Morgunblaðið - 04.07.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. júlí 1946 jmya $et<m Sólrún Sumarrös Æfintýri eftir Ármann Kr. Einarsson. 1 4. fóru að bera við í dalnum. En það var orðið langt um liðið núna, að nokkur telpa hafi horfið. Og sumir eru farn- ir að hugsa, að Nánös gamla sje dauð. En jeg fyrir mitt leyti held, að hún geti tórt enn, hafi hún nokkurn tíma verið til?“ sagði Þuríður gamla og sló á lærið. „En, mamma, er engin telpa núna hjer í dalnum, sem nornin gæti rænt?“ sagði Bjössi litli með öndina í háls- inum. ,,Ó-jú, það er þó alltaf hún Rúna litla á Bergi“. „Það væri hræðilegt“, stundi Bjössi. „Við skulum vona, að það komi aldrei fyrir, að hún Rúna litla hverfi“, sagði mamma hans og klappaði hon- um blíðlega á kinnina; „og' skrepptu nú eftir vatnssopa fyrir mig“. Bjössi fór að sækja vatnið fyrir mömmu sína, en hann gat ekki hætt að hugsa um hana Nánös gömlu norn, og hana Rúnu litlu á Bergi. Hann gekk eins og í leiðslu og dembdi úr fötunni ofan á fæturna á sjer, svo að hann varð rennvotur. Og um nóttina dreymdi hann margskonar und- arlega drauma um Ijóta, vonda galdranorn og litla, fall- ega telpu. Næsta dag fór hann eins og vant var með ærnar sínar upp í fjall, og ljek allan daginn við Dodíó litla Hann var fjörugur og skemmtilegur drenghnokki, klæddur alrauð- um fötum. Eins og fyrra kvöldið kom huldukonan og sótti drenginn sinn. Sunnudaginn næsta á eftir var inndælt veður, og þá fjekk Bjössi leyfi hjá mömmu sinni til að fara í berjamó upp í heiði. Lyngbrekkurnar voru bláar og svartar af berj- um. Bjössi hámáði í sig berin, svo að hann varð berjablár út undir eyru. Þegar hann hafði satt mestu ílöngunina, tók hann fram stóra krukku, til að tína í, því að hann lang- aði að gefa mömmu sinni ber, og eins að eiga dálítið í skyrið sitt. Satt að segja þótti Bjössa berjaskyr hið mesta sælgæti. Hann kepptist við að tína, og krukkan var orðin meira en hálf, en hann langaði til að fylla hana, áður en 77. dagur Utanáskriftin var: „Frú Theodosia Burr Alston“. Hún kannaðist ekki við rithöndina. Hún tók ekki við brjefinu. — Hver hugsunin af annari þaut gegnum heila hennar. Þetta hlaut að vera eitthvað viðvíkj- andi föður hennar. Þessi und- arlegi sendiboði gat verið frá einhverjum af hinum gömlu stuðningsmönnum hans í Vest- urríkjunum. En það gat líka eitthvað illt búið undir þessu. Þetta gat verið einhverskonar gildra. — Andstæðingar hans höfðu þegar beitt svo marg- víslegum brögðum. að hug- myndaflugi þeirra virtist eng- in takmörk sett. Það var best að vera við öllu búinn. „Hvaðan kemur þú?“ spurði hún. Rauðskinninn hjelt enn á brjefinu í útrjettri höndinni. „Frá sólarlaginu — handan við fljótið mikla“, ansaði hann. „Hvernig komstu hingað?“ „Fór yfir fjöll og sljettur. Eiít tungl síðan“. „Spurðu hann að heiti, mamma“. Gampy, sem var orð- inn óþolinmóður eftir að móðir hans kallaði í hann, var nú kominn út til þeirra og starði gapandi af undrun á rauð- skinnann. Hörkulegir andlitsdrættir hans milduðust örlítið, þegar hann kom auga á drenginn. Hann lagði höndina á brjóst sjer: „Wabasha-Sioux-höfð- ingi“. „Hvað í ósköþunum getur Siouxhöfðingi viljað mjer?“ hrópaði Theo. „Lestu —“. Hann benti á brjefið. Hún tók við því — en var enn á báðum áttum. Höfðinginn krosslagði hend- ur á brjósti og starði út í blá- inn. Engin svipbrigði sáust á andliti hans. Theo opnaði brjefið. Hún sá dagsetninguna: „St. Louis, 1. sept. 1809“. Og þá vissi hún, frá hverjum það var — vissi það, áður en hún leit á und- irskriftina: „Merne“. Hún hneig niður á stól. Það var ótrúlegt, að hún skyldi enn finna til sársauka, þegar hún sá þetta nafn. Jeg les ekki brjefið, hugsaði hún reiðilega. Hann kemur mjer ekki leng- ur við. Þetta er auðvitað ein- hver ný ákæra á hendur föð- ur mínum. Það var að vísu satt, að hann hafði ekki komið fram með sannanir sínar í Richmond — hverjar svo sem þær höfðu ver- ið. Hún var ekki lengur sann- færð um, að þessar sannanir hefðu getað valdið föður henn- ar tjóni. Aaron hafði verið sýknaður. Hjá því hefði ekki getað farið — hvað svo sem Merm- hefði sagt. Hún roðnaði af blygðun, þegar hún rifjaði upp fyrir sjer. að hún hafði sárbænt Merne um að sýna þeim miskunn, Hún hafði reynt að vekja aftur ást hans — gegnt vilja hans----- „Af hverju lestu ekki brjef- ið þitt, mamma? Frá hverjum er það?