Morgunblaðið - 04.07.1946, Page 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
LUNDUNABRJEF frá Karli
NorÖan kaldi, Ijettskýjað.
Fimmtudagur 4. júlí 1946
Tvö íundurdufl af |
1500 fundust fyrir |
Ausifjörðum |
15 hindurduflaslæðarar í Reykjavík
ÞEGAR Reykvíkingar vöknuðu í gærmorgun hjeldu margir að
landið hefði verið hernumið á ný, því á Reykjavíkurhöfn voru
komin 8 herskip. En ótti manna hvarf fljótt er það vitnaðist
að skip þessi eru hingað komin til að hreinsa hafið umhverfis
Island af tundurduflum.
Fundu aðeins 2 dufl.
Alls eru bresku herskipin 18,
sem hafa unnið að tundurdufla
slæðingu hjer við land, komu
8 í gærmorgun, en 7 voru vænt-
anleg í gærkveldi. Hafa skip
þessi lokið við að slæða dufla-
svæðið við Austurland. Fund-
ust þar aðeins 2 dufl af 1500,
sem lagt var á styrjaldarárun-
um, 3 skip eru ennþá úti á sjó.
Hjeðan munu skipin fara vest
ur fyrir land og á önnur svæði
kringum landið þar sem dufl-
um var lagt styrjaldarárin.
11,000 smálesta skip.
Herskipin sem hingað komu
eru flest af svipaðri gerð og
eru um 11,000 smálestir að
stærð.
Eitt þeirra lagðist hjer við
hafnargarð í gær og var nokk-
uð af breskum sjóliðum í bæn-
um, en það er nú orðið alllangt
síðan breskir sjóliðar hafa sjest
hjer á götunum.
KR fiaileíkaflokkur-
inn kemur heim
í kvöld
ÍFIMLEIKAFLOKKUR K.R.,
hafði útisýningu í Edinborg
í gær, en' nánari íregnir af
sýningunni eru ókomnar enn.
Fararstjóri, Bjarnd Guð-
mundsson, kvaddi flokkinn í
Jjondon, því að hann mun
dvelja erlendis um stund.
Björn Björnsson, stórkaup-
maður, tók við fararstjórr.
það sem eftir er ferðarinnar.
Flokkurinn kemur í kvöld
flugleiðis hingað og hefur
K.R. móttöku samsæti fyrir
bann í Tjarnarcafé í kvöld.
Fimleikasýningu heldur
þessi frægi flokkur á íþrótta-
vellinum annað kvöld.
■ i*
Oldungadeild pólska
þlngsíns afnumln
London í gærkveldi.
KOMIÐ hefir nú í ljós, að við
þjóðaratkvæðagreiðslu þá, sem
nýlokið er í Póllandi, voru %
þeirra, sem atkvæði greiddu,
samþykkir afnámi öldungadeild
ar þjóðþingsins. Þá er og tal-
ið sð mikill meirihluti kjósenda
hafi verið fylgjandi skiptingu
stórjarða og þjóðnýtingu iðn-
aðarins.
Síööugar óeirðir á
Gyðingalandi
London í gærkveldi.
STÖÐUGAR óeirðir eru á
Gyðingalandi, og er breski her-
inn á varðbergi. Breskir her-
menn hafa rannsakað leynilegt
vopnabúr Gyðinga, sem fannst
nærri Haifa. I vopnabúrinu
voru yfir 200.000 skot, 5000
sprengjur og mikið af sprengi-
efni. — Þá hafa Bretar rann-
sakað skjöl varðandi breska
herinn, en þau fundust í felu-
stað einum, þar sem leynisam-
tök Gyðinga geymdu ýmislegt.
Einn af æðstu mönnum Gyð-
inga, sem í haldi var hjá Bret-
um, hefir nú verið sleppt, en 54
Gyðingar, sem í haldi voru,
sluppu með því að grafa jarð-
göng út úr búðum þeim, þar
sem þeir voru geymdir. — 30
þeirra hafa náðst aftur. Breskir
tundurspillar hafa tekið skip
með 1100 Gyðingum við strend-
ur landsins og flutt það til hafn
ar. Verður það sett í sóttkví,
þar sem líklegt er að svarti
dauði hafi brotist út á skipi
þessu. —Reuter.
Hjeldu hann vera
Hollendíng
London í gærkveldi.
