Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1946næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 12.10.1946, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.10.1946, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. okt. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 9 Einvaldur hnefaleikaíþróttarinnar MICHAEL Strauss Jacobs •— ,,Mike frændi“, eins og hann kallar sig í daglegu tali — hefir meiri völd inn- an hnefaleikaíþróttarinnar, sem gefur af sjer um 16.000- 000 dollara á ári, en nokkur maður fyrir hans tíð. íþrótt- in snýst næstum einungis um það eitt, að auka auðæfi hans. Undir stjórn hans eru allir meistararnir og svo að segja allir bestu boxarar Bandaríkjanna — Louis, Conn, Servo, Graziano o. s. frv. Hann segir þeim við hverja þeir eigi að keppa, hvar, hvenær og til hvers. Þegar maður hefir einu sinni gert Jacobs að umboðsmanni sínum, verður því ekki breytt. Astæðan fyrir því, að Mike getur ráðið yfir hnefaleika- mönnum, er ofur einföld’ Þeir verða að leita til hans, til að fá tækifæri til að taka þátt í stór- um, auðgandi keppnum. Hann stjórnar hnefaleikaheimi New York, en þar er mesta peninga að fá. Þá hefir hann einkarjett á að nota hin stóru íþróttasvæði fyrir hnefaleikakeppnir, og hann undirbýr sjálfur keppnir í Madison Square Garden, sem er stærsti yfirbygði léikvang- urinn í borginni. Magir af blaðamönnum þeim, sem skrifa um hnefaleika, eru launaðir af honum. Og eftirlits- menn hnefaleikakappleika geta nær ekkert gert, er svo öflugur andstæðingur stendur annars vegar. Ónískur, ef hann hagnast á því. MIKE launar þeim fjárhættu spilurum, flækingum og iðju- leysingjum, sem styrkja valda- stöðu hans, eftir því, hversu samvinnuþýðir þeir eru. Fjár- hættuspilararnir og stjórnmála mennirnir, sem hafa gert hon- um greiða, fá bestu sætin á hnefaleikakeppnunum. Jafnvel hnefaleikararnir sjálfir fá meiri peninga hjá honum en þeir fá annars staðar. En það eru versl- unargáfur Mikes og dirfska, er hafa gert hann að voldugasta umboðsmanni þessarar íþróttar, sem uppi hefir verið. Mike Jacobs talar óheflaða ensku, notar töluvert af blóts- yrðum og er kaldhæðinn i fram komu. En þrátt fyrir þessi ein- kenni, er hann á sviði hnefa- leikaíþróttarinnar álitinn göf- ugur og greiðugur náungi. Hann er sjerstaklega greiðvikinn við hnefaleikara sína og umboðs- menn, en þeir geta altaf „sleg- ið“ hann — sjerstaklega þegar þeir virðast eiga frægðarferil framundan, og er oft getið í blöðunum. Sú staðreynd, að þeir skulda honum altaf og eru þess vegna því líklegri til að keppa fyrir hann fyrir þau laun, sem hann setur upp, dreg ur ekkert úr ákafa þeirra til að fá peninga að láni hjá hon- um. Og engin áhrif virðist það hafa á upprennandi „stjörnur“, að seðlaveski Mikes lokast skyndilega, þegar stjarna þeirra fer dalandi. Aður en Joe Louis og Billy Conn börðust um heimsmeist- aratitilinn í sumar, skuldaði Louis honum 132.000 dollara og Conn 100.000 dollara. Óhætt er Blaðasalinn fyrverandi, sem segir Joe Louis fyrir verkum, hefir auðgast um kr. 33,000,000 á hnefaleika- köppum sínum að gera ráð fyrir því, að Mike hafi dregið þessar f járhæðir frá launum þeirra, eftir keppnina. Byrjaði sem miðaokrari. MIKE Jacobs byrjaði sem miðaokrari. Fyrir þann tíma hafði hann á mismunandi tím- um haft ofan af fyrir sjer sem blaðasali, ávaxtasali, umboðs- maður atvinnuglímumanna, hluthafi í hringleikahúsi og stjórnandi söngferða lista- manna á borð við Enrico Car- uso. Auk þess stjórnaði hann einnig skemtisiglingum um höfnina í New York. Sjálfur seldi hann farmiðana, en í þeim var