Morgunblaðið - 12.10.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugárdagur 12. okt. 1946 arlakér Heyk javíkur fær glæsilegar móttökur í Bundu- ríkjunum Biaðaummæli um söng kórsins mjög lofsam leg FREGNIR hafa nú borist af Karlakór Reykjavíkur, sern nú er í söngför um Bandaríkin. Hefir kórnum hvarvetna verið mjög vel tekið og blaðadómar um sönginn hinir ágætustu. Þ. 9. þ. m. söng kórinn í Wash- ington D.C. og hafa borist umsagnir blaða þar í borg. Thor Thors sendiherra hjelt kórnum veislu í Mayflower gistihúsinu í Washington og voru þar samankomnir full- trúar erlendra ríkja, em- bættismenn í Washington og Islendingar. íslendingar munu fagna því hve kórnum er vel tekið og fylgjast með áhuga með ferð- um hans um Bandaríkin. Fara hjer á eftir nokkrir blaðadóm- ar um söng kórsins í Washing- ton: „Básamleg raddgnótt'1. Blaðið Times Herald skrifar: „írienski kórinn er merkilegur kór, ekki vegna ágætrar tækni og smekkvísi, sem hann hefir til að bera, heldur einkum vegna þess, að hann flytur alþýðlegar kenndir^ sem horfið hafa úr músíklífi vorti, verið hrundið úr því með kvikmyndasöng, skrallmúsik og ljelegri útvarps- tónlist. Kórinn sýndi dásamlega raddgnótt og jafnast sumir bassarnir á við rússneska bassa, en sumir tenórarnir enduróma raddfegurð hinna fjarskyldu frænda sinna, íranna. Góðar barytónraddir fyrirfinnast alls- staðar, en þessir barytónar frá íslandi eru afbrigða góðir. Úr samsöng þeirra verður göfug og óþvinguð kórtónheild, sem er þess megnug að iáta í ljósi lifandi blæbrigði án nokk- urrar fyrirhafnar, en þó með slíkum aga, að úr verður algerð músíkölsk eining. Auk söng- stjórans og píanóleikarans Fritz Weishappel, birtust tveir lista- menn, Stefán íslandi, sem hefir rödu hetjutenors, en þó auðgaða hlýrri og aðlaðandi hljómfeg- urð, og Guðmundur Jónsson, baryton, en rödd hans hefir bæði tónmýkt og óvenjulegt raddsvið. Ef þessir tveir lístamcnn þekkja hlutverk Metropolitan eperunnar og hafa áhuga fyr ir óperusöng, er ekki ósenni- 1 egt að hún kynni að hafa augastað á þeim, því að hún ' hefir fáa listamenn* sem virð- así hafa jafnmikla radd- tajkni11. „Hljóinfagur söngur“. Washington Post skrifar: og' stjórnandi Karlakórs Reykja víkur, er, auk þess að vera ná- kvæmur og röggsamur stjói'n- andi, ágætt tónskáld, og eru sum bestu lögin á söngskránni eftir hann. Söngmenn þeir, sem hann stjórnar, vinna heima fyr- ir að ýmsum störfum, allt frá prestsembættum tii háskóla- náms, en ef dæma skyldi eftir hinum dásamlega samstillta og hljómfagra söng þeirra, mætti halda, að þeir eyddu öllum dag- stundum sínum í söng. — Ein- söngvarar kórsins, Stefán ís- landi og Guðmundur Jónsson eiga sjerstakt hrós skilið. Eftir hljómleikana sátum við rausnarlega veislu sendi- herra íslands í Mayflower hótel inu. Veislugestir voru um 300, aðallega erlendir stjórnarfull- trúar, embættismenn og íslend- ingar.