Morgunblaðið - 13.08.1946, Blaðsíða 6
4
8Æ0RGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. ágúst 1946
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Hitstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjottaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12.00 utanlands.
1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Eítir ösigurinn
FYIRIR nokkrum dögum birtist í Tímanum grein eft-
ir Bernhard Stefánsson, þar sem hann ræðir um hvaða
ástæður sjeu til þess að Framsóknarflokkurinn beið hinn
eftirrninnilega ósigur í kosningunum 30. júní s.l.
Greinarhcíundur viðurkennir, að hann hafi orðið fyr-
ir töluverðum vonbrigðum í fyrstu. Er á honum að heyra
að eftir þennan umhugsunarfrest, hafi hann farið að
sætta sig við úrslitin. Mætti ef til vill telja, að greinin
sje fyrst og fremst lýsing á því, hvernig þessi reyndi og
greindi Framsóknarmaður vilji útskýra ósigurinn á við-
kunnanlgasta hátt fyrir Framsóknarflokkinn.
Ástæðurnar telur hann fernar. Fjöldi manna telji að
Framsóknarflokkurinn sje fjandsamlegur nýsköptm at-
vinnuveganna. 2) Árekstur hafi orðið milli Jónas Jóns-
sonar og Framsóknarflokksins. 3) Ýmsir hafi álitið, að
ekki væri til neins að greiða Framsóknarflokknum at-
kvæði, þar sem vonlaust væri um, að frambjóðendur
flokksins kæmust að. 4) Framsóknarflokkurinn sje svo
fjelaus, að hann hafi ekki efni á að undirbúa kosningar,
eins vel og aðrir flokkar í landinu.
Þar sem greinarhöfundur minnist á deilumál Jónasar
Jónssonar og annara Framsóknarmanna, segir hann: —
,,Foringjar koma og hverfa, en málefnin lifa“.
En úr því að Framsóknarmenn eru farnir að taka mál-
efnin fram yfir mennina, þá er líklegt, að þeir og þessi
greinarhöfundur með, komi auga á, að það var fyrst og
fremst málefnaleysi Framsóknarflokksins, sem olli ósigri
hans í kosningunum.
Frá því núverandi ríkisstjórn var mynduð, hefir Fram-
sókn orðið ber að þeirri málefnafátækt, sem öllum
landsmönnum hefir blöskrað. Flokkurinn hefir rekið þá
pólitík, af fylstu hörku, að skeyta ekki um málefnin, láta
sig það eitt skifta, að vera á móti öllu því, sem stjórnin
hefir gért, eða lagt til að gert yrði.
Þetta mislíkar kjósendum, bæði þeim, sem eru and-
vígir Framsóknarflokknum, og aldrei hafa fylgt honum
að málum, og eins fjöldamörgum hinna, sem greitt hafa
Framsóknarflokknum atkvæði bæði fyrr og nú. Margir
af þeim, sem greiddu Framsókn atkvæði nú af gömlum
vana, gerðu það í þeirri von, að flokkur þessi hyrfi á
næstunni frá villu síns vegar, og sýndi það í verki, sem
Bernhard Stefánsson nú talar um í grein sinni, að setja
málefnin ofar mönnum.
Annars væri það frólegt fyrir landsfólkið að fá að
heyra, hvaða málefni það eru, sem hafa valdið árekstri
Framsóknarmánna við Jónas Jónsson. Út í frá sýnist
manni það engu líkara, en að þar sje á ferðinni hrein-
ræktaður persónukritur, um það, hver eigi að hafa völd-
in í Framsóknarflokknum. í þeirri hryggspennu hafi
hinn fyrrverandi flokksformaður beðið lægra hlut.
