
8
MORG D NBLASIÐ
Miðvikudagur 26. júní 1946
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
' Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Hrædair við verk sín
KOMMÚNISTARNIR við Þjóðviljann eru bvrjaðir að
leika sama leikinn í flugvallamálinu og þeir hafa und-
anfarna sjö mánuði leikið í herstöðvamálinu.
Öll íslenska þjóðin veit, að herstöðvamálið var. raun-
verulega leyst hinn 6. nóv. í haust, er ríkisstjórnin svar-
aði málaleitan Bandaríkjanna. Forsætisráðherrann til-
kynti alþjóð svarið 26. apríl. Næsta dag (27. apríl) stóð
yfir þvera forsíðu Þjóðviljans, prentað með stærsta
letri: „Svar íslendinga afdráttarlaust NEI“. Þetta er í
eina skiftið, sem Þjóðviljinn hefir sagt sannleikann í her-
stöðvamálinu.
Islendingar hafa tilkynt stjórn Bandaríkjanna, að þeir
vilji engar herstöðvar hafa í landi sínu á friðartímum.
Það var þetta afdráttarlausa svar, sem þjóðin átti að
sameinast um. En það þoldu kommúnistar ekki. Þeir
þoldu ekki, að þjóðareining ríkti urn þetta viðkvæma mál.
Hvers vegna? Var það þjónkunin við hið erlenda einræð-
isríki, sem þeir þjena undir, er knúði þá út á þá braut
að reyna að sundra þjóðinni í þessu máli? Eða voru þeir
að reyna að blekkja þjóðina, í því skyni að reyna að ná
flokkslegum ávinningi í kosningunum?
Þúsundir kjósenda sem hingað til hafa kosið með
Sósialistaflokknum hafa megnustu skömm á framferði
íoringjanna í þessu máli. Langsamlega meiri hluti þess-
ara kjósenda eru góðir og gegnir íslendingar. Þeir for-
dæma undirlægjuhátt foringjanna við hið erlenda ein-
ræðisríki. Þeir vilja efla og styrkja íslenska lýðveldið
og stuðla að þjóðlegri einingu. Þessir kjósendur, margir
hverjir, munu því áreiðanlega kjósa að þessu sinni með
Sjálfstæðisflokknum, sem hefir sýnt í verki, að hann
einn getur sameinað þjóðina, þegar mest á ríður.
Forsætisráðherrann sagði í útvarpsræðu sinni í gær-
kvöldi: „Þeir munu mest vara við hættunni, sem sjálfir
eru hættan“. Þetta er sannleikurinn um gauragang kom-
múnista í sambandi við herstöðvamálið.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Skemtiflugferðir.
MORGUNBLAÐIÐ skýrði
frá því í frjettum í gærmorg-
un, að nokkrir Reykvíkingar
hefðu tekið sjer far með flug-
vjel norður í Fiskivötn til þess
að veiða silung og njóta sum-
arblíðunnar eina kvöldstund í
óbygðum. — Að sjálfsögðu er
þetta tilraun og það er ekki
ennþá orðið algengt að Reyk-
víkingar, eða aðrir bæjarbúar
á Islandi fari í flugvjelum inn
í óbygðir landsins. En senni-
legt að það verði ekki mörg ár
þangað til að efnt verður til
skemtiferða með flugvjelum til
Fiskivatna, á Hveravelli, inn á
Vatnajökúl, Ódáðahraun og
hingað og‘ þangað í óbyggðir,
þar sem náttúran er stórkost-
leg.
Þegar vikið var að því hjer í
dálkunum, að sennilega myndi
ekki líða mörg ár þar til farið
væri að halda upp föstum flug-
ferðum norður í íshaf til að
sýna ferðamönnum miðnætur-
sólina, gerði eitt Reykjavíkur-
blaðanna þá athugasemd, „að
sumum nægði ekki sólarlagið í
Reykjavík“. Þetta er alveg
rjett. Maðurinn er nú einu sinni
svona gerður að hann sækist
eftir því ævintýralega. Þess
vegna nægir honum ekki að
kaupa sjer silung í Matardeild-
inni, heldur leigir sjer flugvjel
norður á Fiskivötn til að
skemta sjer við að veiða sil-
unginn sjálfur.
Bólan, sem hvarf.
FYRIR NOKKRU VORU
HALDNIR umferðadagar hjer í
höfuðstaðnum. Menn urðu
nokkuð varir við í blöðunum
og jafnvel á götunum líka, þeg-
ar þessir daga byrjuðu( en jeg
býst ekki við að nokkur mað-
ur hafi hugmynd um hvenær
þeir enduðu. Það var með þessa
blessaða umferðardaga, eins og
svo margt annað hjá okkur, að
bólan hvarf, án þess að nokkur
tæki eftir því.
Gulu umferðarstrikin á göt-
unum eru horfín. Lögreglu-
þjónarnir, sem stjórnuðu um-
ferðinni líka horfnir. Hvatning-
arorðin í blöðunum sjást ekki
lengur og menn fara um göt-
urnar eins og fjaðrafok, alveg
eins og þeir hafa alltaf gert.