“ „Fult vald á öllum racldsviðum.11 Blaðið Evening Star skrifar: „Söngurinn í gærkveldi var reglulegur kórsöngur án til- gerðarlegra tilfæringa eða fyr- irhafnar. Kórinn er lyriskur og hefir fullt vald á öllum radd- sviðum og samhljómur hans er fínni og viðkvæmari, en venja er um karlakóra. Söngur hans er samofinn, en þó sveigjanlegur, enda svifu raddirnar mjúklega um víð- faðma raddsvæði, sem náði stundum dramatískum tindum, en mest bar þó á hinum hár- fínu tónum. sem í raddbreyt- ingu sinni voru eins og flóð og fjara tónmýktar. Eftirtektarverðast allra lag- anna á söngskránni var Kyrie eleison eftir söngstjórann, Sig- urð Þórðarson, en í því naut hin glæsilega rödd einsöngvar- ans, Stefán Tslandþ sín með hrífandi fegurð. í einsöngslögum þeim, er hann söng seinna, staðfesti þessi sterka og hljómríka ten- orrödd, sem hefir operueigin- leika, þau áhrif, sem hún gaf í fyrstu. Guðmundur Jónsson, sem var einsöngvari í lögum Norðmannsins Griegs, hefir fagra og óvenju ríka og sterka barytonrödd. Hún er ágætlega skóluð, frjálsmannleg og hljóm- fögur, án nokkurs óþjálleiks. Helgi Pjeturss: Helstefnuhorfur Hættulegir tímar i. MEÐAN JEG var erlendis — en jeg hefi þar dvalið um 3 mánaða skeið — frjetti jeg, að á fundi í Reykjavík hefðu orðið svo miklar æsingar, að forsæt- isráðherra og borgarstjóra, hefði aðeins með naumindum verið forað frá misþyrmingum. Frjettin var nokkuð ónákvæm, en virðist þó í aðalatriði hafa verið rjett, og er óhætt að segja það, að ættjarðarástin lýsir sjer á miður heppilegan hátt, ef hún kemur fram sem áhugi á að mis þyrma löndum sínum, sem, ef til vill, hafa engu minni ætt- jarðarást til að bera, og ágrein- ingurinn er aðeins um það, hvað ættjörðinni muni vera fyrir bestu. En um það mun enginn íslendingur, sem ekki er alveg skilningslaus á ís- lenska sögu, geta verið í vafa, að fult sjálfstæði er íslensku þjóðinni nauðsynlegt, ef hún á að geta þrifist. Og undarlega bæri það ógæfusamlegt, ef ís- lensku sjálfstæði, eða sjálfræði, ætti nú einmitt að standa voði af þeirri þjóð sem talið er að öðrum fremur hafi frelsið í há- veg'um. Jeg minnist þess í því sambandi, að jeg var einusinni nokkrar vikur á skipi þar sem ýmsir sjómennirnir höfðu dval ið í Bandaríkj unum. Og þegar þeir voru í stórviðrunum að strita við segl og reiða, hvöttu þeir sig til hinna hörðu átaka, með því að hrópa „Hurrah for Freedom.11 II. Jeg hygg að menn mundu hafa meiri hug á að beita heldur röksemdum en ill- yrðum og handalögmáli í þeirri deilu sem nú stendur á, ef þeim væri nógu vel Ijóst hvílíkír háskatímar þetta eru. Það hefir glatt mig í sumar, að sjá, hvern ig æ fleiri þeirra manna sem helst er treystandi til skilmngs, eru að sannfærast um, að mann kynið er í meiri háska nú en nokkru sinni áður, og úrslita- tímar svo gagngerðir, að ekki mundi verða bót, á ráðin, ef illa tekst nú. Þetta hefir glatt mig, vegna þess, að það er bó meiri von, að voðanum verði afsiýrt, ef menn sjá Ivann glögt fvrir, heldur en ef þeir væru grun- iausir um háskann. Af því sem mjer hefir virst sjerstaklega eftirtektarvert í þessu efm skal þetta nefnt. Sagt var í sænsk- um blöðum frá fundi breskra náttúrufræðinga og heimspek- inga; þar sem umræðuefnið var framtíðarhorfur mannkvnsins. Og þar var það haft eftir hin- um fræga lífeðlisfræðingi og Nobelsverðlaunamanni, dr. A. V. Hill, að honum virtist sem nú væru tímamót í sögu mann- kynsins meiri en nokkur áður, og jafnvel mætti svo að orði kveða, að verið væri á glötun- arbarmi. Og um líkt ieyti sá jeg þess getið, að einn af ágæíusíu og víðförlustu jarðfræðingum