Bernhard finnur að því í grein sinni, að andstæðingar
ríkisstjórnarinnar hafi ekki fengið málfrelsi í blöðum og
útvarpi. Kastar hann þar hnútum úr glerhúsi. Því það
eru einmitt Framsóknarmenn, sem hafa meinað fyrr-
verandi flokksformanni sínum, að ná eyrum kjósendanna
með því að útiloka hann með harðri hendi, frá-því, að
skrifa í blöð flokksins. Á sama tíma sem þeir menn inn-
an Sjálfstæðisflokksins, sem að einhverju levti hafa
verið ósáttir, hafa haft frjálsan aðgang að því, að ræða
deilumál sín í bló'ðum flokksins.
Bernhard vonast eftir því í grein sinni, að það verði í
síðasta sinn, sem nokkrir Framsóknarmenn láta undir
höfuð leggjast, að greiða flokknum atkvæði, þó um fram-
bjóðendur sje að ræða, sem alveg sje vonlaust um, að
komist að. Með því gefur hann fyllilega í skyn, að hjer
á eftir verði Framsókn að búast við því að fylgi flokks-
ins hraki enn, svo hann fari að njóta hlunninda af upp-
bótarþingsætum. Er vafalaust rjett fyrir forusíumenn
Framsóknar, að nota yfirstandandi kjörtímabil til þess
að gera flokksmönnum þeirra þetta Ijóst.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Furðusjónir.
ÞAÐ varð heldur en ekki
uppi fótur og fit á ritstjórn
Morgunblaðsins, á laugardag-
inn, þegar hringt var í símann
og okkur skýrt frá því, að flug
vjel hefði hrapað í höfnina og
flugmaðurinn varpað sjer út í
fallhlíf. Blaðamaður fór sam-
stundis að leita upplýsinga um
þetta fyrirbrigði og kom aftur
með þær fregnir, að sem betur
fór hefðu þetta verið ofsónir
einar og furðusjónir. Engin
flugvjel hefði yfirleitt verið á
lofti yfir höfninni nje bænum
og flugmaðurinn 1 fallhlífinni,
•—já, það var nú bara svifblys
sem skotið var á æfingum Slysa
varnafjelagsins, sem haldnar
voru við höfnina um þetta leyti.
Það var ekki víst hvað það var,
sem myndaði þá fregn að flug-
vjelin hefði hrapað, kannske
hafa það verið eftirhreytur af
speningnum yfir því, hver yrðu
örlög Catalínaflugbáts Flugfje-
lags íslands, sem lengst sveim-
aði yfir bænum í íyrradag, áð-
ur en hann nauðlenti inni við
Laugarnes.
Að ráða við tækn-
ina.
SUMIR íslendingar eru
haldnir þeirri minnimáttar-
kend, að þeir telja okkur miður
færa að ráða við ýms nýtísku
‘tæki en aðrar þjóðir, og eru því
með lífið í lúkunum yfir ný-
tísku farartækjum og ýmsum
vjelum, sem við útvegum okk-
ur. Þetta er alveg ástæðulaust
vantraust á okkar menn. Stóðu
þeir sig kannske ekki vel, flug
mennirnir á Catalínuflugbátn-
um, að lenda heilu og höldnu á
sjónum, þótt hjólin væru niðri?
Ekki er víst að allir flugmenn,
þótt erlendir væru, hefðu leik-
ið þetta eftir og síst eftir að
vera búnir að standa í þriggja
klukkustunda taugastríði vlð
bilunina á vjelinni í lofti yfir
Reykjavík. — Nei, flugmenn-
irnir okkar eru vaskir drengir,
sem kunna sitt fag, alveg eins
og sjómennirnir og bifreiða-
stjórarnir, sem eru margir
hverjir alveg dásamlega örugg-
ir. Og það má heldur ekki
gleyma því, að vegirnir, sem
okkar bílstjórar aka á, eru yf-
irleitt þannig að þeirra líki
þekkist ekki í löndum þar sem
bifreiðar eru tiltölulega eins
mikið notaðar og hjer. Það er
til dæmis ekkert áhlaupaverk
að aka bifreið milli Egilsstaða
og Akureyrar, stórri bifreið,
fullri ,af fólki, eins og þær eru,
áætlunarbifreiðarnar, sem fara !