DR. CHARIR, forsætisráð-
herra stjórnar Javamanna, sem
numinn var á brott nýlega, er
nú laus aftur, hefir skýrt blaða
mönnum frá atburðum. Sagði
hann, að hann hefði verið num-
inn á brott af innbornum her-
mönnum, sem hefðu auðheyri-
lega haft fyrirskipanir um
hvað gera skyldi. Sagði Charir,
að tekin hefðu verið skjöl þau,
sem vörðuðu uppástungur til
Hollendinga um samkomulag,
og þeim ekki verið skilað aft-
ur. Charir kvaðst vera á þeirri
skoðun, að hermennirnir hefðu
staðið í þeirri meiningu, að
hann væri hollenskur erind-
reki. — Reuter.
Farþegaskip á flot.
LONDON. Fyrsta breska far
þegaskipið, sem byggt hefir
verið í Bretlandi síðan ófriði
lauk, var nýlega sett á flot í
Barrow in Furness. Heitir það
Hinemoa og er 9600 smálestir
að stærð.
Fá ekki að bera vlíii’
London í gærkveldi.
STJÓRN Júgóslavíu hefir
neitað tilmælum Bandaríkj-
anna og Bretlands að nokkrir
af þeim herforingjum þessara
þjóða, sem dvöldust með herj-
um Mihailovitch hershöfðingja,
styrjaldarárin, fái að bera vitni
í máli hans. Telur stjórnin að
vitnisburður þeirra muni eng-
in áhrif hafa á endalok rjettar-
haldanna.
Sumir af herforingjum þeim,
sem hjer um ræðir, hafa mót-
mælt þvi harðlega að rjettar-
höld þessi færu fram. Halda
þeir fram sakleysi Mihailovitch
og telji það hafi verið fyrir at-
beina hans, að svo mörgum
flugmönnum bandamanna, sem
skotnir voru niður yfir Júgó-
slavíu, tókst að komast undan
Þjóðverjum. — Reuter.
Smjörúlflulningi
mólmælt í Nýja
Sjálandi
London í gærkveldi.
HAFNARVERKAMENN 1
Nýja Sjálandi hafa neitað að af-
greiða emerísk skip, sem send
hafa vei'ið eftir miklum birgð-
um af smjöri, sem Bandaríkja-
stjórn hafði keypt og ætlaðist
til að notað vrði á amerískum
hernámssvæðum í Asíu og víð-
ar.
Mikil stjómmála-
Étik í Færeyjum
ElNS og kunnugt er, losnuðu Færeyjar úr öllu stjórnarsam-
bandi við Danmörku þann 9. júlí 1940. í staðinn fengu eyjai íar
svonefnda millibilstilskipan frá 9. maí sama ár. Þessi skipan
var útbúin í miklum flýti og auðsýnilega ætlað að gilda aðeins
stríðslokin, en ennþá, 13 mánuðum eftir ófriðarlok er hún form-
lega í gildi.
Tillögur Dana.
Flokkarnir hafa ekki reynst
færir um að leysa stjórnskipun-
armálið. Nefnd, kosin af Lög-
þinginu sat í 2% mánuð í Höfn
og ræddi við dönsku stjórnina.
Þessar viðræður gáfu engin já-
kvæð úrslit. Nefndin kom heim
með skilyrði Danastjórnar. Þau
voru þessi: Annað hvort geta
Færeyingar samþykt, að Fær-
eyjar sjeu hluti af Danmörku,
að amtsfyrirkomulagið gamla
verður áfram í gildi, þ. e. að
löggjafar-, framkvæmda- og
dómsvald verður danskt áfram,
að færeyska flaggið fær sama
rjett og það danska, að fær-
eyisk tunga fær sama rjett og
danskan, — eða Færeyingar
geta sagt sig úr öllum pólitísk-
um fjelagsskap við Danmörku.
Þetta eru skilyrði Dana og fer
fram þjóðaratkvæði þann 14.
september næstkomandi. Á kjör
seðlinum verður spurt: Óskið
þjer að tillögur dönsku stjórn-
arinnar verði settar í gildi, eða
óskið þjer skilnaðar Færeyja
frá Danmörku. Hjer verður því
aðeins um .tvær leiðir að velja,
enginn mi'llivegur.
Stjórnmáladeilur.