innifalinn matur handa far þegunum. Til að spara peninga og græða meira, seldi hann svo farþegunum þvíhk ósköp af bjór og söltum hnetum, að þeg- ar matmálstími kom, gátu þeir ekki komið niður einum ein- asta bita. En Jacobs gleymdi aldrei þeim degi, þegar blaðamaður nokkur gaf honum tvo aðgöngu miða að hnefaleikakeppni. Mike seldi miðana á tvo dollara stykkið. Rúmum fimmtán árum seinna hafði Mike ákveðið, að gefa sig allan að miðaokri. Hann kom sjer upp skrifstofu kompu í Normandie hóteli og hafði brátt komist í gott sam- band við þá, sem seldu aðgöngu miða að leikhúsum og íþrótta- völlum, þannig, að hann fjekk jafnan þá miða, sem mest voru eftirsóttir, og seldi þá eins háu verði og frekast var unt. Þessir sömu menn fundu brátt það, að Mike gat gefið þeim ýmsar holl ar ráðleggingar. Hann hafði nokkurs konar sjötta skilning- arvit og gat undantekningar- laust sagt fyrir um það, hvaða leikrit mundi ganga vel og hve mikið almenningur væri fús til að borga fyrir ákveðnar íþrótta keppnir. wLM- Spámaður. ÞEGAR Tex Richard kom til New York skömmu eftir 1920 til að undirbúa hnefaleikakepn- ina um heimsmeistaratitilinn miili Dempsey og Carpentier, heimsótti hann Jacobs og spurði fyrir hvað háa upphæð miðar munndu seljast. „Fyrir miljón dollara11, svaraði Mike. „Hvernig getur það verið?“, spurði Richard. „Þegar Johnson og Jeffries kepptu í Reno, seld- ust miðar fyrir aðeins rúmlega 250.000 dollara“. „Miljón dollarar“, endurtók Mike. Til að fullvissa Richard um að hann hefði rjett fyrir sjer, samþykti Mike að leggja fram sjálfur 20.000 dollara og fá vini sína til að koma með 180.000 dollara. Fyrir þetta fengu Mike og þeir vinir hans; miðaokrar- arnir, að selja bestu sætin fyrir það verð, sem þeim sýndist. — Utkoman reyndist sú, að miðar seldust fyrir 1.789.238 dollara. Upp frá þeirri stundu studdist Richard ætíð við Mike, þegar hann tók að sjer að sjá um hnefaleikakeppni. Á gullöld hnefaleikaíþrótt- , arinnar, þegar herrar með pípu l hatta og pelsklæddar dömur þeirra gerðu íþróttina að tísku- íþrótt, seldi Jacobs aðgöngu- miða fyrir gevsiháar upphæðir (dæmi: öll sætin í einni stúku, sem áttu að kosta 250 dollara, fyrir 7500), bætti við banka- innstæður sínar, reykti vindla og ljet málefni annara manna afskiftalaus. Frjettamenn, sem oft komu á skrifstofu Tex Ric- hard, sáu hann ósjaldan svífa draugalega fram úr skuggan- um, hvísla í eyrað á Tex og troða aðgöngumiðum í vasa sína. Þegar Richard dó árið 1925 og stóru hnefaleikakeppn- irnar dóu með honum, dró Jac- obs sig í hlje. Sem hlutlaus á- horfandi fylgdist hann með hinu nýja stórhýsi Madison Square Garden, og hvernig á- hugasamir miljónamæringar, með Jimmy Johnson 1 broddi fylkingar, náðu tangarhaldi á því af íþróttinni, sem eftir var. Orlagaríkur atburður. EN ÞÁ skeðu tveir atburðir, sem áttu eftir að gera Mike að allsráðandi yfirmanni hnefa- leikaíþróttarinnar og margfalda auðæfi hans. 1. I Detroit kom fram á sjón- arsviðið stór og sterkur negra- strákur með hnefa, sem voru hraðari en elding. Johnny nokkur Roxborough, sem hafði óleyfilegan happdrætisrekstur að atvinnu, og Julian Black, kunningi hans frá Chicago, voru umboðsmenn hans. 2. í New York hafði komið upp deila, sem frú William Önnum kafinn við að smíðasinneigin legstein Er að undirbúa sína ,eigin jarðarför. CUMBERLAND, Md. (A. P.): — Á skógi þöktum fjallstindi í vestur hluta Marylandfylkis í Bandaríkjunum, hefir Owen nokkur Slider, 73 ára gamall maður, einkenmlegan starfa með höndum. Hann er að smíða legstein handa sjálfum sjer. Eins og er, hefir Slider. sem einna helst minnir mann