þessa leið, — og að aka þenna j
vonda veg bæði fljótt og vel. (
•
EN ÞETTA GERA þeir með
prýði, bifreiðarstjórarnir. Jeg
fór þessa leið fyrir skömmu og
sá það sjálfur. Bifreiðarstjór-
inn var Stefán Guttormsson á
Reyðarfirði. Það er nú maður,
sem kann að aka bifreið. Það
kunna margir aðrir, veit jeg
vel, en fáir held jeg eins og
Stefán. Það viðurkendu líka all
ir sem töluðu um hann — fje-
lagar hans í bifreiðastjórastjett
ekki síst, þeir af þeim, sem
jeg ræddi við um Stefán, luku
allir upp einum munni um það
að annan eins bifreiðarstjóra
hefðu þeir ekki þekkt. Það er
garaan að vera svona vinsæll
af starfsbræðrum sínum, en
það eru menn ekki nema þeir
beri af. Og sem langferðabíl-
stjóri finst mjer Stefán bera af
þeim, sem jeg hefi ekið með,
þó allir hafi þeir verið góðir.
Jeg þakka honum fyrir akstur
inn, sem var óhemju erfiður
eftir hinar miklu .rigningar, er
gengu um Austurland að und-
anförnu. En það virtist aðeins
leikur fyrir hann. Það er alltaf
gaman að kunna sitt fag til hlít
ar, gaman að skara fram úr, en
hinsvegar eru ekki allir, sem
leggja jafn mikla stund á það.
•
Skemtileg skúta.
I EINU blaðanna hjerna í
bænum var sagt um daginn, að
þegar menn kæmu úr hjóiekj-
unni í Tivoli, er hraðast snýst,
liði mönnum eins og þeir væru
annað hvort með timburmenn
eftir mikið fyllirí eða nýkomn-
ir með ,,Víði“ ofan af Akranesi.
— Það var nú það, og ekki
verður því neitað að samlík-
ingin er smellin, sjerstaklega
hvað viðvíkur hinni skemtilegu
skútu, ,,Víði“, sem flytur fólk-
ið milli Reykjavíkur og Akra-
ness.
Þetta nefnda skip er þannig,
að það má ekki vera svolítil
vindkvika hjer á flóanum, svo
farþegarnir eigi ekki á hættu
að rennvökna á þessari stuttu
leið. Koppurinn veltur svo
mikið, að það er eins og kefli
fari þar en ekki skip. Og á
þetta farartæki er leyfilegt að
taka 202 farþega að sögn. Ja,
það má segja, að mikið sje leyfi
legt. Og hvar eiga þessir 202
að vera, ef svo skyldi fara, að
örlítið tæki nú að-kula, þannig
að koppurinn fær núi að velta
og fá á sig skettur. — Auðvit-
' að verður fólkið að vera á þil-
j fari og taka því sem kemur. —
Ekki eru nú vistarverurnar of
j rúmgóðar nje of Ioftgóðar. —
Jeg er eiginlega hissa á því, að
ekki skuli fyrr hafa verið spurt
opinberlega. Því er ekki reynt
að gera svo-lítið fyrir alla þá
fjölmörgu farþega, sem fara
milli Reykjavíkur og Akranes?
Því er þessi dallur alltaf hafð-
ur í þeim ferðum, en ekki al-
mennilegt skip. Hversvegna er
Laxfoss til dæmis, nýuppgerð-
ur og fínn, látinn ganga til
Borgarness, þar sem allir mega
sjá, að fólkstraumurinn liggur
nú um Akranes en ekki um
Borgarnes lengur. — Þannig
mætti lengi spyrja. Hvaða yf-
irvöld eru það, sem telja Víði
færan um að taka 202 farþega,
þó ekki sje lengri leið en til
Akraness? — Jeg hefi heyrt
margar óánægjuraddir út af
þessu veltandi, sívota farar-
tæki. En hvernig væri nú að
þeir, sem þurfa að komast milli
Reykjavíkur og Akraness legð
ust allir á eitt um að heimta
betra skip, skip sem maður
borgaði 15 krónur fyrir að hafa
það þægilegt með á leiðinni, en
ekki fyrir að veltast í ágjöf á
þessu trogi, sem nefnist Víðir.
