Morgunblaðið - 12.10.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.1946, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. okt. 1946 MORGUNBLADIÐ 3 Kommúnistar opinberir ofbeldismenn ísland fyrir íslendinga ÞEIR atburðir hafa gerst meðal þjóðarinnar. sem erfitt mun vera að gleyma í náinni framtíð. Nokkrum óvöldum æsinga- mönnum og lýskrumurum líðst að hampa dólgslega hinum helg ustu tilfinningamálum allra landsmanna. Undir yfirskyni ættjarðarástar og lýðræðis efla þessir menn flokk óuppdreg- inna æsingamanna og gera árás ir á persónufrelsi manna. Ráð- herrar og þingmenn landsins eru vart óhultir. Á fundum sín- um leyfa þeir sjer að ógna þing inu og með falsrökum, dylgj- um og slagorðum, reyna þeir að spilla vináttu okkar við eina okkar bestu nágrannaþjóð. Niðurfelling herverndarsátt- máians við Bandaríki Norður- Ameríku, hefir orðið langþráð tilefni þessara m.anna til þess að skapa upplausn og ófremar- ástand í landinu. Nú klæðast þessir herrar hjúp ættjarðarást ar og reyna að viila mönnum sýn, en eöli þeirra er svo ríkt í þeim, nð betur mega þeir ef duga skal. Hinir kommúnist- isku línudansarar eru svo vel upp aldir, að þeim hentar margt betur en gríman — enda tekst þeim aldrei að leyna sínu insta eðli. Gefi menn sjer tíma til að staldra aðeins við í hinni hröðu rás atburða undanfarinna daga og athuga sálarlíf og alla fram- komu kommúnista undanfarin ár, gefur að líta, í sárri nekt, sögu af misheppnuðum tilraun um til að stofna til misklíðar meðal þjóðarinnar. Sögu ósjálf stæðra óhappamann til að þjóna erlendum hagsmunum í skjóli fals og lyga. Hverjir voru það, sem vildu selja landið og hverjir eru þeir, sem hafa neitað þjóðerni sínu. Hvaða menn voru það, sem ekki máttu heyra á lýræði minst, en lofuðu ofbeldis og einræðis- stefnu nasista? Leyfir hin íslenska þjóð þess- um afglöpum slíkt framferði, er þá svo farið að almenn skyn- semi er fyrir borð borin og upp tekin ómenguð múgmenskan. Á meðan stjórnarstarf það, sem kommúnistar hafa tekið þátt í að undanförnu, hefir fram farið, viiðist einna helst sem þeir hafi stundum týnt sjálfum sjer, farið öðru hvoru út af línunni, en nú hafa þeir fundið sjálfan sig aftur. At- burðir undanfarinna daga sanna það hvað best. Yfirskrift þess- ara herra er enn að tílgangurinn helgi meðalið og meðal komm- únista þekkja allir. Þeir hafa komist lengst allra í svika og blekkingaáróðri og er þar ekk- Alt tal þeirra um þjóð- nýtt starf eru blekk- ingar ert fyrir neðan samvisku eða virðingu þeirra. En til hvers hafa þá komm- únistar lagt allt þetta kapp á að sanna þessa lýðræðisást sína. Hafa þeir áður gert mis- heppnaðar tilraunir til að villa á sjer heimildir? Lengst hafa kommúnistar komist á vegum lýðræðisins, er þeim varð það á að gefa yfir- lýsingu um að nú væri ölium kommúnisíum frjálst að hugsa og rita samkvæmt sinni eigin sannfæringu, en það varð til þess að ýmsir af hinum lítt reyndari meðlimum flokksins, tóku til (af mikilli og lang- reyndri þörf, að láta sit.t innra ljós skína. Benjamín nokkur Eiríksson var einn af grunnfærari flokks meðlimunum og tók því yfir- lýsinguna hátíðlega, og skrifaði bækling um utanríkispólitík Stalins og vjek ,óviðeigandi“ orðum að heimilismönnunum í Kreml. Samkv. heimilisvenjum kom múnista var slíkur einfeldning- ur lítt í húsum hæfur, og