Morgunblaðið - 13.08.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.1946, Blaðsíða 8
HORGUNBIiAÐIíJ Þriðjudagur 13. ágúst 19^6 - Meðal annara orSa... Framh. af bls. 6. Evrópumenn erum. En hversu oft er það ekki, sem í hjátrú og hindurvitnum felast ýms lífssannindi? Eða skyldi okkur ekki geta fundist það sjálfum, að asinn og óðagotið sje svo mikið á mönnum, að þeir verði ekki nema hálfir menn eða týni sál sinni eins og negrarnir komust að orði. Þeir fundu til þess, að ef þeir færu of hart, legðu of mikið að sjer, ofbyðu kröftum sínum, þá mistu þeir af því, sem þeir kölluðu sál. Menn geta orðið vinnuvjelar, geta týrit sjer í hinu æfilanga kapphlaupi, eftir því að safna þeim auði, sem mölur og ryð geta grandað. Þeir, sem taka lífinu þannig, geta líka í leið- inni komið mörgu góðu til leið- ar, með því að finna nýjar og nýjar leiðir til þess að bæta að- búð fólks í landinu og efna- hagskjör. En hvernig stendur á því, að margir þeir, sem ala aldur sinn í ekki stærri borg en Reykja- vík, leita út í sveitakyrðina hvenær sem þeim gefst færi til? Þeir, sem finna til innri þarfar fyrir kyrðina. Þeir eru'að leita að sál sinni að vissu leyti. Þeir finna til þess, að asinn og hinn daglegi flýtir allan ársins hring, slítur kröftum þeirra óeðlilega. Til þess að öðlast hina sönnu lífshamingju, þurfa menn að geta staðnæmst við og við, til þess að tala við sjálfa sig í einrúmi spurt, hvort menn hafi gengið til góðs, ellegar það sje ekki annað en hjegómi sem menn eru að sækjast eftir. Við skulum ekki forsmá verk þeirra dugnaðarmanna, sem mestu fá áorkað á hinu verk- lega sviði, til þess að leggja gru.ndvöllinn að efnalegri vel- megun þjóðarinnar. En eins og margoft hefir verið tekið fram, bæði í ræðu og riti, og öllum er ljóst, þá getum við aldrei varðveitt þjóðarsjálfstæði okk- ar til lengdar, hversu mikla síld sem við veiðum og hversu mikinn þorsk, og hversu sem viðskiptajöfnuður okkar við út- lönd verður hagstæður, nema samfara allri þessari starfsemi, fari sjálfstæð andleg þróun, á svið lista og vísinda. Við meg- um aldrei hafa svo mikið að gera, flýta okkur svo mikið, í kapphlaupinu um veraldarauð, að við gleymum að hvíla okkur við þau andlegu verðmæti, sem í einu orði sagt eru sál þjóð- arinnar. — Géðir gestir Framh. af bls. 7. Farið til Þingvalla. í gærdag bauð Þjóðræknis fjelagið gestunum til Þing- valla, ásamt nokkrum öðr- um. Á Lögbergi bauð biskup gestina velkomna á þennan helga stað íslensku j\ióðarinn ar, en Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður flutti erindi um staðinn og- skipan hins forna Alþingis. Á eftir las hann kvæðið „Bláskógar“, eftir Jón Magnússon. Sumir gestanna höfðu ekkl komið þarna fyr og undruð- ust þeir mikilleik staðarins og fegurð hans. Var veður hið fegursta, logn og sólskin. Á eftir var boðið til kvöld- verðar í Valhöll. Á heimleiðinni Ijek náttúr an við ferðafólkið með því að sýna eitt hið fegursta sólar- lag við Jökulinn. Var það allra mál, að þessum dýrlega degi myndu þeir ekki gleyma ævilangt. í dag verða gestirnir um kyrt í bænum, skoða söfnin og ýmsar byggingar, svo sem Háskólann, Dómkirkjuna, Þinghúsið, Þjóðleikhúsið, Sjómannaskólann o.fl. Um kvöldið er boð hjá biskupi. Ef Loftur getur það ekki — þá íiver? S.V.F.