Morgunblaðið - 26.06.1946, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 26. júní 1946
70. dagur
Irving leit á fangann. Hvað
svo sem hæft var í öllu því, er
um hann var sagt, þá var aug-
ljóst mál, að Burr kærði sig
ekki hót um framtið Banda-
ríkjanna. Hann hafði aðeins á-
huga á því, er kom honum
sjálfum við. Jeg held í sann-
leika sagt, að Aaron Burr eigi
ekki snefil af því, sem kallað
er föðurlandsást, diugsaði Irv-
ing. Og það er kannske ein
mannvera, sem honum þykir
eins vænt um og sjálfan sig.
Hann sneri sjer ósjálfrátt
við, og leit á Theodosiu. Hún
var nú orðin náföl í andliti, og
svitadropar glitruðu á enni
hennar. A næsta andartaki leið
hún út af í sætinu.
Irving stökk á fætur, en ótal
hendur höfðu þegar komið
henni til hjálpar.
„Það hefir liðið yfir hana,
vesalinginn litla“, sagði ein-
hver. „Og það er ekki að furða
— hún er sjálfsagt ekki búin
að reyna svo lítið“.
Tveir menn báru hana út, og
Aaroni, sem hafði stokkið á
fætur, var ýtt aftur niður í
sæti sitt af varðmönnunum
tveimur, sem stóðu sitt hvoru
megin við hann. Hann beit á
vörina — og um leið kom hann
auga á Lewis, sem hraðaði sjer
út um dyrnar.
Andartak afskræmdist and-
lit hans. Hann kreppti hnef-
ana, svo að hnúarnir hvítnuðu.
Varðmennirnir horfðu undr-
andi á hann. „Hann finnur á-
reiðanlega meira til en hann
vill vera láta“, hvíslaði annar
þeirra og hinn kinkaði kolli.
Aaron náði aftur valdi yfir
sjer, og rjettarhöldin hjeldu
áfram. Hann horfði ekki á auða
sætið, þar sem dóttir hans hafði
setið.
Þegar Theodosia var komin
út undir bert loft, opnaði hún
augun. „Það er ekkert að
mjer“, muldraði hún, og reyndi
að rísa upp. „Vill einhver gjöra
svo vel að ná í vagninn minn?“
„Vagn yðar er hjer, frú Al-
ston, og jeg ætla að veita sjálf-
um mjer þann heiður, að fylgja
yður heim“. Lewis tók undir
handlegg hennar, og hjálpaði
henni upp í vagninn. Síðan
skipaði hann vagnstjóranum
að aka af stað.
„Merne“, hvíslaði hún — og
þorði varla enn að trúa sínum
eigin augum. „Merne — jeg
hjelt að jeg ætti áldrei eftir
að sjá þig framar“.
Hún hafði liðið í ómegin af
einskærri gleði. Þegar hún kom
auga á hann í rjettarsalnum,
skynjaði hún ekki lengur neitt
annað — jafnvel Aaron var
gleymdur. Ást hennar, sem
hún hafði bælt niður svo lengi,
varð öllum öðrum tilfinning-
um yfirsterkari. Hann var
kominn heill á húfi. Hann
myndi hjálpa þeim. Nú var alt
eins og það átti að vera.
Lewis glotti kuldalega. „Það
er erfitt að koma mjer fyrir
kattarnef, Theodosia. Mjer
þykir leitt, að jeg skyldi gera
þig svo skelkaða. Jeg vissi ekki
að nærvera mín myndi koma;
þjer svona mjög á óvart“.
Hún horfði á hann með
áfergju. Hann hafði grennst,
var dökkur« og veðurbarinn í
andliti og hendurnar rauðar og
hrjúfar. Hún snart aðra þeirra
blíðlega.
„Merne — þú ert svo kaldur
— og þögull. Ertu ekki feginn,
að vera kominn heim? Tókst
þjer ekki að framkvæma allt,
sem þú ætlaðir þjer? Eanstu
ekki hitt hafið?“
„Jú — jeg fann hafið og fjöll
og stórfljót".
„Voru ekki villimenn þarna?
Jeg hefi aldrei þorað að hugsa
um þá. Jeg hefi verið svo
hræðilega hrædd um þig“.
Hann rak upp stuttan hlátur.
„Það voru villimenn — og með-
al þeirra tryggasti og besti vin-
urinn, sem nokkur karlmaður
getur kosið sjer að eignast,
Lacajawea. Ef jeg hefði ekki
notið hjálpar hennar, þá væri
jeg ekki hingað kominn nú“.
„Kona“, sagði hún. „Og voru
það fleiri konur, Merne?“
Hann ypti öxlum. „Já, auð-
vitað fleiri konuj. Nokkur sak-
laus ástaræfintýri. Ein eða
tvær franskar gleðikonur í St.
Louis“.
Hún færði sig fjær honum og
horfði biðjandi á hann. Hann
hafði ekki svo mikið sem litið
á hana, síðan þau settust upp í
vagninn. „Af hverju ertu svona
kuldalegur, Merne? Þú særir
mig“.