Engin má þó skilja þessi orð
þannig að verið sje að gera lít-
ið úr þeirri viðleitni Slysa-
varnafjelagsins að koma
hjer á öryggi í umferðinni.
Hún er ákaflega virðingarverð
og það fer ekki hjá því að eitt-
hvað af þeirri fræðslu, sem al-
menningi var veitt þessa um-
ferðardaga, loði við.
En það er bara ekki nóg. I
umferðar- og öryggismálum
þarfa að halda uppi stöðugum
áróðri alla daga ársins. Þá
fyrst er einhvers verulegs
árangurs að vadnta.
Öryggi framar öllu.
OG ÞAÐ ER á fleiri sviðum
en umferðarmálunum, sem
kenna þarf almenningi að forð-
ast sjálfráðu slysin.
Hvernig er með hið hörmu-
lega slys, sem varð á ísafirði
fyrir nokkrum vikum. Hefir
það orðið mönnum til varnað-
ar. Hvernig er með það fólk,
sem býr í stórum timburhús-
um, sem geta fuðrað upp á ör-
skömmum tíma. Eru nauðsyn-
legustu öryggistæki í slíkum
húsum alstaðar á landinu? Eru
slökkvitæki á hverri hæð og
kunna íbúarnir með þau að
fara, ef slys ber að. Hvernig er
með björgunartæki í slíkum
húsum. Eru þau á sínum stað?
Þannig að menn geti bjargað
sjer út um glugga í brennandi
húsi.
Hver athugar þetta? Eða er
ekkert eftirlit með jafn sjálf-
sögðum varúðarráðstöfunum?
Mig grunar að það vanti
mikið á, að öryggistæki sjeu
alstaðar þar sem þau eiga að
v6ra. En til þess að forðast
sjálfráðu slysin, þarf að gæta
þess að öryggis sje gætt, fram-
ar öllu öðru.
•
Enn hnýtt í póstinn.
ATHUGASEMDIRNAR, sem
gerðar hafa verið við póst-
þjónustuna hjer í dálkunum
virðast gefa mönnum tilefni til
að skrifa „Daglega lífinu“. Und
anfarna daga hefir brjefunum
rignt til okkar. Það er ekki
nema gott. Pósturinn er al-
menningseign og almenningur
á heimtingu á að honum sje
stjórnað af hagsýni og þannig
að hann komi að sem bestum
notum.
Hjer er enn eitt brjef, sem
gefur nokkrar upplýsingar um
það, sem rætt hefir verið um í
þessu sambandi:
„Herra Víkverji!
Svar póstmeistara við ádeil-
um á póststofuna hefir komið
mjer og fleirum alleinkenni-
lega fyrir sjónir. Virðist svo
sem póstmeistari sje fremur
ókunnur stofnun þeirri, er
hann veitir forstöðu, því að
honum verður naumast ætlað
að hafa farið vísvitandi með
blekkingar, þótt á stofnun
hans væri deilt. Tvennt er það,
sem villandi er í brjefi hans.
Annað var, er hann segir ,,að
póstur sje borinn út í bæinn
tvisvar á dag nema á laugar-
dögum o. s. frv.“ Sannleikur-
inn er, að í mörgum hverfum
vantar mikið á, að pósturinn
sje borinn út daglega, hvað þá
tvisvar á dag. — Hitt var af-
sökun hans á mannfæðinni' á
pósthúsinu. Póstmeistara láðist
að geta þess, að póstmenn vinna
aðeins sex tíma á dag og er
meinað að vinna eftirvinnu,
þótt þeir geti ekki annað öllu í
vinnutímanum.
Með þökk fyrir birtinguna.
Viðskiftavinur pósthússins.“
★
Fyrir nokkru barst vitneskja um það, að flugmála-
stjórinn væri að undirbúa allmikla stækkun á flugvell-
inum hjer'í Reykjavík, og að afleiðing þess yrði sú, að
enn þyrfti að rífa niður íbúðarhús við Skerjafjörð og þar
í nánd.
Þessi fregn vakti ugg og kvíða Reykvíkinga, ekki að-
eins þeirra, sem máttu eiga von á að missa íbúðarhús
sín, heldur bæjarbúa í heild. Því að það er vissulega
ekkert tilhlökkunarefni fyrir íbúa höfuðborgarinnar að
vita til þess, að aðalflugvöllur landsins verði svo sem
stundarfjórðungs gang frá miðbænum.
. Þetta hefir vakið Sigfús Sigurhjartarson til umhugsun-
ar um, að ekki sje hyggilegt að Reykvíkingar fái þenna
boðskap nú rjett fyrir kosningar. Hann fer 'því á stúfana
í Þjóðviljanum í gær og segir þar, að „ekki komi til mála
að stækka Reykjavíkurflugvöllinn“, og að stefna beri að
því, að flytja flugvöllinn burt úr bænum.
