Morgunblaðið - 13.08.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.08.1946, Blaðsíða 10
10 MOHGUNMEAÐIÐ Þriðjudagur 13. ágúst 1946 Sagan af Kristi með krosstrjeð á herðunum jötunn, sem sögur fari af. Strákur lætur sjer fátt um finnast. Hanjn ríður af stað, og heldur beina leið til norð- vesturs, því að hann þykist eiga dauðann vísan, ef hann gangi í greipar jötninum, en á hinn bóginn þóttist hann hafa veitt vel, því að hestur hans og hertygi gengu næst hesti kóngs og hertýgjum að öllu leyti. Þegar strákur hefur riðið stundarkorn, kemur hann að stórum garði og er skurður öðrum megin við hann. Strákur treystir sjer ekki yfir skurðinn og ríður því fram með honum lengi vel. Loks kemur hann að þorpi og sjer, að þar er allt á tjá og tundri. Maður stendur úti fyrir þorpinu. Hann kallar í strák og biður hann í guðsbænum að sýna nú dug og drengskap og berjast við jötuninn, því að hann ,sje hjer inni í borginni og eiri engu. Strák verður illa við og ætlar að ríða á burt sem fljótast, en maðurinn tekur í taumana og segir, að hann megi til að hjálpa þeim. Strákur snýr þá við blaðinu og segir, að hann skuli fara inn og segja jötninum, að hjer sje riddari, sem þori að eiga við hann einvígi. Maðurinn verður feginn og fer inn, en óðara en hann var horfinn, hleypti strákur af stað eins og hesturinn gat farið harð- ast. Nokkru seinna heyrir hann köll á eftir sjer og þyk- ist vita, að jötunninn muni elta sig; verður hann nú svo hræddur, að hann missir sverðið, en tekur báðum hönd- um í faxið á hestinum og ríður slíkt sem af tekur. —• Skömmu seinna sjer strákur, hvar jötunninn kemur og ríður geysistórum hesti, enda dregur fljótt saman. Þá er strákur kominn að garðinum. Hann sjer, að nú er annaðhvort að duga eða drepast, og hleypir á garðinn. Nú segir ekki af strák að sinni, en nokkru seinna vaknár hann eins og af svefni og finnur þá einhver fjarskaleg þyngsli ofan á sjer. Hann fer að hugsa eftir, hvað þetta geti verið, og kemst þá að þeirri niðurstöðu, að hann muni hafa fallið í öngvit, þegar hann kom niður hinum megin við garðinn, en hestur sinn drepist. Jötuninn muni hafa hleypt á eftir sjer, enda sá strákur, hvár hann lá ofan á þeim, en hest hans sá hann á beit út undan sjer. 26. dagur „Eruð þjer skáld?“ spurði hún. ,,Eða heimspekingur?“ Hann brosti og kvaðst vona að hann yrði einhvern tíma skáld og heimspekingur. Þann- ig töluðu þau saman um stund, eins og tveir vel upp aldir ung- lingar. Svo sagði hún allt í einu: „Hafið þjer ekki elskað?“ Hann blóðroðnaði og sagði nei. „Það er leiðinlegt“, sagði hún blíðlega, „ástin er svo yndisleg. Jeg skal kenna þjer að elska“. Hún sagði það blátt áfram eins og hún hefði sagt: Jeg skal kenna þjer frönsku. Hann tók hönd hennar og kysti hana. Hann hafði heyrt að skáldin gerðu það. „Jeg vil það, Clelie“, sagði hánn. ,,— — Davíð“, sagði hún og kysti hann á kinnina. ,,Þú ert yndislegur". Jú, hún Clelie litla hafði góða hæfileika, og það var eng in hætta á því að hún kæmist ekki áfram í París. Hún hafði líka lært hjá La Lionne. Og Davíð var um kyrt. — Hann fór ekki frá Café Imperi- al fyr en klukkan var 6 næsta morgun. Hann Var þá engu nær um það hvar Tom var niður- kominn. Og hann vissi heldur ekkert hvað þeim Agnesi og Tam frænku leið. En þessarar nætur mintist hann með gleði það sem hann átti eftir ólifað. A þessari nóttu varð hann annar maður, frjáls maður. Á hinn furðulegasta hátt höfðu þrjá konur orðið til þess að vekja hann til lífsins — hers- höfðingjafrúin, La Lionne og Clelie. — Á hinn furðulegast.a hátt höfðu atvikin hagað því þannig, að hver tók við af ann ari. Hann skálmaði í gegnum veitingasalinn í Café Imperial og út á götu. Hann þandi út brjóstið og bar höfuðið hátt, eins og hann hafði sje Tom Bedloe gera. Og hann skálm- aði eftir götunni með þeim svip og látbragði eins og hann ætti allan heiminn, með öllum