Í. sýnir ný björgunariæki Á LAUGARDAG sýndi Jón Bergsveinsson, erindreki Slysavarnarfjelagsins sýnis- horn af nýjum björgunar- tækjum. Fór sýning þessi fram á uppfyllingunnll við Grandagarðinn. Viðstaddir voru ýmsir starfsmenn hins opinbera. Jón sýndi 5 tegundir af línubyssum og 4 tegundir merkjaljósa og reyndi hann nokkur þessara tækja. Jón gat þess að einmitt svona tæki væru nú alment notuð við björgunarstöðvar og í skipum í Englandi. En þar í landi eru lagafyrirmæli um björgunartæki í skipum. Hann sagðist hafa kynt sjer tækin er hann dvaldi í Eng- landi s.l. vetur. Verð þeirra væri nærri því ótrúlega lágt, sagði hann. Að sýningunni lokinni var drukkið kaffi 1 boði Slysa- varnarfjelagsins. Þar talaði , Jón Bergsveinsson nokkur orð. Rakti hann framfarir þær er orðið höfðu á sviði björgunartækja frá fyrstu tíð og kom hann víða við í ræðu sinni. Þá gat hann þess, að hann myndi skrifa ríkisstjórninni brjef, þar sem hann myndi gera það að tillögu sinni, að lagaákvæði væru sett um, að í hverju einasta skipi skyldi vera björgunartæki, línu- byssur og merkjaljós. Hann myndi ákveðið mæla með björgunartækjum frá verk- smiðju þeirri, er framleitt hefði tæki þau, er hann hefði sýnt gestunum. Þau væru mjög útbreidd í breska flot- anum, 98% af fiskiflotanum og 93% af verslunarflotanum væri búinn að tækjum sem þessi verksmiðja hefði fram leitt. „FJALLFOSS Indónesar drepnir Batavía í gærkvöldi. UNDANFARNA daga hef- ur komið til harðra bardaga milli Indónesa og hollenskra hersveita. Síðustu fimm daga hafa um 300 Indónesar verið drepnir í grend við Semarang( á Mið-Java og um 75 við borg ina Bandoeng. Við Batavíu hefur ekki komið til neinna blóðsúthellinga. Atburðir þessir eiga rót sína að rekja til þess, að nú er bráðum eitt ár liðið frá því, er þjóðernis- sinnar birtu yfirlýsingu sína um frelsi og fullveldi Indó- nesum til handa. fer hjeðan þriðjudaginn 20* ágúst til Vestur- og Norðui' Iands. Viðkomustaðir: Patreksfjörður, Þingeyri, Isafjörður, Siglufjörður, Akureyri. Flutningur óskast tilky*úur sem fyrst. Vörumóttaka til Akureyral' og Siglufjarðar á fimtuda?’ föstudag og laugardag. Pat reksfjörður,. Þingeyri og Isa fjörður á mánudag og þriðju dag. H.F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS. BEST AÐ AUGLÝSÁ í MORGUNBLAÐlNtf KRAFTPAPPIR ódýr kraftpappír 90 cm. breiður. OJoÁ rióon ^Jfaaler Lf. Asbest bylgjuplötur 6, 7, 8, og 9 feta, höfum við fengið aftur. Ííiafur R. Björnsson & Co. Sími 1713. Skrifstofustú I ka óskast nú þegar eða frá 1. sept. Vjelritunar og bók- haldskunnátta æskileg. — Uppl. á skrifstofu minni, Mjóstræti 6, eða í síma 3028. ^JJiörtur jJ'eturóóon viðskif taf ræðingur. Salano-gardínur | verja gluggasýningar yðar og innanstokks- * I muni skemdum af völdum sólarljóssins. Gerið pantanir yðar sem fyrst. Einkaumboð á íslandi: (Mhaiyi osusaíPiMsIaii) 1 Hringbruat 56. Símar 3107 og 6593- X-9 Eflir Robert Slorifl , l««««mi««M«M«mil«««milMtMmmiMMMMMMMMimmMMIIIIMMM««Mil*'*">>>(,>>,> ^ ma*ma-ma! a verv clever: Ruee fo ^ PLAV UPON MV $YMPATHIE£- BVT THE • OTTO KRUDD TOLD /At THAT A1PPPIV l - > ‘u i <* vL Ofí vn „ jgs FVAœíÁ-v'' - ■; Náskeggur liggur nú graþþin á þessum stað, sem , fjársjóður sá lá, er hann leitaði svo lengi og á- | fergjulega að. — Kröger: Vegna þess að þið voruð i vitni að því, sem fram fór, verðið þið líka að deyja. Vilda: Við hjónin eigum von á barni, þjer getið ekki myrt föður ófædds barns. — X-9: Þjer hlífið þá konunni minni. Hugsar: Jeg verð að reyna að draga tímann. — Kröger: Þið ætlið að fá mig til --------------- ' KruJd S að kenna í brjósti um ykkur, en Otto ^ ugi sagði mjer að þið væíúð ekki hugsar: Nú verð jeg að spila út trompinU -ýv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.