“ Gampy hafði athugað höfðingann í krók og kring og sneri sjer nú að móður sinni. Já auðvitað verð jeg að gera það hugsaði hún. En ekki hjer. Jeg verð að gera það í einrúmi. „Farðu aftur inn í skrifstof- una, Gampy“, skipaði hún, „og bíddu þar. Jeg kem eftir svo- litla stund“. Hún gekk upp í herbergi sitt og læsti dyrunum. Það var und- arlegt, að hún skyldi aldrei hafa sjeð rithönd hans fyrr en nú! Hún var djarfleg og karl- mannleg — og mjög læsileg. Brjef hans var á þessa leið: „Rauðskinninn, sem færir þjer þessar línur er góðvinur minn, sem jeg treysti fyllilega. Jeg gerði honum einu sinni greiða, sem hann er nú að end- urgjalda. Jeg get ekki sent þetta brjef með póstinum. „Jeg mun senn deyja, Theo- dosia. Jeg get ekki skýrt fyrir þjer, hvernig stendur á því að jeg veit það — en jeg er viss í minni sök. Jeg gæti sagt þjer frá vitrun, sem jeg fjekk. Jeg gæti sagt þjer frá spádómi gamallar konu. Þessir rauð- skinnar sjá margt, sem okkur er hulið. Það má vel vera að þetta sje allt saman heimska og hjátrú. En jeg veit, að jeg hefi bráðum runnið skeiðið á enda. „Mig langar til þess að sjá þig einu sinni enn. Jeg verð kominn til þín um miðjan októ- ber. Jeg skal ekki koma þjer í nein vandræði. Það verða að- eins fáeinar klukkustundir, sem við getum dvalið saman. Jeg er á leið til Washington, til þess að reyna að hreinsa mannorð mitt. „Madison forseti hefir sjeð ástæðu til þess að efast um, að jeg fari heiðarlega með fje það, sem stjórnin hefir fengið mjer til umráða. Það lítur út fyrir, að jeg hafi eignast marga óvini, sem ekki víla fyrir sjer að ljúga að forsetanum til þess að reyna að ófrægja mig. „Kannast þú við þetta fyrir- brigði, Theo? J,á jeg veit það. Þú sagðir að jeg væri harður og miskunnarlaus í dómum mínum um föður þinn. Ef til vill var jeg það. Jeg þóttist sannfærður um, að jeg vissi hvað rjett væri og ætlaði í hugsunarleysi að skoðun meiri hlutans hlyti ætíð að vera rjett- lætánleg: að það væri enginn reykur án elds. Nú er jeg ekki lengur viss í minni sök. Jeg hefi nú komist að raun um, að lýgin getur verið jafn áhrifa- mikil og sannleikurinn. „Ef jeg þekkti eina mann- veru, sem jeg gæti treyst eins og þjer, þá myndi jeg vera þakklátur. Jeg finn það nú, þó að jeg hafi aldrei fundið það áður. Jeg hefi ætíð hælt mjer af því að jeg gæti lifað einn og óháður. Jeg gat jafnvel lifað án þín. „Nú er jeg einmana. Jeg er aðeins þrjátíu og fimm ára. En mjer finnst jeg vera orðinn gamall. Mjer finnst öllu lokið. Jeg skrifa þetta ekki til þess að vekja meðaumkvun þína — guð forði mjer frá slíku' „Jeg er aðeins að reyna að skýra fyrir þjer — og sjálfum mjer, hvers vegna jeg verð að ná fundi þínum. Það er þrá and- ans. Við höfum aldrei fengið að njóta ástar okkar. En samt höfum við unnast. Jeg held að við höfum verið ætluð hvert öðru. Við fengum ekki að njót- ast vegna þess að mennirnir verða flestir að bæla niður til- finningar sínar á einn eða ann- an hátt“. „Jeg hygg að einhversstað- ar og einhverntíma muni verða til ríki, þar sem þessu er öðru- vísi farið. Það er eitt af því, sem mig langar til þess að ræða við þig. Jeg get ekki skrifað það. „Jeg hefi legið úti undir ber- um himni og horft á stjörn- urnar. Jeg hefi hlustað á nið ánna — sem þú