•
Frækileg frammistaða.
NÚ er Norðurlandaskákmót-
inu lokið. Og íslendingar hafa
borið sigur af hólmi í tveim
flokkum, af fjórum, sem keppt
var í. Þetta eru ekki menn, sem
hafa heimsmet í því að „kom-''
ast aftur. úr öllum“, eins og
skáldið kvað. Nei, íslendingar
hafa staðið sig best á þessu
skákmóti af öllum Norður-
landaþjóðunum. Við skulum
ekki draga fjöður yfir það. Og
um leið og við þökkum okkur
skákmönnum fyrir frammistöð-
una, skulum við minnast^þessa,
að íslendingar eru ekki fleiri
en íbúar stærri borga hjá þeim
þjóðum, sem þeir kepptu við.
Það hlýtur að vera eitthvað
sjerstakt og einstætt, sem gerir
slíka hæfni með svo fámennri
þjóð, sem við erum. En við
skulum halda áfram hinni far-
sælu sókn okkar á öllum svið-
um. Hinir fáu geta sigrað hina
mörgu, eins og raun ber nú
vitni um. Og við skulum halda
áfrarn, að þroska okkur til sig-
urs, til afreka á hvaða sviði sem
er, — hvaða friðsamlcgu sviði
sem er. Heill hverjum sem sigr-
ar í friðsamlegri, drengilegri
kepni. — Sigrar fyrir Island.
MEÐAL ANNARA ORÐA ....
Iii iii 111*1111 i>iiin iii iiiiii n iiimiiiiiiiini n .....
Líkamlnn og sálin
FYRIR nokkru síðan heyrði
jeg sögu um blökkumenn, sem
mjer finst þess virði, að henni
sje veitt athygli. Hún var á
þessa leið:
Einhverju sinni á öldinni sem
leið voru landkönnuðir frá Ev-
rópu á ferðalagi langt inni á
meginlandi Afríku. Þeir höfðu
mikinn farangur með sjer. Þeir
höfðu ráðið mikinn hóp negra,
til þess að bera farangurinn.
Af einhverjum ástæðum, sem
ekki er getið um, þurftu land-
könnuðir þessir að hraða för
sinni. Þeir ráku því hina
blökku burðarmenn sína hrað-
ar áfram en umsamið var, og
venja var til, og höfðu lengri
áfanga.
Þegar negrarnir höfðu þræl-
astast áfram lengi dags og áttu
eftir stutta hvíld að leggja af
stað að nýju, þá þvertóku þeir
fyrir að hreyfa sig úr sporun-
um. Húsbændur þeirra, sem
þurftu mjög á því að halda, að ;
hraða för sinni, buðu þeim að
hækka burðarlaun þeirra mjög
verulega, ef þeir með því móti
vildu halda tafarlaust af stað.
En það kom fyrir ekki. Negr-
arnir sögðust ekki hreyfa sig,
hvað sem í boði væri, fyrri en
þeirra tími væri kominn.
Fararstjórinn spurði þá nú
að því, hvernig stæði á þessari
þvermóðsku þeirra. Negrarnir
svöruðu því til, að hjer væri
ekki um neina þvermóðsku að
ræða frá þeirra hendi. Ástæð-
an fyrir því * að þeir vildu nú
um stund halda kyrru fyrir,
væri sú, og sú ein, að þeir hefðu
; nú um hríð haldið svo hratt
áfram, að sálir þeirra hefðíi
orðið eftir. Nú yrðu þeir að
bíða uns sálirnar hefðu náð
þeim aftur.
Sagan er vitaskuld fyrst og
fremst saga um hjátrúarfulla
einfeldninga, fólk á svopefndu
lægra menningarstigi en við
Framh. á bls. 8.