sænskum, prófessor, dr. Jóh. Gunnar Andersson, nú kominn yfir sjötugt, væri um það bil að ljúka við bók sem ætti að heita „Ered eller Förintelse11, og þar sem höfundurinn hjeldi því fram, að mannkynið mundi líða undir lok, ef ekki tækist Þessi mynd verður á sýningunni „Sigurður Þórðarson, stofnandi Hertogi heldur uppboð. LONDON. Hertoginn af Marlborough hefir látið selja alla búslóð sína í húsi sínu í London. Telur hann sig ekki geta búið lengur í húsinu vegna þungra skatta. Húsið leigir hann British Council. Þessi mynd: Ung stúlka, er meðal mynda þeirra cr Kristinn Pjetursson sýnir á málverkasýningunni, sem opnuð verður á morgun. að komast á það menningarstig, að það legðist alveg niður að útkljá deilumál með styrjöld- um. Og er jeg ekki í efa um; að hinn stórlærði höfundur, sem hefir litast víðar um á þessari jörð en flestir aðrir, hefir þac alveg rjett fyrir sjer. En er jeg var staddur í Stafangri nú fyrir skemstu, á heimleið, og veittist óvænt færi á að litast nokkuð um í hinu forna ríki Erlings af Sóla, sá jeg í norska blaðinu „Verdens Gang“, ritgerð um ameríska bók sem heitir „One world or none“, og gefur bók- arheitið þegar í skyn þá skoðun hinna merku höfunda — vís- indamanna . og stjórnmála- manna, — að ef mannkynið get- ur ekki lært að vera samtaka, muni það líða undir lok. En það verður að segja, að horf- urnar á því, að þau samtök geti orðið sem þörf er á, eru ekki miklar; enn sem komið er og virðast síst fara vaxandi. Og ekki vil jeg leyna því, að jeg sje enga von til, að afstýrt verði þessari heimstyrjöld, sem svo mjög mikið ríður á að forð- ast, ef ekki tekst að vekja á- huga á máli, sem allir geta skil ið að sæta verður samhuga á- tökum alls mannkyns, ef ekki á sú ógæfa að dynja yfir, að ekki sje framar viðreisnar von. III. Það er vitanlega ekki á stjórnmálalegumgrundvelli sem jeg get .með vissu sagt fyrir hina þriðju heimsstyrjöld, held ur vegna nokkurrar nýrrar þekkingar á lögmálum fram- vindunnar. Og eins að jeg get með vissu sagt hvað það er, sem duga mundi til þess að sú styrjöld yrði umflúin, sem nú er verið að undirbúa af langtum meiri þekkingu á. her- búnaði og styrjaldarrekstri, en áður hefur verið til á þessari jörð. Þótt undarlegt megi virðast, hefir verið á þetta minst í stærsta dagblaðinu sem út kemur á Norðurlöndum — að því er mjer hefir sagt verið — en það er Stokkhólmsblaðið „Dagens Nyheter11. Var mjer sagt að 700 manns vinni að því að koma þlaði þessu út á degi hverjum. Svo vildi til, að jeg átti tal við einn af ritstjórum. blaðsins, gáfulegan og geðugan ungan roann; og þó ekki þannig að mjer hefði til hugar komið, að biðja hann að birta viðtal við mig í biaðinu En vitanlega barst hið mikla áhugamál mitt í tal, þarna í bæ Swedenborgs, og' vildi þá ritstjórinn fá að birta eitthvað um þetta í blað- inu og skrifaði hjá sjer margt, er við ræddum saman. Varð úr þessu svo mikið mál, að hann sagði það sem jeg efast ekki um að var sannleikur: Jeg á mjög annríkt og jeg sje að jeg hefi ekki tíma til að vinna úr þessu. Bjóst jeg því varla við að sjá nokkuð í blaðinu um þetta samtal okkar og kom heldur á óvart, er jeg sá, að sú varð þó Framh á 12, síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.