Þetta er .vel mælt hjá Sigfúsi. En gallinn er sá, að hann
ræður nú engu í Sósíalistaflokknum. Það eru aðrir sem
láða yfir honum. Og til þess að menn sjái skýrt og
greinilega hvað ráðamenn kommúnista ætlast fyrir með
flugvöllinn, skulu hjer tilfærð ummæli flugmálastjór-
ans sjálfs. Þau birtust í þjóðviljanum 10. apríl, þar sem
hann er að skýra frá flugmálaráðstefnunni í Dublin.
Flugmálastjórinn segir:
„Varðandi hvaða flugvellir skyldu teljast naiuðsyn-
legir var ákveðið, að Keflavíkurflugvöllurinn og
Reykjavíkurflugvöllurinn tilheyrðu því kerfi. Keflavík-
urflugvöllurinn teljist aðal flugvöllur ÞAR TIL REYKJA-
VÍ KURFLU G V ÖLLURINN HEFIR VERIÐ ENDUR-
BÆTTUR“.
Hjer er stefna kommúnista mörkuð í þessu máli, því!
enginn þarf að halda, að flugmálastjóri tali hjer ekki í
umboði þeirra.
jMTHWfirvanHmi bbb ■■ ■ ■■ » e * u ■ u u ■ ■ ■■wm
1 MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . !
„Þjóðholluda" Kristins Andrjessonar
KRISTINN ANRDRJESSON
ritstjóri Þjóðviljans aðvarar
þjóð sína, að því er hann segir.
Hann hefir skrifað greinar í
blað sitt um það, að íslensk
þjóð sje í yfirvofandi hættu,
vegna þess að meðal Islendinga
sjeu nú óþjóðhollir menn.
í allmörg ár hafa íslending-
ar, sem og ýmsar aðrar þjóðir
heims, orðið að horfa upp á þá
staðreynd, að meðal þeirra
væru menn, sem gæti, á hvaða
augnabliki sem er, hætt að
vinna þjóð sinni, gleymt allri
þjóðhollustu, í fullkominni
undirgefni við valdboð þeirra,
sem stjórna alþjóðasamtökum
kommúnista.
Fylgi þessara óþjóðhollu
manna víðsvegar um heim-
inn, manna, sem gleyma
altaf við og við föðurlandi
sínu, hefir verið mjög misjafnt,
aukist annað veifið, eins og t. d.
á styrjaldarárunum, en hjaðn-
að síðan niður aftur.
Kristinn Andrjesson er í
sjálfu sjer ekkert sjerstakt
fyrirbrigði af manni. Hann er
einn hinna mörgu, sem komm-
únistar tefla fram eftir geð-
þótta sínum. Hann er orðinn
því svo vanur, að hugsa, tala,
skrifa og hlýða, eins og komm-
únistasamtökunum hentar, að
hann hefir gleymt því hvernig
það er að vera frjáls maður.
Öðru vísi verður framkoma
hans ekki skilin.
Ættjarðarvinurinn.
Þjóðin er í hættu, segir
Kristinn Andrjesson. Vissulega
munu menn samsinna því.
Þetta er ekki ný bóla. Komm-
únistar hafa starfað hjer í 20—
30 ár. Allan þann tíma hafa
þeir verið . reiðubúnir til þess
að setja hagsmuni flokks síns
og kommúnistasamtaka ofar
hagsmunum þjóðarinnar.
Þjóðin er í hættu, eins og
margar aðrar smáþjóðir eru í
dag. Til þess að verjast áföll-
um og bjarga sjer þarf þjóðin
að standa einhuga. En hver
trúir kommúnistum fyrir sjálf-
stæði íslands? Hver trúir þeim
mönnum, sem margoft hafa
sýnt, að aldrei gleðjast þeir
innilegar en þegar hið aust-
ræna herveldi gleypir há-
grannaþjóðir sínar.
Það er ekki nóg að vera
kommúnisti í orði, sagði flokks
foringi þeirra fyrir nokkrum
árum. Þeir verða líka að kunna
að hlýða þeim fyrirskipunum,
sem þeim eru gefnar frá hús-
bændum þeirra.
Sálgreining.
Þegar hinn auðsveipi þjónn
hins austræna valds, Kristinn
Andrjesson, tekur á sig gerfi
ættjarðarvinarins, þá er erfitt
að segjá, hvort meiri er ástæða
til að aumkva manninn eða
fyrirlíta hann.
íslensk þjóð er í hættu. En
hún er ekki síst í hættu vegna
tilverknaðar manna eins og
Kristins Andrjessonar, sem fyr
ir lönj|u síðan hafa sýnt, að þeir
vinna fyrst og fremst alt sem
þeim er sagt, og kann að verða
sagt, fyrir hagsmuni kommún-
ismans og hið austræna vald,
alveg ná tillits til þess hvað
íslenskri þjóð hentar, íslensk-
um hagsmunum og íslenskri
menningu. Þjóðhollusta Krist-
ins Andrjessonar er hin mesta
| skríparhynd af hollustu, sem
I enn hefir sjest hjer á landi.