var því misskilningur Benjamíns lagður fyrir miðstjórn flokks- ins, sem deildi harðlega um mál þetta. Vildu sumir reka kauðann, en fengu því þó ekki ráðið. Þjóðviljinn skýrði svo frá niðurstöðu málsins. ,,Út af bæklingi, sem Benjamin H. Ei- ríksson hefir gefið út um stríð- ið og sósíalisma var samþykt eftirfarandi áminning í sam- ræmi við lög flokksns. Flokks- stjórnin vítir harðlega fram- komu Benjamms H. Eiríksson- ar, sem er stórkostlegt agabrot, og felur miðstjórninni að vaka yfir því, að svona athæfi geti ekki komið fyrir í flokknum að nýju, nema að viðlögðum brott rekstri11. Þannig lauk ,,skoðanafrelsi“ kommúnista hjer á Islandi. — Hinn austræm agi ríkir áfram. Og hvaða flokksmaður þorir honum á móti að ganga? Tók þessi opinskáa yfirlýsing ekki af öll tvímæli um tjóðurpela allra kommúnista í Maskva, rekin niður með járnhæli Stal- ins og Kreml-klíkunnar. ,,Þá má ennfremur segja, að eftir afstöðu hvers flokks í hvaða landi sem er til Sovjet- ríkjanna fari það hvort hann vill vernda frelsi sitt og þjóðar sinnar gegn tortímingu“. einar Atburðir síðustu ára hafa sannað þessi makalausu orð Einars Olgeirssonar, sem hann ljet sjer um munn fara árið 1939. Hvarvetna hafa kommún- istar tekið skilyrðislausa af- stöðu með ofbeldi Sovjetstjórn- arinnar á hendur smáþjóðunum þrátt fyrir vitneskju þeirra um að með því eru þeir þó að grafa undan alþjóðaöryggi eftir því, sem geta þeirra frekast leyfir. I gegnum öll skrif kommúnista, ekki síst íslenskra, skín þrá þeirra eftir þeirri stundu, sem rauði herinn undirokar land þeirra og þjóð. Eitt minnisstæðasta dæmið er afstaða finsku kommúnistanna, sem á örlagaríkri stundu svik- ust aftan að sinni eigin þjóð og þjónuðu böðlum hennar. Varla munu hjerlendir kommúnistar verða meiri menn en hinir finsku skoðanabræður þeirra. Brynjólfur Bjarnason lýsir á- hlaupi kommúnista á höfuð- stöðvar þeirra hjer í Reykjavík og segir að þar muni ráða úr- slitum handaflið en ekki at- kvæðisrjetturinn Lokamarkmið inu hefir Einar Olgeirsson lýst, sem vopnaðri uppreisn. 18. okt. 1939 lauk tveggja daga rifrildisfundi kommúnista hjer í Revík með því, að Einar Olgeirsson benti á andstæðinga sína innan flokksins og mælti með miklum ofsa: „Þeir, sem ekki láta sannfærast nú, mega búast við að verða hinumegin við götuvígin hjer í Reykjavík í stríðslok“. Þarfnast þessi orð nokkurra skýringa? Alveg hefir E. Olg. rjett fyr- ir sjer, að eftir afstöðu hvers manns og hvers flokks í hvaða landi sem er til Sovjetríkjanna fari það hvort hann vill vernda frelsi sitt og þjóðar sinnar gegn tortímingu. — Kenningu þessa hafa kommúnistar. síðan styrj- öldinni lauk, rökstutt svo, að hverjum einum ætti að vera ljós meining hennar. 4 Vilja fá 30 hús. LONDON. Rússar krefjast 30 húsa í Vínarborg með þeim forsendum að þau hafi verið í eigu Þjóðverja. Vilja þeir taka hús þessi upp í stríðsskaðabæt- ur. Þjóðverjar tóku þau af pólskum Gyðingum. Sameinumst gegn ofbeldin u ENGIN TAKMÖRK virðast vera fyrir því, hversu !