Morgunblaðið - 26.06.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1946, Blaðsíða 16
ííorð-vestan kaldi, víðast Ijett- skýjað. QVQU Miðvkiudagur 26. júní 1946 SIÐA UNGRA SJALF- STÆÐISMANNA er í bls. 5 i blaðinu í dag. Þjóðháfíð á skipsfjöi Khöfn 18. júní 1946. MEÐ Ms. Dronning Alexan- drine, sem fór frá Reykjavík 13. júní, var margt farþega, sem voru á leið til Danmerkur og annara Norðurlanda, þar á meðal söngfjelagið Harpa, er ætlar að taka þátt í meiri hátt- ar söngmóti dagana 30., júní og 1. júlí. — Veðrið var alla leið hið hagstæðasta og fáir farþeganna sjóveikir. Þegar til Færeyja kom, þustu íslending- ar og aðrir farþegar í land til þess, að skoða höfuðstaðinn, Þórshöfn, og til þess að anda að sjer ilmi blóma og trjágróð- urs. Áður en gengið var á skips- fjöl aftur, voru bæjarbúar kvaddir með kórsöng á aðal- torgi bæjarins. Samál David- sen þakkaði fyrir hönd Fær- eyinga. Hinn 17. júní efndi stjórn Hörpu til hátíðahalds á skips- fjöl í minningu dagsins. Hátíð- in hófst kl. 2 e. h. og var öllum farþegum boðið á framþiljur skipsins til þess að hlusta á ræðuhöld, söngur og önnur skemtiatriði. — Mjer var falið að senda Mbl. eftirfarandi frjettatilkynningu með beiðni um birtingu við fyrsta tæki- færi eftir móttöku: „Eitt hundrað íslendingar samankomnir á m. s. Dronning Alexandrine hjeldu þjóðhátíð- ardaginn með því, að söngfje- lagið Harpa, söngstjóri Róbert Abraham, söng íslensk lög. — Fyrir minni íslands mælti Skúli Þórðarson magister, fyrir minni forseta Islands mælti Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrui og fyrir minni kvenna, Þorsteinn J. Sigurðsson kaupm. Milli ræðanna söng Harpa viðeig- andi ættjarðarljóð Að lokum ávarpaði Páll Ólafsson frá Hjarðarhölti skxpstjóra og þakk aði honum og skipshöfninni þægilega framkomu við far- þegana. — Samkc«iunni stjórn aði Ágúst Jósefsson og var há- tíðinni slitið með því, að Harpa söng þjóðsönginn“. Mótmæli Sigfúsar Sigurhjartarsonar SIGFÚS SIGURHJARTARSON rauk til í gær og kvaðst vík væri lendingarstaður f.vrir langfleygar flugvjelar. Það er þykist fara útaf „austrænu línunni“, Ellingsen fer sínu fram ekki vilja, að hjer í Reykja- ekki í fyrsta sinn, sem hann — meðan hann getur. Sænska flugfjelagið Aerotransport byr jar ferðir Stokkhólm ~ Keflavík * SÆNSKA FLUGFJELAGIÐ Aerotransport hóf fiug- rerðir hingað frá Stokkhólmi í- gær með „Skymaster“- flugvjel, er tekur 44 farþega. Flugvjelin var fullskipuð farþegum. Áhöfnin er 10 manns. Vesiiiiannaeyjaskip ásíl Vestmannaeyjum, þriðju dag. Frá frjettaöitafa vorum: SKIPIN, sem hjeðan fara til sídveiða í sumar eru nú sem óðast að leggja af stað. Þa>u síðbúnustu muríu fara upp úr mánaðamótunum. Alls mun 21 skip hjeðan stunda síldveiðar og verða þau með 19 nætur. í fyrra voru gerðar út hjeðan 17 nætur. Allmarg- ir minni bátar, sem voru á síld í fyrra, fara ekki núna, en aftur á móti bætast við 6 skip, sem ekki hafa stundað síldveiðar áður. Eru þetta stór og hentug skip til þessarra veiða, svo sem Sæíell, Fell o. fl. — Bj. Guðm. Meðal farþega voru nokkrir sænskir blaðamenn, frjetta- stjóri Aerotransport, Bo Lind- crm og tíðindamaður sama fielags Ernst Michanek. Einn ig voru þarna Carl Nycop, að alritstjóri við „Expressen“ ; Stokkhólmi, Sten Söderberg rithöfundur. Hann er m. a. útvarpsfyrirlesari, Gunnar Försell ritstjóri við Afton- biadet, og P. Ákeby, blaða- maður við Aftontidningen. Lindorm frjettastjóri bauð nokkrum mönnum til kvöld- verðar að Hótel Borg í gær- kveldi, með hinum sænsku blaðamönnum, þ. á m. O. Jo- hansson sendifulltrúa Svía, Erni Johnsson formanni Flug fjel. íslands, en fjelag hans annast afgreiðslu hinna sænsku farþegaflugvjela. G. Hlíðdal póst og símamála- stjóra og nokkrum íslenskum blaðamönnum. „Skyfnaster“-flugvjelin sænska á að koma hingað tvisvar í mánuði. Hún flaug frá Stokkhólmi til Keflavíkur á 8 klst. í gær, fjekk andbyr og seinkaði um klukku