„Þú verður að afsaka“, ans-
aði hann kuldalega“. Geturðu
ætlast til þess, að jeg sje ást-
úðlegur við dóttur þess manns,
sem hefir unnið $3 því eftir
mætti, að krækja í lönd þau,
sem jeg hefi þrælað við í fjög-
ur ár að sameina Bandaríkjun-
um“.
„Það er ekki satt!“ hrópaði
hún. „Hann var aðeins að hugsa
um Mexíkó!“
„Hann hugsaði um það eitt,
að svæla undir sig eins miklu
og hann gat“, sagði Merne
beiskjulega. Þó að- hana grun-
aði það ekki, þá var hann miklu
reiðari sjálfum sjer en henni.
Hvernig stóð á því, að hún átti
enn vald til þess að raska ró
hans? Hann hafði verið sann-
færður um, að honum hefði nú
tekist fyllilega að sigrast á ást
sinni. Samt hafði það komið
honum algjörlega úr jafnvægi
að sjá hana í rjettarsalnum
áðan.
„Þú skilur þetta ekki“, sagði
Theo áköf, og var nú runnin
mesta reiðin. „Ef einhver af
landsvæðunum í vestrinu bryt-
ust undan Bandaríkjunum, þá
myndu þau gera það af eigin
rammleik og frjálsum vilja.'
Þau telja sig ekki á neinn hátt
bundin Washington. Þau eru■!
of langt í burtu. Þau æ s k j a
þess, að losna úr öllu sambandi
við Bandaríkin“.
Hann sneri sjer við og virti
hana fyrir sjer andartak. Hve
faðir hennar hafði alið hana
dásamlega upp! Hún hafði öðl-
ast alla' hans leikni í því að
sanna að svart væri hvítt.
„Jeg vona, að þú hafir-rangt
fyrir þjer í því“, sagði hann, og
brosti lítið eitt, „þar eð jeg hefi
fyrir skömmu verið gerður að
landsstjóra yfir landsvæðum'
þeim, sem þú segir mjer að
Sjeu komin á fremsta hlunn
með að gera uppreisn".
„Ó — —Hún leit snöggt
á hann. Einhvern veginn hafði
hún aldrei litið á hann sem
áhrifamikinn mann — þótt hún
elskaði hann. Hann hafði að-
eins verið höfuðsmaður, einka-
ritari — stjórnandi lítilfjörlegs
leiðangurs. Nú var hann orðinn
landsstjóri yfir landflæmum,
sem voru jafnstór Evrópu. Af
hverju? hugsaði hún, og var
snögglega gripin reiði. Hverju
hafði hann afrekað til þess að
honum skyldi veitast slíkur
heiður — þegar annar eins
maður og faðir hennar sat í
fangelsi? En Merne var vinur
Jeffersons — skæðasta fjand-
manns Aarons. Gleði hennar
yfir að sjá hann hafði verið
svo mikil, að hún hafði gleymt
því.
„Hvaða erindi áttir þú í
rjettarsalinn, Merne?“
Hann hikaði, og von hennar
um að hann myndi svara „Jeg
kom til þess áð sjá þig —
hjálpa þjer“ — varð að engu.
Hann benti út um gluggann,
og spurði „Býrðu hjer?“ þegar
hún kinkaði kuldalega kolli,
bætti hann við „Má jeg koma
inn með þjer andartak? Jeg
þarf að tala við þig“.
— Það var svalara inni í
húsinu. Merne settist í hæg-
indastól og teygði makindalega
úr fótunum. Theo tylti sjer á
stólbrún andspænis honum.
Bæði voru að hugsa um það
sama — Þegar þau höfðu hitst
síðast í húsinu í skógarjaðrin-
um. Þau gátu ekki horft hvort
á annað.
Ef til vill, hugsaði hann,
myndum við vera róleg núna,
ef við hefðum verið sannir
eskendur — ef ást okkar hefði
verið fullnægt. Þá værum við
ekki óróleg og óþreyjufull nú.
Svipur hans harðnaði. Það
mátti ekki koma fyrir aftur,
sem hafði hent þau í Washing-
ton. Þau hlutu að minsta kosti
að vera yfi^slíka ljettúð hafin
nú. Hann hafði ekki verið í
neinum vafa um það — þang-
að til hann sá hana. Hann hafði
farið við rjettarhöldin að beiðni
Jeffersons. Hann var fyllilega
sammála forsetanum í þvi, að
Aaron væri hættulegur maður,
og hann hafði verið þess albú-
inn, að koma fram, með nýjar
sannanir gegn honum. í St.
Louis hafði hann talað við
marga menn, er voru við sam-
særið riðnir — og með því að
gefa þeim ríkulega í staupinu,
hafði honum tekist að veiða
upp úr þeim mikilvægar upp-
lýsingar.
„Farðu þarna niður eftir,
Merne“, skipaði Jefferson“ og
krefstu þess að fá að bera vitni.
Marshall er ekki nándar nærri
nógu strangur. Það ætti að ■ýera
búið að hengja mannskrattann
fyrir löngu. Nú ert þú orðinn
landsstjóri og hetja í augum
almennings, svo að framburð-
ur þinn mun vekja mikla at-
hygli og hafa mikil áhrif“.