Vegna úrslitakosta dönsku
stjórnarinnar hafa spunnist
miklar deilur innan færeyskra
stjórnmálaflokka. I rauninni
eru allir flokkar klofnir, þó
reynt sje að dylja það. — Fyrst
er að geta Fólkaflokksins. —
Varaíormaður flokksins, Tór-
stein Petersen ritstjóri Dag-
blaðsins vill ekki hvetja fólkið
til þess að kjósa fullað skilnað
og fullt sjálfstæði, hinsvegar
mælist hann til þess að menn
setji „nei“ framan við kröfur
dönsku stjórnarinnar, en með
því verður kjörseðillinn ógild-
ur. Aðrir fólkaflokksþingmenn
og með þeim fólkaflokksf jslög-
in eru á móti Tórsteini og , ilja
að flokkurinn kjósi fullan skiln
að. Verið getur að Tórstein
verði rekinn úr flokknum.
Sjálvstýriflokkurinn hefir
hingað til haft sömu aðstöðu og
Tórstein Petersen, en Tíminn,
sem er málgagn flokksins snýr
sjer gegn þeirri stefnu, sem
Long kennari, formaður flokks-
ins hefir haft. Vill blaðið íull-
an skilnað við Dani. I ouis
Zachariassen, sem er formaður
í gamla Sjálvstýriflokknum vill
láta kjósendur sjálfa um hvað
þeir geri.
í Jafnaðarmannaflokknum
er mikil togstreita. Þingmað-
urinn í Vogey, Jákup í Jákubs-
stóvu, vill ekki fylgja stefnu
foringjans, Pjeturs Dam. Vill
Pjetur hvetja menn til að greiða
atkvæði með tillögu Danastjórn
ar, en Jákup vill fullan skiln-
að.
Síðasti viðburðurinn í fær-
eyiskum stjórnmálum er sá, að
stofnað hefir verið fjelag þ irra.
Færeyinga, sem vilja fult r jálf-
stæði, og kemur það ekki síjórn
málaflokkunum við. •— Þetta
fjelag, sem kallar sig Fterey-
ingafjelag — landsfjelag fyrir
færeyisku frelsi, hefir löngu
byrjað stjórnmálastarfsemi
sína og miklir pólitískir fundir
hafa verið haldnir í landinu.
Rakspegill verður
mannsbani.
LONDON. Nýlega fannst mað
ur nokkur látinn í herbei'gi
sínu hjer í borg. Kom á daginn
að hann hafði beðið bana af
rafmagnsstraum úr rakspegli
sínum, sem var lýstur með raf-
magnsljósum.
A5a!skrifstofur breska
fiughcrsins á fiugvciiinum
brunnu í gær
ELDUR kom upp í braggahverfi á Reykjavíkurflugveliinum
í gærdag á fimta tímanum, en í bröggum þessum voru aðal-
stöðvar breska flughersins. Brunnu "þarna margir braggar
svo að segja á svipstundu, því efni það, sem braggarnir eru
bygðir úr er mjög eldfimt, eins og kunnugt er Mun flug-
herinn hafa orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni, einkum vegna þess
að skjöl og skilríki hafa brunnið þarna inni.
Ástæða hafnarverkamannanna
fyrir að neita að ferma skipin
er sú, að þeir telja Bandaríkja
menn færa um að útvega næg-
ar smjörbirgðir frá heimalandi
sínu, en þar er engin skömtun
á smjöri.
Almenningur á Nýja Sjálandi
mun vera fylgjandi þessum að-
gerðum verkamannanna og
stjórnarandstaðan í þinginu
hefir þegar mótmælt því, að
smjörsendingin verði látin
koma til framkvæmda.
Hækkun á sntjörlíki
Þá hefir viðskiptaráðið ákveð
ið hækkun á smjörlíki. Kostar
nú hvert kíló kr. 5,60 í stað kr.
5,00 áður.
Molasykur, sem verið hefir
skamtaður sem kunnugt er hef-
ir nú verið tekinn af lista yfir
skömtunarvörur.
Hvassviðri var af norðri og
gerði það erfiðara fyrir um
slökkvistarf. Slökkvilið Reykja
víkur kom á vettvang og enn-
fremur slökkvilið flugvallar-
ins, en ekki var við eldinn ráð-
ið og brann öll braggaþyrping-
in, sjö eða átta braggar.
Okunnugt er um eldsupptök,