elskar. Jeg hefi lært margt í óbygðunum. Jeg held, að jeg geti einnig fengið þig til þess að skilja. „Merne“. Theo sat grafkyrr með brjef- ið í höndinni. Hann, sem aldrei hafði þarfnast nærveru henn- ar — sem hafði hafnað ást hennar, þegar þau hittust síð- ast — hann þráði nú að ná fundi hennar. Hann átti við erfiðleika að etja — hann var einmana. Hve hún skyldi fagna honum innilega! Nú gátu þau loksins hittst án þess að ástríð- an hefði nokkur áhrif á vin- áttu þeirra. „Um miðjan október“, hafði hann skrifað. Hann hafði þá þegar lagt af stað. Hann myndi vera kominn hingað eftir nokkra daga. Hann varð að dvelja lengi á Eikabæ. Jósep myndi verða stórhrifinn af að fá landsstjórann í heimsókn ' — og hann hafði ekki hug- mynd um, að neitt samband hefði nokkru sinni verið þeirra á milli. Auk þess var ekki leng- ur neitt samband milli hennar og Merne, er Jósep gæti verið andvígur. Því var öllu lokið. Hún virti að vettugi skrif Merne um dauðann. Hún hafði ekki búist við slíku af hon- um. Það var ef til vill vegna þess að hann var einmana — eða veikur. Hve oft höfðu ekki álíka hugsanir ásótt hana hjer á Waccamauw-nesinu! Hún las brjefið aftur — og brendi það síðan. Sioux-höfðinginn stóð í sömu sporum úti á veggsvölunum. Hún gekk til hans og mælti brosandi: „Lewis landsstjóri segir að þú sjert góður vinur hans. Jeg þakka þjer fyrir að þú skyldir leggja á þig þetta erfiði til þess að koma brjefinu til mín. Komdu inn og fáðu þjer að borða og drekka, þú getur hvílt þig hjer eins lengi og þú villt“. Höfðinginn horfði rólega á hana. „Jeg borða. Svo fer jeg“. „Nei — ekki strax. Jeg skal láta þig fá herbergi. Þú verður að hvíla þig í nokkra daga“. „Nei. Jeg borða. Svo fer jeg. Heim til mín. Hjer vil jeg ekki vera“. BEST AD AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU John nokkur Cremony, höf- uðsmaður í Band'aþíkjaher á nítjándu öld, var þektur fyrir sögur sínar. Eftirfarandi frá- sögn er höfð eftir honum: „Dag nokkurn, er jeg var á útreiðartúr, rjeðust skyndi- lega um 100 Indíánar að mjer. Jeg lagði á flótta og tókst að halda mjer það langt á undan að örvar þeirra náðu ekki til mín. Á flóttanum tókst mjer að skjóta um 50 þeirra, en þá voru skot mín þrotin. Til að gera síðustu tilraun til að bjarga lífi mínu, reið jeg inn í þrönga klettagjá; og þið getið gert ykkur í hugarlund hvern- ig mjer varð innanbrjósts, þeg- ar jeg komst að raun um það að enginn útgangur var úr gjánni, ekkert nema kletta- veggurinn allt í kring um mig og Indíánarnir æpandi og skrækjandi á hælunum á mjer. Jeg tók upp eina vopnið, sem jeg hafði — lítinn vasahníf — og snerist gegn þeim“. Þegar hjer var komið, greip einn áheyrendanna fram í og hrópaði: „Hvað skeði eigin- lega? Hvernig bjargaðistu?“ Höfuðsmaðurinn horfði á hann lengi, áður en hann svar- aði. „Það er nú einmitt það“, sagði hann. „Þeir voru of marg- ir og jeg sama sem vopnlaus — svo þeir drápu mig“. ★ Skipstjóri nokkur, sem þekt- ur var fyrir skyldurækni sína, skráði í dagbók skips síns: —■ „Stýrimaðurinn fullur í gær“. Er stýrimaðurinn sá þetta, fór hann til skipstjórans og fór þess á leit, að hann strik- aði þessa athugasemd út. Þetta var þó árangurslaust, skip- stjórinn þverneitaði að fara að bón stýrimannsins. Hann skipti þó um skoðun daginn eftir, þegar hann sá eftirfarandi at- hugasemd frá stýrimanninum ritaða í dagbókina: „Skipstjór- inn ódrukkinn I gær“. ★ Tveir ölvaðir náungar óku með miklum hraða gegnum göturnar. Bíllinn var ýmist á vinstri vegarbrún eða þeirri hægri, en aldrei lengi sömu megin. „Heyrðu, gamli“, sagði ann- ar fullikarlinn, „þú ert hálf óklár að keyra í dag“. „O, afsakaðu, bróðir sæll“, svaraði hinn, „jeg hjelt að þú værir við stýrið“. Ef Loftur geíur það ekki — þá hver?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.