Ef Loftur getur það ekki
— þá hver?
Lóa langsokkur
Eftir Astrid LindgreiL
78.
— Rjett er það líka að vissu leyti, sagði Lóa. Þetta
heiðursfólk er hvergi til annarsstaðar en hjer, það á allt-
saman heima hjerna á loftinu hjá mjer. Og það borgar
sig ekki að biðja það að flytja sig. En það er svo sem
ekkert hræðilegt, og ekki hættulegt fyrir tvo aura. Það
klípur mann bara í handleggina, svo það koma blá för
eftir, og svo gólar það góða fólk talsvert hátt. Og stund-
um fer það í boltaleik og kastar þá hausunum af sjep
hvað til annars.
— Fe .... fer það í boltaleik með höfuðin af sjer?
hvíslaði Anna.
— Já, það er einmitt það, sagði Lóa. Komið þið nú, og
svo skulum við fara upp og tala við þessa leigjendur
mína. Jeg er dugleg í boltaleik.
Tumi vildi ekki láta sjást að hann væri hræddur og
hann vildi gjarna sjá vofu. Það myndi aldeilis verða
saga að segja skólabræðrunum. Þar að auki huggaði hann
sig við að vofurnar myndu ekki þora í Lóu. Hann ákvað
að fara með henni upp á loftið. En aumingja Anna vildi
alls ekki koma með, en svo datt henni í- hug að einhver
smádraugurinn kynni að læðast niður til hennar, þar sem
hún sæti alein í eldhúsinu. Og þar með var málið út-
kljáð. Það var betra að vera með Lóu og Tuma innanum
þúsund drauga, heldur en ein með pínulítilli vofu í eld-
húsinu.
Lóa fór á undan. Hún opnaði dyrnar út að stiganum,
Þar var kolsvarta myrkur. Tumi hjelt fast í Lóuog Anna
í Tuma, enn fastara. Svo gengu þau upp stigann. Það
brast og brakaði í hverju þrepi, í hverju spori. Tuma fór
að finnast hann hafa hlaupið á sig með að leggja í svona
svaðilför, en Anna var viss um að það hefði verið mesta
óráð.
Brátt voru þau komin upp og inn á loftið. Það var
niðamyrkur, fyrir utan það að lítill tunglskinsglampi
skein inn um rifu og þvert yfir gólfið. Það hvein og þaut
í öllum rifum, þegar vindurinn bljes inn um þær.
Jón keypti sjer flösku af
brennivíni, fjekk hana geymda
í tóbaksverslun kunningja síns,
en merktí flöskuna með spili
sem hann tók úr vasa sínum.
Spilið var spaða fimma.
Nokkrum klukkustundum
seinna kom hann að vitja
brennivínsins, en varð óður og
uppvægur, er hann sá að flask-
an var horfin.
„Hvað er orðið af brenni-
vínsflöskunni?“ spurði hann
kunningja sinn, tóbakssalann.
Tóbakssalinn klóraði sjer í
höfðinu.
„Hann Mangi kom hjerna áð-
an“, sagði hann, „og hafði
spaða sexu, svo hann drap auð-
vitað fimmuna þína og tók
flöskuna".
— Hvaða læti voru þetta
fyrir utan bíóið áðan?
— Tveir Skotar voru að
reyna að komast inn á sama
aðgöngumiðann, vegna þess
þeir væru hálfbræður.
★
Jeg skil ekkert í þessu, sagði
læknirinn við sjúklinginn, sem
vitjaði hans aftur og sagðist
engu betri en fyrst þegar hann
kom. Hafið þjer fylgt öllum
ráðleggingum mínum?
Jeg hefi gert allt nema eitt
af því, sem þjer sögðuð mjer
að gera, læknir, svaraði mað-
urinn. Mjer er ómögulegt að
ganga tvær mílur á dag, eins
og þjer ráðlögðuð mjer. Mig
svimar of mikið.
Svimar yður? sagði læknir-
inn undrandi. Hvað eigið þjer
við?
Sjáið þjer til, svaraði sjúkl-
ingurinn, jeg gleymdi að segja
yður, að jeg er vitavörður.
★
Læknir og lögfræðingar
deildu um það, hvor hefði
heiðarlegri atvinnu með hönd-
um.
Þjer verðið að játa það, sagði
læknirinn, að starfsgrein yðar
gerir enga engla úr mönnum.
Satt er það, svaraði lögfræð-
ingurinn, þar eruð þið lækn-
arnir langt á undan okkur.
★
Nokkrum klukkustundum
fyrir andlát sitt, ljet Marcel
Proust færa sjer handritið af
einni skáldsögu sinni, fletti
upp þeirri síðu, þar sem lýst
var dauða einnrar sögupersón-
unnar og byrjaði að umskrifa
það, vegna þess, eins og hann
sagði, hann þyrfti að gera ýms-
ar breytingar, þar sem hann
vissi nú sjálfur, hvernig deyj-
andi manni væri innanbrjósts.
Hann skrifaði eins og óður
maður, þar til hann gaf upp
öndina.