á ein- hverja persónu úr álfasögu. lokið við að höggva í steininn nafn sitt, fæðingardag og ár, og orðið „ljest“. Hann er enn á báðum áttum, hvort hann eigi sjálfur að skrá dánarár sitt á steininn, eða bíða og láta ein- hvern annan gera það. ',Ef það verður úr“, ségir hann, „að jeg höggvi þetta sjálf ur í steininn, ætla jeg að láta andlát mitt bera upp á jóladag- inn 1869. Þá verð jeg aðeins 95 ára gamall“. Steininn, sem Slider hefir valið, stendur nálægt hinu 110 ára gamla bjálkahúsi, sem afi hans bygði árið 1836. En enda þótt Slider gamli sje að mörgu leyti kúnstugur ná- ungi, hefir hann myndað sjer sínar eigin skoðanir um heims- málin og helstu vandamálin í sambandi við þau. ..Það er of mikill hraði á öllu“, segir hann. „Það er það, sem er rangt við mennina nú á dög- um“. i Randolph Hearst var þátttak- andi í og snerist um hnefaleilla kappleika til ágóða fyrir mjólk ursjóð, sem sú ágæta frú hafði komið á fót.Frúin vildi fá meira af ágóða miðasölunnar og Madi- son Square Garden neitaði að verða við tilmælum hennar. Er hjer var komið, buðu þrír af frjettamönnum Hearst-blað- anna, sem skrifuðu um íþrótt- ir, þeir Bill Farnsworth, Ed Frayne og Damon Runyon, Jacobs til að taka forustuna-í tilraun *til að brjóta einokun Madison Square Garden á bak aftur. Hearst blaðahringurinn átti að standá á bak við hann. Fyrsta skref þeirra var að efna til hnefaleikakeppni í Bronx Coliseum til ágóða fyrir mjólkursjóðinn. Þeir fengu hús fylli. Jacobs hafði lengi gert sjer það ljóst, að veikasta hlið Madi son Square Garden var sú, að eigendur þess höfðu enga fyrsta. flokks hnefaleikara í þungavigt til að bjóða almenningi. Bestu hnefaleikarar þeirra í þessum þyngdarflokki voru annars flokks menn eins og Carnera, Braddock og Max Baer. Það var Joe Louis, sem átti eftir að færa Mike heim sigurinn. Bandalag. ÞÁ gerði Jacobs, Hearst blaða hringunnn, Roxborough og Black, með sjer bandalag. Með aðstoð hnefa Joe Louis komu þeir af stað byltingu innan hnefaleikaíþróttarinnar. Þegar Louis sigraði Bradd- ock 1937 og varð heimsmeistari í þungavigt, var Jacabs konung ur íþróttarinnar. Það reyndist tiltölulega auðvelt að komast yfir hnefaleikara í öðrum þyngd arflokkum. Smám saman, einn á eftir öðrum, gengu þeir að skilmálum Jacobs. Það voru auðvitað nokkur verslunaratriði, sem Mike varð að ganga frá. Úr því hann var orðinn einvaldur, var auðvitað engin ástæða til að halda banda laginu áfram og skifta ágóðan- um með mönnunum, sem höfðu hjálpað honum að komast til valda. Hann gat auðvitað ekki haldið áfram að vera í fjelagi við þrjá af blaðamönnum Hearst blaðanna. Hin blöðin voru óánægð yfir því, og hann varð að halda vináttu allra blaða. Svo hann keypti hluti Fraynes og Runyons, en Farns- worth sagð upp starfi sínu og fjekk framtíðaratvinnu í einu af fyrirtækjum þeim, sem Mike hafði komið á fót. Þá var held- ur ekki sem best að eiga í erj- um við Madison Square Gard- en, sem hafði á að skipa eina leikvanginum í New York, þar sem stórir innanhúskappleikir gátu farið fram. — Svo hann komst að samkomulagi við eig- endurna, þar sem ákveðið var, að þeir fengju 50% af ágóðan- um, hann sjálfur afganginn. Ágóðinn. ENDA þótt Roxborough, sem nú situr í fangelsi fyrir happ- drættisfyrirtæki sitt, sje ennþá á pappírnum umboðsmaður Joe Louis, er það Mike Jacobs, sem velur andstæðinga heimsmeist- arans, ákveður hversu mikið Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 231. tölublað (12.10.1946)
https://timarit.is/issue/107037

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

231. tölublað (12.10.1946)

Aðgerðir: