Morgunblaðið - 26.06.1946, Side 7
Miðvikudagur 26. júní 1946
MORGUNBLAÐÍÐ
Hin nýja útgáfa
SLENDINGASAGNA
tilkynnir.
í haust kemur út vönduð og ódýr heildarútgáfa íslendingasagna. Sögurnar verða í 12 bindum, en
auk þess fylgir nafnaskrá yfir allt verkið í sjerstöku bindi. í þessum bindum eru 120 sögur og þættir. 28
þeirra eru ekki í fyrri heildarútgáfum og sex af þeim hafa aldrei verið prentaðar áður. Skraut upp-
hafsstafir verða fyrir hverri sögu og þætti, pappír vandaður, letrið skýrt, og allt verður þetta svo ódýrt
miðað við núverandi gildi peninga og bókaverð, að s-íkt kostaboð hefur íslendingum aldrei verið boðið.
Öll bindim 13 að tölu, 120 sögur og þættir, kosta aðeins 300 krónur — þrjú liundruð krónur — og eru
þetta þó um 5600 blaðsíður.
MákhandiS
Tekist hefir að útvega hjerlendis (hjá Bókfell h.f.) band ábækurnar, sem er varla helmingur venju-
legs bókandsverðs og líklega ódýrara, en hið erlenda tilboð er áður var auglýst. Skinnband á hverja bók
kostar aðeins kr. 9.50 eða kr. 123,50 samtals á 13 bindin. Allt verkið í skinnbandi kostar því aðeins
kr. 423.50 og er þetta verð líkara bókaverði fyrir stríð en bókaverði ársins 1946.
Mmínaskráin
Nafnaskrá verður í sjerstöku bindi og er það 'bindi í rauninni kaupbætir fram yfir það sem upp-
haflega var lofað. Hún mun gera þessa útgáfu ómissandi fyrir alla, jafnvel fyrir fræðimenn, sem eiga all-
ar eldri útgáfur. Er sagt frá Gunnari á Hlíðarenda í fleiri sögum en Njálu? Líttu í nafnaskrána. Hvar er
sagt frá ýmsum íslenzkum höfuðbólum, frá bænum þínum? Gættu í nafnaskrána. Hún verður töfralykill
að gullkistu fornsagnanna og næsta furðulegt að hann skuli ekki hafa verið smíðaður fyrir löngu.
Tii Ésiendinga
íslenska þjóðin stendur nú á miklum tímamótum, með sitt nýstoínaða lýðveldi í heimi, sem er full-
ur af viðsjám og hættum. Nú ríður á að efla íslenzka þjóðmenningu og sjálfstæðishug til sóknar og varn-
ar, hvað sem yfir kann að dynja. „Eggjar nú móðir vor oss lögeggjanu — er kjörorð þessara ára. Og
það hefur komið í Ijós með nýjum áhuga almennings, yngri sem eldri, að þjóði nskilur, að dýrmætustu
fornmentir hennar og framar öllu íslendinga sögur eru vopn og verjur, sverð og skjöldur, sem verður að
neyta betur en nokkru sinni fyrr. Þær brýna til nýrra afreka, til öruggrar gæslu frelsisins. íslendingar
heimta hin fornu handrit sín aftur heim. Sú krafa verður því öflugri, sem þeir sýna umheiminum betur
hvers þeir meta þessar bókmenntir. Það er fyriræthm íslendingasagnaútgáfunnar ef hún fær svo marga
áskrifendur, að ágóði verði af, að verjahonummeðal annars til þess að senda útgáfuna að gjöf til bóka
safna og fræðimanna erlendis, sem nú geta ekki keypt íslenskar bækur, til þess að útbreiða þekkingu
á íslenzkum menntum og styrkja málstað íslendinga gagnvart umheiminum. Líka á þennan hátt á
útgáfan að vera íslensk landvörn og landkynning út á við í þeim anda, sem menningarþjóð er samboðn-
astur og forn íslensk skáld og fræðimenn, sem báru ægishjálm yfir útlendum samtíðarmönnum sínum,
eggja niðja sína að muna. Hver áskrifandi þessarar útgáfu, eignast ekki aðeins dýrmæta eign fyrir
sjálfan sig, heldur stuðlar að því að gera þjóð sína öflugri inn á við og meira metna út á við.
Takmark vort er.
Allar íslendingasögur inn á hvert íslenskt
heimili. — Gerist strax áskriíendur sendið
pantanir í pósthólí 73 eða 523 Reykjavík
0
ɧ§§§p
íenJincjaSacjnaátcjá^ait
IQeijLjavíL
Jeg undirrit.... gerist hjer með áskrifandi að ís-
lendinga sögum íslendingasagnaútgáfunnar og óska
að fá hana bundna óbundna (Yfir það sem ekki ósk-
ast sje yfirstrikað).
Nafn .....................................
Keimili ..................................
Póststöð..................................
íslendingasagnaútgáfan, Pósthólf 73 eða 523 Rvík.