þeim dásemdum, sem hann hafði upp á að bjóða. ★ Konungurinn hafði sjálfur gefið de Léche-ættinni Bel Manoir landareignina. Þegar hið mikla hús var reist þar í lok 18. aldar, og fylt af skraut- legum húsgögnum og silfur- munum, þá stóð það um mílu vegar frá fljótinu. Sú var þá venja, að skrautlegir garðar væri umhverfis hús, og það var þegar byrjað á því að gróður- setja þar trje, sem mynduðu laufgöng alla leið niður á fljóts bakkann, þar sem lendingar- staður var. En í vorleysingum og vatnavöxtum hafði fljótið smám saman verið að brjóta bakkann og færðist nær og nær húsinu. í marsmánuði ár hvert var gerður nýr lending- arstaður, og næsta ár þurfti enn að gera nýjan lendingar- stað enn nær húsinu. Ágangur fljótsins var mældur eftir því, hvað mörg trje það braut niður á ári og stytti þar mei? lauf- göngin. Auk þess braut það á hverju ári mikið af ökrum. Og nú var svo komið að það var aðeins tímaspursmál hvenær fljótið skylli á húsinu sjálfu. Það var sýnilegt, 'að með tíð og tíma mundi fljótið skola á burt allri Bel Manoir eigninni. Húsið þarna var bygt 1 fransk-spönskum stíl og mjög ólíkt þeim húsum, sem Amer- íkumenn höfðu bygt í Louisi- ana. Veggir voru úr ljósrauðum múrsteini frá Natchez, en voru nú orðnir svo upplitaðir af sól, að þeir voru silfurgráir. Breið verönd var umhverfis aðra hæð hússins og fram yfir hana gekk tígulsteinsþakið og hvíldi á þrjátíu og tveimur hvítum súlum. Á framhlið fljótsins, sem að fljótinu vissi, voru tvö- faldar dyr og mikið hringlaga þrep fyrir framan. Handriðin voru úr fagurlega og skraut- lega beygðu járni. Vegna þess hve raklent var þarna, var eng in íbúð á neðstu hæð; þar var eldhús og geymsluherbergi, er áður höfðu verið full af mat- vælabirgðum. Á annari hæð var matstofa, danssalur, við- hafnarsalur og bókasafn, en á loftinu voru svefnherbergi. Þegar gamla barónessan kom nýgift frá Spáni, var hús- ið alveg nýtt og nokkurs konar miðstöð alls samkvæmislífs þar um slóðir. Á þeim dögum var það venja, að gestir komu ak- andi í skrautlegum vögnum og settust þar upp marga daga eða vikur. Þá var oftast gestur 1 hverju herbergi. Þrælarnir lifðu í bjálkakof- um, sem bygðir höfðu verið eins og þorp. Þar var líka líf og fjör á þeim dögum og þræl- arnir voru ánægðir. En þegar gamla barónsfrúin var aðeins 27, misti hún mann sinn. Hann dó úr gulu hitasótt- inni. Hún hafði unnað honum á sinn kuldalega hátt, og nú er hann dó, varð mikil breyting á henni. Hun fekk andstygð á Bel Manoir og dvaldist þar ekki nema stund og stund síðan. •— Mánuðum saman stóð hið mikla hús í eyði að öðru en því, að þar voru nokkrir þjónar. — Barónsfrúin dvaldist í París, eða Madrid, eða Sevilla, og stundum var hún langdvölum hjá ættingjum sínum á Mart- inique. Hún hafði aldrei getað lært ensku, og hún kunni ekki við Ameríkanana, sem settu sig niður alt umhverfis Bel Manoir. — Henni fanst þeir ruddalegir og ósiðaðir. Það var eins og barónsfrúin ætti heldur ekki neitt lán að sækja til Bel Manoir, því að þegar einkasonur hennar var 25 ára, datt hann af baki rjett framan við húsdyrnar og rot- aðist til bana. Eftir það kom hún aldrei þangað. En sonar- sonur hennar fluttist þangað með brúði sína, ungu baróns- frúna, og þar dó hann úr tær- ingu áður en árið var liðið. Gamla barónsfrúin skellti allri skuldinni á húsið og ungu barónsfrúna. Hún var af sömu ætt, en móðir hennar hafði ver ið fátæk írsk stúlka, sem sat fyrir hjá málurum í París. — Ungi baróninn hafaði gengið að eiga hana, þrátt fyrir mót- mæli. Gamla konan leit svo á, að hann hefði dáið af ástar- sorg vegna þess að unga bar- ónsfrúin ól honum ekki barn. Og nú hataði gamla barónsfrú- in ungu barónsfrúna, og jafn- vel mest af öllu vegna þess, að hún hafði erft Bel Manoir og allar eignir þeirra í New Ore- ans -og Martinique. Næstur til arfs var frændi þeirra, einhenti unglingurinn, sem Tom Bed- loe