ágt kommúnistar geta lagst í skrifum sínum, tali og verkum. Dag eftir dag, viku eftir viku sleikja þeir upp sömu fúkyrðin og virðast aldrei skorta hugmyndaflug til að finna upp ný illyrði til að prýða með blað sitt, Þjóðviljann og krydda með ræður sínar á Alþingi sem og annars staðar. Og þessu and- ríki er svo fylgt eftir með slagsmálum, múgæsingum og ólöglegri vinnustöðvun. Og svo síðast með því að stökkva ár ríkisstjórn og svíkja þar með alt það, sem þessir herrar hafa undanfarna mánuði talað um af miklum fjálgleik, sem sitt hjartansmál, er á að vera nýsköpun atvinnuveganna. Og hversvegna hefur alt þetta skeð? Jú„ af því að það tókst að semja við Bandarík- in um niðurfelíingu her- verndarsáttmálans og brott- flutning hers þeirra af land- inu. Kommúnistar vildu ekki láta slíkt fara friðsamlega fram heldur draga málið inn í refskák stórveldanna og þá helst að láta líta svo út sem Bandaríkjamenn beittu okk- ur ofbeldi og að fá okkur dregna í dilk með þeim þjóð- um, sem orðið hafa aðnjót- andi þeirrar „sælu“ að telj- ast leppríki Rússa, og eiga ekki í önnur hús að venda. Því verður að vísu ekki neitað og allra síst af Sjálf- stæðismönnum, að ákjósan- legast hefði verið að geta leyti við rekstri Reykjavík- flugvallarins strax. En stað- reyndirnar eru þær að við höfum hvorki fagmenn nje fje til þess eins og nú horfir við, enda ekki einu sinni megnað enn að taka að öllu leyti við rekstri Reykjavík- urvallarins, þrátt fyrir öll gífuryrði Áka Jakobssonar, sem ætti þó að vera þessum málum eitthvað kunnugur. Fyrir utan það, að þessi tak- mörkuðu og tímabundnu af- not, sem Bandaríkjamönnum er heimiluð í samningnum, geta ekki talist nema greiða- semi við vinsamlegt ríki, ríkið sem fyrst allra ríkja varð til að viðurkenna fuilveldi okkar og sjálfstææði og ætíð hefur komið fram gagnvart þjóð- inni af vinsemd og kurteisi. Svo kalla kommúnistar þetta landsölu, dulbúnar her stöðvar, ofbeldi og því um líkt. Þessir menn sem íyrir löngu hafa selt sig erlendu valdi, sem lúta höfði með aðdáun og í auðmýkt yfir hverju ofbeldisverkinu öðru verra sem húsbændur þeirra í Moskvu vinna á sínum varn arlausu nábúum. Þessir menn slá nú um sig sem föðurlandsvini og syngja æíttjarðarisöngVa, mennlrnir sem tilheyra þeim stjórnmála flokki, sem alstaðar í öllum löndum ætíð hafa unnið gegn hagsmunum þjóðar sinnar ogf ekki svifist að reka rýtinginn í bak þeirra hafi verið von um einhver iaun frá stjórnend- unum í Kreml. Já, jaffnvelj nú, þegar þeira ljúga, hóta og svíkja mest, leyfa þeir sjer að nefna nafn Jóns Sgiurðssonar og vitna í ýmis ummælii margra sannra íslndinga er þeir mæltu fyr gegn erlend- um áhrifum. Og nú bera þess ir ofbeldisseggir íslenska fánann fyrir sjer. Af er sú tíð er þeir rifu hann í tætlur og tröðkuðu hann undir fót- um sjer og drógu höfuðfötin niður fyrir eyru þegar þjóð- söngurinn var sunginn. Nei, kommúnistar vita ekki hvað það er að kunna að skammast sín. Stjórnmálaástandið hjer innan lands er nói mjög alvar- legt. Enginn getur sagt um það, hvað framundar. er. Við vitum öll að fjölda mörg stór- mál biða óleyst. Hvernig tekst að leysa þau, veit eng- inn. Hvernig sú lausn tekst mun fara eftir því hvort þjóð- in hlýðir fremur rödd sam- viskunnar og skynseminnar heldur en hrópum friðspill- anna. Ungir Sjálfstæðismenn, aldrei er meiri þörf en nú, að standa vel á verði gegn of- beldinu. Sameinið lýðræðis- Öflin undir merki Siálfstæð- isflokksins, sem einn heffur einurð og mátt til að svara of- beldinu á viðeigandi hátt. Haldið áfram að efla fjelags- samtök ykkar. Kjörorðið er: ísland fyrir ís- lendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.