tíma,- og leggur upp frá Keflavík kl. 7,30 f. h. í dag. Er þess vænst að þessar ferðir geti haldist reglulega hæði í sumar og á vetri kom- anda. í kvöldboði Aerotransport að Hótel Borg í gær flutti ræðu þar sem hann m. a. mintist hins ábyrgðarmikla starfs blaðamannanna. Hann mintist þess er sænskir flug- menn komu hingað fyrir ári síðan og voru meðal fyrstu Norðurlandamanna er komu hingað eftir styrjaldarlokin. Þá var flugstjóri Áke Duf- ander, er flaug hingað Sky- mastervjelinni í gær. Otto Johansson sendifuli- trúi lýsti því hve íslendingar befðu rílca tilhnéiging til þess að halda vináttutengslum við Norðurlönd og væri vel að samgöngur glæddust milli Svíþjóðar og íslands. Kl. 9,30 í gærkvöldi lögðu hinir sænsku blaðamenn með fylgdarliði sínu í bílferð til Þingvalla. Þeir hugðu gott til þess að kynnast íslenskri íjallanáttúru í skini hásum- arsnætur. (hurchil! fer ekki til (zechosiovakíu London í gærkvöldi. EINKARITARI Churchill neitaði því í dag', að nokkuð væri hæft í þeim fregnum, að Churchill hefði í hyggju að eyða fridögum sínum í sumar í Czechoslovakíu. Sagði einka- ritarinn að Churchill hefði þeg- ar borist fjöldi heimboða frá ýmsum löndum, og verið gæti að hann kæmi við í Czecho- slovakíu, en að útvarpið í Prag hefði á röngu að standa, þar sem það segði að forsæt- isráðherrann fyrverandi mundi væntanlegur þangað í næsta mánuði. -—Reuter. Fyrsta sleinsteypu- kerið komiðtil Akraness Fyrsta steinsteypukerið af fjórum, sem bæjarstiórni Akranes hefur fest kaup á í Englandi, kom til Akranes3 í dag. Hollenskur dráttarbát- ur kom með kerið og var hann 20 daga á leiðinni. —> Voru fjórir menn um borð í steinnökkvanum. og höfðust þeir við í húsi, sem er uppjj á kerinu. Steinsteypuker þetta er ca. 62 metrar á lengd, 20 metrar á breidd og 13 metrar á hæð. Lítur það mjög vel út og er hið sterklegasta að sjá. Dráttarbáurinn Magni sigldS út í bugt á móti drátarbátn- um og vísaði honum leiðina inn með ferlíkið. í nótt verður kerinu, sem kostar tæpar 400,000 krónur komið að bryggju, sökkt nið- ur í innri hafnargarðinn. —• fyrir Sjálfsfæu 3- flokkinn Sjálfstæðismenn. sem vilja taka að sjer að vera bílaverðir fyrir flokkúm á kjördegi, eru vinsar.ilega beðnir að gefa sig fra n til skráningar á skrif itofu Sjálfstæðisflokksins eftir klukkan 6 síðdegis á flmtu- dag og föstudag. Þeir, sem þegar liafa skráð sig til starfans geri sv > vel að vitja bílavarðaskírtein- is á sama tíma. D-LISTINN. fyrir skofi LONDON. Zorya hershöfð- ingij aðstoðarsaksóknari Rússa í Nurnberg, varð fyrir skoti um kvöldið þann 24. ma, sl. og beið bana af. Samkvæmt til- kynningu Sovjetyfirvaldanna bar lauða nans þannig að höndum, að hann „umgekkst Otto Johansson sendifulltrúi, skotvopn óvarkárlega11. Ákvarðanir kominúnista flugvallamálinu ÞEGAR Erling Ellingsen, flugmálastjóri kom heim frá flugmálaráðstefnunni í Dublin, birti Þjóðviljinn viðtal við hann, 10. apríl s.l. í þessu viðtali segir flugmálastjórinn m. a.: „Varðandi hvaða flugvellir skyldu teljast nauð- synlegir var ákveðið, að Keflavíkurflugvöllurinn og Reykjavíkurflugvöllurinn tilheyrðu því keríi. Keflavíkurflugvöllurinn teljist aðalflugvöllur, þar til Reykjavíkurflugvöllurinn liefir verið endrn- bættur“. Hjer segir flugm.stjórinn skýrt og greinilega, að ákveðið hafi verið, að „endurbætur“ verði gerðar á flugvellinum og að hann verði aðalflugvöllurinn í framtíðinni. „Endurbætur“ þær, sem flugmála- stjóri getur um eru vitanlega í því fólgnar, aö stækka á flugvöllinn, en það hefir aftur þær af- leiðingar, að flytja verður brott íbuðarhús eða rífa þau niður. Enginn þarf að halda, að það sem flugmála- stjórnin sagði Þjóðviljanum 10. apríl sje aðeins hans persónulega skoðun. Allir vita, að flugmála- stjórinn er þjónn kommúnista. Aðgerðir hans í flugvallamálinu eru því beinar fyrirskipanir frá ráðamönnum kommúnista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.