hafði rekist á heima hjá ungu barónsfrúnni. — Gamla konan hataði þennan pilt líka vegna þess, að hann tórði, þótt hann væri tæringarveikur, en sonur hennar hafði dáið. Hún hataði hann líka vegna þess að hann varð eins og sjálft að vera upp á ungu barónsfrúna kom- inn með allt, en það var eins og honum þætti ekkert að því. • Það var því svo komið, að ekkert þeirra vildi vera 1 Bel Manoir. Hið mikla hús stóð autt ár eftir ár. Garðurinn fór í niðurníðslu og eins húsið sjálft, því að í þessu raka lofts- lagi endast hús illa ef ekki er hugsað um að halda þeim við. Og Bel Manoir var farið að láta á sjá. Þakhellur duttu af því og nýjar voru ekki settar í staðinn. Listar og skraut utanhúss fún- aði niður. Gras spratt á gang- veginum heim að húsinu og hellurnar, sem voru skektust og risu á rönd. Nágrannarnir sögðu að unga barónsfrúin hirti ekki um neitt annað en tekjurnar sem hún hafði af eigninni. Sjálf kom hún hvergi nærri, en hafði þar ráðsmann frá norðurríkjunum til þess að hafa umsjón með þrælunum og búskapnum. — Hann bjó í húsi sem var mitt á milli búgarðsins og þrælakof- anna. Hann hjet Elías Sharp, dökkur og ískyggilegur maður frá Pensylvaníu. — Á nóttum hafði hann alla glugga og dyr harðlæst og auk þess hafði hann hjá sjer til varnar nokkra grimma hunda. Á daginn reið hann á milli vinnustaðanna á múlasna og ljet hundana fylgja sjer. Og allir vissu það að hund arnir voru svo grimmir, að þeir myndu rífa á hol hvern þann mann, er hann sigaði þeim á. Hann var harður í horn að taka. Enga kunningja átti hann þarna og allir sneiddu hjá honum, því að ilt orð fór af honum. Hann umgekst ekki aðra en tvær kynblendings konur, sem hann hafði til að þjóna sjer og matreiða. Eftir að hann kom til Bel Manoir var sælutíma þrælanna lokið. Hann ljet þá vinna baki brotnu frá morgni til kvölds. — Hann barði þá fyrir minstu yfirsjónir og gengu hræðilegar sögur um það á næstu búgörðum. Og vítt um kring hræddu mæður börn in sín á honum: „Ef þú þegir ekki, skal jeg láta Elías Sharp taka þig“. Kauphöllin er nr iðstöð verðbrjefa- viðskiftanna, Sími 1710. Tveir danskir sjómenn voru á veiðum, þegar þeir rákust á tvo Þjóðverja á fleka. Ann- ar var dauður, en lífsmark var með hinum. — Sjómennirnir drösla báðum um borð og ann- ar hleypur niður í vjelarhús, til að koma vjelinni í gang og komast í höfn sem fyrst. Þegar hann kemur upp, eru Þjóðverjarnir horfnir og sá, sem niður fór, spyr undrandi, hvað orðið sje af þeim. Fjelagi hans bendir þegjandi yfir borðstokkinn. — En góði minn, hrópar hinn, annar var jú á lífii. — Að vísu, var svarið, — en hver getur trúað þessum Þjóðverjum? ★ Dag einn á hernámsárunum ók fisksali nokkur vagni sín- um um göturnar í Esbjerg og hrópaði: ■— Þorskur, þorskur — alveg eins feitur og Göring. Hann var dæmdur í 14 daga fangelsi. Er hann hafði afplánað refs- inguna, ók hann aftur fiski sínum um borgina, en hrópaði í þetta sinn: — Þorskur, þorskur — alveg eins feitur og fyrir 14 dögum síðan. Munurinn á Luther, Hitler, Göbbels og Schacht: Luther segir hverju hann trúir, Hitler trúir því sem hann segir, Göbbels trúir ekki því, sem hann segir — og Schacht segir ekki hverju hann trúir. ★ Eftirfarandi saga er sögð af Poul Reumert á hernámsár- unum: Þýskur herflokkur kemur gangandi eftir „Strikinu1', Poul Reumert kemur úr hlið- argötu og heldur hiklaust áfram göngu sinni þvert í gegn um fylkingu Þjóðverjanna. Á lögreglustöðinni er hann spurður, hvað hann eiginlega meini með slíku framferði. — Jeg sá þá ekki, svarar Reumert. ★ Nokkrum dögum eftir að Þjóðverjar hernámu Dan- mörku, mátti heyra lítinn blaðasöludreng auglýsa vöru sína á eftirfarandi hátt: Ekstrablaðið — Ekstrablaðið — sjö síður af auglýsingum, sjö l:íður af lygum. — Sjö flug- vjelar ráðast á Dover — 14 snúa aftur. BEST AÐ AUGLYSA ! MORGUNBLAÐINIJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.